Alþýðusambandið tekur stöðu með lífskjörum.

 

Enda til lítils að semja um lífskjör, og á sama tíma láta reglugerð Evrópusambandsins eyðileggja þann bata sem fyrirsjáanlegur er.

 

Þessi afstaða Alþýðusambandsins er ekki sjálfgefin, til skamms tíma réði Samfylkingin þar öllu innanhús, og hennar eina markmið var og er að koma landi og þjóð í hjáleigusamband við Brussel, þar sem almenningur lepur dauðann  úr skel.

Það var ekki svo, einu sinni var aðild að Evrópusambandinu valkostur, en eftir ICEsave, þegar það átti að fórna almenningi fyrir erlenda fjárkúgun, að ekki sé minnst á endurreisn á kostnað almennings, í þágu auðs og auðmanna, þá var ljóst að það sem knúði forystufólk Alþýðusambandsins áfram, var ekki hagur launafólks eða almennings.

Svik sem blasti við öllum og enginn gat fyrirgefið, það er sá hluti launafólks sem heyrði undir Alþýðusamband Ísland, þó vissulega hafi Samfylkingin sótt stuðning sinn til háskólafólks sem þiggur laun sín frá samneyslunni.

 

Á sínum tíma fagnaði ASÍ hinu frjálsa flæði frjálshyggjunnar eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á í pistli dagsins.

"„Eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi. Lykillinn að því er að koma á samkeppnisumhverfi í framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu raforku. Alþýðusamband Íslands er hlynnt eðlilegri samkeppni og verðmyndun á markaði og að neytendur fái notið ábatans sem af því hlýst. Íslenskur raforkumarkaður er lítill í alþjóðlegum samanburði. Það er því ólíklegt að hér á landi muni ríkja fullkomin samkeppni á þessum markaði. Hins vegar er líklegra að hér muni ríkja einhverskonar fákeppni. Það er því ólíklegt að neytendur komi til með að njóta til fulls þeirrar hagræðingar sem ætlað er að ná fram með frumvarpinu.".

Það voru þeir dagar þegar Gylfi forseti og Samfylkingin réði öllu hjá þessum heildarsamtökum launafólks, og fátt var eins fyrirlitið hér á landi.

 

Í dag stendur Alþýðusambandið með launafólki og almenningi, gegn spilltri stjórnmálastétt og hagsmunaaðilum einkavinavæðingarinnar.

Og í raun engu við að bæta.

"„Það er for­senda fyr­ir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auðlind­um sé í sam­fé­lags­legri eigu og að við njót­um öll arðs af nýt­ingu auðlind­anna og get­um ráðstafað okk­ar orku sjálf til upp­bygg­ing­ar at­vinnu hér á landi.

“„Raf­orka á að vera á for­ræði al­menn­ings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarfl­an að staðfesta markaðsvæðing­una og ganga lengra í þá átt. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okk­ar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mik­il til að markaður­inn fái að véla með hana enda hef­ur markaðsvæðing grunnstoða yf­ir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.“".

 

Gæfa þjóðarinnar er að landsölufólkið, hvað þá hinir aumkunarverðu stuðningsmenn frjálshyggjunnar á vinstri væng stjórnmálanna, á ekkert bakland.

Fólk fyrirlítur það.

Og í lýðræðissamfélögum á fólk síðasta orðið.

 

Um það er ekki deilt.

Kveðja að austan.


mbl.is Þriðji orkupakkinn „feigðarflan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér kvótamenn við kærum.

 

En þeim væri nær að verja þjóðina, orkuauðlindir hennar og sjálfstæði.

Það er ekki eins og þeir séu eyland á meðal þjóðar.

 

Aðför Seðlabankans var í beinu framhaldi af ICEsave deilum þjóðarinnar, með því að knésetja Samherja, þá átti að knésetja sjálfstæði þjóðarinnar.

Og beina henni á beiningarbrautina til Brussel.

Það var það sem var ámælisvert í störfum Más Guðmundssonar, hann gekk erinda Jóhönnu Sigurðardóttir.

 

En þetta er saga, sömu öfl sem vildu koma þjóðinni í ESB, sækja að með orkutilskipun ESB, kennda við markaðsvæðingu orkunnar og einkavinavæðingu Landsvirkjunar.

Með sama markmiði, að eyðileggja innlend fyrirtæki sem hafa burði til að starfa á alþjóðavísu.

Því þau eru forsenda sjálfstæðis, og ef þú vilt eyðileggja sjálfstæði þjóðar, þá leggur þú þau fyrst að velli.

Líkt og Már reyndi að gerða að boði Jóhönnu og þess skítapakks sem stjórnaði henni.

 

Slagur við fortíðina er heimskra manna slagur.

Líklegast þorir enginn að benda Þorsteini Má á þá staðreynd, enda er hann umkringdur jámönnum.

Atlaga dagsins eða morgundagsins er hinsvegar sá slagur sem enginn má við því að tapa.

 

Ef Þorsteinn er sár þá tekur hann þann slag.

Ella hættir hann að spila sig bjána.

 

Þeir eru nógu margir samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Kæra stjórnendur Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuauðlindir eru undir.

 

Og við fáum frásagnir af Báru, vinnukonu, sem mætti á barinn til að taka upp.

Framhaldið þekkja allir, en það framhald er látið líta svo út að tilviljun ein hafi ráðið för.

Eins og ekkert sé Sun eða önnur slúðurrit, eins og engin séu þau hagsmunaöfl sem borga fátæklingum eins og námsmönnum eða öryrkjum fyrir að standa vaktina og hlera þar til efni er komið í hús.

 

Aumur er Mogginn að taka þátt í þeim fíflagangi.

En það minnir á ritstjórnarlegan róg blaðsins þegar geðveiki var gerð að frétt í atlögu blaðsins að Jóni Baldvini, hinum andstæðingi landsölunnar sem kennd er við reglugerð ESB þar um.

Sem sagt Davíð er í fílabeinsturni en ritstjórnin vinnur fyrir útgerð sem ætlar að gera út á einkavinavæðingu orkuauðlindar þjóðarinnar.

Því þegar tilviljanir endurtaka sig, þá er vart um tilviljanir að ræða lengur.

 

Bára, hún Bára, engin spyr hana um taxtann, hvað með öll þau skipti sem ekkert er til að hlera, ekkert er til að selja.

Og þar sem við erum kannski amatörar í þessum fræðum, þá má alltaf hringja í systurtímaritið Sun, sem sérhæfir sig í fári og slúðurfréttum, og spyrja hvað er borgað fyrir dauða tímann.

Því þó sé hlerað, þá er ekki alltaf á vísan að róa.

 

Væri svo sem fyndið ef landsala væri ekki undir.

Annað skýrir ekki fárið sem sífellt er kynnt undir, með Ekki fréttum og öðru minna léttvægara, svona á meðan geðveikin er á geðdeild og Bára í útlöndum, eða hvar sem launin eru til ráðstöfunar.

 

Það eru svona Ekki fréttir, eða hið uppblásna níð sem fjölskylda Jóns Baldvins lenti í, sem segja allt um hagsmunir þeirra sem eiga og þeirra sem stjórna.

Fílabeinsturn ritstjórans breytir þar engu um.

Nema það má spyrja, hvað dvelur þann sem þar dvelur.

 

Frelsið til að tjá sig??

Athyglin sem óneitanlega fylgir turninum sem fílar lögðu til tennur sínar til að væri reistur.

Eða kjarkleysi??

 

Við segðum allavega Heil, ef þetta kjarkleysi hefði verið útbreitt á árum áður.

En núna eru orkuauðlindir okkar undir.

Og fáir koma þeim til varnar.

 

Á meðan er fábúlerað um harmleik í Noregi eða óþekktar konur á Klaustri.

Athyglisdreifarnir á fullu.

Raunveruleikinn er ekki frétt, hann má ekki ræða.

 

Fréttir af morði eru fréttir af morði.

Að velta sér uppúr því er hins vegar óeðli sem fyrir langa löngu saug  alla mennsku úr slúðurfjölmiðlum.  Breytir ekki því eðli þó Mogginn og Rúv dansi með.

 

Fréttir af Báru er hins vegar afstaða.

Afhjúpar hið innra eðli.

 

Það er langt síðan að Morgunblaðið féll á því prófi.

En hvort það hafi frést uppí fílabeinsturninn er annað mál.

 

En þá er komið tími til að tengja.

Kveðja að austan.


mbl.is Huldukonan með skopparakringlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusinnarnir í Sjálfstæðisflokknum.

 

Þessir, sem eru komnir upp á kant við grasrót flokksins vegna einbeitts brotavilja þeirra við að koma orkuauðlindum þjóðarinnar undir beina stjórn Brussel skrifinnanna, skrifa núna grein eftir grein um mikilvægi EES samstarfsins fyrir þjóð og land.

 

Eitthvað sem maður hefur ekki lesið frá því að lærðar greinar voru skrifaðar (og þá las maður það á Landsbókasafninu) í Þjóðviljann um dásemd Stalíns frænda og áætlunarbúskaps hans. En eins og menn vissu þá var það Stalín að þakka að fólk vann, að verksmiðjur voru reistar, að korn óx á akrinum, og að sólin kæmi upp á morgnanna.

Sem gat alveg verið rétt, því allt þetta gerðist í valdatíð Stalíns, hann var leiðtoginn og kommúnisminn var kerfið, en galli rökfærslunnar var sá að korn óx í öðrum löndum, og það miklu meira en á ökrum samyrkjubúanna, fólk vann í öðrum löndum, og vann fyrir miklum meiri verðmætum en í áætlunarbúskap Stalíns, sólin kom líka upp í öðrum löndum og í raun hafði fólk það miklu betra á Vesturlöndum en í dásemd kommúnismans.

En í lofgreinunum skipti slíkar staðreyndir engu máli.

 

Áslaug Arna skrifar grein í Morgunblaðið í dag, líklegast fyrir fólk um fertugt og yngra þó aldurstakmark sé ekki gefið upp, þar sem allt gott sem gerst hefur hér á landi, og í Evrópusambandinu sé hinu innri markaði og frjálsu flæði vöru, þjónustu og fjármagns að þakka.

Samt hefur enginn hagvöxtur verið í Evrópusambandinu í um 10 ár, og ekkert útlit fyrir að það breytist næsta áratuginn.  Fólk er þar í uppreisn gegn kerfinu og er í raun að krefjast að fá gömlu samfélögin sín til baka.

Í öðrum iðnvæddum löndum er hagvöxtur og gróska, þó hafa þau ekki hinn innri markað og hið frjálsa flæði, en þau njóta alþjóðaviðskipta, tækniframfara og annað sem knýr áfram hagvöxt til jafns við Evrópulönd.

Alveg eins og það er hægt að gera hlutina á annan hátt en í kommúnistaríkjunum í gamla daga, þá er hægt að reka þjóðfélög og stunda frjáls viðskipti þó þjóðir séu ekki hluti af regluveldi Brussel.

 

Bábiljurnar sem boðið er uppá vekja hins vegar spurningu um þroskastig og reynslu þess fólks sem núna er i framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins.

"Menn vissu og trúðu því að auk­in viðskipti milli landa myndu færa okk­ur aukna hag­sæld, að það væru tæki­færi fólg­in í því að geta menntað sig og starfað er­lend­is, að fá hingað til lands fólk til starfa og að flytja fjár­magn óheft á milli landa....

Ávinn­ing­ur­inn af þess­ari framtíðar­sýn um öfl­ugra og betra sam­fé­lag er ótví­ræður og það er ljóst að lífs­kjör á Íslandi væru lak­ari fyr­ir alla lands­menn ef við vær­um ekki hluti af EES-sam­starf­inu. ".

 

Íslendingar menntuðu sig og ferðuðust milli landa fyrir EES samstarfið og stunduðu frjáls viðskipti, fáar þjóðir höfðu eins mikil utanríkisviðskipti en Íslendingar, fáar þjóðir áttu hlutfallslega fleiri námsmenn í erlendum háskólum en við Íslendingar. 

Og lífskjör þjóðarinnar á öllum mælikvörðum voru á við það besta sem gerðist í heiminum.

Svisslendingar sem er í EFTA en utan EES samstarfsins eru ekki að gera það síður en við Íslendingar á þeim tíma sem þjóðin hefur verið aðili að EES. 

Sú þróun að losa um höft og hömlur var hafin áður en þjóðin gekk í EES og hefði örugglega haldið áfram því það er enginn eyland í heiminum.

 

 

Áslaug segir að gjaldeyrishöftin hafi horfið við aðildina að EES; " EES-sam­starfið veitti okk­ur aðgang að innri markaði Evr­ópu og færði okk­ur úr gjald­eyr­is­höft­um sem höfðu þá varað í rúm 60 ár.".

Gjaldeyrishöftin voru afleiðingin hjá þjóð sem bjó við einhæft atvinnulíf og þurfti að nota mikinn hluta af útflutningstekjum sínum við að byggja upp innviði og fjárfesta í atvinnutækjum því hér var byggt upp úr engu í allt.

Í dag standa fleiri stoðir undir gjaldeyrisöfluninni, sérstaklega vegur þar þungt uppbygging stóriðju sem var löngu hafin áður en landið gekk í EES og ferðamannaiðnaðurinn, og hvað sem sagt verður um hinn innri markað, þá blómstrar ferðamannaiðnaður á fleiri svæðum í heiminum.

En eins og játendur Stalínsátrúnaðarins sögðu; "þið vitið ekki", og gátu alveg haft rétt fyrir sér.  Til dæmis var lítið um þungaiðnaði í Kongó eða Afganistan og í þeim samanburði komu Sovétríkin vel út.

En það var iðnaður í Rússlandi fyrir byltingu Kommúnistanna og það var líf á Íslandi fyrir EES.  Það var ákaflega líklegt að þróun hafi átt sér stað í Rússlandi þrátt fyrir byltingu bolsévika og eitthvað grunar mig að áratuga uppbygging Íslands hefði haldið áfram þó þjóðin hefði ekki undirgengist regluverk ESB.

Maður veit svo sem ekki, en ein vísbending ætti að gefa manni hint, sólin hélt áfram að koma upp í Sovétríkjunum eftir daga Stalíns, og það er líf á þessu svæði eftir hrun kommúnismans.

 

Það er nefnilega fólkið sem skapar samfélögin.

Ekki regluverkið.

 

Eitthvað sem játendur rétttrúnaðarins vilja stundum gleyma.

Kveðja að austan.

 


Einu sinni einu sinni enn.

 

Núna er komið að því að mennirnir sem sögðu að við ættum að borga ICEsave, því slíkt væri skýrt samkvæmt tilskipunum ESB, mæta á þing og segja að okkur beri skylda til að innleiða orkutilskipun ESB, og afsala okkur þar með yfirráðum yfir orkuauðlindum landsins til yfirþjóðlegrar stofnunar. ACER.

Þó EFTA dómurinn hafi dæmt þá fávita, þá róa þeir áfram í sömu knérum.

 

Einn slíkur mætti á fund utanríkismálanefndar Alþingis, dósent við lagadeild Háskóla íslands.

Eitt af því mörgu sem hann segir er að orkutilskipunin fari ekki gegn stjórnarskránni því " að framsal valds til evr­ópskra stofn­ana í gegn­um þriðja orkupakk­ann væri „býsna vel“ skil­greint og ekki of íþyngj­andi"

 

Í lagaáliti sínu sýnir Stefán Már Stefánsson prófessor, ekki dósent, með skýrum rökum að

"Með hliðsjón af framansögðu er torvelt að líta svo á að framsal ríkisvalds samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 sé vel afmarkað og skilgreint. Virðist fremur verða að líta svo á að valdheimildir ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar yrðu óljósar og háðar túlkun á þeim hugtökum sem að framan greinir.

Ekki er með góðu móti unnt að átta sig á því hvernig ESA muni skýra valdheimildir sínar samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar, en væntanlega mun túlkun ACER á samsvarandi valdheimildum þeirrar stofnunar gagnvart ESB-ríkjunum hafa þar afgerandi áhrif, ásamt fyrrgreindum viðmiðunarreglum framkvæmdastjórnar ESB. Í það minnsta verður ekki litið svo á að afmörkun og skilgreining valdframsals til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar uppfylli þær ríku kröfur sem gera verður til valdframsals af þeim toga sem hér um ræðir.

Í því sambandi er einkum til þess að líta að ákvarðanir ESA á grundvelli 8. gr. reglugerðarinnar beinast ekki einungis að hérlendum eftirlitsyfirvöldum, heldur varða þær í raun beint og óbeint mikilvæga hagsmuni einstaklinga og lögaðila, og einnig ríka almannahagsmuni tengda raforkukerfinu og nýtingu þess, eins og fyrr segir.".

 

Rök annars vegar, fullyrðing hinsvegar.

Í þessu samhengi má ekki gleyma að Stefán Már Stefánsson var eini fræðimaðurinn við lagadeild Háskóla Íslands sem þorði að tala gegn fjárkúgun breta, með skýrum rökum, og rök hans voru rétt, fullyrðingar hinna sem margmættu fyrir nefndir Alþingis voru rangar.

Þeir voru dæmdir, Stefán var staðfestur.

 

Annað er eftir því hjá dósentnum, hann telur að "skil­yrði um jafn­ræði og gagn­kvæmi upp­fyllt." þegar staðreyndir er sú eins og Stefán Már Stefánsson bendir réttilega á, að

"Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER57 og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.".

 

Það eru öfugmæli að halda því fram að það sé jafnræði í fyrirkomulagi þar sem annar aðilinn setur reglurnar, og hinn þarf að hlíta þeim án þess að hafa nokkuð að segja með innhald þeirra eða fyrirmæli.

Álíka fávitagangur ein og þegar íslenskir fræðimenn innan gæsalappa héldu því fram að Not, í merkingunni EKKI í ábyrgð, þýddi þveröfugt, að aðildarríki væru í ábyrgð fyrir innlánstryggingasjóði sína. 

Og gleymum því aldrei, að þeir voru síðan dæmdir fávitar.

 

Síðan eru engar lagalegar útskýringar af hverju við sem þjóð þurfum að innleiða þessa orkutilskipun, aðeins sagt "telja inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans nauðsyn­lega vegna alþjóðasam­starfs sem Ísland tæki þátt í og vísaði þar til EES-samn­ings­ins."

Í EES samningnum stendur það skýrum stöfum að samningurinn sé gagnkvæmur og ef einstök aðildarríki EES telji eitthvað í reglugerðum framtíðarinnar íþyngjandi þá geti þau hafnað innleiðingu og vísað til sameiginlegu EES nefndarinnar.  Eða eins og höfundur samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson útskýrði;

""„EES-samn­ing­ur­inn trygg­ir aðild­ar­ríkj­un­um óvé­fengj­an­leg­an rétt til að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar á til­teknu mála­sviði, ef hún á ekki við eða þjón­ar ekki hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Fyr­ir þessu eru mörg for­dæmi. Höfn­un inn­leiðing­ar hef­ur ekki í för með sér nein viður­lög. Af­leiðing­in er sú, að mál­inu er vísað til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyr­ir­var­ar, sem ör­uggt hald er í. Þessi ótví­ræði rétt­ur aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins til þess að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar út frá eig­in þjóðar­hags­mun­um, án viður­laga, var frá upp­hafi ein meg­in­rök­semd­in fyr­ir því, að framsal valds skv. samn­ingn­um væri inn­an marka þess sem sam­rýmd­ist óbreyttri stjórn­ar­skrá.“"."

Þetta er svo skýrt í samningum, að halda öðru fram án þess að færa fyrir því rök, er pólitík í anda fullyrðinga um Kúbu norðursins.

 

En í pólitíska rökstuðningnum kemur fram brosleg mótsögn.

Evrópusambandið ætlast til þess að ríki fari eftir reglugerðum sínum.

".... að mark­miðið hjá Evr­ópu­sam­band­inu væri að það hefði ein­hverj­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir viðkom­andi EFTA/​EES-ríki tæki það slíka ákvörðun, það er að þjóðþing þess nýtti heim­ild EES-samn­ings­ins og hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna lög­gjaf­ar frá sam­band­inu, með það fyr­ir aug­um að standa fyr­ir utan þá lög­gjöf sam­bands­ins sem ríkið vildi ekki taka upp.".

Orkupakkar Evrópusambandsins fjalla um markaðsvæðingu raforkunnar og í orkupakka 3 er aðildarríkjum efnahagssvæðisins gert að skylt að innleiða markaðskerfi að hætti ESB með frjálsri samkeppni á heildsölu- og smásölumarkaði með rafmagn, en það er valfrjálst núna. Og hann fjallar um  millilandaviðskipti með raforku, en OP#2 fjallar um innanlandsviðskipti með hana. Og þessi ákvæði verða tekin upp í íslenskri löggjöf, og íslenskum stjórnvöldum ber skylda að fara eftir þeim.

Í ljósi þessa er það hrein barnaskapur að hafna að "eitt­hvað í þriðja orkupakk­an­um skyldaði ís­lensk stjórn­völd til þess að samþykkja lagn­ingu sæ­strengs til Evr­ópu." þegar meginmarkmiðið er að stuðla að slíkum viðskiptum.

Öll dómafordæmi hjá ESB eru í þá vegu að ríki aflétti öllum hömlum á viðskiptum, og fari eftir efni og anda tilskipana sambandsins.

 

Að vísa í íslensk lög er ennþá meiri barnaskapur, þau þurfa að víkja þegar bindandi tilskipun er annars vegar. 

Skemmst er að minnast þegar áratuga gömul lög sem banna að gefnu tilefni innflutning á hráu kjöti, voru dæmd ólögleg af EFTA dóminum.

Þeir sem halda öðru fram verða þá að sýna fram á undantekningarnar, hvar innlend lög halda gegn tilskipunum sambandsins.  Þá væri til dæmis hægt að snúa við þessum dómi EFTA dómsins varðandi frjálsan innflutning á sýklum.

 

Í ICEsave deilunni upplifðum við svona fræðimennsku.

Fullyrðingar á fullyrðingar ofan, allar litaðar af pólitískri skoðunum viðkomandi fræðimanna.

Eða það sem ætti að vera augljósara, greiðslurnar sem þeir fengu fyrir að tala gegn skýrum lögum og reglum.  Eða þeim öfugmælum að óbærilegar skuldir væru í þágu efnahags og velmegunar almennings.

En þegar vel er borgað þá segja menn margt, þekkt er að á ákveðnum tímabili, áður en bandarísk stjórnvöld gripu inní, að þá héldu yfirmenn í mexíkósku lögreglunni því fram kinnroðalaust að erlend burðardýr bæru meginábyrgð á flutningi eiturlyfja til og frá landinu.  Allavega voru ekki aðrir handteknir og dæmdir fyrir þann verknað.

 

En það gripu engin bandarísk stjórnvöld inní hjá okkur.

Við sitjum uppi með sömu fræðimennina.

Sömu fullyrðingarnar.

Sömu landsöluna.

 

Því það var aldrei skúrað út.

Mútuþegarnir héldu embættum sínum.

 

Það eru  hundruð milljarða undir þegar kemur að því að einkavinavæða nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Hluti af þeim er þegar byrjað að streyma um samfélagið.

Í fjölmiðla, til almannatengla, og til hinna svokölluðu álitsgjafa.

Að ekki sé minnst á hið meinta fræðasamfélag.

 

Eða hvað annað skýrir heimskuna?

Ég bara spyr.

Varla meðfædd heimska.

 

Gleymum því ekki hverjir voru dæmdir fávitar á sínum tíma.

Bæði á Alþingi sem og í Háskólanum.

 

Þetta fólk er ennþá að, og það hefur ekkert breyst.

Kveðja að austan.


mbl.is „Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á grægðin sér engin takmörk??

 

Jafnvel viðvörunarljós seld sérstaklega sem aukabúnaður.

Þó eru þessi viðvörunarljós nauðsynleg vegna hönnunargalla á vélunum, vísvitandi galla vegna þess að nýir hreyflar voru settir á gamla hönnun á flugvélaskrokk.

Og þegar eftirlitsaðili kemst að því þá er þrýstingi pólitískra lobbýista beitt til að þagga niður málið.

Afleiðingin er fjöldamorð, og vilji til að drepa fleiri því látið er í veðri vaka að ekkert sé að, nema það þurfi kannski hugbúnaðaruppfærslu.  Sem sjálfsagt verður þá rukkað fyrir aukalega.

 

Nei græðgin á sér engin takmörk og hún kemst upp með þetta því hún hefur tryggt sér leikreglurnar, og hún á stjórnmálamennina.

Þeir fara ekki gegn stórfyrirtækjum, þeir fara ekki gegn þeirri hugmyndafræði að þú mátt allt, bara ef þú græðir.

Og það er ódýrara að kaupa almannatengla, stjórna umræðunni, gera út lobbýista, fjármagna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

 

Einn angan af þessu ægivaldi græðginnar upplifum við á Íslandi í dag.

Þar sem orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir.

 

Almannatenglar stjórna umræðunni, auðmiðlarnir spila undir, stjórnmálastéttin er einhuga í að selja, og vinstri hjörðin dansar með.

Einhvern tímann hefði bleik verið brugðið að sjá að helsta stuðningsfólk frjálshyggju, græðgi og gróðahyggju sé fólk sem kallar sig vinstri og félagshyggjufólk.

En slíkur er máttur peninganna að það er blákaldur raunveruleiki.

 

Vissulega eru ekki mannslíf undir.

En hagur og velferð þjóðarinnar, í bráð og í lengd.

 

Aðferðafræðin sú sama.

Innrætið það sama.

 

Græðgin er það heillin,.

Græðgin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Höfðu kyrrsetningu til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru ósannindin?

 

Það er ekki oft sem hinn almenni sjálfstæðismaður þurfi að sitja undir svívirðingum ráðherra síns eigin flokks, vanari að slíkt geri ráðherrar annarra flokka, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var þar fremst meðal jafninga.

Á nýlegum fundi í Háskólanum um alþjóðasamvinnu, sakaði Guðlaugur Þór meginhluta flokksmanna um að láta stjórnast af erlendri einangrunarhyggju, því þeir vilja ekki afhenda stofnun Evrópusambandsins forræði yfir orkuauðlindum landsins.

Og núna bætir Þórdís Kolbrún um betur, og kallar þá lygara.

 

Hvort tilefnið er grein Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu í gær, skal ósagt látið.

En grein Tómasar var sterk, og hún afhjúpaði svo margt í málflutningi Þórdísar og Guðlaugs, sérstaklega þá áráttu ráðherrana að svara rökum með skætingi.

En ég efa að þegar Tómas skrifaði grein sína að hann hafi reiknað með að viðbrögðin væru að kalla hann ósannindamann.

 

Og hver eru hin meintu ósannindi??, "„Að halda því fram að þetta snúi að einka­væðingu Lands­virkj­un­ar eða sölu á auðlind­um eru bara hrein ósann­indi.".

Það er eins og ráðherra sé svo bernsk að hún þekki ekki til reglna Evrópusambandsins eða hvernig hið frjálsa flæði virkar.  Og ef hún er ekki vísvitandi að ljúga uppá fólk, þá er hún algjörlega óhæf til að fara með ráðherraembætti því þá bara veit hún ekkert.

 

Hún viti ekki að "Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað." svo ég vitni í Tómas Olrich sem bætir við "Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/EES.".  Og ráðherra getur ekki hundsað þessi rök nema benda þá á dæmi þar sem einstök aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins hafi getað gengið gegn efni tilskipana sambandsins og dómafordæmi þar um.

Og á sameiginlegum orkumarkaði eiga fyrirtæki að keppa á jafnréttisgrundvelli, og þess vegna hefur regluverkið krafið einstök aðildarríki um að leysa upp markaðsráðandi ríkisfyrirtæki.

Til dæmis eru Frakkar búnir að beygja sig undir þessa kröfu regluveldisins og eru að leysa upp ríkisfyrirtækið sem á flestar vatnsaflsvirkjanir í landinu.  Og ef Frakkland, næst stærsta ríkið í Evrópusambandinu þarf að lúta regluveldinu, þá er það mikill barnaskapur að halda að við Íslendingar komist upp með að gera það ekki.

Enda eru engin dæmi um það í samskiptum okkar við regluveldið.

 

Orkutilskipanir Evrópusambandsins hafa það markmið að markaðsvæða orkuna á einum sameiginlegum markaði, þar sem ekkert ríki getur undanskilið sig þátttöku, með einu sameiginlegu verði.

Markaðsverði sem ræðst af framboði og eftirspurn.

Og til að ná þessum markmiðum sínum, afsala einstök aðildarríki sér yfirstjórn orkumála sinna í hendur á yfirþjóðlegri stofnun, Orkustofnun Evrópu, ACER.

Að afneita þessu er veruleikafirring, að halda öðru fram er bein lygi.

 

Í þeim sporum er Þórdís Kolbrún í dag.

Að saka aðra um lygi, bætir ekkert hennar málstað.

 

Henni væri nær að ræða grein Tómasar Olrich á málefnalegan hátt, koma með dæmin þar sem ríki hafa ekki þurft að virða regluverkið, eða játa að það sé ekki hægt.

En segja kannski á móti að hún sem frjálshyggjumanneskja aðhyllist opinn samkeppnismarkað og það gildi líka um orkuauðlindina enda sé orkan aðeins eins og hver önnur vara.  Sagði til dæmis í útvarpsviðtali að þetta væri bara eins og að selja ýsu.  Einu sinni hefði allir getað keypta hana, en eftir að hún varð dýr útflutningsvara, þá sé hún munaður, en heildarhagurinn sé meiri fyrir samfélagið.

 

Það eru nefnilega rök með orkutilskipunum Evrópusambandsins, en þau eru aldrei rædd ef raunveruleikanum er afneitað.

Hvað þá að kalla þá lygara sem benda á staðreyndir málsins.

Það er ákaflega aumur málstaður sem krefst slíkra vinnubragða.

 

En aumast af öllu er að saka aðra um það sem maður er sjálfur.

Hvort sem hún sakar samflokksmenn sína um það eða aðra.

 

Það er ekki von þó Tómas Ingi sjái líkindi með vinnubrögðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í ICESave málinu.

Það er ekki góð vegverð.

 

Og vondum að líkjast.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Þetta var óþægilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskógabyggð segir Nei við orkupakka 3.

 

Eða réttara sagt, öll rökin fyrir að hafna samþykkt pakkans koma fram, en heykst er á að segja hlutina hreint út.

Enda grænmetisfólkið í uppsveitum Suðulands langtum því eins mikil hraustmenni og hrossafólkið í Skagafirði, eða hefur einhver séð hrausta grænmetisætu??

Samt eru fá sveitarfélög á landinu, nema vera skyldi Fjarðabyggð og Akranes, sem eiga meira undir að hindra þessa aðför að orkuauðlindum þjóðarinnar.

Samt skjálfa sveitarstjórnarmenn og þora ekki gegn þingmönnum sínum.

 

Hvað er undir, halda þeir að þeir verði flengdir á næsta fundi eða hvað??

Af hverju er þingmaður sem gengur erinda auðmanna sem ásælast orkuauðlindir þjóðarinnar, ógnvænlegri en kjósendur sem eiga allt sitt undir að þessi ásælni auðmanna verði stöðvuð í fæðingu? 

Því ekki verður hún stöðvuð eftir að orkupakkinn verður samþykktur, þá snýst spurningin aðeins um hvenær, ekki hvort eins og í dag.

 

Skagfirðingar sögðu hlutina hreint út.

Bláskógabyggðarmenn tala undir rós.

Fjarðabyggð og Akranes þegja.

 

Af þessu má draga þann lærdóm að til að þjóðin haldi sjálfstæði sínu, borði menn sem mest hrossakjöt, sem minnst grænmeti og fiskmeti í hófi.

Síðan má álykta um heljartök þingmanna á fólki sem er kosið til gæta hagsmuna byggðar sinnar, en kýs fylgispektina við valdið fyrir sunnan fram yfir þá hagsmuni.

Hvort sem menn væla eða þegja, skiptir litlu, heljartökin erum meinsemd þegar fulltrúar byggðanna tala ekki máli síns fólks.

Vonandi ber íbúum Bláskógabyggðar gæfa til að hundskamma sitt fólk og sjái til þess að á næsta fundi sveitarstjórnar verði ný ályktun samin.

Á mannamáli.

 

Það er ekki svo flókið að segja Nei.

Það er ekki svo flókið að verja byggð sína.

Það er ekki svo flókið að verja land sitt fyrir ásælni auðsins.

 

Kjarkur, manndómur.

Það eina sem þarf.

 

Hitt gerist svo að sjálfu sér.

Kveðja að austan.


mbl.is Vald verði ekki framselt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundum setur mann hljóðan.

 

Þegar maður les grein og hefur ekkert við að bæta.

Kemur vel á vondan mætti halda þegar kjöftugur verður kjaftstopp.

Tómas Ingi Olrich skrifaði slíka grein í Morgunblaðið í dag.

 

Á meðan hagsmunir einkavinavæðingarinnar láta fjölmiðla sína annars vegar skrifa bullleiðara um hrun alþjóðaviðskipta og jafnvel sjálfs samfélagsins ef Alþingi hafnar orkupakka 3 og sendir hann til baka í sameiginlegu EES nefndina og hins vegar framleiða ekki fréttir um hvort Bára hlerari sé hlæjandi eða ekki hlæjandi, eigi bankareikning eða ekki bankareikning, sé svona eða hinsegin, þá vilja svona gæðagreina oft fara framhjá fólki, sem er miður.

Miður því þjóð sem lætur upphlaup móta þjóðmálaumræðuna, en heldur þeirri vitrænu í herbergjum þar sem meðal annars óhreinu börnin hennar Evu eru geymd, hún endar alltaf sem leiksoppur þeirra sem hafa efni á að kosta og skipuleggja upphlaup og önnur fár.

 

Síðast þegar ég vissi var þessi grein opin til lestrar, og því ætla ég ekki að endurbirta hana alla, en mig langar að láta fljóta með kafla úr henni en vísa annars á Mbl.is eða sjálfan Moggann hjá þeim sem eru ennþá pappírssinnar. 

Greinir heitir Óskipulagt undanhald og þarm má meðal annars lesa þetta;

 

"Tak­markað vald en tals­verður vilji.

Þó kem­ur það hvergi fram í álits­gerðinni að ís­lensk stjórn­völd hafi vald til að setja sig á móti því að komið verði á teng­ingu um sæ­streng við raf­orku­markað ESB/​EES. Um slíkt svig­rúm fjalla eng­ar samþykkt­ar und­anþágur. Þar er ein­ung­is gefið í skyn að þriðji orkupakk­inn leggi ekki þá skyldu á ís­lensk stjórn­völd að koma á fót grunn­virkj­um yfir landa­mæri. Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað.

Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/​EES. Þetta mál er í raun skilið eft­ir óút­kljáð af hálfu höf­unda álits­gerðar­inn­ar. Kem­ur það einna skýr­ast fram neðan­máls (nr. 62) á síðu 35.

Það er mik­ill barna­skap­ur að ímynda sér að ís­lensk stjórn­völd hafi fullt for­ræði á teng­ingu lands­ins við orku­markað ESB/​EES ef þess er hvergi getið í form­leg­um und­anþágum og ein­ung­is vitnað í póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og fram­kvæmda­stjóra orku­mála inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Yf­ir­lýs­ing­ar þess­ara emb­ætt­is­manna eru ekki á nokk­urn hátt laga­lega skuld­bind­andi.

Ekki er rétt að úti­loka þann mögu­leika að inn­an rík­is­stjórn­ar Íslands séu þegar að verða til áætlan­ir um að tengj­ast orku­markaði ESB/​EES með sæ­streng. Lands­virkj­un hef­ur á því verk­efni mik­inn áhuga og tel­ur sig geta hagn­ast vel á verk­efn­inu. Stofn­un­in tel­ur að raf­orku­verð muni hækka, en er ekki eins bjart­sýn á þá hækk­un og Þor­steinn Víg­lunds­son. Eru áætlan­ir Lands­virkj­un­ar gerðar í tóma­rúmi eða styðjast þær við vel­vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

Þegar litið er til út­list­ana Lands­virkj­un­ar um þann hag sem Íslend­ing­ar geta haft af sæ­strengn­um, eins og stofn­un­in hugs­ar sér hann, blas­ir við að þar eru menn komn­ir fram úr sjálf­um sér. Skipt­ir þá litlu hvort litið er á rök­semda­færslu stofn­un­ar­inn­ar frá hag­fræðisjón­ar­miði eða um­hverf­is­sjón­ar­miði – að ekki sé minnst á hags­muni ís­lenskr­ar at­vinnu­starf­semi. Spurn­ing­in sem vakn­ar er hvort Lands­virkj­un er kom­in fram úr rík­is­stjórn­inni eða hvort hún á sam­leið með ráðherr­un­um.

 

 

Upp­lausn stjórn­mála­flokka.

Nú ber­ast tíðindi víða að um óstöðug­leika stjórn­mála­flokka. Þótt sú upp­lausn eigi sér ef­laust ýms­ar skýr­ing­ar, er ekki hægt að líta fram hjá því að inn­an Evr­ópu hafa þær all­ar tengsl við Evr­ópu­sam­bandið. Það hend­ir oft­ar en ekki að stjórn­mála­f­orkólf­ar draga sjálfa sig upp úr töfra­hatti og þá dag­ar svo uppi við sól­ar­upp­rás.

Það er ekki lengra síðan en í mars­mánuði 2018, sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, undraðist hvers vegna menn hefðu áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald sam­eig­in­legra eft­ir­lits­stofn­ana. Nú hef­ur hann ákveðið að fara þá leið. Í fartesk­inu hef­ur hann ekki annað en yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherr­ans um fullt for­ræði ís­lenskra stjórn­valda á því hvort Ísland teng­ist með sæ­streng. Vitað er að sú yf­ir­lýs­ing er ekki á nokk­urn hátt laga­lega bind­andi. Með hon­um stend­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mik­il ógæfa að sjá þann mögu­leika ein­an í stöðunni að ríða netið sem þétt­ast og sjá svo seinna hvort og hvernig við get­um sloppið úr troll­inu.".

 

Og hver rífst við þessi lokaorð??

"Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að það skapi okk­ur skjól og auki virðingu viðsemj­enda okk­ar að hörfa sí­fellt og fara með veggj­um, hlýðnir og auðmjúk­ir. Það hlut­verk var okk­ur ætlað í Ices­a­ve-mál­inu. Það vannst vegna þess að ein­arður mál­flutn­ing­ur fór fram gegn upp­gjöf rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og for­set­inn vísaði mál­inu til þjóðar­inn­ar.".

 

Ég bara spyr?

Kveðja að austan.


Svona mæla Sjálfstæðismenn.

 

Svona mæla Framsóknarmenn, svona mæla menn allra flokka.

"„Sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lag­ins Skaga­fjarðar árétt­ar að orku­auðlind­in er ein af mik­il­væg­ustu for­send­um vel­meg­un­ar í land­inu. Mik­il­vægi þess að all­ar ákv­arðanir í orku­mál­um verði í hönd­um Íslend­inga er því ótví­rætt,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni. Minnt er á að skorður séu sett­ar í stjórn­ar­skránni varðandi framsal valds til er­lendra stofn­ana. „Aðstæður Íslands í orku­mál­um eru gjör­ólík­ar þeim sem liggja til grund­vall­ar orku­lög­gjöf ESB og því er óskyn­sam­legt að inn­leiða það reglu­verk hér. Ísland hef­ur í dag enga teng­ingu við orku­markað ESB og tel­ur sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar slíka teng­ingu ekki þjóna hags­mun­um lands­manna. Sveit­ar­stjórn tel­ur því rétt að Alþingi og rík­is­stjórn skuli leita eft­ir und­anþágu frá inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans.“".

 

Í sjálfur sér á ekki að þurfa að ræða þetta meir því svona ályktanir eiga að koma frá hverju sveitarfélagi, þar sem þvert á flokka samþykkja menn einróma að árétta hagsmuni íslensku þjóðarinnar gagnvart skrifræðinu í Brussel.

Svona ályktanir eiga að koma frá öllum samtökum í atvinnulífinu, nema kannski hugsanlega samtökum fjármálafyrirtæka, frá öllum verkalýðsfélögum, frá öllum sjálfstæðum flokksfélögum stjórnmálaflokkanna, frá kvenfélögum, íþróttafélögum, átthagafélögum.

Frá öllum.

 

Því öll notum við rafmang og hita, öll skiljum við þessi einföldu rök; "... að orku­auðlind­in er ein af mik­il­væg­ustu for­send­um vel­meg­un­ar í land­inu. Mik­il­vægi þess að all­ar ákv­arðanir í orku­mál­um verði í hönd­um Íslend­inga er því ótví­rætt,".

Öll munum við gjalda þess þegar forræðið er farið og óhjákvæmt einkavæðingarferli hefst í kjölfarið og orkuauðlind okkar verður leikvangur fjárfesta og spekúlanta.

Öll munum við skjálfa í okkar stórum húsum þegar hið evrópska markaðsverð verður orkuverð okkar, því lögmálið er skýrt, ein regla, einn markaður, eitt verð.

Og sum okkar, alltaf náungi okkar, mun finna þetta á eigin skinni þegar innlend fyrirtæki sem treysta á lága orku til að vera samkeppnishæf við hinn stóra heim, leggja upp laupana.

 

En þær eru ekki komnar þessar ályktanir.

Hvað veldur??

Eru heljartök flokksforystunnar svo mikil að menn þora ekki að standa með hagsmunum íbúa sinna, með hagsmunum fyrirtækja sinna??

Af hverju er sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki búið að senda frá sér 5 harðorðar ályktanir á dag því fá eða engin sveitarfélög eiga eins mikið undir að regluóskapnaðurinn verði ekki að veruleika??

Hvað veldur??

Þingmaðurinn í maganum, ótti eða er reisn okkar Austfirðinga aðeins hálf á við hestafólkið í Skagafirði??

Hvernig er hægt að þegja þegar allt er undir??

 

Eina hugsanlega skýringin er sú að landpósturinn sé ekki ennþá kominn með tíðindin að sunnan, að hann hafi dvalist við að finna vað yfir árnar.

Því menn standa með fólki sínu og fyrirtækjum.

Menn standa ekki gegn fólki sínu og fyrirtækjum til að geta staðið með þingmönnum sínum og flokksforingjum.

 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1318210

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband