Einu sinni einu sinni enn.

 

Núna er komið að því að mennirnir sem sögðu að við ættum að borga ICEsave, því slíkt væri skýrt samkvæmt tilskipunum ESB, mæta á þing og segja að okkur beri skylda til að innleiða orkutilskipun ESB, og afsala okkur þar með yfirráðum yfir orkuauðlindum landsins til yfirþjóðlegrar stofnunar. ACER.

Þó EFTA dómurinn hafi dæmt þá fávita, þá róa þeir áfram í sömu knérum.

 

Einn slíkur mætti á fund utanríkismálanefndar Alþingis, dósent við lagadeild Háskóla íslands.

Eitt af því mörgu sem hann segir er að orkutilskipunin fari ekki gegn stjórnarskránni því " að framsal valds til evr­ópskra stofn­ana í gegn­um þriðja orkupakk­ann væri „býsna vel“ skil­greint og ekki of íþyngj­andi"

 

Í lagaáliti sínu sýnir Stefán Már Stefánsson prófessor, ekki dósent, með skýrum rökum að

"Með hliðsjón af framansögðu er torvelt að líta svo á að framsal ríkisvalds samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 sé vel afmarkað og skilgreint. Virðist fremur verða að líta svo á að valdheimildir ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar yrðu óljósar og háðar túlkun á þeim hugtökum sem að framan greinir.

Ekki er með góðu móti unnt að átta sig á því hvernig ESA muni skýra valdheimildir sínar samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar, en væntanlega mun túlkun ACER á samsvarandi valdheimildum þeirrar stofnunar gagnvart ESB-ríkjunum hafa þar afgerandi áhrif, ásamt fyrrgreindum viðmiðunarreglum framkvæmdastjórnar ESB. Í það minnsta verður ekki litið svo á að afmörkun og skilgreining valdframsals til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar uppfylli þær ríku kröfur sem gera verður til valdframsals af þeim toga sem hér um ræðir.

Í því sambandi er einkum til þess að líta að ákvarðanir ESA á grundvelli 8. gr. reglugerðarinnar beinast ekki einungis að hérlendum eftirlitsyfirvöldum, heldur varða þær í raun beint og óbeint mikilvæga hagsmuni einstaklinga og lögaðila, og einnig ríka almannahagsmuni tengda raforkukerfinu og nýtingu þess, eins og fyrr segir.".

 

Rök annars vegar, fullyrðing hinsvegar.

Í þessu samhengi má ekki gleyma að Stefán Már Stefánsson var eini fræðimaðurinn við lagadeild Háskóla Íslands sem þorði að tala gegn fjárkúgun breta, með skýrum rökum, og rök hans voru rétt, fullyrðingar hinna sem margmættu fyrir nefndir Alþingis voru rangar.

Þeir voru dæmdir, Stefán var staðfestur.

 

Annað er eftir því hjá dósentnum, hann telur að "skil­yrði um jafn­ræði og gagn­kvæmi upp­fyllt." þegar staðreyndir er sú eins og Stefán Már Stefánsson bendir réttilega á, að

"Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER57 og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.".

 

Það eru öfugmæli að halda því fram að það sé jafnræði í fyrirkomulagi þar sem annar aðilinn setur reglurnar, og hinn þarf að hlíta þeim án þess að hafa nokkuð að segja með innhald þeirra eða fyrirmæli.

Álíka fávitagangur ein og þegar íslenskir fræðimenn innan gæsalappa héldu því fram að Not, í merkingunni EKKI í ábyrgð, þýddi þveröfugt, að aðildarríki væru í ábyrgð fyrir innlánstryggingasjóði sína. 

Og gleymum því aldrei, að þeir voru síðan dæmdir fávitar.

 

Síðan eru engar lagalegar útskýringar af hverju við sem þjóð þurfum að innleiða þessa orkutilskipun, aðeins sagt "telja inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans nauðsyn­lega vegna alþjóðasam­starfs sem Ísland tæki þátt í og vísaði þar til EES-samn­ings­ins."

Í EES samningnum stendur það skýrum stöfum að samningurinn sé gagnkvæmur og ef einstök aðildarríki EES telji eitthvað í reglugerðum framtíðarinnar íþyngjandi þá geti þau hafnað innleiðingu og vísað til sameiginlegu EES nefndarinnar.  Eða eins og höfundur samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson útskýrði;

""„EES-samn­ing­ur­inn trygg­ir aðild­ar­ríkj­un­um óvé­fengj­an­leg­an rétt til að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar á til­teknu mála­sviði, ef hún á ekki við eða þjón­ar ekki hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Fyr­ir þessu eru mörg for­dæmi. Höfn­un inn­leiðing­ar hef­ur ekki í för með sér nein viður­lög. Af­leiðing­in er sú, að mál­inu er vísað til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyr­ir­var­ar, sem ör­uggt hald er í. Þessi ótví­ræði rétt­ur aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins til þess að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar út frá eig­in þjóðar­hags­mun­um, án viður­laga, var frá upp­hafi ein meg­in­rök­semd­in fyr­ir því, að framsal valds skv. samn­ingn­um væri inn­an marka þess sem sam­rýmd­ist óbreyttri stjórn­ar­skrá.“"."

Þetta er svo skýrt í samningum, að halda öðru fram án þess að færa fyrir því rök, er pólitík í anda fullyrðinga um Kúbu norðursins.

 

En í pólitíska rökstuðningnum kemur fram brosleg mótsögn.

Evrópusambandið ætlast til þess að ríki fari eftir reglugerðum sínum.

".... að mark­miðið hjá Evr­ópu­sam­band­inu væri að það hefði ein­hverj­ar nei­kvæðar af­leiðing­ar fyr­ir viðkom­andi EFTA/​EES-ríki tæki það slíka ákvörðun, það er að þjóðþing þess nýtti heim­ild EES-samn­ings­ins og hafnaði því að aflétta stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna lög­gjaf­ar frá sam­band­inu, með það fyr­ir aug­um að standa fyr­ir utan þá lög­gjöf sam­bands­ins sem ríkið vildi ekki taka upp.".

Orkupakkar Evrópusambandsins fjalla um markaðsvæðingu raforkunnar og í orkupakka 3 er aðildarríkjum efnahagssvæðisins gert að skylt að innleiða markaðskerfi að hætti ESB með frjálsri samkeppni á heildsölu- og smásölumarkaði með rafmagn, en það er valfrjálst núna. Og hann fjallar um  millilandaviðskipti með raforku, en OP#2 fjallar um innanlandsviðskipti með hana. Og þessi ákvæði verða tekin upp í íslenskri löggjöf, og íslenskum stjórnvöldum ber skylda að fara eftir þeim.

Í ljósi þessa er það hrein barnaskapur að hafna að "eitt­hvað í þriðja orkupakk­an­um skyldaði ís­lensk stjórn­völd til þess að samþykkja lagn­ingu sæ­strengs til Evr­ópu." þegar meginmarkmiðið er að stuðla að slíkum viðskiptum.

Öll dómafordæmi hjá ESB eru í þá vegu að ríki aflétti öllum hömlum á viðskiptum, og fari eftir efni og anda tilskipana sambandsins.

 

Að vísa í íslensk lög er ennþá meiri barnaskapur, þau þurfa að víkja þegar bindandi tilskipun er annars vegar. 

Skemmst er að minnast þegar áratuga gömul lög sem banna að gefnu tilefni innflutning á hráu kjöti, voru dæmd ólögleg af EFTA dóminum.

Þeir sem halda öðru fram verða þá að sýna fram á undantekningarnar, hvar innlend lög halda gegn tilskipunum sambandsins.  Þá væri til dæmis hægt að snúa við þessum dómi EFTA dómsins varðandi frjálsan innflutning á sýklum.

 

Í ICEsave deilunni upplifðum við svona fræðimennsku.

Fullyrðingar á fullyrðingar ofan, allar litaðar af pólitískri skoðunum viðkomandi fræðimanna.

Eða það sem ætti að vera augljósara, greiðslurnar sem þeir fengu fyrir að tala gegn skýrum lögum og reglum.  Eða þeim öfugmælum að óbærilegar skuldir væru í þágu efnahags og velmegunar almennings.

En þegar vel er borgað þá segja menn margt, þekkt er að á ákveðnum tímabili, áður en bandarísk stjórnvöld gripu inní, að þá héldu yfirmenn í mexíkósku lögreglunni því fram kinnroðalaust að erlend burðardýr bæru meginábyrgð á flutningi eiturlyfja til og frá landinu.  Allavega voru ekki aðrir handteknir og dæmdir fyrir þann verknað.

 

En það gripu engin bandarísk stjórnvöld inní hjá okkur.

Við sitjum uppi með sömu fræðimennina.

Sömu fullyrðingarnar.

Sömu landsöluna.

 

Því það var aldrei skúrað út.

Mútuþegarnir héldu embættum sínum.

 

Það eru  hundruð milljarða undir þegar kemur að því að einkavinavæða nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Hluti af þeim er þegar byrjað að streyma um samfélagið.

Í fjölmiðla, til almannatengla, og til hinna svokölluðu álitsgjafa.

Að ekki sé minnst á hið meinta fræðasamfélag.

 

Eða hvað annað skýrir heimskuna?

Ég bara spyr.

Varla meðfædd heimska.

 

Gleymum því ekki hverjir voru dæmdir fávitar á sínum tíma.

Bæði á Alþingi sem og í Háskólanum.

 

Þetta fólk er ennþá að, og það hefur ekkert breyst.

Kveðja að austan.


mbl.is „Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á grægðin sér engin takmörk??

 

Jafnvel viðvörunarljós seld sérstaklega sem aukabúnaður.

Þó eru þessi viðvörunarljós nauðsynleg vegna hönnunargalla á vélunum, vísvitandi galla vegna þess að nýir hreyflar voru settir á gamla hönnun á flugvélaskrokk.

Og þegar eftirlitsaðili kemst að því þá er þrýstingi pólitískra lobbýista beitt til að þagga niður málið.

Afleiðingin er fjöldamorð, og vilji til að drepa fleiri því látið er í veðri vaka að ekkert sé að, nema það þurfi kannski hugbúnaðaruppfærslu.  Sem sjálfsagt verður þá rukkað fyrir aukalega.

 

Nei græðgin á sér engin takmörk og hún kemst upp með þetta því hún hefur tryggt sér leikreglurnar, og hún á stjórnmálamennina.

Þeir fara ekki gegn stórfyrirtækjum, þeir fara ekki gegn þeirri hugmyndafræði að þú mátt allt, bara ef þú græðir.

Og það er ódýrara að kaupa almannatengla, stjórna umræðunni, gera út lobbýista, fjármagna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

 

Einn angan af þessu ægivaldi græðginnar upplifum við á Íslandi í dag.

Þar sem orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir.

 

Almannatenglar stjórna umræðunni, auðmiðlarnir spila undir, stjórnmálastéttin er einhuga í að selja, og vinstri hjörðin dansar með.

Einhvern tímann hefði bleik verið brugðið að sjá að helsta stuðningsfólk frjálshyggju, græðgi og gróðahyggju sé fólk sem kallar sig vinstri og félagshyggjufólk.

En slíkur er máttur peninganna að það er blákaldur raunveruleiki.

 

Vissulega eru ekki mannslíf undir.

En hagur og velferð þjóðarinnar, í bráð og í lengd.

 

Aðferðafræðin sú sama.

Innrætið það sama.

 

Græðgin er það heillin,.

Græðgin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Höfðu kyrrsetningu til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 228
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 4009
  • Frá upphafi: 1330185

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 3450
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband