Þjóðhetjan Bára.

 

Hefur ekki kjark til að stíga af stalli og segja eins og er.

Að hún hafi verið í vinnunni, og fengið vel borgað.

 

Sannleikurinn breytir ekki því sem hún tók upp, það efni fékk hún hjálparlaust uppí hendur.

En sannleikurinn afhjúpar vinnuveitendur hennar og þá hagsmuni sem þeir hafa af því að slátra fyrirfram meintri andstöðu við Orkupakka 3, reglugerð sem mun óhjákvæmilega einkavæða orkuauðlindir þjóðarinnar.

Og sá sannleikur mun um leið afhjúpa greiðslurnar sem að baki lágu árásunum á Jón Baldvin, því þar var ekkert einleikið.

 

Samkvæmnin á milli fjölmiðlafársins í Klaustursmálinu og þess sem Jón Baldvin og fjölskylda lenti í, er svo augljós, að jafnvel illa gefinn blaðamaður getur ekki horft framhjá þeim tengslum.

En sá sem lét fífla sig, hann kannski heldur uppi vörnum eins og þessi frétt á Mbl.is ber vitni um, að manneskjan í vinnunni kemst upp með að hlæja þegar hún er spurð um vinnuveitendur sína.

 

Eins og þeir hagsmunir sem að baki búa, atlagan að auðlindum þjóðarinnar, séu aukaatriði en andlit blaðamannsins, það er að reyna að halda andlitinu sé aðalatriðið.

Svona lætur aðeins sá sem telur sig ekki tilheyra þjóð, eigi hvorki fjölskyldu eða vini sem sitja í súpu markaðsvæðingar ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar.

 

Bára hlær, en hún þarf viðhlæjendur.

Svo hlátur hennar sé aðalatriðið en sannleikurinn aukaatriði.

Einhverjir slíkir starfa á Morgunblaðinu í dag.

 

Þeirra vegna vona ég að silfrið en ekki forheimskan skýri það.

Því hitt er svo aumt.

 

Þegar auðlegð þjóðar er undir.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Bára hlær að kröfum Miðflokksmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur höndin gefur.

 

Hin tekur og notar til þess stóra skóflu sem heitir Orkupakki 3.

 

Þú semur ekki um lífskjör og ógnar síðan þessum sömu lífskjörum með því að innleiða regluverk ESB sem hefur þann eina tilgang að markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar.

Þú semur ekki um að ná niður kostnað og vinnur síðan hörðum höndum að því magna upp þann sama kostnað fyrir heimili og fyrirtæki.

Augljóst mál, en ekki alveg eins augljóst að skilja af hverju verkalýðshreyfingin sem ein heild hefur ekki sent frá sér harðorða ályktun þar um.

 

En leiðtogarnir sem eru ekki í vasanum á einhverjum öðrum hafa loks tjáð sig með afgerandi hætti.

Þetta segir Ragnar Ingólfsson á feisbókar síðu sinni;

"„Getum við treyst kjörnum fulltrúum okkar í að taka svo stórar ákvarðanir sem snúa að orkumálum þjóðarinnar? Svona miðað við allt sem á undan er gengið? Hin ofsafengnu viðbrögð þekktra hagsmunaafla við réttmætum spurningum og gagnrýni gefa svo sannarlega tilefni til að staldra við. Getum við gert þá kröfu að tekin verði afstaða í svo umdeildu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin tekið upplýsta ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og þeirri reynslu sem við höfum á markaðsvæðingu innviða?“ 

Ragnar Þór bendir á, að í nýjum lífskjarasamningi sem samþykktur var af stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar hafi áhersla verið lögð á að ná kostnaði niður og auka þannig kaupmátt í bland við launahækkanir. „Og að félagsmenn okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur af grunnþörfum eins og rafmagni, vatni eða húshitun. Að kostnaði við að lifa verði haldið í lágmarki og bæta þannig lífskjör til skemmri og lengri tíma, fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Þetta orkupakka mál lyktar óneitanlega af sérhagsmunapoti.

Það er mikið undir fyrir félagsmenn okkar og fyrirtækin. Hærri orka þýðir hærra vöruverð og lægri kaupmátt og lakari samkeppnishæfni. Hærri orkuverð dregur úr möguleikum okkar til meiri sjálfbærni. Það er einfaldlega of mikið undir. Sagan hefur því miður kennt okkur allt annað en lobbíistar sérhagsmunaafla keppast við að sannfæra okkur um. Við erum kynslóðin sem hófum einkavæðingu innviða. Verum kynslóðin sem steig niður fæti! Ég treysti því að forsetinn okkar standi undir nafni og vísi þessari ákvörðun til þjóðarinnar verði málið rekið áfram í gegnum þingið í óbreyttri mynd,“".

 

Allt réttmætt og skynsamt nema kannski þetta síðasta með traustið á forsetanum en það kemur í ljós.

 

Svona tala leiðtogar og annar leiðtogi, varaformaður ASÍ skefur heldur ekkert af hlutunum;

"„Það er mat mitt að dýrmætasta eign þessara þjóðar eru orkuauðlindirnar okkar og því ber okkur skylda til að tryggja ávallt full yfirráð yfir orkuauðlindum okkar og að Landsvirkjun verði ætíð í eigi þjóðarinnar,“ segir hann. „Ég er sannfærður um að þessir orkupakkar eru vegvísar að því að við sem þjóð missum hægt og bítandi yfirráðarétti okkar yfir okkar mikilvægustu auðlind sem eru orkuauðlindirnar,“ bætir hann við.".

 

Það er af sem áður var þegar ASÍ talaði bara fyrir verðtryggingu og sérhagsmunum.

 

Verkalýðshreyfingin getur ekki þagað í svona grundvallarmáli og þó einhverjir séu í vasanum á einhverjum, þá verða hinir sömu að yfirgefa það skjól og láta í sér heyra í þágu launafólks og þjóðar.

VG styður orkupakkann því hann er gjald valdanna og flokkurinn treystir á að komast upp með þann stuðning því fyrirséð var að andstaðan væri að mestu bundinn við eldri menn sem muna þá tíma þegar þjóðin var einhuga í að standa vörð um sjálfstæði sitt og full samstaða var í öllum stjórnmálaflokkum að byggja upp innviði og nýta auðlindir hennar til atvinnusköpunar og auka þannig velmegun og velferð þjóðarinnar.

En ef verkalýðshreyfingin tekur af skarið þá er fokið í mörg skjól fyrir VinstriGræna, og flokkurinn mun þá lúkka eins og enn ein deildin í Viðreisn, flokki auðs og atvinnurekenda.

Eitthvað sem ég held að jafnvel Katrín geti ekki brosað sig út úr.

 

Við lifum þá tíma þar sem fólk þarf að taka af skarið og sýna með hverjum það stendur.

Þjóð eða auð.

 

Vonandi falla þær Drífa og Sólveig ekki á því prófi.

Kveðja að austan.


mbl.is Fundað um framkvæmd aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 210
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 3991
  • Frá upphafi: 1330167

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 3437
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 152

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband