Sagan gengur aftur.

 

Eins og Móri sem seint er kveðinn í kútinn.

 

Það eru ekki mörg ár síðan að þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fullyrti í ræðustól að í ICEsave deilunni væru uppi fullyrðingar sem stæðust enga skoðun.  Vísaði hún þar á meðal í lögfræðiálit lagaprófessorsins Stefán Más Stefánssonar sem og svipuð álit sem höfð voru eftir norskum lagaprófessor.

En reyndar kvartaði hún ekki yfir óeðlilegum afskipum Norðmanna af ICEsave deilunni.

Allir þekkja endalokin, EFTA dómurinn kvað á um að Jóhanna hefði bullað og logið, en þeir sem héldu uppi vörnum fyrir þjóðina, höfðu rétt fyrir sér.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson er með svipaðan málflutning í dag.

Í ekki siður alvarlegu máli, orkupakka þrjú, þar sem forræði orkuauðlinda þjóðarinnar fer til Brussel, og í kjölfarið munu þær verða markaðsvæddar, breytast úr auðlind í markaðsvöru í einkaeigu.

Hann fullyrðir eins og Jóhann, og alveg eins og hún, færir hann engin rök fyrir sínu máli.

Stefán og norski prófessorinn hafi bara rangt fyrir sér, hann rétt.

Þó rökstyðja þeir, hann fullyrðir.

 

Og í húfi eru hagsmunir lands og þjóðar.

Hann vill selja, þeir vilja vernda.

Þá var það Samfylkingin, núna er það Sjálfstæðisflokkurinn.

Að öðru leiti algjör endurtekning.

 

Og þó sagan gangi aftur, þá verður niðurstaðan sú sama.

Grasrótin mun gera uppreisn, og landsölufólkið tapa.

Það var aðeins í Spaugstofunni þar sem boltinn í vítaspyrnunni lá inni í endurtekningunni.

 

Af hverju læra menn ekkert.

Af hverju ljúga menn svona.

 

Hvað gengur þessu fólki til??

Kveðja að austan.

 
 

mbl.is Fyrirvarinn ekki í yfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forheimskan.

 

Er bundin aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.

Yngra fólk, höfuðborgarbúar, og þeir sem eru hallastir eru undir frjálshyggju.

 

Lofslagsbreytingar ógna fæðuframboði í heiminum.

Nærtækt er kort af Evrópu í fyrra þar sem allt var brúnt, allur gróður skrælnaður.

Og við erum aðeins í árdaga þeirra hörmunga.

 

Sýklaónæmi er tímasprengja sem er við það að springa út.

Og sjálft lífið er undir, líf barna okkar, líf foreldra okkar, og líka líf hinna forheimsku.

 

Og í fullri alvöru ræðum við um að flytja inn sýkla, og búfjársjúkdóma.

Þegar hreinleiki okkar er ómetanleg auðlind.

 

Hversu heimskur getur maðurinn verið?

Eru enginn botn hvað það varðar?

 

Á græðgin sér engin takmörk.

Kveðja að austan.

 

 
 

mbl.is Meirihluti andvígur innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálarlaust kerfi er sálarlaust.

 

Vegna þess að einstaklingarnir sem eru ráðnir þar til ákvörðunartöku, eru ráðnir á þeim forsendum að þeir hafi ekki sál.

Þeir eru gegnsýrðir að hugmyndafræði Mammons kennda við frjálshyggju, og skaði á almannakerfinu er þeirra eina hlutverk.

Ekki séríslenskt vandamál, sömu sögu er að segja frá hinu Norðurlöndunum.

Því ef þú kýst frjálshyggjuflokka, þá uppskerðu frjálshyggju.

 

Höfum þetta í huga þegar við lesum um svona mannvonsku.

Kveðja að austan.


mbl.is Neita greiðsluþátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband