Hinir aumkunarverðu.

 

Fátt er aumkunarverðara en þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem keppa núna hver um annan að útskýra afhverju þeir sviku sín helgustu vé, fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum.

Einhver hefði haft vit á það þegja í stað þess að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta.

Páll Magnússon er ekki í þeim hópi.

 

"Og nú er ég spurður af hverju ég hafi skipt um skoðun á 3. orkupakk­an­um og sé ekki leng­ur and­víg­ur inn­leiðingu hans. Svarið er: Ég hef ekki skipt um skoðun. For­send­ur fyr­ir inn­leiðingu orkupakk­ans á Íslandi hafa breyst; þær eru ekki leng­ur hinar sömu og ég var and­víg­ur. Í fyrsta lagi er nú búið þannig um hnút­ana að stjórn­ar­skrár­vand­inn er ekki leng­ur til staðar – að mati sömu var­færnu fræðimann­anna og ég fylgdi að mál­um þegar þeir sögðu að hann væri fyr­ir hendi. Í öðru lagi er nú hafið yfir all­an vafa að það verður eng­inn sæ­streng­ur lagður til raf­orku­flutn­ings án þess að Alþingi taki um það sér­staka ákvörðun. Í þriðja lagi er nú al­veg á hreinu að á meðan eng­inn er sæ­streng­ur­inn hef­ur raf­orkupóli­tík í Evr­ópu, á borð við þá sem snýr t.d. að verðlagn­ingu, ekk­ert gildi og enga þýðingu á Íslandi. Með öðrum orðum: inn­leiðing 3. orkupakk­ans leiðir ekki af sér hærra raf­orku­verð til not­enda á Íslandi.".

 

Þetta skrifar Páll í Moggann í dag, og er svo ósvífinn að vitna í Vörð Íslands í ICEsave deilunni, Stefán Má Stefánsson prófessor, að hann hafi gefið Páli syndaaflausn.

En Stefán sagði þetta og færði fyrir því rök sem enginn hefur treyst sér að andmæla.

"Engin heimild er til þess að taka í lög ákvæði sem ekki fá staðist íslenska stjórnarskrá þó að svo standi á að ekki reyni á umrædd lagaákvæði í svipinn. Verður því að telja rökrétt og raunar óhjákvæmilegt að tekin sé afstaða til stjórnskipulegra álitaefna sem tengjast þriðja orkupakkanum nú þegar og það áður en Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann. ......

„Það breytir því þó ekki að innleiðing þriðja orkupakkans þarf að standast stjórnarskrána. Í því sambandi verður að hafa hugfast að lagasetning sem brýtur gegn stjórnarskránni getur haft skaðlegar afleiðingar í för með sér, og skiptir þá í sjálfu sér ekki máli hvort slíkar afleiðingar koma fram strax við samþykkt laganna eða á síðari tímapunkti“.".

En hann bendir á að það sé hægt að flýja vandann á meðan ekki er lagður sæstrengur, en hann bendir á um leið, að slíkt sé ekki á forræði íslenskra stjórnvalda, ekki ef ESA höfðar mál gegn íslenskum stjórnvöldum og krefst þess að þau aflétti markaðshindrunum á hinum frjálsa evrópska raforkumarkaði.

Eins bendir hann á að þegar stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt, þá höfum við ekkert að segja um þróun tilskipana ESB um orkumál, en vitað er um hina endanlegur niðurstöðu, orkumarkaðurinn á að vera einn, á markaðsforsendum, og lúta boðvaldi yfirþjóðlegs valds, það er ESB.

 

Svo skrif Páls eru lygin ein, til þess eins að réttlæta sjálfan sig.

En vonandi ekki til að blekkja kjósendur sína.

 

Ef svo er þá er hann í harðri samkeppni við að toppa hina íslensku lágkúru, meistarann sjálfan, þann sem er aumkunarverðastur af öllum sem tilkall til þess gera.

Steingrím Joð Sigfússon sem seldi þjóð sína í skuldaþrælkun ICEsave, gerði upp heimili alþýðunnar þegar skuldir auðmanna voru afskrifaðar, og afhenti hrægömmum hið nýreista bankakerfi.

Steingrímur toppar samt, og kemst á topp tíu á lista þeirra í heiminum sem hafa svikið sín helgustu vé án þess að skammast sín.

 

En það bætir ekki hlut Páls, hann á að hafa vit á að þegja.

Nógu aumkunarverður er hann samt.

 

Þó gæti hann bætt úr með því að játa að hann sé eins og Þórdís Kolbrún fylgjandi lagningu sæstrengs og þeim markaðsviðskiptum sem fylgja í kjölfarið.

Einkavæðingu, margföldun raforkuverðs, rústun þess innlends iðnaðar sem treystir á lágt raforkuverð, gígantígskrar tilfærslu úr vasa almennings í vasa auðs.

Sjónarmið út af fyrir sig, en allavega ekki logið.

 

Því það er ekki þessi frjálshyggja sem er aumkunarverð, hún er afstaða.

Það er lygin að kannast ekki við hana sem er aumkunarverð.

Og aumast að öllu að kannast ekki við gjörðir sínar.

 

Allt sem Páll segir er rangt.

Orkupakki 3 þýðir akkúrat allt það sem hann afneitar.

 

Hans eina von er að afneita þrisvar.

Og iðrast svo, og ljúga ekki framar.

Kallast upprisa.

 

Til þess eru jú páskarnir.

Kveðja að austan.


Nefndin taldi sig bundna af lögum og reglum.

 

Og merkilega nokk, þá fór hún eftir því.

Ráðherra hins vegar taldi sig ekki bundna að slíku, og þess vegna fór eins og fór.

Öryggisventillinn, sem fylgist með að lýðræðisríki Evrópu fari eftir leikreglum, felldi áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra.

Og þeir sem skilja ekki til hvers lög og reglur eru, mótmæltu og töluðu um afskipti af innanlandsmálum, í stað þess að íhuga eitt augnablik að þeim hefði orðið á.

 

Í víðara samhengi lýsir þetta meinsemd sem lengi hefur grafið um sig í íslenskum stjórnmálum.

Að lög og regla séu í besta falli viðmið, en aðalatriðið er að geta farið sínu fram.

Að mitt sé valdið.

 

Við sjáum þetta núna síðast í umræðunni um orkupakka 3, sem sannarlega mun ganga gegn fullveldi landsins eins og stjórnarskráin skilgreinir það.

Sniðgangan þar er að hinum meintu brotum sé frestað þar til landið verður tengt við orkumarkað Evrópu, sem er samt ekki nema réttlæting að hluta. Eftir að stjórnskipunarlegum fyrirvörum er aflétt af orkupakkanum, að þá veit enginn hvaða viðbótarvöld Evrópusambandið mun taka sér í framtíðinni. 

Í allri þessari umræðu er eins og stjórnarskráin skipti ekki máli því hún er eitthvað gamalt plagg, jafnvel arfur fortíðar sem eigi ekki við í dag.  Allavega þegar þingmenn telja sig vita betur, þá á hún ekki að vera hindrun.

 

Samt var Alþingi í lófa lagt að breyta stjórnarskránni eins og Norðmenn gerðu áður en þeir samþykktu EES samninginn, á þá vegu að hún heimili slíkt valdaafsal til yfirþjóðlegra stofnana.

Eins gat dómsmálaráðherra þegar hún lét endurskoða lög um skipan dómara í Landsrétt, sett inn ákvæði um kynjakvóta, að dómareynsla fengi aukið vægi og svo framvegis.

Það er nefnilega hægt að breyta lögum í stað þess að brjóta þau.

Í stað þess að vanvirða þau eins og þingheimur ætlar sér að gera með samþykkt orkupakka 3.

Það er hægt að virða lýðræðið og leikreglur þess.

 

En það er bara ekki gert.

Og það er mein.

Kveðja að austan.


mbl.is Hefði átt að vega þyngra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband