Farsótt rekin áfram að grægði.

 

Og fáir sæta ábyrgð, allra síst sú hugmyndafræði sem upphefur græðgi og aðra lesti og segir slíkt drifkraft framfara og hagsældar.

 

Þú mátt drepa ef þú græðir, passaðu þig bara fyrst á að kaupa þér hagstæða lagasetningu, og legðu svo í púkkið með öðrum svipaðs sinnis og keyptu þér stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

Þú mátt ræna vel rekin fyrirtæki og skilja þau rústir einar, fólk atvinnulaust, blæðandi samfélög, passaðu þig bara á að taka þátt í púkkinu með stjórnmálamennina, og passaðu þig líka á að dreifa út styrkjum til meintra fræðimanna, það tryggir að akademían kvakar með.

Þú mátt útvista fyrirtækjum og blómlegum rekstri til þrælabúða fátækra landa þar sem þú þarft engin lög að virða, hvorki um aðbúnað starfsfólks, kaup þess og réttindi, umhverfisvernd, mengun, passaðu þig bara á að láta skriffinnana í Brussel setja nógu stífar reglur heima fyrir svo þar geti enginn keppt við þig og þinn ódýra innflutning.  Já, reyndar, muna eftir að leggja í púkkið með stjórnmálamennina, tryggja kvakið úr háskólanum, og passa vel uppá almannatengla svo þú lendir ekki í leiðindaumræðu eins og kollegar þínir vestra sem gerðu ekkert annað að sér en að græða.

Þú mátt eiginlega allt ef þú passar þig bara á að vera ekki nískur þegar kemur að því að fóðra stjórnmál, fræðin og skoðanastjórnendur.  Og auðvita, þú þarft að græða.

 

Og það er mikill gróði í orkuauðlindum Íslands.

En smá kostnaður við að koma þeim úr almannaeigu í þína eigu.

 

Gengur samt vel.

Flestir fræðimenn kvaka, stjórnmálastéttin því sem næst einhuga, aðeins nokkrir menn á aldur við geirfuglinn sem tuða eitthvað um þjóðareign, yfirráð þjóðar yfir auðlindum sínum.

Eins og þú getir ekki alveg verið innlendur eins og erlendur, og þá ert þú þjóðin.

Þú átt allavega stjórnmálin, allflesta fræðimennina, að ekki sé minnst á skoðanastjórnina kennda við almannatengla og álitsgjafa.

Getur sagt með sanni, "þjóðin það er ég".

 

Já, græðgi er góð.

Ég má allt, ég á allt.

 

Ég er engin farsótt.

Ég er ég.

 

Ég er græðgin.

Kveðja að austan.


mbl.is „Farsótt rekin áfram af græðgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 540
  • Sl. sólarhring: 563
  • Sl. viku: 705
  • Frá upphafi: 1320548

Annað

  • Innlit í dag: 474
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 438
  • IP-tölur í dag: 435

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband