Vér kvótamenn við kærum.

 

En þeim væri nær að verja þjóðina, orkuauðlindir hennar og sjálfstæði.

Það er ekki eins og þeir séu eyland á meðal þjóðar.

 

Aðför Seðlabankans var í beinu framhaldi af ICEsave deilum þjóðarinnar, með því að knésetja Samherja, þá átti að knésetja sjálfstæði þjóðarinnar.

Og beina henni á beiningarbrautina til Brussel.

Það var það sem var ámælisvert í störfum Más Guðmundssonar, hann gekk erinda Jóhönnu Sigurðardóttir.

 

En þetta er saga, sömu öfl sem vildu koma þjóðinni í ESB, sækja að með orkutilskipun ESB, kennda við markaðsvæðingu orkunnar og einkavinavæðingu Landsvirkjunar.

Með sama markmiði, að eyðileggja innlend fyrirtæki sem hafa burði til að starfa á alþjóðavísu.

Því þau eru forsenda sjálfstæðis, og ef þú vilt eyðileggja sjálfstæði þjóðar, þá leggur þú þau fyrst að velli.

Líkt og Már reyndi að gerða að boði Jóhönnu og þess skítapakks sem stjórnaði henni.

 

Slagur við fortíðina er heimskra manna slagur.

Líklegast þorir enginn að benda Þorsteini Má á þá staðreynd, enda er hann umkringdur jámönnum.

Atlaga dagsins eða morgundagsins er hinsvegar sá slagur sem enginn má við því að tapa.

 

Ef Þorsteinn er sár þá tekur hann þann slag.

Ella hættir hann að spila sig bjána.

 

Þeir eru nógu margir samt.

Kveðja að austan.


mbl.is Kæra stjórnendur Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistill sem fær mig til að skilja loksins afstöðu þína og vörn fyrir kvótagreifana í kjölfar Icesave.

Þar fannst mér sem þú drægir taum þeirra, meira en góðu hófi gengdi.  En hér er sem sagt skýringin komin, í þjóðhagslegu ljósi, þess tíma.

En þá er það spurningin hvernig kálfurinn hefur launað ofeldið? :-)

Annars vil ég segja að þessi pistill er afbragðs góður, en treystu aldrei kvótagreifunum sem hafa rústað hverju sjávarþorpinu fyrir vestan.  Þaðan hurfu margar Guggurnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 11:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei alls ekki Símon Pétur, ég held að þú skiljir fátt.

Sjávarútvegurinn er lífæð okkar á landsbyggðinni, og allur ofurskattur sem á hann er lagður, er bein lífskjaraskerðing fyrir okkur sem þar búum.

Hann er frjálshyggjan í sinni tærustu ógeðslegustu mynd, hyglar Örfáum, drepur niður fjöldann.

Kvótakerfið var nauðsynlegt en það má alveg deila um útfærslu þess að viðurkenna ýmsa ágalla eins og hvatann til brottkasts eða að brask með kvóta sýgur smán saman allan arð úr kerfinu.

En fyrst að mönnum bar gæfa, það er knésettu frjálshyggjuklíkuna í kringum Þorstein Pálsson sem vildi Nýsjálenska kerfið þar sem 3 fyrirtæki áttu allan kvótann; til að setja stærðarmörk, þá standa víða eftir á landsbyggðinni vel rekin fyrirtæki sem hafa komið atvinnugreininni í fremstu röð, með ómældum ávinningi fyrir landslýð sem og þau samfélög sem þau starfa í .

Það er óeðli að þegar þau hagnast, sem þau eiga að gera, að þá er allt brjálað og talað um kvótagróða, en þegar bankar, fjármálastofnanir, heildsalar, tryggingafélög eða annað sem tilheyrir atvinnulífi höfuðborgarinnar, að þá heyrist ekki múkk.  Ef menn greiða of lága skatta af hagnaði á landsbyggðinni, þá greiða menn líka of lága skatta á höfuðborgarsvæðinu, ef menn eiga að greiða sérstakt gjald fyrir að fá að stunda viðkomandi atvinnustarfsemi, þá á líka að greiða slíkt gjald í verslun og þjónustu, það á eitt yfir alla að ganga.

Og vilji menn ekki kapítalista í sjávarútvegi, og leikreglur kapítalismans, þá eiga menn líka að gera sömu kröfur í öðrum atvinnugreinum.

Það er enginn munur á arðgreiðslum Sjóvá eða Samherja, nema að annað fyrirtækið er sérstakur skotspónn lýðskrumsins kringum 101.

Það má gera meiri samfélagslegar kröfur til sjávarútvegins, og það á að gera.

Auðlindaskattur er ekki slík samfélagsleg krafa, hann ryður aðeins fyrirtækjum út, og þá aðallega smærri fyrirtækjum, og hann skerðir beint kjör þeirra sem vinna við greinina, og allra þeirra sem hafa óbeinar tekjur, sem eru margfalt fleiri.

Ég er ekki frjálshyggjumaður Símon, þess vegna er ég á móti Evrópusambandinu, þess vegna kýs ég ekki frjálshyggjuflokka eins og Viðreisn, Pírata eða Samfylkinguna.

Þess vegna skrifa ég pistil eins og þennan.

Þess vegna skrifaði ég pistil um verkalýðsbaráttuna núna áðan þar sem ég minnti á hvað það er í raun sem ákvarðar kjörin, eða réttara sagt skerðir þau.

En ég er ekki á móti kapítalisma, ég tel að borgarlegur kapítalismi hafi verið framfaraafl síðustu 200 árin eða svo. 

Frjálshyggjan eða ræningjakapítalisminn er það ekki.  Hún rýfur niður, eyðir.  Þjappar saman auð í fárrar hendur, arðrænir samfélög fólks.

Auðlindaskatturinn er angi af hennar hugmyndafræði.

Síðan er það rangt að kvótagreifar hafi rænt vestfirsk sjávarþorp eða önnur sjávarþorp, það voru engar forsendur fyrir frystihúsi og togara í hverju þorpi og hverjum bæ.

En hugarfarið, þetta sem stýrði stjórnmálunum, þetta sem bannaði samfélagslega ábyrgð, eða lokað á bjargleiðir eins og visst frelsi í smábátaútgerð, það var það sem drap sjávarbyggðirnar. 

Það er hugarfarið sem er meinsemdin, það er það sem ógnar tilveru samfélaga okkar.

Og að berjast við það er hin raunverulega lífskjarabaráta í víðustu merkingu þess orðs.

Í dag er angi af þeirri baráttu að sameina sem flesta gegn tilskipuninni um skert lífskjör, kennda við orkupakka 3.

Því Símon Pétur, við erum nefnilega öll á sama báti þó reynt sé að telja okkur trú um annað.

Og vitund um það er forsenda varnarbaráttu okkar.

Það er ekkert flóknara en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 12:11

3 identicon

Kærar þakkir fyrir ítarlegt svar Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 12:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín var ánægjan Símon.

Svo er það verkalýðsbaráttan í tómarúminu,.

Það rúm þarf að fylla, samt ekki með málaliðum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.5.2019 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 233
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 398
  • Frá upphafi: 1320241

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 212

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband