Ef lygin er endurtekin nógu oft.

 

Þá hugsanlega gætu ráðherrarnir sjálfir í nauðvörn sinni trúað því sem þeir segja.

Á þeirri vegferð er Þórdís Kolbrún.

 

Tökum fullyrðingar hennar og skoðum:

1. "... með inn­leiðingu orkupakk­ans sé verið að fram­selja vald­heim­ild­ir um­fram það sem stjórn­ar­skrá­in leyf­ir,".

Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðrik Árni Friðriksson landsréttarlögmaður; 

"Með vísan til framanritaðs er það niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar að verulegur vafi leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, eins og ráðgert er að taka hana upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, rúmist innan ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Er þá m.a. tekið tillit til þeirra almennu stjórnskipulegu viðmiðana sem líta ber til í þessum efnum, sbr. kafla 4.2.2 og 4.2.3, og þeirra sérstöku sjónarmiða sem eiga við um það viðfangsefni sem hér er til athugunar. Skal sérstaklega tekið fram að sjónarmið um forsendur EES-samningsins64, afmörkun framsalsins og víðfeðmi þess, sbr. kafla 4.3.2. og 4.3.3, teljast vega þungt i þessu sambandi. Með vísan til framanritaðs er það álit höfunda að ekki séu að óbreyttu forsendur til þess að Ísland aflétti stjórnskipulegum fyrirvara við umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn, sbr. 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins, nema tryggt sé að reglugerð nr. 713/2009 verði innleidd i íslenskan rétt á þann hátt að samræmist stjórnarskránni".

Hver er að afvegleiða hvern, sá sem fullyrðir, eða sá sem rökstyður út frá stjórnskipunarrétti??

 

2. ".. að hingað verði lagður sæ­streng­ur sem muni hækka raf­orku­verð mikið".

Eitt meginmarkmið tilskipunar ESB um orkumál er að koma á samkeppnismarkaði sem nær yfir landamæri aðildarríkja, " "Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.".  Og þessi markmið virka ekki ef einstök aðildarríki setja fyrirvara sem koma í veg fyrir slík viðskipti, eins og til dæmis að leggja bann við að raforkukerfi viðkomandi lands sé tengt hinum sameiginlega markaði.  Slíkir fyrirvarar halda ekki nema um þá sé samið upphaflega, og þá gilda þeir aðeins tímabundið.

 

3. "... að verið sé að veita ESB heim­ild til að „krukka í okk­ar auðlind­um“ varðandi virkj­an­ir.". 

Regluverkið skilgreinir orku sem vöru sem á að flæða frjáls um hinn sameiginlega markað, og eftirlit með því hefur "Orkustjórnsýslustofnunin, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators)", hún hefur beint boðvald ef til ágreinings kemur milli einstakra ríkja og henni ber að sjá til þess að Orkustofnun sé algjörlega sjálfstæð gagnvart stjórnvöldum, og Orkustofnun ber að sjá til þess að efni tilskipunarinnar gildi á íslenskum raforkumarkaði.  Þetta snýst ekki um að krukka í orkuauðlindinni varðandi virkjanir, heldur að regluverk Evrópusambandsins setur rammann og skorðurnar, og íslensk stjórnvöld hafa fátt um málið að segja.  Og orkupakkar 4 og 5 munu skerpa ennþá á þessu sjálfstæði, þannig að í raun verður yfirstjórn orkumála í Evrópu undir einni stjórn, yfirþjóðlegri.

 

Þetta er raunveruleiki, það er ekki verið að afvegleiða einn eða neinn.

 

"En við leggjum ekki sæstreng, treystið því", en af hverju ætti fólk að treysta henni ef hún getur ekki viðurkennt þann raunveruleika sem felst í regluverki ESB. 

Og hún vill sæstreng, telur þjóðina hafa hag af tengingunni við hinn sameiginlega orkumarkað.  Hún hefur sagt það í viðtölum, og hún hefur lýst vilja sínum á opinberum vettvangi; "Iðnaðarráðherra áréttar að orkan tilheyri eignarrétti á landi og sé ekki þjóðareign líkt og fiskurinn í sjónum. Milljarðaverðmæti liggi í sölu umframorku um sæstreng, og orkupakkarnir hafi verið markaðspakkar." segir í Viðskiptablaðinu um orð ráðherra á ársfundi Landsvirkjunar.

Reiknar hún með að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist því sem næst út og muni engu ráða um stjórnun landsins næstu árin??

En hvað með hina flokkana sem eru jafn hallir undir ESB og markaðssjónarmið þess??

 

Afvegleiðingin er nefnilega sú árátta að afneita raunveruleikanum því menn hafa ekki kjark til að ræða kosti og galla hins sameiginlega evrópska orkumarkaðar, og því er látið eins og regluverkið sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum.

Það er hvorki heiðarlegt eða sanngjarnt gagnvart kjósendum flokksins eða þjóðinni.

Og ekki síður er það óheiðarlegt að bera öðrum það á brýn sem menn ástunda sjálfir.

 

Aftur og aftur þarf að leiðrétta ráðherra þegar þeir fullyrða eitthvað sem stenst hvorki reglur eða raunveruleika.

Og það er ekki merkilegur málstaður sem þarf á slíkum vinnubrögðum á að halda.

 

Segir í raun allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.


mbl.is Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta í síðasta skipti sem Sigurður Ingi slær í gegn??

 

Svona í ljósi þess að hann ákvað, í harðri samkeppni við Miðflokkinn, að ganga í björg Evrópusambandsins.

Sem getur alveg verið ágætt, en því er illa við íslenska landsbyggð, sem fram að þessu var síðasta vígi Framsóknarflokksins.

 

Þið skulið flytja inn sýkla segir Evrópusambandið, og er slétt sama að þar með eru íslenskir bústofnar undir. Fyrir utan markaðsverndina sem bann við innflutning á hráu kjöti óneitanlega var.

Afleiðingin verður dauði íslensks landbúnaðar, allt í boði Sigurðar Inga, sem sló í gegn fyrir vikið hjá Samfylkingunni og öðru landsölufólki.  En myndi frekar frjósa í helvíti en að kjósa þann sama Sigurð Inga.

Og þegar sveitirnar tæmast, hvað verður þá eftir af fylgi flokksins??

 

Vandsvöruð spurning og Sigurður Ingi er ekki áhugamaður um svona flóknar spurningar.

Þess vegna vill hann samþykkja Orkupakka 3, sem mun auka samkeppni og hækka raforkuverð, þó það væri ekki nema vegna þess að núna á að verðleggja dreifingarkostnaðinn sérstaklega.

Sem þýðir á mannamáli að raforkan mun stórhækka í  hinum dreifðu byggðum.

Og jafnvel þó það finnist það trúað Framsóknarfólk að það telji þessa hækkun verðskuldaða refsingu æðri afla, og það lofi og blessi Sigurð Inga fyrir vikið, að þá mun það hrökklast frá búi og byggð, og flytja á mölina þar sem blessun Evrópusambandsins hefur ekki ennþá hækkað raforkuna það mikið að ekki sé búandi þar.

Galinn er bara sá, að þó það kjósi áfram leiðtoga sinn og flokkinn, þá vega atkvæði þeirra ekkert í fjölda borgarinnar, þó það dugði á landsbyggðinni.

 

Eftir stendur formaður í flokki án þingmanna.

En sá fyrrverandi í flokki sem sló ekki í gegn, heldur sagði Nei við ESB og atlögu þess að landsbyggðinni, hann er formaður í flokki sem mun innan tíðar lenda í vandræðum með þingflokksherbergi sitt, því þangað leita atkvæðin þar sem skjól er að finna.

Hann sló ekki í gegn, en hann myndaði varnarmúr gegn atlögu Evrópusambandsins að byggðum landsins, og reyndar þjóðinni allri.

Atlögu sem fólkið sem vill gefa eftir sjálfstæði landsins styður heilshugar, og undirliggjandi eru hagsmunir Örfárra auðmanna sem sjá ótal gróðatækifæri í innflutningi á matvælum til þjóðar sem lítt eða ekkert framleiðir, eða eignast orkuauðlindir hennar í þeim eina tilgangi að selja hana hæstbjóðanda.

 

Sigurður Ingi sló í gegn vegna þess að hann er samgönguráðherra.

Vegna þess að þrátt fyrir var allt til fólk sem treysti Framsóknarflokknum til að standa vörð um líf þess og tilveru.

Hann mun ekki slá aftur í gegn.

Svik hans munu ganga að Framsóknarflokknum dauðum.

 

Miðflokkurinn mun hinsvegar rísa og verða afl sem mun standa ístaðið gegn ásælni Evrópusambandsins og leppa þess.

Varnarmúr sem atlögur fjármagnsins munu  ekki fá yfirunnið.

Og ef þjóðin er ekki feig, verða langstærsti flokkur á þingi.

 

Því sum svik eru ekki fyrirgefin.

Og þó Sigurður Ingi hafi líklegast svikið helgustu vé sem hægt er að svíkja, þá eru aðrir flokkar að reyna sitt besta að slá honum við.

En slá ekki í gegn, uppskera aðeins reiði og fyrirlitningu kjósenda sinna.

 

Auðmenn og dindlar þeirra, eru svo fáir að jafnvel Viðreisn er stór í því samhengi.

Og afkomendur þess fólks sem taldi Stalín mikinn mann, og Gúlagið hefði verið endurhæfingarbúðir, það mun kjósa sinn flokk, enda þeim eðlislægt að kjósa þá sem svíkja helgustu hugsjónir mennskunnar, drauminn um jafnrétti, frelsi og bræðralag.  Svo VG mun ekki deyja út, en vandfundið mun venjulegt fólk sem kýs svik þó þau séu vafin inní umbúðir frasa og útsérgenginna slagorða.

Síðan á Samfylkingin alltaf sín atkvæði, það er alltaf til fólk sem hreykir sér að því að svíkja náungann og þjóð sína, og kvartar einna helst yfir því að svikin gengu ekki eftir útaf aumingjaskap forystunnar.

 

Samanlagt er þetta samt lítill minnihluti, kannski í heild um þriðjungur þjóðarinnar.

Sem engu mun skipta nema að við hin munum alltaf hafa einhverja til að aumka okkur yfir.

Svona svipað og bent var á heimili í gamla daga og sagt að þarna býr drykkjumaður, og þess vegna ber okkur skyldu til að hjálpa börnum hans, þeirra er ekki sökin,.

Og þessi þriðjungur sem vill okkur hinum illt, honum er örugglega ekki sjálfrátt, og við eigum ekki að erfa það við hann.

Og kannski var hann blekktur, auðmenn fjárfestu jú í vilhöllum stjórnmálamönnum og þeir jú lugu og sviku út í eitt.

Hvort það sé síðan afsökun að selja framtíð barna sinna er annað mál.

 

Allavega, þá slá þeir í gegn á morgun sem standa ístaðið í dag.

Og þeir sem lá í gegn í dag, munu iðrast þess á morgun þegar enginn vill með þá hafa.

 

Því í lýðræði uppskera þeir sem ekki svíkja.

Og þeir sem svíkja munu skóggangsmenn verða.

 

Þannig er það.

Og það mun ekki breytast.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Sigurður Ingi sló í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkan okkar er auðlind.

 

Og hvað felst í því að hún sé auðlind??

Því svarar Þórólfur Gíslason svo ekki verður betur gert í þessu viðtali þar sem hann gagnrýnir hugmyndafræðina við þjóðarsjóðinn.

 

Arðurinn kemur frá samfélaginu, samkeppnishæfni þess og lífskjörum almennings;

"Þórólf­ur bæt­ir við að nýta þurfi auðlind­irn­ar skyn­sam­lega, og þar með raf­ork­una því hún þurfi að vega upp á móti öðrum kostnaði sem Íslend­ing­ar hafi af vör­um og flutn­ingi og slíku. „Því finnst mér miklu eðli­legra að fall­ork­an sé nýtt til að auka sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins og fyr­ir­tækja og auka kaup­mátt al­menn­ings, frek­ar en að ríkið sé með ork­una á sín­um veg­um að gera ein­hvern sjóð sem ég hef mikl­ar efa­semd­ir um að menn hafi ein­hverja stjórn á, og ætli að láta verða ein­hvern ör­ygg­is­sjóð. Ég held að þetta verði bara ein­hver fram­kvæmda­sjóður. Við höld­um ekki kaup­mætti uppi í sam­fé­lag­inu nema sam­keppn­is­hæfni sam­fé­lags­ins sé í lagi,“ seg­ir Þórólf­ur.".

 

Við erum eyja langt frá öllum mörkuðum og við erum fámenn, náum því sjaldnast einhverri stærðarhagkvæmni. 

En eyjan okkar er gjöful, hreint vatn, hreint loft, hrein orka.  Og þær gjafir eigum við að nýta til hagsældrar allra, ekki aðeins þeirra Örfáu sem hafa fjármuni til að kaupa upp stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka, og fá þá til að setja þessi gæði í einkaeigu, svo hægt sé að mjólka okkur hin fyrir að nýta þessi gæði.

Þá verður byggðabrestur því kostirnir eru farnir en ágallarnir fara ekkert.

 

Hugmyndin um þjóðarsjóðinn er angi af þeirri hugmyndafræði að orkan sé ekki auðlind, heldur vara, og arðsemi hennar felist í því verði sem hægt er að fá fyrir hana.

Gróska mannlífs, gróska atvinnulífs, velmegun og velsæld fjöldans er ekki mæld þegar sú arðsemi er metin.

 

Eða sú staðreynd að núverandi fyrirkomulag hefur skilað almenningi hagstæðasta rafmagnsverði miðað við kaupmátt sem þekkist í vestræna heimi.

Nei, það vantar samkeppni, líklegast til að hækka verð til almennings svo hægt sé að bjóða stærri kaupendum lægra verð.  Svipað og við sjáum með flutningana þar sem almenningur borgar afslætti stórfyrirtækja með hærri flutningsgjöldum.

Og samkeppni sem lækkar verð á höfuðborgarsvæðinu en hækkar í hinum dreifðu byggðum, er samkeppni sem elur á sundrungu og sundurlyndi.

 

Svo vitnað sé í iðnaðar og nýsköpunarráðherra í nýlegu útvarpsviðtali;

"„Það sem er jákvætt úr þessum orkupakka er að fyrsti og annar orkupakki opnuðu fyrir samkeppni á þessum markaði og ég er almennt hrifinn af samkeppni og nú er það í umræðunni að raforkuverð hafi hækkað, það er ekki rétt. Dreifikostnaður raforku hefur hækkað, það skýrist aðallega að fjárfestingarþörf á dreifingarkostnaði á landsbyggðinni. Það sem gerist með þessu er að það er búið að skilja á milli framleiðslu á rafmagni, flutningi á rafmagni og dreifing á raforku og sala á raforku. Áður var þetta allt í sömu súpu og neytendur vissu ekki hvað kostaði hvað. Núna vitum við hvað kostar að dreifa raforku, hvað kostar að flytja raforku, og hvað raforkan sjálf kostar. Og það er samkeppni hérna í sölu á raforku."

Hún sem landsbyggðarþingmaður er stolt af þeirri hækkun á raforku í hinum dreifðu byggðum sem varð í kjölfar innleiðingar á orkupökkum Evrópusambandsins, og hún vill skerpa á þeirri hækkun.

Hjálpa þannig til að ganga að innlendri matvælaframleiðslu dauðri, allt í nafni gagnsæis og samkeppni.

 

Hugsar ekki á móti að fyrst við erum ekki ein þjóð í nafni samkeppninnar, að þá þurfa bændur ekki að láta land sitt endurgjaldslaust fyrir raflínur til höfuðborgarsvæðisins, eða við sem framleiðum gjaldeyrinn eigum þá líka að njóta markaðslögmálanna, og fá að ráða því hverjum við afhendum gjaldeyrinn, og á hvaða verði.

Því ef markaðslögmálin ganga í báðar áttir, þá býðst höfuðborgarbúum ekki lág orka, heldur rándýr orka, og grundvöllur verslunar og þjónustu er horfinn, því innspýtingin, gjaldeyririnn verður seldur dýrum dómi.

Það er nefnilega ekki þannig að það sé bara hægt að selja landsbyggðinni allt á samkeppnisverði og hún láti allt í staðinn á kostnaðarverði, frumskógarlögmálin og sérhyggjan gilda þá í báðar áttir.

 

Af hverju vildu forfeður okkar ekki svoleiðis þjóðfélag??

Ætli það sé ekki það vit að hafa séð hvað kynnti undir ólgu og átök í Evrópu í hundruð ára, og við sjáum víða í Afríku í dag þar sem barist eru um auðlindir.  Eða í múrunum í kringum hverfi ríkra í Mið og Suður Ameríku þar sem fólk lifir í stöðugum ótta við þá sem voru skildir eftir í fátækt og örbirgð sérhyggjunnar.

Samkennd og samhygð er nefnilega forsenda velmegunar og velferðar.

Og friðar.

 

Friðar.

 

Rjúfum ekki friðinn þó einhverjir auðmenn geti orðið ríkari fyrir vikið.

Þeir eru ekki þjóðin.

Höldum sátt um það sem hefur reynst okkur svo vel.

 

Annað er ógæfan ein.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýnir þjóðarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 199
  • Sl. sólarhring: 469
  • Sl. viku: 1402
  • Frá upphafi: 1321285

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1206
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 171

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband