Hver eru ósannindin?

 

Það er ekki oft sem hinn almenni sjálfstæðismaður þurfi að sitja undir svívirðingum ráðherra síns eigin flokks, vanari að slíkt geri ráðherrar annarra flokka, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir var þar fremst meðal jafninga.

Á nýlegum fundi í Háskólanum um alþjóðasamvinnu, sakaði Guðlaugur Þór meginhluta flokksmanna um að láta stjórnast af erlendri einangrunarhyggju, því þeir vilja ekki afhenda stofnun Evrópusambandsins forræði yfir orkuauðlindum landsins.

Og núna bætir Þórdís Kolbrún um betur, og kallar þá lygara.

 

Hvort tilefnið er grein Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu í gær, skal ósagt látið.

En grein Tómasar var sterk, og hún afhjúpaði svo margt í málflutningi Þórdísar og Guðlaugs, sérstaklega þá áráttu ráðherrana að svara rökum með skætingi.

En ég efa að þegar Tómas skrifaði grein sína að hann hafi reiknað með að viðbrögðin væru að kalla hann ósannindamann.

 

Og hver eru hin meintu ósannindi??, "„Að halda því fram að þetta snúi að einka­væðingu Lands­virkj­un­ar eða sölu á auðlind­um eru bara hrein ósann­indi.".

Það er eins og ráðherra sé svo bernsk að hún þekki ekki til reglna Evrópusambandsins eða hvernig hið frjálsa flæði virkar.  Og ef hún er ekki vísvitandi að ljúga uppá fólk, þá er hún algjörlega óhæf til að fara með ráðherraembætti því þá bara veit hún ekkert.

 

Hún viti ekki að "Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað." svo ég vitni í Tómas Olrich sem bætir við "Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/EES.".  Og ráðherra getur ekki hundsað þessi rök nema benda þá á dæmi þar sem einstök aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins hafi getað gengið gegn efni tilskipana sambandsins og dómafordæmi þar um.

Og á sameiginlegum orkumarkaði eiga fyrirtæki að keppa á jafnréttisgrundvelli, og þess vegna hefur regluverkið krafið einstök aðildarríki um að leysa upp markaðsráðandi ríkisfyrirtæki.

Til dæmis eru Frakkar búnir að beygja sig undir þessa kröfu regluveldisins og eru að leysa upp ríkisfyrirtækið sem á flestar vatnsaflsvirkjanir í landinu.  Og ef Frakkland, næst stærsta ríkið í Evrópusambandinu þarf að lúta regluveldinu, þá er það mikill barnaskapur að halda að við Íslendingar komist upp með að gera það ekki.

Enda eru engin dæmi um það í samskiptum okkar við regluveldið.

 

Orkutilskipanir Evrópusambandsins hafa það markmið að markaðsvæða orkuna á einum sameiginlegum markaði, þar sem ekkert ríki getur undanskilið sig þátttöku, með einu sameiginlegu verði.

Markaðsverði sem ræðst af framboði og eftirspurn.

Og til að ná þessum markmiðum sínum, afsala einstök aðildarríki sér yfirstjórn orkumála sinna í hendur á yfirþjóðlegri stofnun, Orkustofnun Evrópu, ACER.

Að afneita þessu er veruleikafirring, að halda öðru fram er bein lygi.

 

Í þeim sporum er Þórdís Kolbrún í dag.

Að saka aðra um lygi, bætir ekkert hennar málstað.

 

Henni væri nær að ræða grein Tómasar Olrich á málefnalegan hátt, koma með dæmin þar sem ríki hafa ekki þurft að virða regluverkið, eða játa að það sé ekki hægt.

En segja kannski á móti að hún sem frjálshyggjumanneskja aðhyllist opinn samkeppnismarkað og það gildi líka um orkuauðlindina enda sé orkan aðeins eins og hver önnur vara.  Sagði til dæmis í útvarpsviðtali að þetta væri bara eins og að selja ýsu.  Einu sinni hefði allir getað keypta hana, en eftir að hún varð dýr útflutningsvara, þá sé hún munaður, en heildarhagurinn sé meiri fyrir samfélagið.

 

Það eru nefnilega rök með orkutilskipunum Evrópusambandsins, en þau eru aldrei rædd ef raunveruleikanum er afneitað.

Hvað þá að kalla þá lygara sem benda á staðreyndir málsins.

Það er ákaflega aumur málstaður sem krefst slíkra vinnubragða.

 

En aumast af öllu er að saka aðra um það sem maður er sjálfur.

Hvort sem hún sakar samflokksmenn sína um það eða aðra.

 

Það er ekki von þó Tómas Ingi sjái líkindi með vinnubrögðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í ICESave málinu.

Það er ekki góð vegverð.

 

Og vondum að líkjast.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Þetta var óþægilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskógabyggð segir Nei við orkupakka 3.

 

Eða réttara sagt, öll rökin fyrir að hafna samþykkt pakkans koma fram, en heykst er á að segja hlutina hreint út.

Enda grænmetisfólkið í uppsveitum Suðulands langtum því eins mikil hraustmenni og hrossafólkið í Skagafirði, eða hefur einhver séð hrausta grænmetisætu??

Samt eru fá sveitarfélög á landinu, nema vera skyldi Fjarðabyggð og Akranes, sem eiga meira undir að hindra þessa aðför að orkuauðlindum þjóðarinnar.

Samt skjálfa sveitarstjórnarmenn og þora ekki gegn þingmönnum sínum.

 

Hvað er undir, halda þeir að þeir verði flengdir á næsta fundi eða hvað??

Af hverju er þingmaður sem gengur erinda auðmanna sem ásælast orkuauðlindir þjóðarinnar, ógnvænlegri en kjósendur sem eiga allt sitt undir að þessi ásælni auðmanna verði stöðvuð í fæðingu? 

Því ekki verður hún stöðvuð eftir að orkupakkinn verður samþykktur, þá snýst spurningin aðeins um hvenær, ekki hvort eins og í dag.

 

Skagfirðingar sögðu hlutina hreint út.

Bláskógabyggðarmenn tala undir rós.

Fjarðabyggð og Akranes þegja.

 

Af þessu má draga þann lærdóm að til að þjóðin haldi sjálfstæði sínu, borði menn sem mest hrossakjöt, sem minnst grænmeti og fiskmeti í hófi.

Síðan má álykta um heljartök þingmanna á fólki sem er kosið til gæta hagsmuna byggðar sinnar, en kýs fylgispektina við valdið fyrir sunnan fram yfir þá hagsmuni.

Hvort sem menn væla eða þegja, skiptir litlu, heljartökin erum meinsemd þegar fulltrúar byggðanna tala ekki máli síns fólks.

Vonandi ber íbúum Bláskógabyggðar gæfa til að hundskamma sitt fólk og sjái til þess að á næsta fundi sveitarstjórnar verði ný ályktun samin.

Á mannamáli.

 

Það er ekki svo flókið að segja Nei.

Það er ekki svo flókið að verja byggð sína.

Það er ekki svo flókið að verja land sitt fyrir ásælni auðsins.

 

Kjarkur, manndómur.

Það eina sem þarf.

 

Hitt gerist svo að sjálfu sér.

Kveðja að austan.


mbl.is Vald verði ekki framselt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 308
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 4089
  • Frá upphafi: 1330265

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 3516
  • Gestir í dag: 209
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband