Það þarf að verja siðmenninguna.

 

Hildarleikurinn sem kenndur er við seinni heimsstyrjöld, kostaði hátt í hundrað milljónir mannslífa, og álfu í rúst.

Hann átti sér aðdraganda, sem var að illskan og ómennskan fékk að grafa um sig í hjarta Evrópu og allir litu í hina áttina.

Fatlaðir á stofnunum voru vanaðir, eða hreinlega drepnir, trúarhópur ofsóttur, eignir gerðar upptækar, fangabúðir reistar, og opinber stefna að útrýma óæskilegu fólki. 

Að ekki sé minnst á pólitískar ofsóknir, fangelsun stjórnmálaandstæðinga, aftökur, jafnt án dóms og laga sem og með dómi og lögum.

Samt hélt heimsbyggðin Ólympíuleikana í höfuðborginni þar sem illskan og mannhatur var opinber stefna.

 

Í dag er eins og við höfum ekkert lært af sögunni.

Miðaldafólk með fulla vasa af olíupeningum fjármagnar hryðjuverk og dráp á fólki sem játast ekki trú þeirra.

Til skamms tíma var það opinbert kennsluefni í Saudi Arabíu að trúleysingja ætti að drepa, og svo þykjast ráðamenn okkar vera svaka hissa þegar trúarmiðstöðvar og moskur sem þeir fjármagna séu hreiður haturs, hatursboðskapar, og þangað megi finna rætur þessara hryðjuverka og trúarofsókna sem eru daglegt brauð víða um heim, og breiðast út um jarðir eins og bráðpest Svarta dauða.

Hér á Íslandi líðum við þessu illþýði að fjármagna slík hreiður.

Og flytja inn kennimenn úr ranni þessarar miðaldamennsku.

 

En einhvers staðar hljóta mörkin að liggja.

Og Brúnei hefur farið yfir þau mörk.

Siðað fólk og siðaðar þjóðir eiga að krefjast þess að landinu sé vikið úr Sameinuðu þjóðunum hið bráðasta, og öll viðskipti með olíu og annað séu stöðvuð þar til ómennska Sharia laganna er afturkölluð.

Annað er samsekt.

 

Sama samsekt og var 1936.

Samsekt sem mun enda á sama veg.

Því illgresi endar alltaf á að kæfa.

 

Nema því sé haldið í skefjum.

Kveðja að austan.


mbl.is Segja ákveðinn misskilning í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 410
  • Sl. viku: 788
  • Frá upphafi: 1320635

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 682
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband