EES samningurinn er lýðræðislegur.

 

Í honum er hvergi að finna hótun um að ef einstök aðildarríki EES treysti sér ekki til að innleiða regluverk Evrópusambandsins að óbreyttu, að þá sé samningurinn sem slíkur í uppnámi eins og utanríkisráðherra og iðnaðar og nýsköpunarráðherra halda fram.

Þvert á móti segir Jón Baldvin að;

"„EES-samn­ing­ur­inn trygg­ir aðild­ar­ríkj­un­um óvé­fengj­an­leg­an rétt til að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar á til­teknu mála­sviði, ef hún á ekki við eða þjón­ar ekki hags­mun­um viðkom­andi rík­is. Fyr­ir þessu eru mörg for­dæmi. Höfn­un inn­leiðing­ar hef­ur ekki í för með sér nein viður­lög. Af­leiðing­in er sú, að mál­inu er vísað til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyr­ir­var­ar, sem ör­uggt hald er í. Þessi ótví­ræði rétt­ur aðild­ar­ríkja EES-samn­ings­ins til þess að hafna inn­leiðingu lög­gjaf­ar út frá eig­in þjóðar­hags­mun­um, án viður­laga, var frá upp­hafi ein meg­in­rök­semd­in fyr­ir því, að framsal valds skv. samn­ingn­um væri inn­an marka þess sem sam­rýmd­ist óbreyttri stjórn­ar­skrá.“".

 

Og hvor aðilinn skyldi vita betur um málið, fyrrverandi utanríkisráðherra sem samdi við Evrópusambandið og hefur enga annarlega hagsmuna að gæta í dag, eða núverandi utanríkisráðherra sem fullyrðir kinnroðalaust að þeir sem vara við samþykkt orkutilskipunar Evrópusambandsins séu undir áhrifum "erlendrar einangrunarhyggju".

Enda ættu allir að sjá hversu fáránlegt það er að saka höfund EES samningsins, manninn sem lagði pólitískt líf sitt að veði til að samningurinn yrði samþykktur, um einhvern illvilja við að" vilja grafa und­an EES-samn­ingn­um á því sem eru í besta falli illa ígrundaðar for­send­ur – ef ekki af hrein­um ásetn­ingi.“".

 

Rök Jón Baldvins eru skýr, og þeim þarf að svara með rökum, ekki skítkasti og gífuryrðum.  En málið er að kannski að Guðlaugur Þór á þau rök ekki til

"Hins veg­ar verða að telj­ast veru­leg­ar lík­ur á því, að ótíma­bær lög­leiðing orkupakka 3 og ófyr­ir­séðar og óhag­stæðar af­leiðing­ar, önd­verðar ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um, muni grafa und­an trausti á og efla and­stöðu með þjóðinni við EES-samn­ing­inn, eins og reynsl­an sýn­ir frá Nor­egi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyr­ir­hugaðri lög­gjöf nú,“ seg­ir Jón Bald­vin hins veg­ar. Öllum beri þannig sam­an um að lög­gjöf um teng­ingu ís­lensks raf­orku­markaðar við þann evr­ópska muni hafa marg­vís­leg áhrif hér á landi.

Gef­ur hann lítið fyr­ir þá fyr­ir­vara sem Guðlaug­ur Þór hef­ur kynnt vegna máls­ins. "Lög­gjaf­an­um ber skylda til að greina þessi „marg­vís­legu áhrif" út frá ís­lensk­um þjóðar­hags­mun­um og hags­mun­um neyt­enda, áður en lagt er upp í þessa óvissu­ferð. M.a. vegna þess að yf­ir­gnæf­andi lík­ur eru á því, að meint­ir fyr­ir­var­ar reyn­ist hald­litl­ir vegna þess­ara „marg­vís­legu áhrifa". [...] Framsal valds til fjölþjóðlegra stofn­ana rétt­læt­ist jafn­an af því, að það þjóni þjóðar­hags­mun­um bet­ur en óbreytt ástand. Þessa þjóðhags­legu grein­ingu skort­ir ger­sam­lega. Hún þarf að liggja fyr­ir, áður en lengra er haldið. Það er ekki nóg að vísa í fyr­ir­vara, sem vafa­samt er að haldi, þegar á reyn­ir.“".

 

Hversvegna skyldi kostum og göllum ekki hafa verið stillt upp??

Er það vegna þess að hinn sameiginlegi markaður muni þrýsta verði á Íslandi uppúr öllu valdi??

Fyrir því færir Jón Baldvin rök, og þau eru ekki illa ígrundið eins og  Guðlaugur Þór vogar sér að fullyrða, án þess að koma með nein rök á móti.

"Jón Bald­vin bend­ir á að meg­in­regl­ur innri markaðar Evr­ópu­sam­bands­ins snúa að grunn­regl­um fjór­frels­is­ins um jafn­ræði keppi­nauta á sam­keppn­ismörkuðum. Ráðandi markaðshlut­deild rík­is­fyr­ir­tækja, eins og Lands­virkj­un­ar, sam­rým­ist ekki þeim regl­um. Rík­is­styrk­ir í formi niður­greiðslu orku­verðs, til að mynda vegna nýt­ing­ar orku til upp­bygg­ing­ar græn­met­is­rækt­un­ar í gróður­hús­um, sam­rým­ist ekki þess­um regl­um. Í grein­ar­gerð þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar sé viður­kennt að verð til neyt­enda muni hækka við teng­ingu við orku­markað Evr­ópu­sam­bands­ins. Reynsla Norðmanna staðfesti það.".

 

Kílóvattið fór úr 25 aurum í 75 aura í Noregi, og það kalla Guðlaugur og Þórdís Kolbrún neytendavernd.

En Jón Baldvin er á öðru máli."„Þeir sem halda því fram, að fyr­ir­huguð lög­gjöf snú­ist aðallega um neyt­enda­vernd, þurfa að lesa sér bet­ur til. Íslensk­ir neyt­end­ur búa við miklu lægra verð en neyt­end­ur á sam­eig­in­lega markaðnum og hafa meiri áhrif á verðlagn­ing­una, sem sæt­ir lýðræðis­leg­um aga kjós­enda.".

Lágt orkuverð og blómstrandi mannlíf, það er neytendavernd, það er þjóðarhagur.

 

Jón Baldvin afgreiðir rök ráðherra ríkisstjórnarinnar af þekkingu og rökfestu þannig að ekki finnst steinvarða í málflutningi þeirra.

Eitthvað annað en rök málsins, eða hagsmunir almennings skýrir málflutning þeirra.

Kannski er það bara undirlægjuhátturinn gagnvart erlendu valdi, líkt og var drifkraftur uppgjafar Jóhönnu og Steingríms í ICEsave fjárkúguninni, en þá væri ekki þessi heift í gangi, heldur aðeins þreyta og andvörp; "ahhh við verðum bara að gera þetta, þau ráða".

 

Undiralda þessa máls hefur nefnilega verið lengi í umræðunni, nema fyrstu angarnir voru meintar tilraunir til að krossfesta fyrirfram helstu andstæðinga orkupakkans.

Hve langt gekk ekki níðið um Jón Baldvin og fjölskyldu þar til þorri landsmanna áttaði sig á hvaða klikkun bjó þar að baki?

Og þjóðhetjan hún Bára var aðeins fátæk manneskja sem var gerð út á örkina til að festa í rafeindir meint hneykslismál á fyllerís samkundum.  Sem tókst, með tilheyrandi eftirmálum.

 

En hvorugt var tilviljun, miklir hagsmunir kyntu upp allt það fár, og heldur engin tilviljun að sömu fjölmiðlar og fjölmiðlamenn ríða nú röftum fyrir sömu hagsmuni í orkupakkamálinu.

Því eins og Jón bendir réttilega á, þá líður evrópska regluverkið ekki ráðandi ríkisfyrirtæki á markaði, það er óhjákvæmilegt, hvort sem verður lagður sæstrengur eða ei, að íslenska ríkið verði knúið til að hluta Landsvirkjun upp og setja á markað. Reyndar rangt að segja knúið, því innst inni eru margir ráðherrar hlynntir slíkri gjörð, hún er í samræmi við hugmyndafræði þeirra og lífsskoðanir.  Og þeir munu ekki verða hindrun þegar þar að kemur.

 

Orkupakkinn er konfektkassi auðmanna og það skýrir ofurkappið, og skurðgröftinn útí samfélaginu gagnvart þeim sem tala gegn hagsmunum þeirra.

Auðvitað eru einhverjir sakleysingjar með í föruneytinu, og það er bara staðreynd að íslenskir Evrópusinnar vilja lúta Brussel, og myndu gefa upp sjálfstæði þjóðarinnar á morgun, hefðu þeir til þess vald.

En það skýrir ekki heiftina, lygarnar eða rangfærslurnar.

 

Aðeins miklir fjármunir geta tryggt slíku líf í þjóðmálaumræðunni, til þess þarf her fjölmiðlamanna, álitsgjafa, almannatengla og að sjálfsögðu, stjórnmálamanna.

Þetta blasir við.

Óþarfi að neita því.

 

En við sem þjóð þurfum ekki að sætta okkur við.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Viljum við taka þessa áhættu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn sem fullyrðir.

 

Og talar í frösum var fenginn til að gjaldfella ráðstefnu Háskóla Íslands um alþjóðlega samvinnu.

 

Því eins og hann skilgreinir alþjóðlega samvinnu, það er að hún snúist um yfirþjóðlegt vald sem setur einhliða reglur sem hinum er gert að hlýða skilyrðislaust, þá er besta dæmið um slíka alþjóðasamvinnu Varsjárbandalagið sáluga, en það var bandalag fullvaldra ríkja, þar sem eitt ríkið setti reglurnar, og hin hlýddu, eða höfðu verra af.

Og þegar aðildarríkin Varsjárbandalagsins lögðu það niður því þau vildu fá að ráða sínum málum sjálf, eða geta samið um þau við önnur ríki á sínum forsendum, að þá var það samkvæmt Guðlaugi, "angi af erlendri einangrunarstefnu".

 

Sem sagt skilyrðislaus hlýðni er alþjóðleg samvinna, að standa á rétti sínum og sjálfstæði, og virkja ákvæði EES samningsins þar um, er angi af erlendri einangrunarstefnu.

Eftir stendur hvaða erlenda einangrunarstefna þetta er sem er svona voðaleg?

Hugsanlega er hann að vísa í bandarísku stjórnarbyltinguna þar sem þarlendir sögðu sig frá breska heimsveldinu og hafði til lengri tíma þau áhrif til dæmis að þjóðir Mið Evrópu sögðu skilið við hið alþjóðlega yfirvald, Austurríska Ungverska keisaradæmið.

Hugsun eða hugmynd um frelsi þjóða sem átti líka þátt í að Varsjárbandalagið féll á sínum tíma.

 

Svo er fullyrt um dásemd ESS samningsins, "að EES-samn­ing­ur­inn hefði skilað al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um „gríðarleg­um ávinn­ingi án þess að Ísland hafi þurft að fórna sín­um hags­mun­um svo nokkru nemi“."

En af hverju er þá ekki allt í kalda koli hjá EFTA ríkinu Sviss sem kaus að standa utan við samninginn og gerði tvíhliða  samning við Evrópusambandið. 

Eða hjá öðrum þróuðum ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við ríki ESB án þess að undirgangast einhliða regluverk þess.

 

Og ef regluverkið er svona dásamlegt og útskýrir allan okkar ávinning síðustu 30 ár eða svo, af hverju er þá ekki allt eins og blómstrið eina í Evrópusambandinu í dag??  Af hverju hefur hagvöxtur þar verið óverulegur það síðustu 15 ár eða svo, eða eftir að evran var tekin upp og reglurnar um hið frjálsa flæði æðsta boðorð alls efnahagslífs þar.  Ekki ætti stærðarhagkvæmin að skemma fyrir, að mismunandi regluverk einstakra aðildarríkja, það er allt fyrir bí.

Samt er álfan stöðnuð, í raun í afturför því algjör upplausn blasir við í stjórnmálum stærstu ríkja sambandsins.

 

Það er nefnilega svoleiðis að það er auðvelt að fullyrða, ef þú þarft ekki að færa rök fyrir máli þínu.

Slíkur fullyrðingariðnaður var í raun það eina sem gekk hjá öðru svona alþjóðlegu ríkjabandalagi, Sovétríkjunum, síðustu ár og áratugi þess.

Þegar raunveruleikinn var svo ömurlegur að það þurfti að ljúga til um allt.

 

Á slíkri vegferð er Guðlaugur.

Og telur sig hafa upphefð af.

 

Slíkur er sóminn í Sjálfstæðisflokknum í dag.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýtt á mannamál.

 

Að þá er annar bankinn eða báðir komnir í þrot.

Eins og þegar Wow og ICElandair slitu sínum viðræðum, að þá var málið of flókið og áhættan of mikil.

Nema að Wow var ekki það stórt, að það mætti ekki fara á hausinn, en sá Dautsi er of stór biti fyrir þýska hagkerfið svo hann má ekki rúlla.

 

Það er nefnilega ekki bara á stjórnmálasviðinu sem Evrópusambandið er að leysast upp, efnahagslega er það að falli komið.

Því fyrir utan lítinn sem engan efnahagslegan vöxt í meir en áratug, þá er eldsneytisvélin sem sýgur til sín hagsæld jaðarríkja vegna evrunnar, Þýskaland í alvarlegustu fjármálakreppu sinni frá seinna stríði.

Bankakerfi þess er hrunið en innri reglurnar sveigðar svo ekki þurfi að viðurkenna það.

Á meðan er lífróðurinn og þessi mistókst, og fer í slóða annarra sem ekki hafa gengið eftir.

 

Það veit enginn hve miklum fjármunum frá Evrópska seðlabankanum hefur verið dælt í þetta þrot, en þó er vitað að fjármunum sem Grikkjum var neitað um eru aðeins brotabrot af þeirri upphæð.

Það er nefnilega svona sem afhjúpar hið innra eðli, og afhjúpar Evrópusambandið sem ógnarbandalag sem aðeins hagsmunir stórfyrirtækja halda saman.

Fjárhagurinn er farinn, stjórnmálaeiningin gufuð upp, aðeins óttinn við dauðann er notaður til að réttlæta tilvist þess.

 

Og þessi óskapnaður á að vera yfirherra þjóðarinnar í orkumálum, auk flestra annarra sem skipta máli fyrir afkomu lands og lýðs.

Slíkur er metnaður stjórnmálastéttar vorar.

Taka ofan og skríða í skjólið sem þar er að finna.

Skjól sem fáir sjá sem á annað borð skoða.

 

Það er meinið.

Ekki sjálfur orkupakkinn, heldur að krakkarnir á þingi hafi ekki meira vit en þetta.

Að þeirra sýn á möguleika lands og þjóðar sé aðeins sú að tengjast æ sterkari böndum veldi sem er að daga uppi sökum ólæknandi innanmeina.

 

Þetta er ákaflega dagurlegt, ekki krakkarnir.

Heldur að þau skuli vera þarna með fjöregg þjóðarinnar í höndum sér.

Því þau fóru þangað ekki sjálf, við sendum þau.

 

Það er meinið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hætt við samruna þýskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurstyggð í miðaldaríki.

 

Sem fjármagnar hatur og öfgar um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi, er meðlimur í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Ísland er þar líka, og hefur samt ekki lagt til að Sádi Arabía sé vikið úr ráðinu með smán. 

Núna hlýtur Ísland að gera slíkt, ef einhvert samkvæmni er í hátíðarræðunum sem utanríkisráðherra les af blaði og gjörðum þessa sama manns.

 

Í fróðlegri heimildarmynd frá BBC kom fram hverjir glæpir þessa meintu hryðjuverkamanna voru sem voru aflífaðir í gær.

Þeir risu upp gegn aldalangri kúgun trúarofstækismanna með því að fara út á götur og mótmæla.

Svona svipað og Hörður Torfa hefði verið krossfestur á Valhúsahæð fyrir að lemja potta niðri á Austurvelli, og þá fyrir hávaða og lélegt tóneyra.

 

Þetta eru morð, viðurstyggileg morð með öðrum orðum.

Morð með þegjandi samþykki vestrænna ráðamanna sem skríða fyrir þessu hyski sem ber beina og óbeina ábyrgð á morðum hundruða í svokölluðum hryðjuverkaárásum hér á Vesturlöndum, þúsunda í öðrum heimshlutum, á fjármögnun borgarstríðsins í Sýrlandi og þjóðarmorðunum í Jemen.

Skríða fyrir þessu hyski og þar er maður að nafni Donald Trump, fremstur í flokki.

Slíkur er máttur olíupeninganna.

 

En það er nóg að skríða fyrir einn í einu og núna skríður Guðlaugur Þór á Alþingi fyrir Evrópusambandinu og olígörkum.

Honum er því engin vorkunn í þessu máli að standa í lappirnar og gera loksins eitthvað sem skiptir máli.

Fordæma þessi morð og leggja fram tillögu á fundi mannréttindaráðsins að Sádum verði vikið úr ráðinu, og rannsókn verði hafin hvort stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna beri ekki að ákæra varðandi þjóðarmorðin í Jemen.

Svona einu sinni gætu menn gert eitthvað annað en að tala fjálglega.

Einu sinni gert rétt.

 

Það er ekki farið fram á mikið.

Kveðja að austan.


mbl.is Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 3513
  • Frá upphafi: 1330343

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2982
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband