Stundum setur mann hljóðan.

 

Þegar maður les grein og hefur ekkert við að bæta.

Kemur vel á vondan mætti halda þegar kjöftugur verður kjaftstopp.

Tómas Ingi Olrich skrifaði slíka grein í Morgunblaðið í dag.

 

Á meðan hagsmunir einkavinavæðingarinnar láta fjölmiðla sína annars vegar skrifa bullleiðara um hrun alþjóðaviðskipta og jafnvel sjálfs samfélagsins ef Alþingi hafnar orkupakka 3 og sendir hann til baka í sameiginlegu EES nefndina og hins vegar framleiða ekki fréttir um hvort Bára hlerari sé hlæjandi eða ekki hlæjandi, eigi bankareikning eða ekki bankareikning, sé svona eða hinsegin, þá vilja svona gæðagreina oft fara framhjá fólki, sem er miður.

Miður því þjóð sem lætur upphlaup móta þjóðmálaumræðuna, en heldur þeirri vitrænu í herbergjum þar sem meðal annars óhreinu börnin hennar Evu eru geymd, hún endar alltaf sem leiksoppur þeirra sem hafa efni á að kosta og skipuleggja upphlaup og önnur fár.

 

Síðast þegar ég vissi var þessi grein opin til lestrar, og því ætla ég ekki að endurbirta hana alla, en mig langar að láta fljóta með kafla úr henni en vísa annars á Mbl.is eða sjálfan Moggann hjá þeim sem eru ennþá pappírssinnar. 

Greinir heitir Óskipulagt undanhald og þarm má meðal annars lesa þetta;

 

"Tak­markað vald en tals­verður vilji.

Þó kem­ur það hvergi fram í álits­gerðinni að ís­lensk stjórn­völd hafi vald til að setja sig á móti því að komið verði á teng­ingu um sæ­streng við raf­orku­markað ESB/​EES. Um slíkt svig­rúm fjalla eng­ar samþykkt­ar und­anþágur. Þar er ein­ung­is gefið í skyn að þriðji orkupakk­inn leggi ekki þá skyldu á ís­lensk stjórn­völd að koma á fót grunn­virkj­um yfir landa­mæri. Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað.

Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/​EES. Þetta mál er í raun skilið eft­ir óút­kljáð af hálfu höf­unda álits­gerðar­inn­ar. Kem­ur það einna skýr­ast fram neðan­máls (nr. 62) á síðu 35.

Það er mik­ill barna­skap­ur að ímynda sér að ís­lensk stjórn­völd hafi fullt for­ræði á teng­ingu lands­ins við orku­markað ESB/​EES ef þess er hvergi getið í form­leg­um und­anþágum og ein­ung­is vitnað í póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og fram­kvæmda­stjóra orku­mála inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Yf­ir­lýs­ing­ar þess­ara emb­ætt­is­manna eru ekki á nokk­urn hátt laga­lega skuld­bind­andi.

Ekki er rétt að úti­loka þann mögu­leika að inn­an rík­is­stjórn­ar Íslands séu þegar að verða til áætlan­ir um að tengj­ast orku­markaði ESB/​EES með sæ­streng. Lands­virkj­un hef­ur á því verk­efni mik­inn áhuga og tel­ur sig geta hagn­ast vel á verk­efn­inu. Stofn­un­in tel­ur að raf­orku­verð muni hækka, en er ekki eins bjart­sýn á þá hækk­un og Þor­steinn Víg­lunds­son. Eru áætlan­ir Lands­virkj­un­ar gerðar í tóma­rúmi eða styðjast þær við vel­vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

Þegar litið er til út­list­ana Lands­virkj­un­ar um þann hag sem Íslend­ing­ar geta haft af sæ­strengn­um, eins og stofn­un­in hugs­ar sér hann, blas­ir við að þar eru menn komn­ir fram úr sjálf­um sér. Skipt­ir þá litlu hvort litið er á rök­semda­færslu stofn­un­ar­inn­ar frá hag­fræðisjón­ar­miði eða um­hverf­is­sjón­ar­miði – að ekki sé minnst á hags­muni ís­lenskr­ar at­vinnu­starf­semi. Spurn­ing­in sem vakn­ar er hvort Lands­virkj­un er kom­in fram úr rík­is­stjórn­inni eða hvort hún á sam­leið með ráðherr­un­um.

 

 

Upp­lausn stjórn­mála­flokka.

Nú ber­ast tíðindi víða að um óstöðug­leika stjórn­mála­flokka. Þótt sú upp­lausn eigi sér ef­laust ýms­ar skýr­ing­ar, er ekki hægt að líta fram hjá því að inn­an Evr­ópu hafa þær all­ar tengsl við Evr­ópu­sam­bandið. Það hend­ir oft­ar en ekki að stjórn­mála­f­orkólf­ar draga sjálfa sig upp úr töfra­hatti og þá dag­ar svo uppi við sól­ar­upp­rás.

Það er ekki lengra síðan en í mars­mánuði 2018, sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, undraðist hvers vegna menn hefðu áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald sam­eig­in­legra eft­ir­lits­stofn­ana. Nú hef­ur hann ákveðið að fara þá leið. Í fartesk­inu hef­ur hann ekki annað en yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherr­ans um fullt for­ræði ís­lenskra stjórn­valda á því hvort Ísland teng­ist með sæ­streng. Vitað er að sú yf­ir­lýs­ing er ekki á nokk­urn hátt laga­lega bind­andi. Með hon­um stend­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mik­il ógæfa að sjá þann mögu­leika ein­an í stöðunni að ríða netið sem þétt­ast og sjá svo seinna hvort og hvernig við get­um sloppið úr troll­inu.".

 

Og hver rífst við þessi lokaorð??

"Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að það skapi okk­ur skjól og auki virðingu viðsemj­enda okk­ar að hörfa sí­fellt og fara með veggj­um, hlýðnir og auðmjúk­ir. Það hlut­verk var okk­ur ætlað í Ices­a­ve-mál­inu. Það vannst vegna þess að ein­arður mál­flutn­ing­ur fór fram gegn upp­gjöf rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og for­set­inn vísaði mál­inu til þjóðar­inn­ar.".

 

Ég bara spyr?

Kveðja að austan.


Svona mæla Sjálfstæðismenn.

 

Svona mæla Framsóknarmenn, svona mæla menn allra flokka.

"„Sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lag­ins Skaga­fjarðar árétt­ar að orku­auðlind­in er ein af mik­il­væg­ustu for­send­um vel­meg­un­ar í land­inu. Mik­il­vægi þess að all­ar ákv­arðanir í orku­mál­um verði í hönd­um Íslend­inga er því ótví­rætt,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni. Minnt er á að skorður séu sett­ar í stjórn­ar­skránni varðandi framsal valds til er­lendra stofn­ana. „Aðstæður Íslands í orku­mál­um eru gjör­ólík­ar þeim sem liggja til grund­vall­ar orku­lög­gjöf ESB og því er óskyn­sam­legt að inn­leiða það reglu­verk hér. Ísland hef­ur í dag enga teng­ingu við orku­markað ESB og tel­ur sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar slíka teng­ingu ekki þjóna hags­mun­um lands­manna. Sveit­ar­stjórn tel­ur því rétt að Alþingi og rík­is­stjórn skuli leita eft­ir und­anþágu frá inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans.“".

 

Í sjálfur sér á ekki að þurfa að ræða þetta meir því svona ályktanir eiga að koma frá hverju sveitarfélagi, þar sem þvert á flokka samþykkja menn einróma að árétta hagsmuni íslensku þjóðarinnar gagnvart skrifræðinu í Brussel.

Svona ályktanir eiga að koma frá öllum samtökum í atvinnulífinu, nema kannski hugsanlega samtökum fjármálafyrirtæka, frá öllum verkalýðsfélögum, frá öllum sjálfstæðum flokksfélögum stjórnmálaflokkanna, frá kvenfélögum, íþróttafélögum, átthagafélögum.

Frá öllum.

 

Því öll notum við rafmang og hita, öll skiljum við þessi einföldu rök; "... að orku­auðlind­in er ein af mik­il­væg­ustu for­send­um vel­meg­un­ar í land­inu. Mik­il­vægi þess að all­ar ákv­arðanir í orku­mál­um verði í hönd­um Íslend­inga er því ótví­rætt,".

Öll munum við gjalda þess þegar forræðið er farið og óhjákvæmt einkavæðingarferli hefst í kjölfarið og orkuauðlind okkar verður leikvangur fjárfesta og spekúlanta.

Öll munum við skjálfa í okkar stórum húsum þegar hið evrópska markaðsverð verður orkuverð okkar, því lögmálið er skýrt, ein regla, einn markaður, eitt verð.

Og sum okkar, alltaf náungi okkar, mun finna þetta á eigin skinni þegar innlend fyrirtæki sem treysta á lága orku til að vera samkeppnishæf við hinn stóra heim, leggja upp laupana.

 

En þær eru ekki komnar þessar ályktanir.

Hvað veldur??

Eru heljartök flokksforystunnar svo mikil að menn þora ekki að standa með hagsmunum íbúa sinna, með hagsmunum fyrirtækja sinna??

Af hverju er sveitarfélagið Fjarðabyggð ekki búið að senda frá sér 5 harðorðar ályktanir á dag því fá eða engin sveitarfélög eiga eins mikið undir að regluóskapnaðurinn verði ekki að veruleika??

Hvað veldur??

Þingmaðurinn í maganum, ótti eða er reisn okkar Austfirðinga aðeins hálf á við hestafólkið í Skagafirði??

Hvernig er hægt að þegja þegar allt er undir??

 

Eina hugsanlega skýringin er sú að landpósturinn sé ekki ennþá kominn með tíðindin að sunnan, að hann hafi dvalist við að finna vað yfir árnar.

Því menn standa með fólki sínu og fyrirtækjum.

Menn standa ekki gegn fólki sínu og fyrirtækjum til að geta staðið með þingmönnum sínum og flokksforingjum.

 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 276
  • Sl. sólarhring: 542
  • Sl. viku: 4057
  • Frá upphafi: 1330233

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 3487
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband