Stundum setur mann hljóðan.

 

Þegar maður les grein og hefur ekkert við að bæta.

Kemur vel á vondan mætti halda þegar kjöftugur verður kjaftstopp.

Tómas Ingi Olrich skrifaði slíka grein í Morgunblaðið í dag.

 

Á meðan hagsmunir einkavinavæðingarinnar láta fjölmiðla sína annars vegar skrifa bullleiðara um hrun alþjóðaviðskipta og jafnvel sjálfs samfélagsins ef Alþingi hafnar orkupakka 3 og sendir hann til baka í sameiginlegu EES nefndina og hins vegar framleiða ekki fréttir um hvort Bára hlerari sé hlæjandi eða ekki hlæjandi, eigi bankareikning eða ekki bankareikning, sé svona eða hinsegin, þá vilja svona gæðagreina oft fara framhjá fólki, sem er miður.

Miður því þjóð sem lætur upphlaup móta þjóðmálaumræðuna, en heldur þeirri vitrænu í herbergjum þar sem meðal annars óhreinu börnin hennar Evu eru geymd, hún endar alltaf sem leiksoppur þeirra sem hafa efni á að kosta og skipuleggja upphlaup og önnur fár.

 

Síðast þegar ég vissi var þessi grein opin til lestrar, og því ætla ég ekki að endurbirta hana alla, en mig langar að láta fljóta með kafla úr henni en vísa annars á Mbl.is eða sjálfan Moggann hjá þeim sem eru ennþá pappírssinnar. 

Greinir heitir Óskipulagt undanhald og þarm má meðal annars lesa þetta;

 

"Tak­markað vald en tals­verður vilji.

Þó kem­ur það hvergi fram í álits­gerðinni að ís­lensk stjórn­völd hafi vald til að setja sig á móti því að komið verði á teng­ingu um sæ­streng við raf­orku­markað ESB/​EES. Um slíkt svig­rúm fjalla eng­ar samþykkt­ar und­anþágur. Þar er ein­ung­is gefið í skyn að þriðji orkupakk­inn leggi ekki þá skyldu á ís­lensk stjórn­völd að koma á fót grunn­virkj­um yfir landa­mæri. Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað.

Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/​EES. Þetta mál er í raun skilið eft­ir óút­kljáð af hálfu höf­unda álits­gerðar­inn­ar. Kem­ur það einna skýr­ast fram neðan­máls (nr. 62) á síðu 35.

Það er mik­ill barna­skap­ur að ímynda sér að ís­lensk stjórn­völd hafi fullt for­ræði á teng­ingu lands­ins við orku­markað ESB/​EES ef þess er hvergi getið í form­leg­um und­anþágum og ein­ung­is vitnað í póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og fram­kvæmda­stjóra orku­mála inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Yf­ir­lýs­ing­ar þess­ara emb­ætt­is­manna eru ekki á nokk­urn hátt laga­lega skuld­bind­andi.

Ekki er rétt að úti­loka þann mögu­leika að inn­an rík­is­stjórn­ar Íslands séu þegar að verða til áætlan­ir um að tengj­ast orku­markaði ESB/​EES með sæ­streng. Lands­virkj­un hef­ur á því verk­efni mik­inn áhuga og tel­ur sig geta hagn­ast vel á verk­efn­inu. Stofn­un­in tel­ur að raf­orku­verð muni hækka, en er ekki eins bjart­sýn á þá hækk­un og Þor­steinn Víg­lunds­son. Eru áætlan­ir Lands­virkj­un­ar gerðar í tóma­rúmi eða styðjast þær við vel­vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

Þegar litið er til út­list­ana Lands­virkj­un­ar um þann hag sem Íslend­ing­ar geta haft af sæ­strengn­um, eins og stofn­un­in hugs­ar sér hann, blas­ir við að þar eru menn komn­ir fram úr sjálf­um sér. Skipt­ir þá litlu hvort litið er á rök­semda­færslu stofn­un­ar­inn­ar frá hag­fræðisjón­ar­miði eða um­hverf­is­sjón­ar­miði – að ekki sé minnst á hags­muni ís­lenskr­ar at­vinnu­starf­semi. Spurn­ing­in sem vakn­ar er hvort Lands­virkj­un er kom­in fram úr rík­is­stjórn­inni eða hvort hún á sam­leið með ráðherr­un­um.

 

 

Upp­lausn stjórn­mála­flokka.

Nú ber­ast tíðindi víða að um óstöðug­leika stjórn­mála­flokka. Þótt sú upp­lausn eigi sér ef­laust ýms­ar skýr­ing­ar, er ekki hægt að líta fram hjá því að inn­an Evr­ópu hafa þær all­ar tengsl við Evr­ópu­sam­bandið. Það hend­ir oft­ar en ekki að stjórn­mála­f­orkólf­ar draga sjálfa sig upp úr töfra­hatti og þá dag­ar svo uppi við sól­ar­upp­rás.

Það er ekki lengra síðan en í mars­mánuði 2018, sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, undraðist hvers vegna menn hefðu áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald sam­eig­in­legra eft­ir­lits­stofn­ana. Nú hef­ur hann ákveðið að fara þá leið. Í fartesk­inu hef­ur hann ekki annað en yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherr­ans um fullt for­ræði ís­lenskra stjórn­valda á því hvort Ísland teng­ist með sæ­streng. Vitað er að sú yf­ir­lýs­ing er ekki á nokk­urn hátt laga­lega bind­andi. Með hon­um stend­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mik­il ógæfa að sjá þann mögu­leika ein­an í stöðunni að ríða netið sem þétt­ast og sjá svo seinna hvort og hvernig við get­um sloppið úr troll­inu.".

 

Og hver rífst við þessi lokaorð??

"Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að það skapi okk­ur skjól og auki virðingu viðsemj­enda okk­ar að hörfa sí­fellt og fara með veggj­um, hlýðnir og auðmjúk­ir. Það hlut­verk var okk­ur ætlað í Ices­a­ve-mál­inu. Það vannst vegna þess að ein­arður mál­flutn­ing­ur fór fram gegn upp­gjöf rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og for­set­inn vísaði mál­inu til þjóðar­inn­ar.".

 

Ég bara spyr?

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er engu við þetta að bæta. Ritsnilld hjá reyndum stjórnmálamanni og sönnum fullveldissinna. 

Júlíus Valsson, 27.4.2019 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þó hljóður sé ætla ég samt að sega; SAMMÁLA.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 13:39

3 identicon

Hreint út sagt frábær grein eftir Tómas Inga.

Allir heiðarlegir og sannir sjálfstæðismenn

taka heils hugar undir með honum.

En það eina sem Gulli og Bjössi Bjarna geta sagt

er að þylja möntru Steingríms J. og Jóhönnu Sig.

um að þetta sé allt "misskilningur" í okkur sem

andæfðum Icesave og andæfum nú þriðja orkupakkanum

frá hirðinni í Brussel, Gulla og Bjössa Bjarna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 15:14

4 Smámynd: Óskar Kristinsson

Góður 'Omar.Tómas Ingi alveg Frábær. Eg hélt einu sinni að Björn Bjarnason væri gáfumaður,held ekki!!! Já Fimbulfamb sagði hann.

Einu eigum við heimtingu á að fá að vita,hvað er plan B hjá gulla (þegar) belti og axlabönd slitna?

Óskar Kristinsson, 27.4.2019 kl. 16:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Eru þau ekki úr ósnertanlegu stáli, hulin galdraseið svo ekkert fái þau rofið??, eða eitthvað.

Það er ekkert plan B, því Guðlaugur Þór er í hjarta sínu algjörlega sammála innihaldi orkupakkans, hann vill markaðsvæða orkuna, en má bara ekki segja það.

Þetta eru svona svik í áföngum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 23:32

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Greinina má lesa í heild á bloggsíðu Heimssýnar, sem segir mér það að Björn Bjarna er ekki lengur þar aufúsugestur, og það hefði fyrr mátt vera, hann var aldrei heill í ICEsave.

En Steingrímur og Jóhanna eru örugglega góðir kennarar, og börn hafa oft það eftir sem fyrir þeim er haft.

Nema formúla þeirra virkar ekki, þetta er svona svipað og þegar efnafræðingurinn sagði við Davíð í Sól að nú hefði hann betrumbætt kólað, og Davíð trúði.

En útkoman var ódrekkandi,.

Kokteill Guðlaugar þegar hann svívirti þann hluta flokksins sem er á móti þessum orkupakka, er svipaður eðlis.

Menn gera ekki svona í pólitík, ekki ef þeir eru í Sjálfstæðisflokknum.  Því þó þetta virki hjá VG, þá virkar þetta ekki gagnvart grasrót Sjálfstæðisflokksins, því hún er sjálfstæð.  Vissulega húsbóndatrygg, og seinþreytt til vandræða, en hún er sjálfstæð.

Og þú ofbýður ekki sjálfstæðu fólki, þó hundtryggir VG liðar beri bakið ef það á að hýða þá til hlýðni.  Stalínisminn bjó til svoleiðis fólk, en sjálfstæðisbaráttan ekki.

Að halda annað, er alvarlegur misskilningur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 229
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 5513
  • Frá upphafi: 1327059

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 4891
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband