Aðför að tjáningarfrelsi í lýðræðisríki.

 

Á alltaf að hafa eftirmála.

Því það er vegið að hornsteini lýðræðisins.

 

Krafa um skaðabætur er í raun kóun á vandanum, liggur við að það mætti halda að viðkomandi fjölmiðlar hefðu plottað með sýslumanninum til að bæta fjárhag blaðanna.

Krafa um brottvikningu sýslumanns á meðan embættisfærsla hans er rannsökuð er hins vegar eðlileg viðbrögð þeirra sem telja slíka aðför grafalvarlega og vilja láta rannsaka alla maðka sem liggja undir steini.

 

Á að vera krafa viðkomandi fjölmiðla.

Á að vera krafa Alþingis.

Á að vera krafa allra sem telja lýðræðið sé einnar baráttu virði.

 

Það er ekki nóg að benda á hversu fáránlegur úrskurður sýslumannsins var, og halda að sá fáránleiki stafaði af heimskunni einni saman.

Sýslumaðurinn er flokkskipaður flokksþjónn, áður notaður í skítverka í þágu hagsmuna.

 

Látum við hann komast upp með þetta.

Eða stöðvum við þetta.

 

Meir að segja Hamlet hefði vitað svarið.

Hann hefði ekki séð efann.

Kveðja að austan.


mbl.is Íhuga að höfða skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja??

 

Hvernig er hægt að treysta fólki til að dæma eftir lögum, sem hefur ekki þroska til að afþakka skipun sína, þegar ljóst er að lögbrot voru forsenda hennar.

Hvað skuld þarf það að gjalda, eða hverju kostaði það til?

 

Alþingi heykist á að láta rannsaka ósvinnuna.

En almenningur lætur ekki bjóða sér hana.

 

Núna reynir á Hæstarétt, hvort Landsdómur sé Flokksdómur, eða sjálfstætt dómsstig.

Sem dæmir eftir lögum og reglum.

Hvort þjóðin sé loks orðin sjálfstæð.

 

Að eðlilegar leikreglur séu virtar.

Að stjórnmálamenn komist ekki upp með að fara út fyrir valdsvið sitt.

Hvort við séum á 21. öldinni eða upphafi þeirra 20.

 

Kemur í ljós.

En munum að staðfastir einstaklingar felldu síðustu ríkisstjórn.

 

Fólk sem lét ekki bjóða sér hvað sem er.

Kveðja að austan.


mbl.is Krafa um að Landsréttardómari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump gat vísað í hundinn sinn.

 

Og þá hefði farsinn verið fullkominn.

 

En hundur kann ekki að skrifa minnisblað þó tryggðin gagnvart húsbóndanum er hafin yfir allan vafa.

Hundstryggð hinna svokölluðu stuðningsmanna forsetans er hins vegar fallvaltari, getur horfið eins og döggin með dagsbirtunni.  Það vissi til dæmis Stalín, þess vegna hélt hann mönnum á tánum með aftökusveitinni.

Eitthvað sem Trump ræður ekki yfir ennþá, þó þekkt ferli fasismans segi að svo verði.

Sbr. að fyrst ná menn völdum með lygum og lýðskrumi, síðan eyðileggja þeir stofnanir lýðræðisins, taka sér loks alræðisvald.  Einhvers staðar á því stigi koma aftökusveitirnar til sögunnar.

 

Annars er ljótt að gera grín að hundstryggð og hundseðli þeirra sem éta bullið upp eftir bullukolli, og gera það að sínu.  Og ögurstund bandarísks lýðræðis er svo sem ekki eitthvað sem maður hefur í flimtingum.

Líklegast ætti maður að líta sér nær og muna að allt svona óeðli á sér upphaf, og síðan sín fyrstu spor.

 

Eiga þeir það ekki sameiginlegt, Trump, Ergodan og Pútín að vega að fjölmiðlum, reyna að þagga niður óæskilega umræðu, sem og að sjá til þess að stofnanir ríkisins hlýði sér, en ekki lögum.

Komnir vissulega mislangt í því ferli, Ergodan sínu lengst, Trump sínu skemmst.

 

Og ennþá skemur eru hægriöfgarnar komnir áleiðis hér á landi.

Líklegast vegna þess að þeim vantar sinn sterka mann.

En þeir nýta sér kerfið til að þagga niður í óæskilegri umræðu fyrir kosningar, þvert á lög landsins, og komast upp með það.  Eða er búið að hneppa sýslumanninn í varðhald fyrir aðför hans að tjáningarfrelsinu?

Og dómsmálaráðherra situr ennþá.  Dæmd manneskja eftir aðför sína að Landsdómi.  Kemst upp með pólitískar ofsóknir, lygar og geðþóttaákvarðanir.

Í skjóli Alþingis, í skjóli samtryggingarinnar, í skjóli gjörspillingarinnar.

 

Ekki saman að jafna segja hinir hrekklausu sem ekkert sjá.

En það er álíka gáfulegt eins og taka nýfæddan kettling, og segja að hann geti ekki verið af kattarkyni því hann er svo lítill miðað við fullvaxinn kött.

Horfa framhjá því að allt á sitt upphaf, sín fyrstu skref, og svo önnur, og svo önnur. Þar til það er það sem það er, hvort sem það er alræði einræðisherra, fasisma eða kommúnista.

 

Trump er engin Erdogan, en líkindin milli fyrstu valdaára þeirra eru óhugnanleg.  Það er þegar búið er að sía út frávik sem stafa af gjörólíkum þjóðfélögum, menningu og lýðræðishefð.

Og þeir sem þekkja vel til sögu Mússólíni, vita að hann byrjaði á svona smá böggi, og komst upp með það.

Þagga niður umræðu, vega að dómstólum.

 

Og það er erfiðast að komast upp með fyrstu skrefin, þá er viðnámsþróttur lýðræðisins mestur. 

Ef það tekst, þá eykst böggið með veldisstuðli, missterkum eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Hægriöfgarnir eru bara að æfa sig hér, sjá hvað þeir komast upp með áður en þeir vega að alvöru að lýðræðinu.

Sem þeir gera þegar sterki maðurinn stígur fram.

Þá og þegar.

 

En sem betur fer stórt EF, því hann er ekki beint í sjónmáli.

Smá heppni, sem í raun getur bjargað lýðræðinu okkar.

 

En það afsakar okkur ekki samt að standa ekki vörð um það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump segir sakleysi sitt sannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið, það er ég.

 

En er það svo??

Bandaríkin Ameríka voru jú stofnuð gegn þessari hugmynd um ríkisvaldið, að það kristallaðist í einni manneskju.

Og stjórnarskrá Bandaríkjanna er hörð á að svo sé ekki.

Svo fróðlegir tímar eru framundan í Bandaríkjunum.

Er Trump ríkið, eða tilheyrir það ennþá þjóðinni.

 

Á Íslandi búum við hinsvegar við annarskonar Trumpisma, og höfum gert í töluverðan tíma.

Hér er Flokkur sem fullyrðir, að hann sé ríkið.

Og megi allt.

 

Brjóta lög við skipan dómara.

Panta lögbann til að þagga niður óæskilega umræðu um forystumenn flokksins.

Ástunda pólitískar ofsóknir í stöðuveitingum.

Svo eitthvað sé nefnt.

 

Og merkilega nokk þá virðist Flokkurinn bara komast upp með þetta.

Fylgið að vísu dalar, og dalar, og er í raun í útrýmingarhættu því það hefur ekki tekist að uppfæra kjósendur flokksins í takt við nýja tíma og þeim fækkar því ört vegna lýðfræðilegra ástæðna.

En Flokkurinn er alltaf við völd.

Og alltaf finnst fólki á þingi sem bakkar hann upp.

 

Merkilegur andskoti.

Hinn íslenski Trumpismi stendur traustum fótum í valdakerfi þjóðarinnar.

Og miklu líklegra að Trump falli á undan honum.

 

Því lýðræðið og stofnanir þess eiga sér sterkar rætur í bandarísku þjóðarsálinni.

Þar bakka menn það upp, en samþykkja ekki þegjandi eins og hér á Íslandi.

Sýslumaðurinn í Reykjavík mun halda áfram að vera pöntunarstjóri fyrir Flokkinn.

Ráðherrar Flokksins munu halda áfram að komast upp með geðþótta sinn.

 

Sumt er eins og það er.

Þó enginn skilji af hverju.

 

Svoleiðis er það bara.

Kveðja að austan.


mbl.is Vara Trump við að feta í fótspor Nixons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöggun án ábyrgðar.

 

Er þegar valdaklíka getur beitt fyrir sig valdboði til að þagga niður óæskilega umfjöllun fjölmiðla um gjörðir sínar, fjármál, spillingu eða annað sem þolir lítt dagsljós.

Og enginn svarar til saka þegar dómstólar grípa inní og dæma valdboðið ólöglegt.

 

Þá verður þetta bara gert aftur og aftur.

Og svo aftur.

Og aftur.

Því ekki skortir þjóna Flokksins í réttarkerfinu.

 

Sættum við okkur við þetta??

Ætlum við að þegja??

 

Eða látum við þjónana sæta ábyrgð?

Það er spurningin.

 

Og henni þarf að svara.

Kveðja að austan.

 

 


Tökum Sjálfstæðisflokkinn á orðinu.

 

Það hefur ekki farið framhjá neinum að varnir Valhallar í Sigríðarmálinu hefur falist í að mála mynd af einhverri voðalegri klíku, sem kallast dómaraklíkan.

Og þó restin að þjóðinni viti að 98% þessara voðalegu manna eigi frama sinn að þakka að þeir eru sjálfstæðismenn, reyndar misstarfandi og misvirkir, en sjálfstæðismenn eigi að síður.

Hin 2% eru svo frímúrarar, ekki að aðeins 2 % dómara séu frímúrarar, heldur eru þessi 2% bara frímúrarar.

 

Lögbannið á umfjöllun Stundarinnar á fjármálaspillingu forystu Sjálfstæðisflokksins, var annars vegar vinargreiði hjá kjötkötlum Glitnis, sem og þegnskylda flokkshests, sem bar í augnablikinu titilinn, Sýslumaðurinn í Reykjavík.

Eingin Stalínismi, aðeins flokkshollusta og flokksþjónusta.

 

En til að verja Sigríði, þá eru allir hinir flokkshollu  alltí einu orðnir eitthvað voðalega ljótir menn, svo jarðar við að hrekklaus flokksmaður haldi að þeir séu allir annað hvort opinberlega kommúnistar, eða að minnsta kost laumu kommar, eða til vara vara, einhverskonar sósíalistar.

Allavega ekki sjálfstæðismenn.

 

Þess vegna er lag að koma böndum á flokkshyglina.

Að dæmt sé eftir leikreglum lýðræðisins, en ekki fyrirmælum Valhallar.

 

Tökum sjálfstæðismenn á orðinu.

Endum þessi flokksafskipt í eitt skipti fyrir allt.

Þó fyrr hefði verið.

 

Látum Flokkinn ekki lengur panta dóm.

Látum Flokinn ekki lengur þagga umræðuna.

 

Flokkurinn er ekki ríkið.

Flokkurinn er ekki valdið.

 

Það er þjóðarinnar.

Og þjóðin er ríkið.

 

Eða það skyldi maður halda.

Kveðja að austan.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fólkið í landinu sem tapar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hengir hvern??

 

Er Sigríður Andersen að hluta til blóraböggull gerenda málsins.

Ekki ef svo væri þá brást hún alltaf rangt við.

En á sér kannski einhverja réttlætingu.

 

Að atvinnurekendaauðvaldið, sem blekkti og fékk fólk sem vildi breytingu á gjörspillingunni til að kjósa sig, hafi sagt hreint Nei, þegar ljóst svar að fornir fjendur í baráttu launafólks gegn ofríki og valdi fyrirtækja,  hafi verið á lista hæfnisnefndar.

Og þá hefði hið síðbúna viðhorf, um kynfæri umsækjenda, fengið vægi.

Enda ekki í eðli peningavaldsins að lúta lögum, og því ekkert athugavert við að bæta við kynfærasjónarmiðum þegar hæfni umsækjenda um Landsrétt var metin.

Og Sigríði hefði orðið það á að jánka.

 

Veikleikar þessarar kenningar er að Sigríður er ekki jánkunarmanneskja, hún til dæmis hafði þá reisn að fara gegn forystu flokksins í ICEsave málinu hinu síðara.

Og þar með eru síðpólitískar ofsóknir í anda Stalíns, en í boði Viðreisnar, ekki alveg sem hún myndi óviljug taka þátt í.

 

Eftir stendur að sjaldan hef ég lesið eins aumkunarverðan kattarþvott eins og hjá Jóni Steindóri Valdimarssyni í þessari frétt Mbl.is.

Margt má segja um Sigríði, en aldrei hefur hún verið svona aum.

Svik Viðreisnar í tryggðum er ekki henni til vansa, heldur þeirra sem baktjaldamökkuðu gegn fólki sem þess eini glæpur var að sækja um dómarastöðu hjá Landsrétti, eftir þeim lögum og reglum sem um þá umsókn gilti.

Og hvergi í þeim lögum og reglum var ákvæði um kynfæri, enda ef á annað borð á að fara að mismuna, þá má ekki gleyma þriðja kyninu, og ókyninu, sem og ópólitíska kyninu.

 

Viðreisn er nakin í þessu máli.

Reyndar ekki þingmönnum flokksins til skammar, þeir mega þó eiga að þeir hafi aldrei villt á sér heimildir, heldur fólkinu sem kaus þennan frjálshyggjuflokk atvinnurekendaauðvaldsins, og hélt að það væri að kjósa gegn auðræði auðs og auðmanna.

Með því að kjósa hinn beintengda flokk þessa sama auðs og auðmanna.

Hve heimskt getur fólk orðið, hve mikil getur smán þess verið??

 

Jú, það er hægt að bæta í með því að trúa orðum gjörspillingarinnar.

Með því að trúa þeim öflum sem þjóna auði og auðmönnum.

 

En sú trúgirni segir allt um þann sem trúir.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við treystum ráðherranum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er slúðrið að fá á sig andlit??

 

Stóðu fleiri að aðförinni að tillögu hæfnisnefndar??

Var leynimakkað gegn ákveðnum umsækjendum sem hinir hægrisinnuðu fulltrúar atvinnurekendavaldsins í Viðreisn gátu ekki sætt sig við??  Höfðu þeir staðið of fast á réttindum launafólks í ströggli sínu við atvinnurekendavaldið??

Hver sagði hvað, hver kjaftaði frá hverju??

 

Farsinn um Landsrétt ætlar að stefna út í hið óendanlega.

Ætti að verða mönnum lærdómur, hafi menn ekki lært af leyndarhyggjunni sem felldi síðustu ríkisstjórn, að hætta að slúðra, og segja rétt og skilmerkilega frá.

Það var ekkert sem bannaði Sigríði Andersen strax í upphafi að segja hverjir stæðu í vegi þess að tillaga hæfnisnefndar yrði tekin til efnislegrar umfjöllunar á Alþingi, og hvað þeir höfðu að baki sér þegar þeir settu sig uppá móti henni.  Voru þeir með nafnalista um þá 33 þingmenn sem myndu greiða atkvæði gegn henni, og þá einnig á hvaða forsendum þessir þingmenn þyrðu ekki að ræða málið opinberlega heldur vildi að um það yrði makkað í leyndarherberginu?

Og allar götur síðan, er ekkert sem bannaði henni að tjá sig í staðreyndum en ekki slúðri.  Það þarf ekki að hringja í Morgunblaðið til þess.

 

Það hefði verið fróðleg umræða að hlusta á Alþingi umræðu þar sem meintur kynjahalli væri ræddur, svona í ljósi þess að hæfnisnefnd átti að meta hæfni og fyrri störf umsækjenda, en ekki meta kynfæri þeirra. 

Það er eins og margir alþingismenn átti sig ekki á því að svona nefndir starfa eftir lögum og reglum, og þings og ráðherra að setja á blað eftir hverju á að fara.

Menn breyta fyrst lögunum ef þeir eru ósáttir við þau, en brjóta þau ekki með þeim orðum að viðkomandi sé ekki sáttur við þau.

 

Alþingi er ekki skrípastofnun þó margir þingmenn telji svo, og kappkosti við að sannfæra þjóðina um það.

Og stjórnmálamenn okkar þurfa að sætta sig við að sá tími þar sem geðþótti þeirra réði öllu er liðinn.

Fólk er búið að fá nóg af þessu, fólk vill ekki svona vinnubrögð.

 

Tími gjörspillingarinnar er liðinn.

Feisið það.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk keila Gunnars Braga

 

Að bera saman brot á jafnréttislögum sem enginn maður skilur, og aðför Sigríðar Andersen að dómskerfinu, er hugsuð til að bryggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins, að Miðflokkurinn sé tilbúinn að skríða fyrir 25% flokknum ef launin er ráðherrastóll.

 

Ómerkilegri geta stjórnmál varla orðið.

Þegar smámál eru jöfnuð við stórmál.

Að baki býr enginn siður að þekkja muninn á réttu og röngu.

Og siðleysið heldur íslenskum stjórnmálum ennþá í heljargreipum sínum.

 

Eftir áratuga afdalamennsku þar sem flokkstengsl eða vinartengsl réðu skipan dómara, með tilheyrandi ófriði og ólgu, þá náðist sátt um að koma dómaraskipan í faglegan farveg, þar sem viðmið eru þekkt, og allavega pólitísk spilling var ekki eitt af þeim, þá er það grafalvarlegt mál að rjúfa þá sátt, að kveikja aftur ófriðarbál um þann einfalda hlut að fá þokkalega hæft fólk til að dæma í málum okkar hinna.

Og jafn grafalvarlegt þó ráðherra hefði ekki tekist að brjóta lög í leiðinni.

Við þurfum sem þjóð svo mikið á friðnum að halda.

Við þurfum að segja endanlega skilið við Sturlungaöldina og losna undan geðþótta höfðingjanna.

 

Öllu alvarlegra er, eins og að grafalvarlegt sé ekki nóg, var að ráðherra laug til um skýringar sínar, hún sagðist vilja auka vægi dómarareynslu, en sú skýring stóðst ekki þegar hún skipaði mann með minni dómarareynslu en sá sem hún lét fara.

Afhjúpaði þar með geðþótta sinn, og afhjúpaði þar með að annarlegar ástæður lágu að baki.

Og í raunheimi geta þær bara verið tvennskonar.

 

Annarsvegar það sem kallast út í hinum stóra heimi pólitískar ofsóknir, það er ráðherra lét stjórnmálaskoðanir umsækjenda ráða höfnun sinni á þeim.  Og þetta hefur hún í raun staðfest þegar hún slúðrar að viðkomandi hefðu aldrei verið samþykktir af þáverandi hægri meirihluta.

Hinsvegar bein spilling, að einhver hagur, hvort sem það er bein verðmæti, vinargreiði, fyrirgreiðsla eða hver svo sem hinn meinti hagur er, hafi skipt um hendur, frá þeim sáðu þáðu ráðherraskipunina, og hennar sem veitti.

 

Hvoru tveggja er grafalvarlegt mál.

Pólitískar ofsóknir eiga ekki að líðast í lýðræðisríkjum.  Valdsmenn sem verða berir að henni, eiga tafarlaust að víkja.

Bein spilling er ekki síður alvarleg, og ekki líðandi.

 

Þriðji valkosturinn er ekki til.

Ráðherra gerir svona ekki óvart.

 

Þess vegna eru pólitískar keilur Miðflokksins svona ömurlegar.

Að valdafíknin getur ekki einu sinni hamið sig þegar grundvallarprinsipp eru í húfi.

Eins og þessu fólki sé ekkert heilagt.

Þjóðin, lýðræðið, lýðveldið; fokk jú.

 

En það er líka pólitísk keila að tala, ekki gera.

Og hver mínúta sem líður án þess að tillaga um opinbera rannsókn á geðþótta dómsmálaráðherra, til að fá skorið úr um hvort um beina spillingu sé að ræða, eða pólitískar ofsóknir, er mínúta sem eflir þær grunsemdir að það séu allir eins þarna á Alþingi.

Að þetta sé bara valdabarátta þar sem tilviljun stjórnarmyndunarviðræðnanna ráði afstöðu manna.

Að siðurinn, að þekkja muninn á réttu og röngu, sé útlægur úr sölum Alþingis.

 

Þetta er nefnilega löngu hætt að snúast um stjórnmál.

Þetta snýst um að breyta rétt.

 

Að virða þjóðina, að virða lýðræðið, að virða lýðveldið.

Annað ekki.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 26
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 1772
  • Frá upphafi: 1469923

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1510
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband