Með lögum skal land byggja??

 

Hvernig er hægt að treysta fólki til að dæma eftir lögum, sem hefur ekki þroska til að afþakka skipun sína, þegar ljóst er að lögbrot voru forsenda hennar.

Hvað skuld þarf það að gjalda, eða hverju kostaði það til?

 

Alþingi heykist á að láta rannsaka ósvinnuna.

En almenningur lætur ekki bjóða sér hana.

 

Núna reynir á Hæstarétt, hvort Landsdómur sé Flokksdómur, eða sjálfstætt dómsstig.

Sem dæmir eftir lögum og reglum.

Hvort þjóðin sé loks orðin sjálfstæð.

 

Að eðlilegar leikreglur séu virtar.

Að stjórnmálamenn komist ekki upp með að fara út fyrir valdsvið sitt.

Hvort við séum á 21. öldinni eða upphafi þeirra 20.

 

Kemur í ljós.

En munum að staðfastir einstaklingar felldu síðustu ríkisstjórn.

 

Fólk sem lét ekki bjóða sér hvað sem er.

Kveðja að austan.


mbl.is Krafa um að Landsréttardómari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump gat vísað í hundinn sinn.

 

Og þá hefði farsinn verið fullkominn.

 

En hundur kann ekki að skrifa minnisblað þó tryggðin gagnvart húsbóndanum er hafin yfir allan vafa.

Hundstryggð hinna svokölluðu stuðningsmanna forsetans er hins vegar fallvaltari, getur horfið eins og döggin með dagsbirtunni.  Það vissi til dæmis Stalín, þess vegna hélt hann mönnum á tánum með aftökusveitinni.

Eitthvað sem Trump ræður ekki yfir ennþá, þó þekkt ferli fasismans segi að svo verði.

Sbr. að fyrst ná menn völdum með lygum og lýðskrumi, síðan eyðileggja þeir stofnanir lýðræðisins, taka sér loks alræðisvald.  Einhvers staðar á því stigi koma aftökusveitirnar til sögunnar.

 

Annars er ljótt að gera grín að hundstryggð og hundseðli þeirra sem éta bullið upp eftir bullukolli, og gera það að sínu.  Og ögurstund bandarísks lýðræðis er svo sem ekki eitthvað sem maður hefur í flimtingum.

Líklegast ætti maður að líta sér nær og muna að allt svona óeðli á sér upphaf, og síðan sín fyrstu spor.

 

Eiga þeir það ekki sameiginlegt, Trump, Ergodan og Pútín að vega að fjölmiðlum, reyna að þagga niður óæskilega umræðu, sem og að sjá til þess að stofnanir ríkisins hlýði sér, en ekki lögum.

Komnir vissulega mislangt í því ferli, Ergodan sínu lengst, Trump sínu skemmst.

 

Og ennþá skemur eru hægriöfgarnar komnir áleiðis hér á landi.

Líklegast vegna þess að þeim vantar sinn sterka mann.

En þeir nýta sér kerfið til að þagga niður í óæskilegri umræðu fyrir kosningar, þvert á lög landsins, og komast upp með það.  Eða er búið að hneppa sýslumanninn í varðhald fyrir aðför hans að tjáningarfrelsinu?

Og dómsmálaráðherra situr ennþá.  Dæmd manneskja eftir aðför sína að Landsdómi.  Kemst upp með pólitískar ofsóknir, lygar og geðþóttaákvarðanir.

Í skjóli Alþingis, í skjóli samtryggingarinnar, í skjóli gjörspillingarinnar.

 

Ekki saman að jafna segja hinir hrekklausu sem ekkert sjá.

En það er álíka gáfulegt eins og taka nýfæddan kettling, og segja að hann geti ekki verið af kattarkyni því hann er svo lítill miðað við fullvaxinn kött.

Horfa framhjá því að allt á sitt upphaf, sín fyrstu skref, og svo önnur, og svo önnur. Þar til það er það sem það er, hvort sem það er alræði einræðisherra, fasisma eða kommúnista.

 

Trump er engin Erdogan, en líkindin milli fyrstu valdaára þeirra eru óhugnanleg.  Það er þegar búið er að sía út frávik sem stafa af gjörólíkum þjóðfélögum, menningu og lýðræðishefð.

Og þeir sem þekkja vel til sögu Mússólíni, vita að hann byrjaði á svona smá böggi, og komst upp með það.

Þagga niður umræðu, vega að dómstólum.

 

Og það er erfiðast að komast upp með fyrstu skrefin, þá er viðnámsþróttur lýðræðisins mestur. 

Ef það tekst, þá eykst böggið með veldisstuðli, missterkum eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Hægriöfgarnir eru bara að æfa sig hér, sjá hvað þeir komast upp með áður en þeir vega að alvöru að lýðræðinu.

Sem þeir gera þegar sterki maðurinn stígur fram.

Þá og þegar.

 

En sem betur fer stórt EF, því hann er ekki beint í sjónmáli.

Smá heppni, sem í raun getur bjargað lýðræðinu okkar.

 

En það afsakar okkur ekki samt að standa ekki vörð um það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump segir sakleysi sitt sannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 1536
  • Frá upphafi: 1321544

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1309
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband