Hvert sem lögbrot ráðherra er.

 

Hvernig sem hann hefur logið að Alþingi, hvort sem þeir þingmenn sem vitnuðu í upplogin rök hans, trúðu þeim eða ekki, þá standa ólögin, ef ráðherraræðið hefur knúið Alþingi til að samþykkja gjörræði hans og geðþótta.

Er efnislegt andsvar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar Jón Þór Ólafsson hefur áhyggjur af réttarfarslegri óvissu.

 

Sigríði er reyndar vorkunn.

Vissulega er málsvörn hennar þekkt, minnisstæð er ræða ríkissaksóknara Þýskalands við réttarhöldin yfir Sophie Scholl og félögum hennar í Hvítu rósinni í myndinni "Sophie Scholl: Síðustu dagarnir", hann svaraði siðferðislegum rökum Soffíar einmitt með að vísa í að svona væru lög ríkisins.  Og þó ljótt sé frá því að segja þá er mikið til í því að réttarmorð hafi verið framin við Nurnberg, því þeir sem dæmdir voru, fóru eftir settum lögum Þýskalands.

Lagatextinn um útrýmingu gyðinga var til dæmis mjög skýr.

En gjörðirnar samt taldar varða við önnur lög, bæði skráð og óskráð.

 

Það er nefnilega ekki þannig að rangindi og valdníðsla varði við lög, svona ekki per se, en í lýðræðisríkjum þá stangast slíkt alltaf við heildarmyndina.

Og á það mun reyna.

En á meðan skálkaskjólið virkar, þá er ekki hægt að ætlast til að brotamanneskjan játi afleiðingar gjörða sinna.

 

Til hvers er þá þessi fyrirspurn?'

Hvaða tilgangi þjónar svona máttlaust mjálm og væl.

 

Af hverju hefur þingmaðurinn, sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn, ekki þann manndóm og döngun að krefja ráðherra um afsögn sína.

Vísandi í lögbrot hennar, beina lygi gagnvart þingi, og sannarlegan geðþótta sem mun kosta skattgreiðendur mikla fjármuni.

Að ekki sé minnst á skaðann gagnvart Landsdómi.

 

Hvað myndi innbrotsþjófurinn, sem staðinn er að verki, segja ef það eina sem löggan segði, "átt þú að vera hérna vinur??".

Og ef hann segði; "Uh, nei líklegast ekki". Og þá yrði honum sleppt vegna þess að hann átti ekki að vera í peningageymslunni sem hann braut upp.

Vissulega yrði hann frelsinu feginn, en hann væri ekki mannlegur ef hann myndi ekki tauta á útleiðinni, "hvurslags algjörir fávitar fá vinnu í löggunni nú til dags?".

 

Sama og ég hugsa þegar ég hlusta á fréttir frá Alþingi í dag.

Nema ég reyndar spái aðeins í hvert er gjald samtryggingarinnar??

 

Hvað kostar hin raunverulega þögn??

Kveðja að austan.


mbl.is „Mjög alvarleg réttaróvissa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófraun Landsdóms.

 

Er hvort hinir flokksskipuðu dómarar víki.

Að þeir viðurkenni að Sigurður Líndal kenndi þeim ekki að hæfni fólks til starfa innan lögfræðistéttarinnar færi eftir fjölskyldutengslum, vinartengslum eða flokkstengslum.

Þó það hafi verið, þá var sá raunveruleiki ekki kenndur í Almennri lögfræði.

 

Með því að víkja, þá viðurkenna þeir að þeir hafi lært lögfræði, og hafi á allan hátt verið hæf til að taka sæti í Landsdómi, enda hefðu þau ekki sótt um starf dómara ef svo hefði ekki verið.

Þau viðurkenna að þau kunni lögfræði, og að það hafi verið rangt hjá þeim að þröngva sig fram yfir aðra umsækjendur á grundvelli hins dulda mats, sem skoðar fjölskyldutengsl, vinartengsl og flokkstengsl.

Að hið dulda mat gjörspillingarinnar sé ráðherrans, ekki þeirra.

 

En ef ekki, þá er ljóst að Michael Corleone, sá alræmdi mafíubossi kvikmyndanna, að hann hefði verið stoltur af þeim.

Og sjálfsagt Sjálfstæðisflokkurinn líka, enda hafa mál þannig æxlast á síðustu árum, að gjörspilling og vinarhygli eiga sér eitt samheiti, sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokkurinn.  Enda dalar fygli flokksins stöðugt á milli kosninga, og vegna hins óverjanlega stuðnings við Sigríði Andersen, þá mun þjóðin upplifa það uppgjör sem Ítalir upplifðu fyrir nokkrum áratugum, þegar gjörspilltir stjórnmálaflokkar voru lagðir niður.

 

En það er það sem mun gerast.

En hvað margir kjósa að sökkva með, mun morgundagurinn kveða úr um.

 

Því ef hinir flokksskipuðu dómarar sjá ekki sóma sinn og æru í að víkja, að þá er næsta skref ekki hinn endanlegi dómur Hæstaréttar sem mun dæma bæði Flokkinn og flokksdómarna í skóggang útlegðar hinna gjörspilltu, heldur að ærlegir dómarar Landsdóms munu rísa upp.

Og víkja úr dómnum því þeir sitja ekki meðal dómara sem eru rúnir æru og trausti.

Því það er í eðli fólks að vilja fljóta en ekki sökkva, þó myndin um Titanic hafi reynt að telja fólki trú um annað.

 

Eftir mun standa strípaður ráðherra, og ríkisstjórn sem þekkti ekki sinn vitjunartíma.

Í þeirri stöðu verður eina ráð Katrínar Jakobsdóttir að slíta samstarfi sínu við gjörspillinguna, og ákalla aðra þingflokka Alþingis um þjóðstjórn.

Það er ítalska leiðin, hingað og ekki lengra.

 

Til þess mun ekki koma.

Því Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki fremja sitt hari kari.

Hann á að gæta hagsmuna og gerir það ekki ef hann ver hið óverjanlega.

 

Þess vegna munu hinir flokksskipuðu dómarar víkja.

Flokkurinn mun ekki eiga náð sína undir Hæstarétti.

 

Sigríði verður fórnað.

Kveðja að austan.

 

PS. En ef svo verður ekki því offjölgun barna í íslenskum stjórnmálum er faktur og því erfitt að spá í stöðu ef forsenda spádómsins er vit og þroski, þá náttúrulega, verður áfram herjað.

Og vörn flokksins sem hefur það að sérstöku metnaðarmáli að vera stimplaður gjörspilltur, hún mun ekki endast í 5 mánuði eins og þegar faðirinn lét ekki þagga niður í sér síðasta sumar.  Vörnin mun ekki duga 5 vikur, hans eina von er hvort undangengin orrahríð hafi komið formanni flokksins til þess þroska, að hann átti sig á að manndómur er ein af ættarfylgjum hans, en silfurskeiðin ekki.


mbl.is Krafan tekin fyrir í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að tjáningarfrelsi í lýðræðisríki.

 

Á alltaf að hafa eftirmála.

Því það er vegið að hornsteini lýðræðisins.

 

Krafa um skaðabætur er í raun kóun á vandanum, liggur við að það mætti halda að viðkomandi fjölmiðlar hefðu plottað með sýslumanninum til að bæta fjárhag blaðanna.

Krafa um brottvikningu sýslumanns á meðan embættisfærsla hans er rannsökuð er hins vegar eðlileg viðbrögð þeirra sem telja slíka aðför grafalvarlega og vilja láta rannsaka alla maðka sem liggja undir steini.

 

Á að vera krafa viðkomandi fjölmiðla.

Á að vera krafa Alþingis.

Á að vera krafa allra sem telja lýðræðið sé einnar baráttu virði.

 

Það er ekki nóg að benda á hversu fáránlegur úrskurður sýslumannsins var, og halda að sá fáránleiki stafaði af heimskunni einni saman.

Sýslumaðurinn er flokkskipaður flokksþjónn, áður notaður í skítverka í þágu hagsmuna.

 

Látum við hann komast upp með þetta.

Eða stöðvum við þetta.

 

Meir að segja Hamlet hefði vitað svarið.

Hann hefði ekki séð efann.

Kveðja að austan.


mbl.is Íhuga að höfða skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 404
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 569
  • Frá upphafi: 1320412

Annað

  • Innlit í dag: 363
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband