Landsbyggðarböggið.

 

Margir í 101 Reykjavík telja að fyrst að íbúafjöldi landsbyggðarinnar myndi rúmast í tveimur  þremur póstnúmer í Reykjavík, að þá liggi það í hlutarins eðli að flatarmálið geri það líka.

Þess vegna ætlar til dæmis ein mannvitsbrekkan ekki að halda akstursdagbók þegar hann rúntar um borgina.

Og er það vel, og lofsvert, en mikið vit og innsæi á aðstæðum hinna dreifðu byggða þarf til að setja það lofsverða framtak í samhengi við þingmenn sem eru svo stórskrýtnir að láta sjá sig í kjördæmum sínum á öðrum tímum en fyrir prófkjör og kosningar.

 

En allar mannvitsbrekkurnar sameinast í fordæmingunni á akstur Ásmundar.

Enginn getur bent á misferli eða annað svínarí en það að fyrst hann sé svona stórskrýtinn hlýtur að vera ákaflega grunsamlegt.

Núna á þessum tímum þegar allir eiga að vera eins, enginn má vera öðruvísi.

Og engin spyr, hver er heildarkostnaðurinn við þingmenn landsbyggðarinnar, þegar búsetukostnað er bætt við aksturinn??

Hvert er heildarsamhengið?

Enda slíkt óþarfi þegar hægt er að ná böggi á þetta pakk þarna út á landi.

 

En ég ætla bara að segja eitt.

Ásmundur á að fá orðu fyrir elju og dugnað.

Það vita allir sem reynt hafa á sínu skinni hve það er mikilvægt að þingmenn rækti tengsl við kjósendur sína út i hinum dreifðum byggðum.

Þó við myndum stóra heild, þá erum við hvert fyrir sig svo smá og fámenn, að valdið, skrifræðisvaldið og skoðanamyndunarvaldið telja okkur eiga ekkert annað skilið en að framleiða útflutningstekjurnar og borga skattana okkar.

Að biðja um eitthvað á móti er frekja og tilætlunarsemi.

 

Þá er góður þingmaður þyngdar sinnar virði í gulli, jafnvel þó hann sé jafnþungur og Ásmundur Friðriksson.

Og þeir mættu vera fleiri.

Kveðja að austan.


mbl.is „Góða fólkið er bókstaflega að ærast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband