Lágstéttin kom Trump til valda.

 

Hann launaði henni greiðann með því að gera þá ríku ennþá ríkari.

Samkvæmt mottóinu, að þegar þú átt ekki aura þinna tal og allar hirslur erlendis eru fullar, þá gætir þú alveg ráðið innlenda í vinnu.

Sérstakleg þegar þú ert búinn að taka af þeim sjúkratrygginguna, afnema lágmarkslaun og gera þá á allan hátt samkeppnisfæra við þrælavinnuafl global hagkerfisins.

 

Hvort þessi forsenda Trump gangi upp, að molarnir skríði um fátækrabælin á eftir að koma í ljós.

Hann allavega stóð við loforð sitt að lækka skatta hinna ríku, og hann stóð við loforð sitt að svipta fátæklinga heilbrigðisþjónustu.

Það er ekki svo að hann logið sig til valda.  Hann laug vissulega öllu mögulegu en það sem hann sagði konkret hefur hann reynt að efna.

 

Vandinn er bara að það er bein fylgni milli samþjöppunar auðs og aukinnar fátæktar, því auður sem slíkur er takmörkuð auðlind, og því færri sem eiga hann, því fleiri eiga hann ekki.  Og auður hinna Örfáu hefur þá tilhneigingu að leita þangað þar sem mesta skammtímagróðann er að hafa.

Og til hvers að nota innlenda þræla þegar þeir erlendu eru ódýrari??

Sem er líklegast skýring þess að þegar fjöldinn fékk vægi, þá var það hans fyrsta verk að afnema þrælahald, og byggja þess í stað upp samfélag sem byggðist á velmegun og velferð.

 

En það var þá, síðan hefur margur dropinn fallið til sjávar.

Auðurinn snérist til varnar, gerði bandalag við andskotann og síðan á níunda áratug síðustu aldar hafa kostaðir stjórnmálamenn undir merkjum frjálshyggjunnar markvisst unnið að auknu frelsi auðsins á kostnað fjöldans.

Globalvæðingin er bein afleiðing þess.

Globalvæðing er fínt orð yfir nútímaþrælahald, í engu siðlegra en gamla þrælahaldið kennt við Rómverja.

Og globalvæðingin étur upp velmegun og velferð fjöldans.

 

Vörn lágstéttarinnar hefur brotist fram í þeirri tilhneigingu að kjósa þjóðernissinna, það er flokka eða stjórnmálamenn sem á einn eða annan hátt segjast andvígir globalvæðingunni, og vilja það sem kalla má, framleiðsluna heim.

Aðeins í Bandaríkjunum hefur henni tekist að koma slíkum stjórnmálamanni til valda.

Auðkýfingi vissulega, lýðskrumara vissulega, fasista vissulega.

En fyrst og fremst andófsmanni gegn kerfinu, gegn elítunni.

 

Þess vegna er svo fróðlegt að fylgjast með þróuninni í Bandaríkjunum.

Það er allavega ljóst að Trump er að reyna að framkvæma þá stefnu sem hann boðaði en árangurinn er undir öflum sem hann hefur enga stjórn á.

Hvernig bregðast stórfyrirtækin við ákalli hans um að koma heim með framleiðslu sína, og á hvaða kjörum fyrir verkafólk verður það gert??

Mun auðstéttin nýta skattaafslætti sína innan hagkerfisins, eða safna bara auðnum í sjóði??

Skynjar hún alvörun að baki ákalls Trumps, að þetta sé hennar síðasta tækifæri áður en kutar verða brýndir?

Því Trump vakti upp vonir og væntingar um betri tíð, og sagan kennir að þegar slíkar vonir bregðast, að þá rumskar fjöldinn.

Og eitt sem öruggt er að hann mun ekki kjósa auðkýfing næst til að vega kerfið.

 

Og bandaríkjamenn hafa áður bylt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skattabreytingar skiluðu Buffett 29 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 3852
  • Frá upphafi: 1329383

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 3378
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband