Aðför að tjáningarfrelsi í lýðræðisríki.

 

Á alltaf að hafa eftirmála.

Því það er vegið að hornsteini lýðræðisins.

 

Krafa um skaðabætur er í raun kóun á vandanum, liggur við að það mætti halda að viðkomandi fjölmiðlar hefðu plottað með sýslumanninum til að bæta fjárhag blaðanna.

Krafa um brottvikningu sýslumanns á meðan embættisfærsla hans er rannsökuð er hins vegar eðlileg viðbrögð þeirra sem telja slíka aðför grafalvarlega og vilja láta rannsaka alla maðka sem liggja undir steini.

 

Á að vera krafa viðkomandi fjölmiðla.

Á að vera krafa Alþingis.

Á að vera krafa allra sem telja lýðræðið sé einnar baráttu virði.

 

Það er ekki nóg að benda á hversu fáránlegur úrskurður sýslumannsins var, og halda að sá fáránleiki stafaði af heimskunni einni saman.

Sýslumaðurinn er flokkskipaður flokksþjónn, áður notaður í skítverka í þágu hagsmuna.

 

Látum við hann komast upp með þetta.

Eða stöðvum við þetta.

 

Meir að segja Hamlet hefði vitað svarið.

Hann hefði ekki séð efann.

Kveðja að austan.


mbl.is Íhuga að höfða skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er eitt sem vantar algjörlega í þessa umræðu og aldrei er talað um EN ÞAÐ ER AÐ VIÐKOMANDI GÖGN VORU FENGIN MEÐ ÓLÖGLEGUM HÆTTI.  ER EKKI FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ RANNSAKA ÞAÐ EÐA VÆRI ÞAÐ BROT Á LÝÐRÆÐINU??????

Jóhann Elíasson, 5.2.2018 kl. 13:32

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Nú virðist orðið löglegt að stela og höndla með þýfi.

Hörður Einarsson, 5.2.2018 kl. 14:46

3 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Jóhann Stýrimaður og Hörður Einarsson !

Viljið þið ekki aðeins; rifja upp fyrir sjálfum ykkur / sem og öðrum samborgurum í þessu landi, víð- kunnar gripdeildir Engeyinganna í gegnum tíðina, sem Stundar fólk og þau Jóhannes Kr. Kristjánsson eru þó að reyna, að fletta ofan af, áður en þið sakið tiltekna fjölmiðlamenn um ''gripdeildir'', piltar ?

Þó svo - Stundin sé nú svolítið rög við, (auk allt of margra annarra collega sinna) að fletta ofan af Mafíu deildum Bankanna og Lífeyrissjóða kerfisins hér á landi, reyndar ?

Mörg umdeilanlegustu ríkjanna, á Suðurhveli hnattarins, eru alla vegana snyrtilegri umhorfs, en hið íslenzka í dag, ágætu drengir !!!

Tek að öðru leyti undir: með Ómari síðuhafa, þó svo hann sé óþarflega kurteis í orðavali, sem þeirra margra ágætra Austfirðinga er háttur svo sem, alla jafna, þó tilefnin gefist oft - til annarrs, sbr.gagnvart Reykvíkinga (og nágranna þeirra) Sýslumanninum, Þórólfi Halldórsyni, t.d.

Með beztu kveðjum: sem ávallt, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 15:39

4 identicon

Áttu við í inngangsorðum

Á alltaf að hafa eftirmál?

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 15:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Byrja á öfugum enda.

Björn, þú veist að þú þarft aðeins fyrsta og síðasta stafinn í heilli málsgrein til að lesa hana rétt.  Það er ef þú ert læs.

Og þar með áttir þú að vita að hin töluðu orð hugans, sem seinir og stirði puttar handarinnar reyna að fylgja eftir, að þau voru ekki öll slegin inn.

Og orðið "eftir" hafi vantað.

En þér til huggunar þá náði ég bæði að gera eggjasalatið fyrir son minn, sem og að mæta næstum því á réttum tíma til hnykkjarans, vel gert á þeim 15 mínútum sem ég hafði til ráðstöfunar, það er að hugsa pistilinn, skella honum inn, slökkva á eldavélinni og kæla eggin, klára pistilinn, og gera eggjasalatið.  En ég hafði því miður ekki tíma til að lesa pistilinn yfir, og hef ekki enn, því ég klára athugasemdarkerfið fyrst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 16:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Eiginlega held ég að það sé ekki issjú í þessu dæmi, og ætti ekki að koma í veg fyrir að þú tækir efnislega afstöðu til þess sem ég er að segja.

Og mundu, að þegar þú varst ungur, þá stóð Sjálfstæðisflokkurinn vörð um lýðræðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 16:36

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Eiginlega verð ég að segja að þú ættir að kæra þau lög, sem og að láta vita hvar það er gert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 16:36

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Flest af því sem þú segir snýr að öðrum en mér.

En takk fyrir að taka eftir kurteisi Austfirðinga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 16:37

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er það "ISSUE" í þessu tilfelli að gögnin eru stolin.  HVENÆR ER ÞAÐ EKKI GLÆPUR AÐ STELA OG HVENÆR EKKI??

Jóhann Elíasson, 5.2.2018 kl. 16:41

10 identicon

Sælir - á ný !

Jóhann Stýrimaður !

Gögnin: eru ekki stolin / heldur:: og miklu fremur tekin til láns, í því augnamiði að fletta ofan af mestu þjófa ætt, sem hér hefur ráðið ríkjum (að Sturlungaöld meðtalinni) sem eru títtnefndir Engeyingar, og er þá all mikið sagt.

Hvað - rekur þig til þess Jóhann minn, að bera í bætifláka fyrir þetta lið, sem fær að sprikla í skjóli : alþingis / stjórnarráðs og sirkuss trúðsins suður á Bessastöðum (Guðna Th. Jóhannessonar) ?

Gegnumrotið forað (Ísland): þar sem þjófaflokkar embættis- og stjórnmálamanna og annarrs fjárplógs lýðs, kafa dýpra og dýpra, ofan í okkar vasa og annarra samlanda:: ÓÁREITTIR enn,, Jóhann Stýrimaður !

Hversu lengi enn - skyldum við umbera þetta ástand, án átaka, fornvinur góður ?

Með þeim sömu kveðjum: sem seinustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 17:06

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann og Hörður, þegar tekið er afrit af einhverju en frumritið skilið eftir á sínum stað, hefur engu verið stolið. Hitt er svo annað hvort afritunin er heimil.

Jóhann, þú spyrð hvort það þurfi ekki að rannsaka lekann? Það gerði einmitt héraðssaksóknari og ákvað að lokum að fella málið niður vegna sönnunarskorts.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2018 kl. 17:12

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Jóhann, sagði Nixon það ekki líka??

En sú röksemd hans hélt ekki lengi.

Og er að mig minnir geirnegld í lögum vestrænna ríkja, að tilurð gagna sem fjölmiðlar nota í fréttaflutningi sínum, er ekki álitaefni hvort það eigi að stöðva umfjöllun þeirra eður ei.

Hins vegar þeir sem leka eða stela, þeir eru mis varðir. 

En aftur minnir mig að réttarumræðan sé á vegu að lögin eigi að vernda þá sem leka.

Því að baki gjörspillingu, fjármálaspillingu, fjárglæpi eða annað misfagurt er saklaust fólk sem þarf að sinna vinnu sinni, eða hljóta kárínur valdsins ella.  Hvort sem það er stjórnmálalegt vald, fjármálavald eða hreinræktað glæpavald, þó skilin þar á milli fara óðum þverrandi.

Og leki er þess eina hjálpræði að vera ærleg manneskja.

Svo eru náttúrulega allir lekarnir til að koma höggi á annað fólk, sbr. hvernig Bjarni lagði Hönnu Birnu, en það er annað mál.

En eftir stendur að leki er ein af vörnum lýðræðisins gegn myrkraverkum valdsins sem þolir ekki dagsljósið.

Og er því ekki issjú í þessu máli, hvað þá þessum pistli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 17:22

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þó þú sért svona lítt að spjalla við mig, enda lítt ósáttur við málflutning minn, þá má halda því til haga, að í árdaga ykkar Jóhanns þá var Sjálfstæðisflokkurinn borgarlegur íhaldsflokkur, sem vissulega gætti hagsmuna borgarastéttarinnar, en virti sið og reglur.

Þú ættir ekki þessa umræðu við Jóhann ef Bjarni Ben eldri væri við stjórnvölinn.

Ekki að þetta hafi ekki getað gerst þá, þá voru hreinlega aðrir tímar.

En þá fóru menn ekki gegn lögum, og menn héldu sig við staðreyndir í málsvörn sinni, eða sóknaratlögum gegn andstæðingum sínum.

Þá höfðu orðin æra og sómi ennþá sína merkingu.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 17:28

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir athugasemd þína Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 17:28

15 identicon

Sælir - enn !

Ómar síðuhafi !

Um leið: og ég vildi þakka Guðmundi Ásgeirssyni (gömlum liðsmanni Austurvalla funda: Reykvízkra) hans þarfa innslag, vil ég árétta, að ekki í neinu hugðizt ég hunza þig Ómar minn, þó svo ég sendi þeim Jóhanni fornvini mínum Stýrimanni / sem og Herði Einarssyni sneiðarnar, hér:: að ofan.

Hingað til - hafði ég alla vegana talið Jóhann til minna samherja, t.d., í viðureign minni við Djöfla flóra Lífeyrissjóða Mafíunnar, m.a.

Og vona svo sannarlega: að Jóhann hafi ekki farið mjög langt, út af því spori, sá ágæti drengur.

Ómar !

Svona - þér að segja, er við Forynju viðbjóð að etja, þar sem Skrímslasveitir Reykvízku þjófagengjanna eru / burt séð frá tíma Bjarna Benediktssonar eldra, hvað þá nafna hans og frænda, þess yngra, í okkar samtíma.

Hinar sömu kveðjur: sem síðustu, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 17:41

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það hvarflaði ekki að mér í einu mínútu að þú væri að hundsa mig, þú varst einfaldlega að takast á við annað en mín skrif.

Formáli minn var aðeins afsökunarbeiðni að ég skyldi blanda mér í umræðuna, þó aðeins væri til að þakka fyrir mig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 18:11

17 identicon

Ég hef meiri áhyggjur af því að fjölmiðlar virðist eiga meiga gera hvað sem þeir vilja án allrar ábyrgðar, þarnar eru persónugreinanleg gögn sem er farið með og myndi ég segja að persónuverndarlög vegi hærra heldur en réttur fjölmiðla til að búa til pólitíska grein um aðila til að hafa áhrif á kosningar.

Halldór (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 18:24

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm Halldór.

Lengi má breiða yfir spillingu ráðamanna með þessum rökum.

En það eru bara ár og öld síðan þau þóttu ómerk í vestrænum lýðræðisríkjum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 19:46

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskar Helgi, ég reiknaði nú með að siðferðivitund þín væri sterkari en þú gefur í skyn þarna.  ER STUNDUM Í LAGI AÐ KALLA ÞJÓFNAÐ LÁN SVONA ÞEGAR ÞAÐ HENTAR?????

Jóhann Elíasson, 5.2.2018 kl. 21:21

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar mér er nokkuð sama hvað Nixon sagði á sínum tíma.  Það hefur komið fram að umrædd gögn voru tekin ófrjálsri hendi og það er ekkert annað en ÞJÓFNAÐUR og ÞJÓFNAÐUR ER REFSIVERÐUR.  Það kemur ekki mikið á óvart að Píratinn Guðmundu skuli reyna að réttlæta þann verknað.  Var það kennt í lögfræðináminu að þjófnað væri hægt að réttlæta???

Jóhann Elíasson, 5.2.2018 kl. 21:27

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ég get svo sem lítið gert annað en að endurtaka það sem ég sagði hér að ofan, fyrst örlög Nixons hreyfa ekki við þér, en hann barðist líka svona vonlausri baráttu við rétt fjölmiðla til að fá að halda nöfnum heimildarmanna sinna leyndum.

Og það er að tilurð gagna breyta ekki um rétt fjölmiðla til að fjalla um mál sem þau flokka undir að eigi erindi við almenning.  Varði almannahag og svo framvegis.

Réttarstaða heimildarmanna er hins vegar meiri óvissu háð, en þróunin er í þá átt að styrkja hana. 

Enda gengur ekki til dæmis að lögreglan fagni bókara glæpasamtaka þegar hann upplýsir um peningaþvætti, mútur og fleira, en geti síðan ekkert gert ef það dugar að lögmaður glæpamannanna geti fengið þá sýknaða því bókarinn hafi tekið gögnin með sér ófrjálsri hendi.  Og síðan verði uppljóstrarinn dæmdur.

Þetta skilja allir nema þar sem stjórnmál hafa runnið saman við skipulagða glæpastarfsemi. 

Og já Jóhann, þessi þjófnaður er réttlættur, ef hann varðar almannahag.  En ef til dæmis bókari Eimskips færi með bókhald félagsins til Samskips, þá nyti hann ekki réttar heimildarmanns.

Síðan er það gráa svæðið, hvar liggja mörkin.

En í þessu tilviki þá var ákvörðun sýslumanns glórulaus, svo ég vitni í þann mæta þingmann, Birgi Ármannsson.

Menn þurfa kannski ekki að vera sammála útleggingum mínum, þeim er ekki ætlað að vera allra, en að vilja kæfa alla umræðu í þágu glæpa og spillingar, með þeim rökum að gagna hafi verið aflað á ólögmætan hátt, þar er hátt reitt til höggs, og ekki í þágu góðra mála.

Það getur hver heilvita maður sagt sér það að þeir sem hafa eitthvað að fela, þeir bjóða ekki fjölmiðlum bókhaldsgögn sín, eða önnur sem upplýsa eða afhjúpa hið misjafna, svo fjölmiðlar geti afhjúpað það sem í felum er.

Þess vegna eru heimildarmenn mikilvægir, og varðir með lögum.

Nema náttúrulega í glæparíkjum eins og áður sagði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 22:08

22 identicon

Komið þið sælir - enn, og aftur !

Jóhann Stýrimaður !

Já: ég er algjörlega samkvæmur sjálfum mér, þarna.

Lungi - svo kallaðra Sjálfstæðismanna / og attaníossa þeirra, er viðurstyggilegt Eðlu fólk (Komodo drekinn: austur í Indónesíu er geðfelldari, meira að segja), fornvinur góður.

Þetta lið: er mér og mínum hagsmunum jafn fjandsamlegt, og um örgustu Kommúnista og Nazista væri að ræða.

Því - má beita þessu liði hinu mesta harðýðgi / huglægt: sem og hlutlægt, Jóhann minn !

Sannleikurinn: getur oft verið ærið kuldalegur, Stýrimaður knái !!!

Með sömu kveðjum - sem öllum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband