Ríkisstjórn sem getur ekki varið hagsmuni almennings.

 

Er hvernig sem á það er litið, slæm ríkisstjórn.

Og það eru alvarlegar fullyrðingar að það sé hægt að rýja allt að 80 milljarða úr Arion banka, og flytja úr landi í boði hinna frjálsu fjárflutninga.

 

Af hverju bregst enginn við þessu??

Af hverju snýst öll umræðan um áformaðar gyðingaofsóknir og hlutdeild Atlanta í vopnaflutningum heimsins??

Ekki að það sé ekki hefð fyrir gyðingaofsóknum á Íslandi, og ekki að það sé óþarfi að Keflavíkurflugvöllur sé notaður til millilendingar í vopnaflugi.

 

En samt, þetta eru smámál miðað við alvarleika hinna 80 milljarða.

Að blóðpeningar þjóðarinnar séu fluttir andmælalaut úr landi í vasa innlendra og erlendra hrægamma.

 

Hver stjórnar þessari umræðu??

Er það forheimska hinna málglöðu??

Eða er það eign hrægammanna á stjórnmálum og fjölmiðlum þjóðarinnar??

 

Það er langt síðan að þeir færðu Samfylkinguna og Vinstrigræna til bókar, en hvað um allt hið sjálfstæða fólk þessarar þjóðar sem snéri niður vinnumenn breta í fjárkúgun þeirra kennda við ICEsave??

Af hverju rumskar það ekki??

Hverra hagsmuna er verið að gæta??

 

Átta menn sig ekki á að hin æpandi þögn við þessum orðum Sigmundar er sama og samþykki?

Viðurkenning á samsekt.

 

Margt grínið er gert að Trump, en hann hefði ekki þagað.

Hann hefði tíst, og tíst þar til hin erlendu ógnaröfl, sem og innlendir samverkamenn þeirra, hefðu í gras lotið.

 

Á þessu stigi er ekkert sem segir að mat Sigmundar, bæði á hinum meinta gróða vogunarsjóðanna, sem og á getu ríkisstjórnarinnar, sé rétt.

En hann færir rök fyrir sínu máli, og rökum þarf að svara.

Með öðru en þögninni.

Því þögnin játar samsektina.

 

Og mikil er reisn hinna sjálfstæðu manna, mæld neðan frá, ef það eina sem þeir geta rætt um eru holurnar í malbikinu í Reykjavík, og það eina sem þeir hafa um þær að segja, er að þær séu bölvaður sósíalismi.

Það skal upplýst hér, að holur eru ekki sósíalismi, þær eru kerfislægar.

Hér fyrir austan hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað í samsteypustjórn í áraraðir, næstum því frá því sem elstu menn muna, og hér eru holur í malbiki.  Óviðgerðar, látnar stækka og stækka, á meðan hið óskilvirka stjórnkerfi blæs út.

Og allir flokkar hafa komið að ríkisstjórn síðustu 10 ár eða svo, og samt er vegakerfið okkar að holuhruni komið.

Svo holur í malbiki eru ekki sósíalismi, og þær eru ekki heldur mál málanna.  Þó vonandi beri okkur gæfu til að kjósa þær burt í næstu kosningum.

 

Hundruð milljarðarnir sem vogunarsjóðirnir, sem ytri dulbúningur fyrir innlenda og erlenda hrægamma, hafa haft út úr þjóðarbúinu frá hruni, eru hins vegar mál málanna.

Því þeir eru vegakerfið okkar, þeir eru þjóðarspítali okkar, þeir eru allt það sem við höfum látið grotna niður frá Hruni.

Og allan þann tíma sem keyptir stjórnmálamenn hafa þjónað þeim, þá var alltaf hægt að leggja á útgönguskatt á ofsagróða, svona miðað við 100% á ávöxtun umfram 100%, og þjóðin væri ekki öreigi í dag.

Með unga fólkið á vergangi leigubraskaranna, með spítala okkar blæðandi, með vegakerfið okkar að hruni komið.  Að ekki sé minnst á alla peninganna sem voru teknir úr velferðinni.  Hve margt fólk í blóma lífsins hefur látist vegna þess að ekki voru til fjármunir í að sinna því, hve mörg ungmenni hafa þjást vegna þess að biðlistinni á BUGL er óendanlegur, eða því sem næst??

 

Öreigarnir þekktust hér á árum áður á klæðnaði og skjóli barnanna, á vosbúð þeirra og sulti.

Og þeir höfðu ekki efni á neinu.

Ekki frekar en við í dag.

 

Hví ræðum við þetta ekki??

Hví ræðum við ekki hvað varð um alla peninganna okkar??

 

Og lærum af þeirri umræðu.

Svo sagan endurtaki sig ekki.

 

Af hverju eru þeir tímar liðnir að heilu leiðararnir, að heilu Reykjavíkurbréfin voru skrifuð um undirlægjuhátt ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir gagnvart vogunarsjóðunum??

Var það sem sagt ekki rangt??

Það er verknaðurinn sem slíkur, voru það aðeins rangir flokkar sem sviku??

Var kaleiknum stolið frá Sjálfstæðisflokknum??

 

Nei, aumt er hið þegjandi fólk.

Aumir eru þeir sem heltu svívirðingunum yfir þau Jóhönnu og Steingrím, en þegja þunna hljóðinu í dag.

Hvar eru allir vandlætararnir hér á Moggablogginu??

Eru þeir orðnir elliærir??, muna þeir Styrmir og Björn ekki lengur það sem þeir skrifuðu fyrir ekki svo mjög mörgum árum síðan??

Eða allir hinir minni spámennirnir??

 

Hvar eru gífuryrði athugasemdarkerfisins??

Hæðnin og aðkastið??

Og sú vissa að það voru þeir, að okkar fólk hefði ekki gert svona.

 

Eru ekkert eftir annað en holur??

Holur í malbiki, holhljómur samsektarinnar??

 

Já, mikil er reisnin.

Neðanfrá.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fléttan er öll að ganga eftir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, Gylfi kann þetta ekki.

 

Öllum getur orðið á, og stundum hefnist manni fyrir að lesa fyrirsagnir á hlaupum, og gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.

Ég get svo alveg svarið það að þegar Chamberlain kom heim til London og veifaði friðarplaggi sínu, að þá hefði mér orðið það á, ef ég hefði þá lifað, að hrópa, "Loksins mætti hann Hitler".

Því stundum er eitthvað svo augljóst að maður getur bara ekki ímyndað sér að hlutirnir séu öðruvísi.

Ég hélt til dæmis að Trump fengi 5 % atkvæða í fyrstu forkosningum repúblikana því hann laug oftar en hann sagði satt.  Og bullaði þess á milli.

Og ég hélt að Gylfi vildi verða forseti, áfram.

 

Og virkilega hafði ég rangt fyrir mér um að honum hefði ekki verið tryggður bitlingur, og virkilega vanmat ég vitsmuni hinna ófaglærðu verkalýðsleiðtoga landsbyggðarinnar.

Guðmundur Jaki var lærði bara í skóla lífsins, og fyrirrennari hans, Eðvarð Sigurðsson var sjálflærður, en enginn frýjaði þeim vitsmuna.

Svo er hreyfingin full að fólki sem trúir að Pólverjarnir trúi öllu, sætti sig við allt, og á meðan sé endalaust hægt að arðræna launafólk. 

Ekki að það hafi ekki gengið vel hjá hinu frjálsa flæði innflutnings láglaunafólks fram að þessu, en brunnar óréttlætisins hljóta að þorna upp eina og aðrir brunnar, við langvarandi þurrka óréttlætis og sjálftöku Mammonsdýrkenda.

Það er engin afsökun að benda á að fólk hafi labbað sjálfviljugt upp pýramída Aztekana til að láta skera úr sér hjartað, á öllu eru undantekningar, og fólk lætur ekki endalaust rýja sig inn að skinni.

 

En allavega, öllum verður á.

En Gylfa varð ekki á.

 

Hann bara ofmat stöðu sína.

Kveðja að austan.


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi kann þetta

 

Og veit eins og er að ef hann er ekki rótækari en hinir róttæku, þá eru hans dagar taldir á stól forseta ASÍ.

Það er greinilegt að innlendir og erlendir hrægammar hafa gleymt að bjóða honum feitan bitling, hafa greinlega haldið að Samfylkingin myndi hafa hann í taumi.

 

Núna er víglínan skýr,Samtryggingarflokkurinn, Samfylkingin, Framsókn. VinstriGrænir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa misst öll tök á verkalýðshreyfingunni, samfylkingarforysta BHM mun engu breyta þar um.

Gylfi ræðst á ofurlaun, og mun örugglega fá mikinn hljómgrunn.

Ef hann fer næst gegn vogunarsjóðunum og leppum þeirra í ríkisstjórn Íslands, þá á hann sviðið.

 

Því Gylfi kann þetta.

Hann var bara búinn að gleyma þessu.

 

En vaknaði í tíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Gylfi vill 60-65% skatt á „ofurlaun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fjarar undan forseta ASÍ

 

Grasrótin er farin að rumska og hún hefur eignast öflugan talsmann í Ragnari Ingólfssyni, formanni VR.

Fyrir var Vilhjálmur Birgisson Akranesi, löngum talinn síðasti geirfuglinn, en á daginn kom að stofn verklýðsforingja var ekki útdauður.

 

Og grasrótin krefst réttlætis, launa réttlætis, þess réttlætis að geta eignast eigið húsnæði en ekki vera á vergangi leigubraskara, þess réttlætis að þjóðfélagið sé líka fyrir vinnandi fólk.

Og ef Gylfi forseti skynjar ekki sinn tíma, þá er það hann sem endar eins og geirfuglinn, á safni.

 

Þess vegna dugar útspil ríkisstjórnarinnar ekki.

Gylfi þarf meira og hann er í engri stöðu til að semja.

 

Hann þarf.

Og ef hann fær ekki.

 

Þá verður enginn Gylfi á næsta ári til að semja við.

Kveðja að austan.


mbl.is Dugar útspil ríkisstjórnarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hola við holu.

 

Var lýsingin á vegakerfinu í Rússlandi á árunum eftir hrun Sovétríkjanna.

Var kannski táknmynd þess hvers vegna risaveldið féll undan sjálfu sér.

Því ef þú getur ekki viðhaldið vegakerfinu, þá er allt annað í ólestri.

 

Við Íslendingar höfum upplifað fordæmalaust góðæri undanfarin ár.

Ár eftir ár hefur viðskiptaafgangurinn verið á annað hundrað milljarða.

Samt segja stjórnmálamennirnir okkar að við höfum ekki efni á neinu.

Í hvað hafa peningarnir okkar farið??

 

Er það gróði vogunarsjóðanna sem hefur verið fluttur ár eftir ár í beinhörðum gjaldmiðli úr landi?

Eða eru það hinir innlendu hrægammar okkar sem hafa staðið í þeim fjárflutningum??

 

Af hverju hafa frelsi fjárflutninga verið höfuðbaráttumál Sjálfstæðisflokksins en ekki viðhald og endurnýjun samgöngukerfisins.

Hvernig halda menn að það sé hægt að reka nútímaþjóðfélag án þess?

Hve heimskur var sá bóndi talinn sem lifði gósenlífi um haustið því hann át útsæði sitt og slátraði lífgripum??  Hvernig farnaðist honum árið eftir??

 

Hið ömurlegasta í öllu þessu er montið yfir stöðugleikanum, ábyrgri stjórn ríkisfjármála og hágengi neyslunnar.

Svona svipað eins og hjá bóndanum sem notaði lífsbjörgina í veisluhöld.

Át upp framtíðina.

 

Ömurleikinn felst ekki í heimsku þeirra barna sem við höfum falið að stjórna landinu.

Heldur að þeim skyldi vera það falið.

Hvenær yfirgaf brjóstvitið okkur, hvenær breyttumst við í þessi neyslufífl??

 

Við höfum aldrei haft það betra.

Samt höfum við aldrei verið jafn fátæk.

 

Hola við holu.

Leki við leka.

Mygla við myglu.

 

Og flæðandi fé úr landi.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjárveitingarnar duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 3843
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3369
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband