Ríkið, það er ég.

 

En er það svo??

Bandaríkin Ameríka voru jú stofnuð gegn þessari hugmynd um ríkisvaldið, að það kristallaðist í einni manneskju.

Og stjórnarskrá Bandaríkjanna er hörð á að svo sé ekki.

Svo fróðlegir tímar eru framundan í Bandaríkjunum.

Er Trump ríkið, eða tilheyrir það ennþá þjóðinni.

 

Á Íslandi búum við hinsvegar við annarskonar Trumpisma, og höfum gert í töluverðan tíma.

Hér er Flokkur sem fullyrðir, að hann sé ríkið.

Og megi allt.

 

Brjóta lög við skipan dómara.

Panta lögbann til að þagga niður óæskilega umræðu um forystumenn flokksins.

Ástunda pólitískar ofsóknir í stöðuveitingum.

Svo eitthvað sé nefnt.

 

Og merkilega nokk þá virðist Flokkurinn bara komast upp með þetta.

Fylgið að vísu dalar, og dalar, og er í raun í útrýmingarhættu því það hefur ekki tekist að uppfæra kjósendur flokksins í takt við nýja tíma og þeim fækkar því ört vegna lýðfræðilegra ástæðna.

En Flokkurinn er alltaf við völd.

Og alltaf finnst fólki á þingi sem bakkar hann upp.

 

Merkilegur andskoti.

Hinn íslenski Trumpismi stendur traustum fótum í valdakerfi þjóðarinnar.

Og miklu líklegra að Trump falli á undan honum.

 

Því lýðræðið og stofnanir þess eiga sér sterkar rætur í bandarísku þjóðarsálinni.

Þar bakka menn það upp, en samþykkja ekki þegjandi eins og hér á Íslandi.

Sýslumaðurinn í Reykjavík mun halda áfram að vera pöntunarstjóri fyrir Flokkinn.

Ráðherrar Flokksins munu halda áfram að komast upp með geðþótta sinn.

 

Sumt er eins og það er.

Þó enginn skilji af hverju.

 

Svoleiðis er það bara.

Kveðja að austan.


mbl.is Vara Trump við að feta í fótspor Nixons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband