Með lögum skal land byggja??

 

Hvernig er hægt að treysta fólki til að dæma eftir lögum, sem hefur ekki þroska til að afþakka skipun sína, þegar ljóst er að lögbrot voru forsenda hennar.

Hvað skuld þarf það að gjalda, eða hverju kostaði það til?

 

Alþingi heykist á að láta rannsaka ósvinnuna.

En almenningur lætur ekki bjóða sér hana.

 

Núna reynir á Hæstarétt, hvort Landsdómur sé Flokksdómur, eða sjálfstætt dómsstig.

Sem dæmir eftir lögum og reglum.

Hvort þjóðin sé loks orðin sjálfstæð.

 

Að eðlilegar leikreglur séu virtar.

Að stjórnmálamenn komist ekki upp með að fara út fyrir valdsvið sitt.

Hvort við séum á 21. öldinni eða upphafi þeirra 20.

 

Kemur í ljós.

En munum að staðfastir einstaklingar felldu síðustu ríkisstjórn.

 

Fólk sem lét ekki bjóða sér hvað sem er.

Kveðja að austan.


mbl.is Krafa um að Landsréttardómari víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arnfríður er ekki ólöglegur dómari. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2018 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigrún. Hvað sem orðhengilshætti líður þá var þessi dómari ólöglega skipaður og hefur því ekki löglegt umboð til að gegna dómstörfum við Landsrétt frekar en hinir 14.

Ómar. Það furðulegasta við þetta er að lögmaðurinn skuli aðeins krefjast þess að einn dómari málsins víki en ekki hinir tveir sem voru líka ólöglega skipaðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2018 kl. 19:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alþingi ber reyndar ábyrgð á "ósvinnunni" með valið á dómurunum - eins og vera ber innan síns lagalega valdsviðs.  En sjálfsagt væri bara ágætt að landsréttardómararnir velji sig bara sjálfir.  Krossleggjum svo fingur og vonum að við endum ekki sjálf fyrir Landsrétti þeirra.

Kolbrún Hilmars, 4.2.2018 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir ábendinguna Sigrún, þessi pistill var saminn á þeim 10 mínútur sem það tók að hita brauðið í ofni fyrir kvöldmatinn.  Fyrirsögnin var svona vinnuheiti til að koma pistlinum áfram.

En ónákvæm, og þar sem málið er grafalvarlegt, þá hugsaði ég yfir uppvaskinu, hvernig ég ætti að umorða hana.

Því ég vildi ekki láta orðhengilshátt yfirskyggja innihaldið.

Núna ætti allt vera kórrétt orðað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 19:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Núna ert þú með eitthvað í huga í umræðunni sem ég hef ekki náð að fylgjast með, ég veit að þessum fjórum er ekki stætt, en hvort skipan þeirra, geri hina um leið ólöglega???

Þú kannski upplýsir mig frekar, ekki hef ég neitt á móti því að fjölga skotfærunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 19:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Það er rétt að Alþingi ber ábyrgðina, og það ber líka ábyrgðina á að láta lögbrjótarann sitja.

Varðandi það fyrra þá halda margir sem samþykktu, því fram að þeir hafi verið blekktir, það er ráðherra hafi haldið því leyndu að hann fór fram gegn alvarlegum aðvörunum sérfræðinga ráðuneytisins, að hann hafi mátt vita það fyrir fram að hann væri að brjóta lög.

Hvort það í sjálfu sér minnki ábyrgð Alþingis eða það feli sig á bak við ráðherraræðið, en ljóst er að ef það hefur ekki þroska til að takast á við vísvitandi lögbrot ráðherra, þá er allavega ekki fullorðið fólk þar ekki í meirihluta.

Varðandi gálgahúmor þinn þá er það dálítið sorglegt að vera svo samdauna flokksræði og flokksspillingu, að fólk haldi að það sé ekki hægt að virða eðlilegar leikreglur, að ekki sé hægt að ætlast til að Alþingi fari eftir þeim leikreglum sem það sjálft setur.

Og þá sé valkosturinn aðeins einhver sviðsmynd úr Litlu Hryllingsbúðinni.

En það er ekki svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 19:51

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún. Álitaefni um hver beri ábyrgð á hinni ólöglegu skipan og hver ekki, breyta því ekki að skipunin sem slík var ólögleg.

Ómar. Samkvæmt sérákvæði dómstólalaga um þessa tilteknu skipan hefði átt að leggja hverja og eina tilnefningu fyrir Alþingi til samþykktar. Það var ekki gert heldur var einn listi með 15 nöfnum lagður fyrir Alþingi sem samþykkti þann lista í einu lagi, án lagaheimildar. Þar sem sú ákvörðun var ólögleg er enginn hinna 15 dómara löglega skipaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2018 kl. 20:00

8 identicon

Ætli O. J. Simpson hafi ekki bara verið Keflavíkurvelli og kálað Geirfinni 

Grímur (IP-tala skráð) 4.2.2018 kl. 20:01

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, ég skil núna hvað þú átt við Guðmundur.

En var það ekki enn eitt álitamálið sem enginn botn fékkst í??

En allavega var botninn ekki suður í Borgarfirði varðandi lögbrot Sigríðar.

Og fyrst að þetta blessaða fólk sem þáði embætti sitt úr hendi hennar, hefur ekki þroska og vit til að skilja að á meðan það situr, mun það annars vegar viðhalda ófriðnum um Landsdóm, og hins vegar jarða trúverðugleika hans.

Hvað má til dæmis segja um meðdómendur þess?'

Af hverju láta þeir sér gott líka??

Á pólitísk spilling að vera eitthvert náttúrulögmál hér á landi, á kynslóð eftir kynslóð að búa við hana??

Og enginn með manndóm eða döngun að rísa gegn henni.

Það er ábyrgðarhluti að þiggja skipan í spilltan dóm, og ábyrgðin er ennþá meiri vegna þess að núna er lag að segja hingað og ekki lengra.

Og það er ljóst að ef Hæstiréttur dæmir hina flokkskipuðu vanhæfa, þá er lítil reisn yfir þeim sem þögðu og létu spillinguna yfir sig ganga.

Það verður alltaf blettur á ferilskrá þeirra, þeir eru í raun ekki marktækir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 20:50

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Grímur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 20:51

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já Ómar, ég er bullandi pólitísk í þessu efni.  10 karlar og 5 konur í landsrétti þýðir að í hverju réttarhaldi sitja 2 karlar í dómnum og ein kona.  Nema vinnuframlag kvennanna eigi að vera meira en karlanna svo takist að snúa kynjahlutfallinu við; í 2 konur og 1 karl.

Kolbrún Hilmars, 4.2.2018 kl. 20:54

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar. Þetta álitaefni fékkst traustur botn í þegar dómstólalögin voru sett: 50/2016: Lög um dómstóla

2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IV.: "Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar."

Það þarf varla að vera nema sæmilega læs til þess að skilja nákvæmlega hvað þessi texti þýðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2018 kl. 21:38

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þetta mál er svo fáránlega einfalt, ef fólk vill hengja sig í umræðunni að Sjálfsstæðisflokkurinn megi það af því "´ann eigi það" og af því nu dæmdur Dómsmálaráðherra nýtti sér undanþáguna og lagði sinn lista fyrir þingið sem augljóslega samþykkti ráðagerðina, þó ekki samhljóða, ekki með auknum meirihluta heldur meirihluta þeirra stjórnmálaflokka sem mynduðu þáverandi ríkisstjórn, þá hlýtur þetta að vera í barasta í lagi.

Sem það er augljóslega ekki. 

Á meðan sitjum við nú upp með ótrúverðugan, pólitískt skipaðan Landsdóm.

Mikið hljótum við ,öll, að vera stollt

Nú á hinsvegar að snúa umræðunni, þá vegna "jafnréttissjónarmiða".

Hollt og gott fyrir sanna Valhallarbúa að rifja upp þessa grein frá því fyrir ári síðan: https://stundin.is/frett/segir-aukid-vaegi-kynjasjonarmida-vid-skipan-domara-ekki-til-velfarnadar-fallid/

Aha, þá höfum við það, "jafnréttissjónarmiðið" átti aldrei að skipta máli en þar sem nú dæmdum Dómsmálaráðherra tókst að klúðra málinu og frjálslyndum öflum Sjalla fá engu ráðið, þá mun sami dæmdur Dómsmálaráðherra sitja áfram í boði harðlínuaflanna í FLokknum.

Áfram mun svo sitja ólöglega skipaður dómstóll sem svo mögulega mun sitja verkefnalaus fram að starfslokum, komist Hæsti, Evrópudomstólinn og mögulega EFTA dómstolinnn að þeirri niðurstöðu að pólitískt skipaður, sem hann sannarlega er, Landdómur hafi verið skipaður á ólögmætan hátt.

Mikið hljótum við að, öll, að vera stolt !

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.2.2018 kl. 23:27

14 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Svo það sé tekið skýrt fram, þá í setningunni hér að ofan [...] mögulega EFTA dómstolinnn að þeirri niðurstöðu  á auðvitað að vera Mannréttindadómstóllinn ekki EFTA dómstólinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.2.2018 kl. 23:43

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Takk fyrir að rifja þetta upp. 

En mig minnir að eitthvað hafi verið snúið út úr þessu.  Og hvort jafnvel hafi ekki verið leitað til umboðsmanns til fá einhverja blessun, eða var það Hæstiréttur sem gerði ekki athugasemd við frávikið?

Allavega, þá slapp Sigríður fyrir horn.

Kannski vegna þess að Alþingi er alltaf að brjóta sín eigin lög, þó svo það sé alltaf verið að dæma aðra fyrir að brjóta þau.

En allavega, hingað og ekki lengra.

Núna þarf lögfræðistéttin að taka faðirinn frá því í fyrra sér til fyrirmyndar.  Og láta ekki drjólana komast upp með þetta.

Þetta er þegar orðið mjög mörgum tilvikum of mikið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 23:43

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð aftur Kolbrún.

Það er ný upplifun að sjá þig svona bullandi pólitíska.  Hef oftar upplifað þig andvíga rétttrúnaðinum.

Las þetta reyndar ekki alveg út úr fyrra innslag þínu, og þar fannst mér þú frekar vera að takast á við röksemdir eða þá hugsun sem fram komu í pistli mínum.

Ég átti hins vegar pistil nýlega þar sem þessi athugasemd þín hefði betur átt við, en þar sagði ég meðal annars, já og reyndar margt annað, en allavega þetta;

"Að atvinnurekendaauðvaldið, sem blekkti og fékk fólk sem vildi breytingu á gjörspillingunni til að kjósa sig, hafi sagt hreint Nei, þegar ljóst svar að fornir fjendur í baráttu launafólks gegn ofríki og valdi fyrirtækja,  hafi verið á lista hæfnisnefndar.

Og þá hefði hið síðbúna viðhorf, um kynfæri umsækjenda, fengið vægi.

Enda ekki í eðli peningavaldsins að lúta lögum, og því ekkert athugavert við að bæta við kynfærasjónarmiðum þegar hæfni umsækjenda um Landsrétt var metin.   .......

....... Svik Viðreisnar í tryggðum er ekki henni til vansa, heldur þeirra sem baktjaldamökkuðu gegn fólki sem þess eini glæpur var að sækja um dómarastöðu hjá Landsrétti, eftir þeim lögum og reglum sem um þá umsókn gilti.

Og hvergi í þeim lögum og reglum var ákvæði um kynfæri, enda ef á annað borð á að fara að mismuna, þá má ekki gleyma þriðja kyninu, og ókyninu, sem og ópólitíska kyninu."

Jafnréttislögin kveða nefnilega ekki á um að kynin eigi að vera jöfn í öllum störfum, heldur að ef umsækjendur eru metnir jafnhæfir, þá skuli skoða kynfæri þeirra.  Sem er hrikaleg mismunun gagnvart öllum hinum kynjunum.  Sem hafa verið að koma í ljós í umræðunni undanfarin misseri.

Þannig að Alþingi þurfti að taka það sérstaklega fram í lögum sínum um Landsdóm að það ætti að skipa eftir kyni en ekki hæfni. 

Sem var ekki gert.

Og Alþingi þarf að virða lög.

En það er alltí lagi að vera bullandi pólitískur yfir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 23:56

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta hálfur nafni.

Ég sé að það eru mistök hjá mér að kaupa ekki Stundina því þessi grein fór alveg framhjá mér.

Og ég trúi varla að Sigríður hafi síðan verið svo heimsk að nota kynjasjónarmið eftir að hún lét þetta út úr sér. 

Ekki að hún er alveg sjálfri sér samkvæm í þessu viðtali, og ég er alveg sammála henni því ég lít ekki á kvenkynið sem veikara kynið.  Allavega er ég miklu hræddari við reiða konu en reiðan karl.

Heldur að fyrst að hún hafi sagt þetta, þá gat hún ekki gripið til þessa hálmstrás, og hvar voru allir þeir fréttamenn sem létu hana komast upp með að blaðra um kynjajöfnunina.  Á launum hjá Valhöll??

Ég hélt alltaf að hún hefi bara logið til um dómarareynsluna, þegar hún bjó til eftirá rök sín, en lygin var ef eitthvað er, stærri þegar hún vísaði í þörfina að jafna hlut kynjanna.

Og ef ég á að segja þér eins og er Sigfús Ómar, þá eru sjálfstæðismenn ekki aumastir í þessu máli.

Heldir hinir á þingi sem láta þá komast upp með glæpinn.

Og líka er sú þjóð aum sem skilur ekki grundvallarprinsippið í þessu máli.  Sem sést á því að aðeins örfá hundruð hafa skrifað uppá undirskriftarlistann um kröfuna um afsögn Sigríðar.

En ég ætla allavega að gerast ritþjófur og stela þessari grein og birta hana hér að neðan í næstu athugasemd.

Ja hérna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 00:07

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Ráðherra segir aukið vægi kynjasjónarmiða
við skipan dómara „ekki til velfarnaðar fallið“

Þingmaður Viðreisnar telur að skipan dómara við Landsrétt feli í sér einstakt tækifæri til að jafna kynjahlutföll. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er ósammála slíkri nálgun.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er á móti því að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða þegar skipað er í dómarastöður. Ekki verða gerðar neinar ráðstafanir til að gefa slíkum sjónarmiðum vægi við hæfnismat og skipan í embætti dómara við Landsrétt, nýtt millidómsstig. Þetta kom fram í svörum ráðherra þegar rætt var um breytingar á dómstólalögum þann 7. febrúar síðastliðinn. „Tel ég ekki til velfarnaðar fallið almennt að hugsa skipan í jafn mikilvæg embætti og dómarastörf eru með þeim hætti sem fyrirspyrjandi er að kalla eftir að mögulega sé gert, ef ég skil hann rétt, að litið sé sérstaklega til kynjasjónarmiða,“ sagði Sigríður. 

 

Í umræðunum lagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, til að sett yrðu sérstök ákvæði um skipan dómara sem fælu í sér að auk almennra hæfisskilyrða yrði einnig horft sérstaklega til sjónarmiða um jafnrétti kynjanna. „Tilgangurinn væri auðvitað að vinna markvisst að því að jafna kynjahlutföll meðal dómara. Hér er nýr dómstóll í fæðingu, 15 dómarar sem koma þar til starfa. Manni sýnist að hér sé einstakt tækifæri til að ná jöfnuði þegar þessi nýi dómstóll verður settur á laggirnar,“ sagði hann. 

Sigríður svaraði á þá leið að mikilvægt væri að skipan hins nýja dómstóls tækist vel til með hliðsjón af alls kyns sjónarmiðum, og þá væri eflaust einnig litið til kynjasjónarmiða. „Ég er ekki talsmaður þess að menn bindi það í lög að velja eigi einstakling eftir kyni fremur en hæfni. Ég hef fulla trú á því að konur jafnt sem karlar uppfylli öll þau hæfisskilyrði sem eðlilegt er að leggja til grundvallar við skipan dómara.“ Í umræðunum áréttaði Sigríður að henni þætti ekki til velfarnaðar fallið að líta sérstaklega til kynjasjónarmiða við skipan dómara. Þá sagðist hún ekki telja slíka nálgun vera jafnréttisumræðunni til framdráttar. „Ég leggst almennt gegn kynjakvótum,“ sagði hún. 

 

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á kynjajafnrétti. „Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi,“ segir í kafla stjórnarsáttmálans um jafnrétti og fjölskyldumál. Í dag er aðeins ein kona skipuð sem dómari við Hæstarétt á móti níu körlum og hafa stjórnendur dómstólanna talið sig óbundna af jafnréttislögum þegar tilnefnt hefur verið í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Átján karlar og fimm konur hafa verið kölluð til starfa sem varadómarar í Hæstarétti undanfarin þrjú ár. 

Áður hefur Sigríður Andersen lýst yfir efasemdum um að það fyr­ir­finn­ist kyn­bundið mis­rétti á launa­mark­aði. Karlar afli almennt meiri tekna en þeir vinni meira á sama tíma og konur fái fleiri „dýrmætar stundir með börnum sínum“. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur sagt að ummælin séu ótæk og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður sama flokks, tekið undir. Þá hefur Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, kallað eftir því að að dómsmálaráðherra segi af sér eða að þingmenn lýsi vantrausti á hana.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 00:10

19 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er þér til lítils sóma Ómar að hakka svona gegn þeirri staðreyns að skipan dómara í Landsrétt er gerð með vitund og vilja Alþingis og þar með þeirra sem hæst láta núna.

Sigríður hefur algerlega hreinan skjöld í þessu máli og stendur sig með afbrigðum vel.Ætti Svandís Svavarsdóttir ekki fyrr að segja af sér sem dæmdur ráðherra ef það væri talið skipta máli til ráðherrahæfis?

Finnst þér eðlilegt af þú myndir sækja um embætti á móti Sigríði Andersen og fengir ekki vegna hennar kynferðisyfrburða(konur hafa ávallt forgang annars er það mismunun)að þú ættir að fá skaðabætur?

Halldór Jónsson, 5.2.2018 kl. 08:07

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þau eru misjöfn haldreipi ykkar sjálfstæðismanna, og þú mátt þannig séð hafa þökk fyrir að vísa ekki í þörfina á kynfæraskoðun.

Ráðherraræði er smán Alþingis, eftir samþykkt ICESave samningsins er ljóst að það eru engin takmörk á því hvað þingmenn kyngja ef ráðherra krefur þá um það.  Ráðherraræðið í þessu tilviki er vissulega ekki að sömu stærðargráðu, en það kemur samt inná það grundvallarmál, að stjórnmálamenn okkar láti dómstólana okkar í friði, að vinar og flokkstengsl séu gerð þar útlæg.

Ráðherraræði er engin afsökun fyrir viðkomandi ráðherra, en nýtist kannski í kokteilboðum þegar ráðherra stærir sig af því hvað þingmenn voru miklar gufur og auðvelt að láta þá lúta vilja sínum.

Sigríður hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli.

Hún sýndi fáheyrðan valdhroka þegar hún hundsaði ráð undirmanna sinna sem bentu henni strax í upphafi á að hún væri að brjóta lög.

Hún laug að Alþingi í eftirá rökum sínum þegar hún sagðist hafa viljað auka dómaravægi við skipan sína.  Því hún setti út mann með meiri dómarareynslu en mann sem var númer 31 á lista hæfnisnefndar, en sá hafði hins vegar hið hulda vægi, hann var eiginmaður samstarfskonu hennar til margra ára.

Síðan fabúleraði hún um eitthvað kynjajafnvægi, sem var ekki kveðið á um í þeim lögum sem matsnefnd átti að vinna eftir.  Og af hverju var það svo??????????????????????????  Það var hennar ákvörðun því hún taldi að kyn kæmi faglegri hæfni ekkert við.  Sem er ákkúrat alveg hárrétt hjá henni.

En þess vegna laug hún til um þá ástæðu sína, hún hélt að það hljómaði vel, en var búin að gleyma sínum eigin orðum í sölum Alþingis; "Ég er ekki talsmaður þess að menn bindi það í lög að velja eigi einstakling eftir kyni fremur en hæfni. Ég hef fulla trú á því að konur jafnt sem karlar uppfylli öll þau hæfisskilyrði sem eðlilegt er að leggja til grundvallar við skipan dómara".

Skaðabæturnar eru vegna beinna lagabrota, og upplýsingarnar um valdhroka hennar munu ekki bæta málstað ríkisins í því máli.

Síðan Halldór má það vel vera að þú teljir sóma í því fólginn að verja manneskju sem hefur verið sönnuð að geðþóttaákvörðun, þvert gegn lögum sem hún sjálf bar ábyrgð á, sem sýndi fáheyrðan valdhroka, sem laug að Alþingi um allar eftiráástæður sínar, og hefur þar að auki verið dæmd fyrir valdhroka sinn, en ég er bara ósammála þér.

Við lítum bara mismunandi augum á sóma Halldór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 08:50

21 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér mætir e-r Halldór og mælir "Sigríður hefur algerlega hreinan skjöld í þessu máli og stendur sig með afbrigðum vel." Ljóst má vera að téður Halldór situr greinilega ekki Hæstarétti eða í stjórn Lögmannafélagsins. 

Hér virðast menn og konur í hópum una því að hér situr pólitískt skipaður Landsdómur.

Fussum svei. Svo í sömu andrá tala menn um "sóma".

Hálfur nafni, ótrúlegt að ekki hafi verið vitnað í fyrrnefnda grein í Stundinni. 

Furðulegt mál í alla staði.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 09:17

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er eiginlega stórfurðulegt.

Sem og að hún skyldi hafa komist upp með að vísa sífellt í dómarareynsluna og vilja sinn til að auka vægi hennar. 

Röklegast er að taka það skýrt fram í leiðbeiningunum sem matsnefnd á að fara eftir, en ef það hefur óvart gleymst, að senda fyrirspurn til matsnefndar hvort hún geti hugsanlega endurskoðað mat sitt, og þá tekið meira tillit til þessarar meintu reynslu.  En alls ekki að nota það sem afsökun fyrir puttafar sitt.

En fyrst að hún notaði það sem afsökun þá þyrfti sú afgreiðsla að vera skotheld, sem hún var ekki.

Duldu matið, sem aðeins innvinklaðir skilja, vó meira þegar umsækjandi númer 31 var tekinn fram yfir mann með meiri dómarareynslu, en neikvæðari útkomu í dulda matinu.

Það á að vera alvarlegt að ljúga vísvitandi að þingheimi, og það eitt og sér á að kosta ráðherra embættið.

En það minnist engin á það, nema þolendur valdníðslu hennar, sem og sá hluti lögfræðingastéttarinnar sem reis upp gegn valdníðslunni.

Sem staðfestir gruninn um að samtryggingin lifir ennþá góðu lífi.

Í boði fjölmiðla og stjórnarandstöðu.

Sem er hið grafalvarlegasta í málinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 09:55

23 identicon

Að stjórnskipunarlegur vafi, af hvað rótum sem hann er sprottinn, skuli ríkja um réttmæti skipunar dómara er ávísun á glundroða, vargöld og skeggöld og niðurbrot stofnana ríkisins.  En að sama skapi er hræsnin alls ráðandi á alla bóga.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 5.2.2018 kl. 12:24

24 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Til að fjalla um lög á íslandi er frumkrafa að menn lesi og skilji stjórnarskránna og kynni sér íslenska stjórnskipan.

það er alveg kristaltært að alþingi skipar dómara og enginn annar. Alþingi getur  sett lög sem heimilað öðrum að skipa dómara eins og það hefur gert áður, það hinsvegar tekur ekki af alþingi valdið til að skipa dómara eins sumir virðast halda.

Meginreglan í íslenskri stjórnskipan er sú að lagtextar skulu túlkaðir til að rúmast innan ramma stjórnarskrárinnar og stangist þetta gildir stjórnarskráin.

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní V. 59. gr.

Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR Björg Thorarensen

https://www.hi.is/~bjorgtho/docs/Stjornskipunarrettur.doc

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Guðmundur Jónsson, 5.2.2018 kl. 16:24

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Síðast þegar ég sá myndina af þér, þá var nefið áberandi minna.

Persónulega finnst mér minni nef fara fólki betur.  Og ég man eftir því að persóna Steve Martins í góðri mynd var alveg sammála.

Þér finnst það greinilega ekki.

Sem sannar enn og aftur, að smekkur fólks er mjög mismunandi.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 17:11

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki gleyma vígöld Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 17:11

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Afsakið allar villurnar vonandi er þetta skárra.

Til að fjalla um lög á íslandi er frumkrafa að menn lesi og skilji stjórnarskránna og kynni sér íslenska stjórnskipan.

það er alveg kristaltært að alþingi skipar dómara og engin annar. Alþingi getur sett lög sem heimila öðrum að tilnefna (ekki skipa) dómara eins og það hefur gert, það hinsvegar tekur ekki af alþingi valdið til að skipa dómara eins og sumir virðast halda.

Meginreglan í íslenskri stjórnskipan er sú að lagatextar skulu túlkaðir til að rúmast innan ramma stjórnarskrárinnar og stangist þetta á gildir stjórnarskráin.

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní V. 59. gr. Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

STJÓRNSKIPUNARRÉTTUR Björg Thorarensen

https://www.hi.is/~bjorgtho/docs/Stjornskipunarrettur.doc

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Guðmundur Jónsson, 5.2.2018 kl. 17:34

28 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Undarlegur málflutningur hjá þessum Guðmundi.

Hann vísar í stjórnarskránna og slær svo í  að það sé þingið sem skipi dómara.

Ef ætti að fara að því sem téður Guðmundur vísar til, þá væri endanleg ábyrgð á skipun dómara hjá forseta vorum, það er jú hann sem fær ráðherra til að framkvæma vald sitt.

Þá mætti færa rök fyrir því að þegar svo niðurstaða lægi hjá ráðherra þá ætti forseti að gaumgæfa málið.

Líkt og téður Guðmundur vísar til að þingið skipi dómara, þá hefur það heldur ekki gerst að forseti geri athugasemdir við ráðningar á vegum hins opinbera.

Ekki frekar að þingið skipi dómara.

Nú ef þetta liggur svona skýrt fyrir, þá væri nú ekki úr vegi að fá listann yfir þá dómara sem Alþingi Íslendinga hefur skipað sjálft, svona án aðkomu þá ráðherra eða með.

Bíð spenntur....

Ótrúlegt hvaða menn og konur taka upp á til að verja þessa lögleysu sem verður vonandi stöðvuð hér í Hæsta eða fyrir Evrópudómstólnum.

Ekki þýðir að hafa hér pólitískt skipað dómstig í skjóli skoðanna þeirra flokka sem ráða hverju sinni.

Ekki vissu að sá samai hópur vildi að ráðherra á vegum Pírata ætti að skipa nýja Hæstaréttadómara. 

Þá yrði óað og æjað.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 20:05

29 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"" þá væri endanleg ábyrgð á skipun dómara hjá forseta vorum, það er jú hann sem fær ráðherra til að framkvæma vald sitt.""

Rangt Sigfús. Forseti ræður engu um þetta nema að því leiti að hann getur neitað að skrifa undir lögin.(sem skipa dómara þá í þessu tilfelli). En þessi athugasemd Sigfús opinberar að þú eins og ótrúlega margir lögfræðingar (Þó mikill minnihlut sem betur fer) eruð ekki að skilja inntak Stjórnskipunar á íslandi.

Guðmundur Jónsson, 5.2.2018 kl. 20:45

30 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Guðmundur, ég er einfaldlega að setja fram álíka leikrit og þú vilt sjálfur setja fram með það að "þingið" skipi dómara.

Ef það á að standa, þrátt fyrir lög um annað [50/2010], þá mætti alveg eins færa ábyrgðina á forsetann eins og ég lýsi hér að ofna.

Það geta fleiri leikið svona barnaleiki með lögin og túlkað þau út og suður eins og þú vilt gera. 

Hitt er öllu meira spennandi, að sjá listann frá þér með skipuðum dómurum af Alþingi síðustu ár.

Fer og kæli kókið....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 5.2.2018 kl. 20:51

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og já, svo er það þetta með nefið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2018 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband