Trump gat vísað í hundinn sinn.

 

Og þá hefði farsinn verið fullkominn.

 

En hundur kann ekki að skrifa minnisblað þó tryggðin gagnvart húsbóndanum er hafin yfir allan vafa.

Hundstryggð hinna svokölluðu stuðningsmanna forsetans er hins vegar fallvaltari, getur horfið eins og döggin með dagsbirtunni.  Það vissi til dæmis Stalín, þess vegna hélt hann mönnum á tánum með aftökusveitinni.

Eitthvað sem Trump ræður ekki yfir ennþá, þó þekkt ferli fasismans segi að svo verði.

Sbr. að fyrst ná menn völdum með lygum og lýðskrumi, síðan eyðileggja þeir stofnanir lýðræðisins, taka sér loks alræðisvald.  Einhvers staðar á því stigi koma aftökusveitirnar til sögunnar.

 

Annars er ljótt að gera grín að hundstryggð og hundseðli þeirra sem éta bullið upp eftir bullukolli, og gera það að sínu.  Og ögurstund bandarísks lýðræðis er svo sem ekki eitthvað sem maður hefur í flimtingum.

Líklegast ætti maður að líta sér nær og muna að allt svona óeðli á sér upphaf, og síðan sín fyrstu spor.

 

Eiga þeir það ekki sameiginlegt, Trump, Ergodan og Pútín að vega að fjölmiðlum, reyna að þagga niður óæskilega umræðu, sem og að sjá til þess að stofnanir ríkisins hlýði sér, en ekki lögum.

Komnir vissulega mislangt í því ferli, Ergodan sínu lengst, Trump sínu skemmst.

 

Og ennþá skemur eru hægriöfgarnar komnir áleiðis hér á landi.

Líklegast vegna þess að þeim vantar sinn sterka mann.

En þeir nýta sér kerfið til að þagga niður í óæskilegri umræðu fyrir kosningar, þvert á lög landsins, og komast upp með það.  Eða er búið að hneppa sýslumanninn í varðhald fyrir aðför hans að tjáningarfrelsinu?

Og dómsmálaráðherra situr ennþá.  Dæmd manneskja eftir aðför sína að Landsdómi.  Kemst upp með pólitískar ofsóknir, lygar og geðþóttaákvarðanir.

Í skjóli Alþingis, í skjóli samtryggingarinnar, í skjóli gjörspillingarinnar.

 

Ekki saman að jafna segja hinir hrekklausu sem ekkert sjá.

En það er álíka gáfulegt eins og taka nýfæddan kettling, og segja að hann geti ekki verið af kattarkyni því hann er svo lítill miðað við fullvaxinn kött.

Horfa framhjá því að allt á sitt upphaf, sín fyrstu skref, og svo önnur, og svo önnur. Þar til það er það sem það er, hvort sem það er alræði einræðisherra, fasisma eða kommúnista.

 

Trump er engin Erdogan, en líkindin milli fyrstu valdaára þeirra eru óhugnanleg.  Það er þegar búið er að sía út frávik sem stafa af gjörólíkum þjóðfélögum, menningu og lýðræðishefð.

Og þeir sem þekkja vel til sögu Mússólíni, vita að hann byrjaði á svona smá böggi, og komst upp með það.

Þagga niður umræðu, vega að dómstólum.

 

Og það er erfiðast að komast upp með fyrstu skrefin, þá er viðnámsþróttur lýðræðisins mestur. 

Ef það tekst, þá eykst böggið með veldisstuðli, missterkum eftir aðstæðum hverju sinni.

 

Hægriöfgarnir eru bara að æfa sig hér, sjá hvað þeir komast upp með áður en þeir vega að alvöru að lýðræðinu.

Sem þeir gera þegar sterki maðurinn stígur fram.

Þá og þegar.

 

En sem betur fer stórt EF, því hann er ekki beint í sjónmáli.

Smá heppni, sem í raun getur bjargað lýðræðinu okkar.

 

En það afsakar okkur ekki samt að standa ekki vörð um það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Trump segir sakleysi sitt sannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig skýrir þú það Ómar að allir vinsældavísar Trump hjá Bandaríkjamönnum seru upp á við? Hvernig stendur að þú upplifir hann og allt öðruvísi en fólkið sem býr við manninn og kaus hann?

Halldór Jónsson, 4.2.2018 kl. 21:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Hvað viltu að ég segi?

Að menn geti verið vinsælir þó þeir séu móðgun við heilbrigða skynsemi?

Að ég ræði við þig um þróun mannsins, hvernig skriðdýrið kom á undan spendýrinu, og ennþá blundar djúpt á skriðdýraheila okkar, þessum frumstæða sem kom á undan vitrænni hugsun?  Og þetta frumstæða sé ákaflega auðvelt að virkja í okkur.

Eða viltu að ég ræði við þig um það sem ég var að skrifa um??

Ábendinguna um að það væri ekki eins fáránlegt að vitna í hundinn sinn og krefjast sýknu en að vitna í fyrirfram ákveðinna niðurstöðu flokkstryggra, því þú þarft að vera svo mikill auli til að trúa þessu.  En það er húmor að vitna í hundinn, og það kemur pointinu til skila, að margt gruggugt geti búið að baki mannanna verkum, og það muni allt koma í ljós þegar niðurstöður rannsóknar sérstaks saksóknara liggi fyrir.

Þú þekkir það mikið til bandarísks þjóðlífs,og hvernig allar þessar rannsóknarnefndir ganga fyrir sig Halldór, að þú veist að bull og annarlegir hagsmunir rannsóknaraðila, fara ekki í gegnum það nálarauga.  Og þú ert líka það skynsamur að þú veist að það er ekkert sjálfgefið hvað kemur út úr svona rannsóknum. Það eru eins og allir gangi út frá því, þar á meðal Trumparar, að Trump og hann menn séu sekir um einhver óeðlileg tengsl við Rússa.  Eins og menn átti sig ekki á því að tengsl við Rússa, frekar en aðrar þjóðir eru ekki glæpur í Bandaríkjunum.  Landið á hvorki í átökum við þá, eða hefur sett á þá almennt viðskiptabann, þó einhverjar krytur séu í gangi út af Úkraínu.

Og mikið mega bandarísk stjórnmál vera heiðarleg ef hinu meintu afskipti Rússa af kosningabaráttunni, eru þau einu þar sem reynt var að hafa áhrif á umræðuna.

Varðandi hvort ég sé eitthvað að upplifa manninn öðruvísi en þeir sem búa við hann, þá get ég nú ekki að því gert að þetta er dálítið skot í fótinn hjá þér Halldór, veit ekki betur en að það eigi að gera sjónvarpsþætti eftir bók sem byggðist á viðtölum við fólkið sem býr við manninn, og miðað þær allar lýsingar, er ég eins og Tíbeti sem er að blessa Dalai Lama.

Síðan er það mín bjargföst skoðun, að mjög margir sem kusu Trump, voru að kjósa gegn, ekki sérstaklega með honum. 

Og það var löngu tímabært að það var kosið gegn elítunni.+

Langt mál um innganginn að pistli mínum, en meginefni hans var umfjöllun um þekkt skilgreind ferli, það er hvernig lýðskrumarar ná völdum, og síðan þekkt fasísk ferli sem geta fylgt í kjölfarið.

Og það leiddi að niðurlaginu, sem ég hélt  nú svona per se hefði átt að ergja þig meir.

En líklegast hefur þú bara lesið fyrirsögnina Halldór, og hent svo inn athugasemd þinni.

En þér að segja Halldór, þá kann ég nokkuð vel við Trump, eigum við ekki bara að segja að ég taki honum eins og hann er, en ég kann hins vegar mjög illa við öflin að baki honum, og ennþá verr kann ég við afleiðinguna af stefnu hans.

Því ég á jú líf sem þarf að vernda.

Það er skýring þess að ég rauf það skref sem mér er mjög illa við, að stíga fram á opinberan vettvang með skoðanir mínar, og skrifaði fyrsta pistil minn í byrjun árs 2009, og síðan eiginlega alla sem komu í kjölfarið.  Þó vissulega sé mislangt á undirtóninum, ákaflega margir uppfylling þó einhvers staðar í þeim megi finna vísanir í þá hugsun sem drífur viðkomandi pistlaröð áfram, en ég er mjög þematengdur, og sumir reyndar hrein skemmtun.  Það er að ég er hreinlega að fíflast.

Og ég er mjög þakklátur Trump, hann gaf mér á stundum nennu til að halda lífi í þessu bloggi, þó ég viti reyndar ekki til hvers ég er að því.

Uggur kannski, veit það ekki.

Og svo ég svari loks spurningu þinni, ég er þannig gerður að mér hættir til að upplifa menn og málefni á annan hátt en viðtekið er.

Ætli það sé ekki bara hrein og klár sérviska.

Veit það samt ekki, ég bjó mig nefnilega ekki til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2018 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband