Þöggun án ábyrgðar.

 

Er þegar valdaklíka getur beitt fyrir sig valdboði til að þagga niður óæskilega umfjöllun fjölmiðla um gjörðir sínar, fjármál, spillingu eða annað sem þolir lítt dagsljós.

Og enginn svarar til saka þegar dómstólar grípa inní og dæma valdboðið ólöglegt.

 

Þá verður þetta bara gert aftur og aftur.

Og svo aftur.

Og aftur.

Því ekki skortir þjóna Flokksins í réttarkerfinu.

 

Sættum við okkur við þetta??

Ætlum við að þegja??

 

Eða látum við þjónana sæta ábyrgð?

Það er spurningin.

 

Og henni þarf að svara.

Kveðja að austan.

 

 


Tökum Sjálfstæðisflokkinn á orðinu.

 

Það hefur ekki farið framhjá neinum að varnir Valhallar í Sigríðarmálinu hefur falist í að mála mynd af einhverri voðalegri klíku, sem kallast dómaraklíkan.

Og þó restin að þjóðinni viti að 98% þessara voðalegu manna eigi frama sinn að þakka að þeir eru sjálfstæðismenn, reyndar misstarfandi og misvirkir, en sjálfstæðismenn eigi að síður.

Hin 2% eru svo frímúrarar, ekki að aðeins 2 % dómara séu frímúrarar, heldur eru þessi 2% bara frímúrarar.

 

Lögbannið á umfjöllun Stundarinnar á fjármálaspillingu forystu Sjálfstæðisflokksins, var annars vegar vinargreiði hjá kjötkötlum Glitnis, sem og þegnskylda flokkshests, sem bar í augnablikinu titilinn, Sýslumaðurinn í Reykjavík.

Eingin Stalínismi, aðeins flokkshollusta og flokksþjónusta.

 

En til að verja Sigríði, þá eru allir hinir flokkshollu  alltí einu orðnir eitthvað voðalega ljótir menn, svo jarðar við að hrekklaus flokksmaður haldi að þeir séu allir annað hvort opinberlega kommúnistar, eða að minnsta kost laumu kommar, eða til vara vara, einhverskonar sósíalistar.

Allavega ekki sjálfstæðismenn.

 

Þess vegna er lag að koma böndum á flokkshyglina.

Að dæmt sé eftir leikreglum lýðræðisins, en ekki fyrirmælum Valhallar.

 

Tökum sjálfstæðismenn á orðinu.

Endum þessi flokksafskipt í eitt skipti fyrir allt.

Þó fyrr hefði verið.

 

Látum Flokkinn ekki lengur panta dóm.

Látum Flokinn ekki lengur þagga umræðuna.

 

Flokkurinn er ekki ríkið.

Flokkurinn er ekki valdið.

 

Það er þjóðarinnar.

Og þjóðin er ríkið.

 

Eða það skyldi maður halda.

Kveðja að austan.

Kveðja að austan.


mbl.is „Fólkið í landinu sem tapar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hengir hvern??

 

Er Sigríður Andersen að hluta til blóraböggull gerenda málsins.

Ekki ef svo væri þá brást hún alltaf rangt við.

En á sér kannski einhverja réttlætingu.

 

Að atvinnurekendaauðvaldið, sem blekkti og fékk fólk sem vildi breytingu á gjörspillingunni til að kjósa sig, hafi sagt hreint Nei, þegar ljóst svar að fornir fjendur í baráttu launafólks gegn ofríki og valdi fyrirtækja,  hafi verið á lista hæfnisnefndar.

Og þá hefði hið síðbúna viðhorf, um kynfæri umsækjenda, fengið vægi.

Enda ekki í eðli peningavaldsins að lúta lögum, og því ekkert athugavert við að bæta við kynfærasjónarmiðum þegar hæfni umsækjenda um Landsrétt var metin.

Og Sigríði hefði orðið það á að jánka.

 

Veikleikar þessarar kenningar er að Sigríður er ekki jánkunarmanneskja, hún til dæmis hafði þá reisn að fara gegn forystu flokksins í ICEsave málinu hinu síðara.

Og þar með eru síðpólitískar ofsóknir í anda Stalíns, en í boði Viðreisnar, ekki alveg sem hún myndi óviljug taka þátt í.

 

Eftir stendur að sjaldan hef ég lesið eins aumkunarverðan kattarþvott eins og hjá Jóni Steindóri Valdimarssyni í þessari frétt Mbl.is.

Margt má segja um Sigríði, en aldrei hefur hún verið svona aum.

Svik Viðreisnar í tryggðum er ekki henni til vansa, heldur þeirra sem baktjaldamökkuðu gegn fólki sem þess eini glæpur var að sækja um dómarastöðu hjá Landsrétti, eftir þeim lögum og reglum sem um þá umsókn gilti.

Og hvergi í þeim lögum og reglum var ákvæði um kynfæri, enda ef á annað borð á að fara að mismuna, þá má ekki gleyma þriðja kyninu, og ókyninu, sem og ópólitíska kyninu.

 

Viðreisn er nakin í þessu máli.

Reyndar ekki þingmönnum flokksins til skammar, þeir mega þó eiga að þeir hafi aldrei villt á sér heimildir, heldur fólkinu sem kaus þennan frjálshyggjuflokk atvinnurekendaauðvaldsins, og hélt að það væri að kjósa gegn auðræði auðs og auðmanna.

Með því að kjósa hinn beintengda flokk þessa sama auðs og auðmanna.

Hve heimskt getur fólk orðið, hve mikil getur smán þess verið??

 

Jú, það er hægt að bæta í með því að trúa orðum gjörspillingarinnar.

Með því að trúa þeim öflum sem þjóna auði og auðmönnum.

 

En sú trúgirni segir allt um þann sem trúir.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við treystum ráðherranum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er slúðrið að fá á sig andlit??

 

Stóðu fleiri að aðförinni að tillögu hæfnisnefndar??

Var leynimakkað gegn ákveðnum umsækjendum sem hinir hægrisinnuðu fulltrúar atvinnurekendavaldsins í Viðreisn gátu ekki sætt sig við??  Höfðu þeir staðið of fast á réttindum launafólks í ströggli sínu við atvinnurekendavaldið??

Hver sagði hvað, hver kjaftaði frá hverju??

 

Farsinn um Landsrétt ætlar að stefna út í hið óendanlega.

Ætti að verða mönnum lærdómur, hafi menn ekki lært af leyndarhyggjunni sem felldi síðustu ríkisstjórn, að hætta að slúðra, og segja rétt og skilmerkilega frá.

Það var ekkert sem bannaði Sigríði Andersen strax í upphafi að segja hverjir stæðu í vegi þess að tillaga hæfnisnefndar yrði tekin til efnislegrar umfjöllunar á Alþingi, og hvað þeir höfðu að baki sér þegar þeir settu sig uppá móti henni.  Voru þeir með nafnalista um þá 33 þingmenn sem myndu greiða atkvæði gegn henni, og þá einnig á hvaða forsendum þessir þingmenn þyrðu ekki að ræða málið opinberlega heldur vildi að um það yrði makkað í leyndarherberginu?

Og allar götur síðan, er ekkert sem bannaði henni að tjá sig í staðreyndum en ekki slúðri.  Það þarf ekki að hringja í Morgunblaðið til þess.

 

Það hefði verið fróðleg umræða að hlusta á Alþingi umræðu þar sem meintur kynjahalli væri ræddur, svona í ljósi þess að hæfnisnefnd átti að meta hæfni og fyrri störf umsækjenda, en ekki meta kynfæri þeirra. 

Það er eins og margir alþingismenn átti sig ekki á því að svona nefndir starfa eftir lögum og reglum, og þings og ráðherra að setja á blað eftir hverju á að fara.

Menn breyta fyrst lögunum ef þeir eru ósáttir við þau, en brjóta þau ekki með þeim orðum að viðkomandi sé ekki sáttur við þau.

 

Alþingi er ekki skrípastofnun þó margir þingmenn telji svo, og kappkosti við að sannfæra þjóðina um það.

Og stjórnmálamenn okkar þurfa að sætta sig við að sá tími þar sem geðþótti þeirra réði öllu er liðinn.

Fólk er búið að fá nóg af þessu, fólk vill ekki svona vinnubrögð.

 

Tími gjörspillingarinnar er liðinn.

Feisið það.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband