Pólitísk keila Gunnars Braga

 

Að bera saman brot á jafnréttislögum sem enginn maður skilur, og aðför Sigríðar Andersen að dómskerfinu, er hugsuð til að bryggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins, að Miðflokkurinn sé tilbúinn að skríða fyrir 25% flokknum ef launin er ráðherrastóll.

 

Ómerkilegri geta stjórnmál varla orðið.

Þegar smámál eru jöfnuð við stórmál.

Að baki býr enginn siður að þekkja muninn á réttu og röngu.

Og siðleysið heldur íslenskum stjórnmálum ennþá í heljargreipum sínum.

 

Eftir áratuga afdalamennsku þar sem flokkstengsl eða vinartengsl réðu skipan dómara, með tilheyrandi ófriði og ólgu, þá náðist sátt um að koma dómaraskipan í faglegan farveg, þar sem viðmið eru þekkt, og allavega pólitísk spilling var ekki eitt af þeim, þá er það grafalvarlegt mál að rjúfa þá sátt, að kveikja aftur ófriðarbál um þann einfalda hlut að fá þokkalega hæft fólk til að dæma í málum okkar hinna.

Og jafn grafalvarlegt þó ráðherra hefði ekki tekist að brjóta lög í leiðinni.

Við þurfum sem þjóð svo mikið á friðnum að halda.

Við þurfum að segja endanlega skilið við Sturlungaöldina og losna undan geðþótta höfðingjanna.

 

Öllu alvarlegra er, eins og að grafalvarlegt sé ekki nóg, var að ráðherra laug til um skýringar sínar, hún sagðist vilja auka vægi dómarareynslu, en sú skýring stóðst ekki þegar hún skipaði mann með minni dómarareynslu en sá sem hún lét fara.

Afhjúpaði þar með geðþótta sinn, og afhjúpaði þar með að annarlegar ástæður lágu að baki.

Og í raunheimi geta þær bara verið tvennskonar.

 

Annarsvegar það sem kallast út í hinum stóra heimi pólitískar ofsóknir, það er ráðherra lét stjórnmálaskoðanir umsækjenda ráða höfnun sinni á þeim.  Og þetta hefur hún í raun staðfest þegar hún slúðrar að viðkomandi hefðu aldrei verið samþykktir af þáverandi hægri meirihluta.

Hinsvegar bein spilling, að einhver hagur, hvort sem það er bein verðmæti, vinargreiði, fyrirgreiðsla eða hver svo sem hinn meinti hagur er, hafi skipt um hendur, frá þeim sáðu þáðu ráðherraskipunina, og hennar sem veitti.

 

Hvoru tveggja er grafalvarlegt mál.

Pólitískar ofsóknir eiga ekki að líðast í lýðræðisríkjum.  Valdsmenn sem verða berir að henni, eiga tafarlaust að víkja.

Bein spilling er ekki síður alvarleg, og ekki líðandi.

 

Þriðji valkosturinn er ekki til.

Ráðherra gerir svona ekki óvart.

 

Þess vegna eru pólitískar keilur Miðflokksins svona ömurlegar.

Að valdafíknin getur ekki einu sinni hamið sig þegar grundvallarprinsipp eru í húfi.

Eins og þessu fólki sé ekkert heilagt.

Þjóðin, lýðræðið, lýðveldið; fokk jú.

 

En það er líka pólitísk keila að tala, ekki gera.

Og hver mínúta sem líður án þess að tillaga um opinbera rannsókn á geðþótta dómsmálaráðherra, til að fá skorið úr um hvort um beina spillingu sé að ræða, eða pólitískar ofsóknir, er mínúta sem eflir þær grunsemdir að það séu allir eins þarna á Alþingi.

Að þetta sé bara valdabarátta þar sem tilviljun stjórnarmyndunarviðræðnanna ráði afstöðu manna.

Að siðurinn, að þekkja muninn á réttu og röngu, sé útlægur úr sölum Alþingis.

 

Þetta er nefnilega löngu hætt að snúast um stjórnmál.

Þetta snýst um að breyta rétt.

 

Að virða þjóðina, að virða lýðræðið, að virða lýðveldið.

Annað ekki.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 455
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband