Hver borgar saksóknara laun fyrir að bulla??

 

Ráðherra úr eigin vasa, að hann sé í einhvers konar aukavinnu og megi þá segja það sem honum dettur í hug, eða þjóðin??

Ef það er þjóðin, ef hann er á launaskrá hennar, þá er ætlast til þess að hann sem opinber embættismaður ljúgi ekki fullum hálsi í dómsal, vanvirði þar með lög og Hæstarétt landsins.

 

Skoðum aðeins orð hans þar sem hann réttlætir málsvörn sína;

"„Lög­in eru skýr um það að þegar ráðherra hef­ur fengið nefndarálitið í hend­ur, þá hafi hann val um það að skoða og rann­saka þetta nefndarálit og leggja það fyr­ir Alþingi óbreytt eða gera breyt­ingu á því. Það er al­veg skýrt að hann hef­ur heim­ild til þess,“ sagði Jón.".

Eins og einhver maður hafi haldið öðru fram.  En ráðherra getur ekki breytt niðurstöðum matsnefndarinnar eftir einhverjum geðþótta eða annarlegum sjónarmiðum.  Á þetta var ráðherra bent af undirmönnum sínum. 

"„Aðalábendingin lítur að því að ef það á að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þarf að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils,“ segir í svari Snædísar. Hún er afdráttarlaus og telur hreinlega vanta kafla sem rökstyðji breytingar ráðherra. ... „Hér þarf með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur útaf listanum m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyðja aðra inn ef ætlunin er að breyta mati nefndarinnar. Ráðherra þarf að geta sýnt fram á hlutlægar og málefnalegar ástæður fyrir breytingunni, þetta er stjórnvaldsákvörðun. Ef ætlunin er að byggja á öðrum atriðum en sem nefndin hefur þegar rannsakað, þá ber að leita eftir því sérstaklega hjá umsækjendum.“".

 

Þetta gerði Sigríður ekki.  Hún tók ákvörðun að taka 4 umsækjendur út af listanum, án þess að rökstyðja af hverju hún handvaldi þá, og setti aðra 4 inní staðinn, án þess að rökstyðja af hverju hún valdi þessa en ekki aðra sem voru í sætum 15 til 33 á lista matsnefndar.

Hún braut ekki bara á þeim sem hún rak, heldur líka á þeim sem hún réði ekki.  Sigríður vísaði í dómarareynslu, að hún vildi auka vægi hennar, en hvernig hún mat það hefur hvergi komið fram.

 

Þegar niðurstaða Sigríðar lá fyrir sem og rökstuðningur, þá sendi stjórn Lögmannafélag Íslands frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem segir meðal annars;

"„Hvernig framangreint veldur því þá að tilteknir dómarar, sem voru samkvæmt mati dómnefndar taldir hæfari en aðrir dómarar, standa þeim skyndilega að baki, sbr. það að ráðherra sé að velja „hæfustu“ umsækjendurna samkvæmt því sem hann sjálfur segir, er á hinn bóginn algjörlega óútskýrt sem helgast væntanlega af því að slíkt er ekki hægt að útskýra svo hald sé í." Enn síður sé hægt að skýra hvernig þetta valdi því að umsækjandi sem var í 30. sæti hjá dómnefnd standi skyndilega framar umsækjanda í sjöunda sæti.".

Algjörlega óútskýrt segir stjórn Lögmannafélagsins, og þetta segir ekki fullvita fólk, sem ekki á pólitískra hagsmuna að gæta, í opinberi yfirlýsingu nema það geti staðið við fullyrðingu sína. 

 

Þess ber að geta að ráðherra gerði ekki athugasemdir við aðra matsþætti nefndarinnar, og ef hún hefði verið sjálfri sér samkvæm með því að gefa dómarareynsluna aukið vægi, þá hefði hún að öðru leiti tekið mark á vinnu nefndarinnar.  Og þar lenti hún strax í mótsögn við sjálfa sig, sem ómerkir allan þó hennar litla rökstuðning.  Vísa í frétt Stundarinnar;

"Í skýrslu dómnefndar um hæfi umsækjenda koma fram upplýsingar þar sem reynsla af dómsstörfum umsækjenda er borin saman. Þar er Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, settur í 18. sæti. Fyrir neðan hann, og þar af leiðandi með minni dómarareynslu, eru nokkrir umsækjendur sem dómsmálaráðherra vill skipa í Landsrétt. Þeirra á meðal eru Oddný Mjöll Arnardóttir, Jóhannes Sigurðsson og Kristbjörg Stephensen, sem hefur enga dómarareynslu. Öll þrjú lentu einnig neðar í heildarmati dómnefndar á umsækjendum. Þar var Eiríkur í sjöunda sæti, Kristbjörg í því áttunda, Jóhannes í því níunda og Oddný Mjöll í þrettánda sæti. Samt ákvað ráðherra að skipa þau öll þrjú eftir að dómsmálaráðherra ákvað að gefa dómarareynslu aukið vægi við skipan dómara, og víkja þar með frá niðurstöðu dómnefndar."

Að henda Eiríki út er því rökleysa miðað við hennar orð. 

 

Opinber embættismaður eins og Jón B. Snorrason, getur kosið að minnast ekki á þessa handvömm ráðherra, en það er aðför að réttarríkinu að gera lítið úr skýrum ákvæðum stjórnsýslulaga um skyldu ráðherra til að rökstyðja höfnun sína á ákveðnum umsækjendum og síðan að honum bæri skylda til að rökstyðja af hverju hann tók suma fram yfir aðra.  Að ekki sé minnst á þá skyldu hans, að fyrst hann ákvað að breyta leikreglunum eftir á, að þá bar honum skylda til að gefa öllum umsækjendum tækifæri til að bregðast við með því að leggja fram frekari gögn, eða annað sem þeir kysu til að koma á framfæri vegna hinna nýju krafna ráðherra.

Ráðherra gerði ekkert að þessu og þegar Jón segir "Það fylgdu því rök og ástæður og það var grund­völl­ur þeirr­ar ákvörðunar sem ráðherra fékk meðbyr með í þing­inu,“ sagði Jón. Breyt­ing­arn­ar hafi kallað á „prósess“ og hann hafi svo sann­ar­lega farið fram. " þá er hann hreint og klárt að ljúga.

Við megum ekki gleyma að Jón er opinber embættismaður en ekki lögmaður fjárglæpamanna sem hafa ætlast til þess að lögmenn sínir geri lítið úr skýrum lagatexta, svo hægt sé að skapa vafa og óvissu, sem síðan er sýknað út frá.

Og það er þjóðin sem borgar honum laun.

 

Þetta eru staðreyndir málsins, og það er búið að dæma í þessum staðreyndum.

Ráðherra fékk á sig dóm, og Jóni er kunnugt um þennan dóm.

Hæstiréttur getur ekki orðað handvömm ráðherra, þessa sem Jón kallar prósess sem hafi svo sannarlega farið fram, skýrar;

"Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að ef dómsmálaráðherra geri tillögu til Alþingis um að vikið verði frá áliti dómnefndar um veitingu dómaraembættis verði slík ákvörðun að vera reist á frekari rannsókn ráðherra þar sem „fyrir hendi sé sérþekking sambærileg þeirri sem dómnefnd býr yfir og að tekið sé tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum nr. 620/2010 um þau atriði sem ráða skulu hæfnismati“.

Þá segir Hæstiréttur að ráðherra hafi, í ljósi rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, „að lágmarki [borið] að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra gerði ekki tillögu um, og hins vegar þeirra fjögurra sem ráðherra gerði tillögu um í stað hinna fyrrnefndu“. Þá hafi ráðherra borið að gera sjálfstæða tillögu til Alþingis um sérhvern þeirra fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra 15 umsækjenda sem dómnefndin hafði metið hæfasta. Þar hefði beinlínis átt að fara fram „sérstök rannsókn sambærileg rannsókn dómnefndar á atriðum, sem vörðuðu veitingu umræddra fjögurra dómaraembætta við Landsrétt“. " (Stundin)

 

Þó Jón sé að verja ráðherra þá má hann sem opinber embættismaður ekki vanvirða staðreyndir og vanvirða lög.

Hann veit af dómi Hæstaréttar, hann veit af ráðherra var varaður við af undirmönnum sínum að fara gegn tillögum matsnefndar og hann veit að rökstuðningur ráðherra felur í sér innri rökleysu.

Ef hann heldur einhverju öðru fram, þá hlýtur hann að gera það á eigin ábyrgð, í frítíma sínum.

 

Og hann á ekki að komast upp með þetta.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjálfstæði Landsréttar umdeilanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er virðulegt við Landsrétt??

 

Dóm þar sem allavega fjórir dómarar þekkja ekki muninn á réttu og röngu, hafa ekki siðferði til að hafna flokkspólitískri skipan.

Dóm þar sem hluti dómara er beintengdur viðskiptalífinu og þeirrar hugmyndafræði græðgi og sjálftöku sem hefur arðrænt þjóðina á þann hátt að þrátt fyrir að við höfum aldrei aflað meira, þá eru allir innviðir okkar að grotna, og aðeins tímaspursmál að þeir hrynji.

Því þjóð sem þarf fyrst að taka frá árlega tugmilljarða til að fylla vasa örfárra fjármálamanna, hún hefur ekki efni á að fjárfesta í framtíð sinni.

Í umfjöllun Ruv um hina 15 dómara Landsdóms má þetta lesa um tengslin við viðskiptalífið;

 

"Dómarar við nýjan Landsrétt hafa margir tengsl við íslenskt viðskiptalíf og stjórnmál. Lögregla gerði húsleit heima hjá einum þeirra eftir hrun. Sá sami er kvæntur stjórnarmanni í þremur stórfyrirtækjum. Einn dómari situr í stjórn fjármálafyrirtækis og stórrar heildsölu, á hlut í Klíníkinni í Ármúla og er kvæntur stjórnarformanni Klíníkurinnar, annar er giftur eiganda fjármálafyrirtækis og einn er giftur eiganda stórs verktakafyrirtækis.".

 

Síðan eru æpandi tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.

Og þar með hugmyndafræði hans um veiðileyfi auðfólks á almenning.

 

"Ein þeirra sem skipuð var landsréttardómari er frænka Bjarna Benediktssonar, önnur náskyld Davíð Oddssyni, þriðji er frændi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins, fjórða er gift Brynjari Níelssyni þingmanni flokksins, fimmti kvæntur Ásdísi Höllu Bragadóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og sjötti er fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og svili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Sá síðastnefndi er sá eini sem hefur verið kjörinn pólitískur fulltrúi.". (Ruv 08.06)

 

Hvernig er hægt að búast við neinu öðru en að þetta fólk haldi hlífðarskyldi yfir sjálftökukerfinu.

Verndi hagsmuni flokks og fjármagns.

 

Hvernig á þjóðin að bera virðingu fyrir dómi sem elítan skipar úr sínum röðum, eins og enginn hafi lært lögfræði á Íslandi nema þeir beintengdu??

Þessi sama elítan og grenjar hástöfum, eða réttara sagt lætur þjóna sína grenja, þegar það á að setja krónu í að bæta kjör aldraða, krónu í gjörslitna vegi, og tvær eða þrjár í að bæta menntun og menntakerfið.

Er sjálf hokin í baki undan þunga silfurpeninganna sem renna í vasa hennar og yfirfylla leynireikninga í erlendum skattaskjólum.

 

Það er eitthvað mikið að á Íslandi að við náum ekki að skipta í dóm sem þjóðin getur treyst.

Að það sé sama hvað margir kjósi gegn elítunni og flokki hennar, að hún ráði samt öllu.

Stjórnmálum, fjármálum og dómskerfinu.

 

Það er ekkert virðulegt við það.

Það er fyrst og síðast.

 

Sorglegt.

Kveðja að austan.


mbl.is „Virðulegi Hæstiréttur, nei Landsréttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að senda Sigríði til Kína??

 

Til að kenna þarlendum að skipa dómara.

Ótækt þetta sjálfstæði að dæma eftir lögum en ekki geðþótta stjórnvalda.

 

Dómsstólfar í Hong Kong stóðust álagið.

Þó glíma þeir við alræðisstjórn risaveldis.

 

Næstu daga reynir á íslenska dómstóla.

Standast þeir ennþá meira álag, sjálfa vinarhygli Sjálfstæðisflokksins.

Hæstiréttur stóðs síðustu prófraun en mun hann hafa kjark til að fylgja því eftir?

Munu flokksdómararnir fá að eyðileggja Landsdóm eða verður þeim vikið??

 

Þar er efinn, þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Stúdentaleiðtogar lausir allra mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 113
  • Sl. sólarhring: 372
  • Sl. viku: 818
  • Frá upphafi: 1320665

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband