"Ekk­ert mik­il­væg­ara en ör­yggi barn­anna okk­ar"

 

Þess vegna fjölga repúblikanar byssunum, auka þannig óttann og um leið margfalda gróða kostunaraðila sinna.

Og það er stutt í að það flóttafólk frá Sómalíu sem sleppur í gegnum kynþáttargleraugun að því finnist að það sé komið heim, eða réttara sagt hafi ekki farið neitt.

Vélbyssur seldar með bjórdósum og vopnaðir verðir út um allt.

Skólarnir eins og virki, allir dauðhræddir.

 

Hvernig gat siðmenningin hrunið svona í Bandaríkjunum??

Hvaða óendanlegu illskuöfl og flærð býr þar að baki??

Og hvernig gat fólk orðið svona heimskt að kaupa að illa launaður öryggisvörður, þó hann sé kallaður lögga, vopnaður skammbyssu, stöðvi illvilja vopnaðan stríðstólum.

Að kaupa þau orð að stjórnmálamaðurinn, og flokkurinn hans telji ekkert mikilvægara en öryggi barna þess, jafnvel mikilvægara en fjárframlögin frá framleiðendum drápstólanna.

 

Við lifum jú ekki fáfræði og hindurvitni hinna myrku miðalda.

Og jafnvel þá reyndu menn að berjast gegn hugmyndafræði djöfulsins, menn gerðu hana ekki að sinni, húm var ekki leiðarljósið.

Það var ekki allt leyfilegt jafnvel þó mætti græða á fólskunni, illskunni, mannvonskunni.

Ómennskan þurfti að virða ákveðin mörk.

Mörk sem gróðinn afmáir í dag.

 

Við lifum ótrúlega tíma.

Þar sem fólk getur sagt hvað sem er.

Bullað út í eitt.

Í valdastóli en ekki í ga ga húsum.

 

Það er stutt síðan að froðufellandi vitfirringur æsti upp þjóð til voðaverka.

Úr valdastól, ekki í spennitreyju.

Ekki meir var sagt eftir þann hildarleik.

 

Nú græða menn á dauð barna okkar og komast upp með það.

Og orðfærið er æ oftar laust við alla skynsemi, allan sið.

Það eina sem truflar er að börnin vilja ekki deyja, og þau mótmæla.

 

En þau ættu frekar að spyrja mömmu sína og pabba, og ekki hvað síst, afa sína og ömmur, af hverju kjósið þið vitfirringuna yfir okkur.

Hún er á ykkar ábyrgð.

 

Það er nefnilega hollt að líta í sinn eigin barm.

Kveðja að austan.


mbl.is Lögreglumaður við hvern skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af landsfundi VG, eða þannig, og annað.

 

Og í fyrsta sæti er????

Gamla fólkið, --Nei nei neineinei.

Öryrkjar, láglauna fólkið; --Neineineinei.

Jöfnuður, réttlæti, bræðralag, - Nei hvernig látið þið ykkur detta það í hug.

 

Vogunarsjóðirnir!!!  Já--, þeir borga svo vel, þar eru peningarnir.

Loksins eftir öll þessi ár fáum við loksins að þjóna þeim á ný.

 

Lengi lifi fjármagnið, lengi lifi Friedman, lengi lifi Mammon.

 

Og þar með vaknaði ég, svona létt martröð, eða þannig.

 

Samt þegar ég leit út um gluggann, og sá rigninguna, hráslagann, þá hugsaði ég, hefur í raun ekkert breyst??  Ekki að það var líka rigning í gær, heldur að fyrirsagnirnar eru þær sömu, orðræðan sú sama.

Endalaust verið að rífast um fjármagnið, fjármálakerfið, hagsmuni þess, umgjörðina, leikreglur, eignarhald.

Og núna þegar þjóðin upplifir fordæmalaust góðæri, þá er talað um stöðugleika gjaldmiðilsins, þörfina fyrir að safna í sjóði, spara hagræða.

 

Og mikilvægi þess að GERA EKKERT.

Það hafi aldrei verið mikilvægara að gera ekki neitt.

Ekki byggja vegi, ekki byggja sjúkrahús, ekki gera við leka, ekki hindra skemmdir á sameiginlegum eigum þjóðarinnar.

Við erum eins og nirfillinn sem nýtti góðærið til að safna gulli í kistil sem hann gróf síðan í jörðu, í stað þess að byggja upp, stækka bústofninn, brjóta nýtt land undir ræktun.

Eins og það sé hægt að lifa á gulli sem grafið er í jörðu.

 

Og enginn talar um að það sé vitlaust gefið.

Að krónan okkar er vitlaust skráð, hún ýtir undir eyðslu á rándýru glingri en velferðin, velferð barna okkar, foreldra okkar, okkar sjálfra þegar slys eða sjúkdómar hafa gert sig heimakomin, hún er hornreka.

Velferðin er afgangsstærð, eitthvað sem kemur síðast, og það er hún sem veldur óstöðugleikanum, fjárlagahallanum, þrýstingnum á krónuna.

Hún er ekki lengur forsenda siðaðs samfélags, límið sem heldur því saman.

Hún er afgangsstærð.

 

Og á hana er ráðist, daginn út og daginn inn.

Aðallega af köllum í Armani jakkafötum, með axlasig af því að halda á úttroðnum skjalatöskum með bónusgreiðslum, ofurgreiðslum, kaupaukagreiðslum.

Í þeirra augum er velferðin ógn.  Hún ógnar stöðugleikanum, krónunni, sjálftökunni.

Ekki í eina sekúndu hvarflar að þeim að hin úttroðna skjalataska eigi einhvern hlut að máli.  Að hún taki of mikið til sín, að þeir gætu þurft að gefa eftir.

 

Þeir tala samt um velferðina, þó það sé bara til að hnýta í hana.

En stjórnmálamenn okkar tala bara um fjármagnið, svona þegar þeir eru ekki að rugla tóma steypu um allt og ekkert.

Fjármálakerfið, einkavæðing, vinavæðing, óvinavæðing, eignarhald.

Alfa og omega, hinn nýi guð.

 

Samt lofuðu stjórnmálamenn okkar að breyta þessu.  Tíu fingur upp til guðs, bara ef við treystum okkur til að kjósa þá einu sinni enn.

Og þeir lofuðu að mynda ríkisstjórn sem myndi gefa uppá nýtt,.

Sem myndi gera landið byggilegt, byggilegt öllum.

Og sjá til þess að sameign okkar, innviðirnir yrðu ekki myglu og hrörnun að bráð.

Yrðu ekki rústir einar eftir þá áralanga stefnu að ekkert mætti gera.

 

Já, þeir lofuðu og lofuðu, og lofuðu og lofuðu.

Og eru ennþá að lofa.

 

Það er allt og sumt.

Ennþá að lofa.

 

Það er meinið.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2018

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 323
  • Sl. sólarhring: 432
  • Sl. viku: 488
  • Frá upphafi: 1320331

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 444
  • Gestir í dag: 294
  • IP-tölur í dag: 291

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband