12.1.2023 | 08:43
Verkföll eru alltaf neyðarúrræði
Þar mælti sósíalistinn í Katrínu Jakobsdóttur heilust, eins og á einu örskoti hafi hugur hennar dregið hana til baka þar sem hún var ung, saklaus og sósíalisti.
En Katrín er stjórnmálamaður, meir að segja forsætisráðherra, og slíkir eru aldrei ungir, saklausir og sósíalistar, þeir lýsa ekki stuðningi við sanngjarnar kröfur verkafólks eða fordæma markaðsvæðingu leigumarkaðarins á liðnum árum.
Þeir tala Dagísku, það sérkennilega tungumál, segja mikið um ekki neitt.
Svo féll Katrín í gryfjuna sem undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu gróf henni.
Þessi undirróðursmaður er kannski ekki ein persóna heldur meðvituð stefna sem mótuð var á ritstjórnarskrifstofu blaðsins að svara verkfallsboðun Eflingar með sífeldum persónuárásum á Sólveigu Önnu, og þegar hugmyndaflugið þrýtur eða sama fólkið komið of oft í viðtal, þá er kröfugerð og málflutningur Eflingar afbakaður með öllum þeim tækjum og tólum sem vanur áróðursmaður býr yfir.
Ekki í mínútu hvarflar að ritstjórn Morgunblaðsins að segja hlutlausar fréttir af kjaradeilu Eflingar eða reynt að rýna í af hverju Efling grípur til þess neyðarúrræðis sem verkfall er á þessu síðustu og verstu.
"Hvað finnst þér um kröfu Eflingar um ólík kjör eftir búsetu?". Þarna hafði Katrín val, spilað með eða sýnt reisn.
Eða hafa bara þá reynslu til að láta undirróðursmanninn ekki narra sig til að sýna sitt rétta andlit, að samúð hennar með fólki í basli er aðeins í nösunum, einhver svona skyldusamúð.
Hún gat bent blaðamanninum kurteislega á að hann væri að taka orð Sólveigu Önnu úr samhengi, hún hefði einfaldlega vera benda á að aðstæður hennar umbjóðenda væri þannig að hina fasta krónutöluhækkun Starfsgreinasambandsins dygði ekki einu sinni uppí hækkun á leiguverði og þá væru allar hinar verðhækkanirnar eftir. Spurningin væri því ekki viðeigandi og hún tæki ekki þátt í þessum leik.
En hvort sem það var með opin augu eða lokuð augu þá lenti hún í frjálsu falli og ég verð bara að segja; aumingja Katrín, hvað ætlar þú að reita mikið fylgið af þér?
Jafnvel Dagískan hefði getað sloppið fyrir horn; "Almennt finnst mér að stjórnvöld eigi ekki endilega að hafa skoðun á innihaldi krafna, þegar menn sitja við samningaborðið".
Svo kom bara En-ið og afhjúpunin; "En ég myndi telja að við værum komin út í verulegar ógöngur ef kjarasamningar ættu að miðast við búsetu".
Hver var að tala um að kjarasamningar ættu að miðast við búsetu annar en undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu??
Það eru aðstæðurnar í Reykjavík, sérstaklega Villta vestur nýfrjálshyggjunnar á leigumarkaðnum sem fá forsvarsmenn Eflingar til að horfa í augun á viðsemjendum sínum og segja; þessar hækkanir á kauptaxtanum duga ekki, við þurfum meira, og þið vitið af hverju.
Ef þessar aðstæður eru öðruvísi út á landi, og kauphækkun nýgerðs kjarasamnings Starfsgreinasambandsins duga þar, þá er það bara svo, en það breytir ekki raunveruleik Eflingafélaga, og fyrir þá eru Sólveig Anna og félagar að semja.
Þetta er eitthvað svo augljóst og allt vitiborið fólk á að skilja þetta.
Og þeir sem þurfa ekki að skrimta á lágmarkslaunum, ættu allavega að sýna þann sið að afbaka ekki kröfur láglaunafólks, eða afneita þeim raunveruleik sem það býr við.
Það er nefnilega ljótt og svo ég vitni í mann sem allavega einu sinni þekkti til siðar og sagði hin fleygu orð; "Svona gerum við ekki", því þetta er eitthvað sem sýnir innri mann fólks.
Það er ekki það sama og að venjulegur atvinnurekandi, sem líka þarf að ná endum saman, geti einn og sér bætt úr afleiðingum nýfrjálshyggjunnar, á meðan skortur er á leiguíbúðum eða venjulegu vinnandi fólki er gert ókleyft að kaupa sína eigin íbúð, þá sýgur skepnan í sig allar launahækkanir því græðgi hennar er stjórnlaus og á sér engin mörk.
Vandinn er miklu djúpstæðari en það og ábyrgð þeirra sem brutu niður félagslega íbúðakerfið og gerðu leigumarkaðinn af blóðvöll markaðarins.
Á ábyrgð stjórnvalda, og það er á þeirra ábyrgð að setja bönd á skepnuna, það vissu goðin á sínum tíma þegar þau tóku glímuna við Fernisúlf.
En á meðan ekkert er gert, skepnan aðeins fóðruð á frekari fórnarlömbum, þá er verkfall Eflingar neyðarráð, aðgerð til að knýja hina betur stæðu til aðgerða, því þeirra er völdin, það eru þeir sem eiga bæði fyrirtækin og stjórnmálamennina.
Að skjóta sendiboðann leysir engan vanda, það kemur aðeins nýr með öflugri og illskeyttari her að baki sér.
Og þá ætla menn sér kannski ekki að semja, heldur taka.
Ég auglýsti í gær eftir viti.
Því þetta skilur allt vitiborið fólk.
Líka þeir sem þekkja ekki til siðar í hjarta sínu.
Ætli ég ítreki ekki bara þá auglýsingu.
Hvar er fullorðna fólkið??
Kveðja að austan.
![]() |
Verkföll eru alltaf neyðarúrræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.1.2023 | 14:03
Rýtingsstungur í bakið
Borga sig bara ef þær virka.
Lifi fórnalambið af launsátrið er ákaflega líklegt að hann verði kerskinn á eftir.
Eigum við ekki bara að segja að þessi vonarstjarna verkalýðsarms Samfylkingarinnar þekki ekki sinn vitjunartíma.
Það hins vegar að Ólöf Helga skuli vera vonarstjarna hjá Samfylkingunni, á breiðbrosmynd með Kristrúnu Frostadóttir segir hins vegar bæði margt um Góða fólkið og Kristrúnu, það að í raun hafi ekkert breyst hjá Góða fólkinu, það þjóni ennþá sínum húsbændum samviskusamlega, að ráðningasamband Jóhönnu Sigurðardóttur við hrægamma og auðmenn haldi ennþá.
En þetta var ekki erindið, heldur að vitna í skýr orð Láru V. Júlíusdóttur um vinnumarkaðsdeilur, en hvað sem svo annað verður sagt um Láru, þá veit hún sínu viti í vinnurétti.
"Verkföll eru ekki boðuð eða viðhöfð án tilefnis. Þau er neyðarráðstöfun þegar samningaleiðir hafa verið fullreyndar. Hún nefnir að alþjóðasamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar kveði á um rétt til verkfalla og því líta megi á úrræðið sem hluta mannréttinda hjá lýðfrjálsum ríkjum".
Spurningin er bara, skildu þeir Vilhjálmur og Aðalsteinn vita af þessum rétti, og að hann sé mannréttindi.
Grundvallarréttur verkafólks í nauðvörn stéttarbaráttu þess.
Það er spurningin, þar er efinn sagði Hamlet.
Ruv hæðir allavega Aðalstein með því að renna eftir textafréttum á sjónvarpsskjánum þau fleygu orð Aðalsteins, að samúðarverkfall með Eflingu geri hans félagsmenn fátækari.
Kannski varð honum á kallanganum, kannski gengur hann með húfu niður fyrir augu í dag
Skammist sín.
Hver veit.
Hver veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Framkoma í garð Ólafar innanfélagsmál Eflingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2023 | 10:20
Samstaðan.
Það kom ekki á óvart að fyrstu viðbrögð Morgunblaðsins við verkfallsboðun Eflingar væri að taka viðtal við vonarstjörnu verkalýðsarms Samfylkingarinnar þó það hefði verið klókara hjá blaðamanni að láta viðtalið ekki snúast að mestu um umkvartanir Brútusa allra tíma um vanþakklæti og kerskni þeirra sem þeir reyndu að vega úr launsátri en náðu að lifa launsátrið.
Blaðamaður ætti að vera það vel lesinn að vita hvernig Shakespeare afgreiddi hinn fyrsta Brútus, það vorkenndi honum enginn og hann átti örlög sín skilið.
Vindhögg, feilhögg og því var hringt í Vilhjálm Birgisson, og hann lá ekki á skoðunum sínum.
Í stuttu máli þá fann Vilhjálmur verkfalli Eflingar allt til foráttu.
Hvort sem rök hans eru réttmæt eða ei, þá er það lítt skiljanlegt afhverju Vilhjálmur taldi sig knúinn til að tala máli atvinnurekenda og hvað varð um manninn sem ætlaði ekki að skipta sér af kjarasamningum annarra félaga??
Allavega sá Morgunblaðið ekki ástæðu til að leita álits Halldórs Benjamínssonar enda vandséð hvernig hann gæti túlkað sjónarmið SA betur en Vilhjálmur gerði í þessu viðtali.
Risið á verkalýðsleiðtogum landsbyggðarinnar gat samt lækkað, fréttastofa Ruv sá heldur enga ástæðu til að taka viðtal við Halldór Benjamínsson, hvað þá að leita álits hjá ráðafólki okkar, Kötu eða Bjarna Ben, þó hefði maður haldið að það væru grafalvarleg tíðindi ef til vinnustöðvunar Eflingar kæmi
Nei, hljóðneminn var rekinn framan í Aðalstein Baldursson og hann frussaði svo mikið að ég var alvarlega farinn að íhuga að ná mér í tusku til öryggis, ef frussið brytist út um sjónvarpsskjáinn, þakkað guði fyrir að vera ekki lengur með gamla túputækið því það hefði örugglega ekki haldið.
Hvað hrjáði manninn eiginlega??, hvaða bull var þetta með að hann ætlaði ekki í samúðarverkfall því það gerði hans eigin félagsmenn fátækari??
Í alvöru, Aðalsteinn minnti mig á ágætan dreng hér í bæ, friðsemdarpilt en maður vissi alltaf hvenær hann hafði skroppið uppí fjall í sveppatínslu, því hann varð alltaf svona óðamála og ruglingslegur á eftir. Það ætti kannski að athuga fjárhúsin þarna á Húsavík, athuga hvort það sé komin myglusveppur í þau.
Auðvitað getur maður ekki annað en hlegið að þessari vitleysu allri, en undir niðri er sorg yfir Samstöðunni sem núna er á milli forsvarsmanna Starfsgreinasambandsins og Samtaka Atvinnulífsins um að knésetja Sólveigu Önnu.
Hver er ógn Starfsgreinasambandsins af verkfalli Eflingar, annað hvort tekst það eða tekst ekki. En það er ekki eins og Sólveig Anna hafi fundið upp verkfallsvopnið.
Af hverju ganga alvöru menn fyrir björg auðsins, því þeir Vilhjálmur og Aðalsteinn hafa sannarlega reynst betri en enginn fyrir hagsmuni umbjóðenda sinna, og eru eins og mitt minni nær aftur, tveir af merkustu verkalýðsleiðtogunum sem landsbyggðin hefur alið af sér.
Þetta er svo lítt skiljanlegt að það hálfa væri nóg.
En það glitti í aðra Samstöðu í gær, tveir fornir fjendur, Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar og Ríkisútvarpið féllust í hendur, og samræmdu viðbrögð sín svo jafnvel Kjarninn og Stundin í eiturbyrlamálinu svokallaða hefðu ekki getað betur gert.
Hvorugur fjölmiðillinn sá ástæðu til að tala við þá sem verkfallsboðun Eflingar snerti, það er fulltrúa atvinnurekanda eða stjórnvalda, heldur höfðu sína fyrstu og einu frétt að taka viðtöl við meinta andstæðinga Sólveigu Önnu innan verkalýðshreyfingarinnar.
Nú var lengi vitað að þetta yrði fyrsta fréttin í gær, að þá myndi Efling formlega slíta kjaraviðræðum og hefja undirbúning verkfalls, og því var nægur tími til að vinna frétt um málið, leita viðbragða og svo framvegis.
Og fyrir einhverja mjög skrýtna tilviljun þá voru viðbrögð þessa tveggja póla íslenskra fjölmiðla alveg þau sömu.
Sami undirróðurinn, sama tilraunin til að skemma fyrir hina væntanlegu verkfalli Eflingar.
Síðan hvenær hefur það verið tilgangur fjölmiðla að skemma fyrir vinnandi fólki í kjarabaráttu sinni?
Er það ekki þeirra hlutverk að reyna segja satt og rétt frá?? og það er síðan hlutverk ritstjórna viðkomandi fjölmiðils að tjá skoðanir á mönnum og málefnum, Morgunblaðið hefur leiðara blaðsins, Staksteina og Reykjavíkurbréfið, Ríkisútvarpið hefur Silfrið og Gísla Martein.
Þetta er eitthvað svo lásý svo enn og aftur það hálfa væri nóg.
Það var reyndar ekki við öðru að búast frá Ríkisútvarpinu, það vita allir hverjum það þjónar, en meir var ég hissa á Morgunblaðinu að víkja frá hlutleysisstefnu blaðsins í fréttaflutningi.
Ef það er svona mikil ógn af réttlætisbaráttu Sólveigu Önnu, þá er þeim mun ástæða til að virða leikreglu heiðarlegrar fréttamennsku, sorinn hefur aldrei neinu skilað.
Síðan ætti þetta borgarlega blað að íhuga af hverju er svona komið fyrir í Reykjavík, að láglaunafólk fylkir sér um róttæka baráttukonu sem lætur ekki róg, níð og annan undirróður knésetja sig.
Hvað héldu menn að kæmi út úr því að neita vinnandi fólki um greiðslumat og vísa því á gadd hins frjálsa leigumarkaðs???
Í stað þess að skjóta sendiboðann, ættu menn að einsetja sig í að finna upptök lekans í samfélaginu og þétta þannig að allir geti lifað í þokkalegri sátt og samlyndi í þessu þjóðfélagi.
Átta sig á að það er engin sátt á meðan fólk á í erfiðleikum með að sjá sér og sínum fyrir fæði og húsaskjóli.
Það er ekkert vit á Ruv, en ég hélt að eitthvað væri til staðar uppí Móum.
En ef ekki, þá þarf það einhvers staðar að vera.
Ég auglýsi hér með eftir því.
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2023 kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2023 | 21:36
Aumingja Villi, aumingja aumingja Villi.
Og ég sem hélt að hann hefði gert góðan samning, að hann þyrfti ekki að réttlæta hann með því að taka að sér skítadjobb, svona ígildi kamarhreinsunar, eins og innst inni teldi hann að svo væri ekki.
Því ég er ekki svo skyni skroppinn að ég viti ekki að sá sem er sáttur við sitt, að hann hagar sér ekki eins og innifalið væri í samning hans rógur og skítur um þá sem telja sig hafa burði til að sækja réttlæti, það réttlæti að allir þegnar þessa lands eigi í auðlegð þess rétt á mannsæmandi lífi á þeim launum sem samfélagið skammtar því.
Eitt er þegar Morgunblaðið í nauðvörn fyrir hinn siðblinda grimma kapítalisma Glóbal-auðsins, svo víðsfjarri frá gildum og hugsjónum þeirra borgarlegu kapítalista sem stofnuðu blaðið og ráku það í hátt í heila öld, tekur viðtal við stolt Verkalýðsarms Samfylkingarinnar, sem allt félagshyggjufólk getur lesið sér til háðungar.
Annað er þegar Villi birtist eins og auðmjúkur þjónn sem telur fátt sér æðra en að éta brauðmola úr hendi þess sem sigar honum á þá sem gáfust ekki upp, enda Vilhjálmur Birgisson seint talinn af hundakyni.
Svik Samfylkingarinnar er ekki ný frétt, en brauðmolaát Vilhjálms Birgissonar er það svo sannarlega.
Það var vitað að siðblindan myndi snúast að fullum þunga gegn þeirri réttlátu kröfu að í þjóðfélagi alsnægta og auðlegðar, líka hinir ómenntuðu og hinir ófaglærðu, ættu og gætu allir lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.
Að hvorki vaxtakerfi auðsins, að hvorki húsnæðiskerfi þess eða sú þrælahugsun sem er innmúruð í hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, gæti komið í veg fyrir þessa lágmarkskröfu mennskunnar, samhygðarinnar, þess að þrátt fyrir allt erum við ein þjóð í einu landi.
Deilum með okkur kjörum sem og áföllum, að við höfum öll hag að því að snúa bökum saman í stríðu, því við nytum öll ávaxtanna í blíðu.
Samt lætur Villi nota sig svona.
Að hann sé fyrsta frétt eftir hinum aumkunarverðu sem Samfylkingin og Góða fólkið getur dregið fram gegn Óvini þess númer 1, Sólveigu Önnu sem afhjúpaði hvað Góða fólkið er í raun aumkunarvert fólk, að baki allri skinhelginni sé samsinnun sem og samstarf við þrælahald Glóbal-auðsins.
Ég get ekki sagt að ég hafi frekar átt von á dauða mínum frekar en þessari frétt, ekki bara vegna þess að ég er kominn á þann aldur að hann gæti alveg verið á bak við næsta horn, heldur ég las í dag pistil sem Vilhjálmur Birgisson var sagður hafa skrifað, en það þurfti ekki miklar gáfur til að sjá að um penna héldu frasasmiðir Samfylkingarinnar, þar sem evran var lofsömuð og gildi krónunnar var talað niður.
Skítaþefurinn af þeim sem skipta um lið fyrir borgun reif í nasir þó hundruð kílómetra væri á milli.
Þegar mætur liðsmaður segir uppúr þurru að hann sé fífl, hafi alltaf verið fífl, en sjái núna ljós evrunnar, svona sérstaklega í ljósi hamfaranna sem dynja á launafólki Evrópu í dag, þá er ljóst að svona talar ekki skynsamur maður, nema fyrir feita pyngju, hvert sem innihald hennar er svo sem í raun.
Ég var eiginlega ekki hissa þegar ég las þessa frétt, en ég var vissulega hissa þegar ég las Samfylkingaráróður Vilhjálms Birgissonar um hugljómun hans að krónan væri ónýt en evran góð, það hvarflaði jafnvel að mér að manninum hefði verið rænt.
Þessi frétt staðfestir samt eiginlega að Vilhjálmur sé liðinn, að hann sé genginn fyrir björg.
Og hvað segir maður þá????
Jú aumingja Villi, aumingja aumingja Villi.
Því í samfélaginu sem ól okkur upp, og átti rætur í um þúsund ár aftur í tímann, þá var mannskaði alltaf talinn skaði, hver sem í hlut átti.
Þarna fór góður maður fyrir auðsbjörg.
Kveðja að austan.
![]() |
Viðræðuslit gætu þýtt þriggja milljarða tekjutap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2023 | 13:29
Verkfall Eflingar er réttmætt, það er réttlátt.
Ögurstund er runnin upp í íslensku samfélagi, á vígvöll verkalýðsbaráttunnar er kominn leiðtogi sem segir einfaldlega; Hingað og ekki lengra, við rekum þetta þjóðfélag á lágmarkslaunum sem ekki er hægt að lifa mannsæmandi lífi á.
Við erum rík þjóð, eins og sagt var í gamla daga, þá drýpur smjörið af hverju strái, við búum að auðlindum, menntun, tækni, þekkingu.
Ef stjórnkerfið, ef atvinnulífið, ef efnahagskerfið ræður ekki við að dreifa gæðum þjóðarinnar á þann hátt að allir í okkar fámennu þjóð geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum, þá er það vanhæft, ef það er sagt að slíkt sé ekki hægt, þá er það siðlaust.
Það eru vissulega erfiðir tíma og kannski atvinnuþref ekki á bætandi, Evrópa glímir við orkukreppu og dýrtíð, í stórum hluta heimsins býr fólk við hörmungar náttúruhamfara, fæðuskorts eða aðra óáran. Síðan er stríð sem ógnar heimsfriðnum, framtíðin er því óviss og meintir skynsamir kjarasamningar, varnarsamningar til að verja þau lífskjör sem hægt er að verja, eini valkostur jafnt launþega sem atvinnurekanda.
Allt mikið rétt, nema þá þurfa allir að geta lifað, haft efni á fæði, klæðum og húsnæði sem er ekki reyndin fyrir alltof stóran hóp launafólks.
Fyrir hönd þessa fólks er Sólveig Anna að boða til verkalla, yfirlýsing hennar er stutt og skorinorð; það verður enginn skilinn eftir út undan, sem þjóð þurfum við núna að standa saman.
Ef siðleysið, ef vanhæfnin er það mikil að ráðafólk þjóðar okkar skilur þetta ekki, þá verður svo að vera.
Þá verður verkfall.
Réttmætt verkfall.
Réttlátt verkfall.
Því stundum er baráttan eina úrræðið.
Þess vegna var ekki gefist upp í London 1940.
Þó aðrir hafi gefist upp.
Þessi einföldu sannindi eru forsenda siðmenningarinnar.
Skýring þess að göturnar eru ekki fullar af fólki rífandi hvort annað á hol.
Þetta er nefnilega svo miklu meira en bara verkfall.
Kveðja að austan.
![]() |
Efling undirbýr verkfallsboðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
9.1.2023 | 09:41
Að vera útlendingur í eigin landi.
Fjaðrafok í Vestamannaeyjum, 1984 og annað sem í hugann kemur í vikubyrjun, svona á meðan er beðið frétta af byltingunni hennar Sólveigu Önnu.
Mönnun er helsta áskorun ferðamannaþjónustunnar segir í fyrirsögn þeirrar fréttar sem þessi samtíningapistill minn er tengdur við, í sömu frétt segir að nýjar fjárfestingar í greininni séu nokkuð margar í kortunum.
Og maður spyr sig, af hverju er þessi sjálfvirka útþensla ekki tekin úr sambandi??
Finnst okkur eðlilegt að á stórum tíma ársins líði innlendum eins og þeir séu útlendingar í eigin landi, það er ekki þverfótað fyrir túristum, vegirnir eru fullir af stórhættulegu fólki, jafnt á rútum sem á bílaleigubílum, og maður þarf að kunna erlend tungumál til að fá þjónustu, ef maður á annað borð vogar sér út á þjóðvegina. Það er ekki von að fólk leiti til Kanaríeyja, þar rekst maður þó á Íslendinga og þar er líka hægt að fá þjónustu á íslensku.
Og hve lengi gengur það að meint barátta stjórnvalda við hlýnun jarðar byggist á að hækka álögur á landsbyggðarfólk og ráðast á þann hluta þjóðarinnar sem hefur ekki efni á nýjum dýrum rafmagnsbílum? Á sama tíma þar sem ferðamannaiðnaðurinn margfaldar árlega útblástur jafnt bíla sem flugvéla, að ekki sé minnst á þann hroða sem skemmtiferðaskipin eru í mengunarlegu tilliti.
Er þetta samfélagið sem við viljum og af hverju fær Fjárfestirinn að móta það??
Fjaðrafok í Vestamannaeyjum var satíra sem leikin var í fréttatímum Ruv í gær og fjölmiðlar fjármagnaðir af hrægömmum og útrásarvíkingum tóku undir.
Er ekki alltí lagi með fólk??, hvaða rasismi er fólginn í því að auðkenna Heimi Hallgríms með meintum arabaklæðnaði?? Var það rasismi sem fékk marga nábleika áhorfendur á HM í Katar til að klæðast arabahúfu??, hvað þá með hina svörtu, gulu og rauðu sem voru líka með sama höfuðfat?, voru þeir þá líka rasistar?? Eða eru bara nábleikir rasistar, aðrir að tjá menningarlega fjölbreytni?? Og hvað ef Heimir hefði þjálfað KR, væri það þá menningarleg fyrirlitning eyjasamfélagsins gagnvart höfuðborgarsvæðinu að klæða tröllið í KR búning??
Það er ekki öll vitleysan eins, en hún var samt toppuð þegar sett var út á að Edda Falk var látin taka við af Páleyju lögreglustjóra sem skelfir sem hæfði ímynd tröllkonunnar. Edda, sem dónakallar landsins óttast mest allra, fékk þarna veglegan sess, og miklu viðurkenningu á baráttu sinni fyrir að dætur þjóðarinnar geti lifað án ótta við Úlfinn í skóginum. Þeim mun merkilegra að karlremburnar í eyjum skildu meðtaka mikilvægi baráttu hennar, því það er ekki svo langt síðan að þeir skildu ekki alvarleika þess hve margar nauðganir voru framdar á þjóðhátíðinni í Eyjum, að hún skildi vera í raun veiðilenda nauðgara.
Menn geta svosem endalaust haft skoðanir á húmor Eyjamanna og áráttu þeirra til uppnefningar, en að túlka hlutina á annan hátt en þeir eru, er farið að minna óþægilega mikið á hugsanalögreglu skáldsögunnar 1984 eftir Orwell. Við hneykslumst á svipaðri tegund lögreglu í Íran, en okkur er farið að þykja hún eðlileg í samfélagi okkar.
Ég ætla ekki Eyjamönnum að rísa upp eins og almenningur í Íran, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að staldra við og spyrja hvar endar þetta??
Það var ekki gaman að lifa í London um miðja 17. öld þegar Púrítanar réðu þar ríkjum, og það er ekkert gaman að lifa í Íran í dag, ofstæki elur alltaf af sér ofstækismenn og það er ríkt í náttúru þeirra að vilja stjórna öðrum með boðum og bönnum, og beita til þess afli.
Eigum við ekki aðeins að staldra??
Hver eru svo lokaorðin í þessum samtíningi vikubyrjunarinnar??
Er það ekki bara viðtalið við Kára þar sem hann segist vera sammála Birni, Bjarna og Runólfi, en samt ósammála þeim öllum.
Líklegast vegna þess að Kári sér kjarna málsins; Hægfara svelti drepur að lokum. Þess vegna voru hinir langsveltu hestar í Borgarfirði aflífaðir af dýralækni, þeir myndu aldrei ná holdi aftur.
Hvort hagfræði andskotans, síkrafan um flatan 2% niðurskurð hafi komið Landsspítalanum í þá stöðu að honum er ekki viðbjargandi, má guð vita, en karp fullorðna manna sem dreymir um að endurupplifa hina áhyggjulausu æsku smástráksins, og taka því uppá að karpa sem slíkur, leysir ekki einn eða neinn vanda.
Munum bara að sú stjórnun sem krefst þess að fólk hlaupi hraðar, að sífellt sé reynt að fækka rúmum til að ná meintri hámarksnýtingu, dreinar allt líf úr bæði starfsfólki og kerfinu sem slíku. Afleiðingarnar verða því aldrei leystar með þeirri hugmyndafræði, það þarf því nýja nálgun, nýja sýn, kannski út frá forsendum mennsku og heilbrigðar skynsemi.
Og að menn hætti þessu þrasi og síbendingum á hvorn annan.
Það er of mikið undir til að menn geti leyft sér annað.
Það er nefnilega oft gott að staldra við þegar hlutirnir eru að fara úr böndunum, eða eitthvað er að gerast sem við í raun viljum ekki.
Spyrja spurninga, til dæmis hvort við viljum halda í þjóð okkar, menningu og tungu, eða viljum við fara sænsku leiðina og skapa eitthvað nýtt??
Viljum við hugsanalöggu eða rétttrúnaðarlöggu og enda fyrir framan byssukjaftana líkt og almenningur í Íran sem einmitt staldraði ekki við heldur lét verra taka við af vondu.
Og viljum við tapa því sem liðnar kynslóðir byggðu upp, heilbrigðisþjónustu fyrir alla þegar þeir þurftu á henni að halda, bara vegna þess að við erum ófær að takast á við núverandi vanda eins og fullorðið fólk.
Veit ekki, en það er allavega gott að staldra við.
Kveðja að austan.
![]() |
Mönnun starfa stærsta áskorunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2023 | 11:52
Hún kom eins og stormsveipur.
Það vissi enginn hver Anna Sólveig Jónsdóttir var þegar hún gerði óvænt atlögu að eignarhaldi Góða fólksins að stærsta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu. En Eflingu hafði Góða fólkið erft frá áum sínum sem voru verkalýðs eitthvað, oftar verkalýðsforingjar eða pólitískir leiðtogar hinna svokölluðu verkalýðsflokka, en sjaldnar verkafólk.
Að stóli var genginn mætur maður, kannski sá síðasti sem þekkti til gömlu verkalýðsbaráttunnar, náði ungur að upplifa þá tíma þegar gustaði um menn eins Gvend Jaka eða Björn Jónsson að ekki sé minnst á kvenskörunginn Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur.
Sigur Sólveigu Önnu var mikið áfall fyrir Góða fólkið, íslenskufræðingur innan raða þess hefur örugglega gripið tækifærið á krísufundi og gripið til forníslensku; "félagar, núna misstum við spón úr aski okkar".
Vandinn var að þó allt Góða fólkið skilgreindi sig vinstramegin við miðju, sem félagshyggjufólk, jafnaðarmenn, kvenréttindasinna eða annað álíka, þá voru tengsl þess við hinn vinnandi mann orðin ansi fjarlæg, þar sem best lét átti það gamlar myndir uppá hálofti, í einhverju dóti sem hafði farist fyrir að henda, myndir af þeim forfeðrum og formæðrum sem höfðu barist fyrir réttindum verkafólks á sínum tíma.
Sólveig Anna var hinsvegar verkalýðssinni og einlæg baráttukona fyrir bættum kjörum verkafólks, og það sem var miklu verra, hún tók hlutverk sitt alvarlega.
Til að byrja með umbar Góða fólkið Sólveigu Önnu, svona á meðan það virtist að spjót hennar beindust gegn auðvaldinu og atvinnurekendum, kannski samt ekki rétt að nota sögnina "að umbera", frekar ætti maður að segja að rógurinn og níðið úr ranni Góða fólksins hafi ekki veið skipulagður, engin herferð í gangi eins og varð seinna meir.
Eða allt þar til að Efling boðaði til verkfalls ófaglærðra hjá leikskólum Reykjavíkurborgar og Dagur borgarstjóri Góða fólksins var spurður í beinni útsendingu (þess vegna var ekki hægt að bjarga málunum með klippingu) af hverju hann stæði gegn þeirri hógværu kröfu Eflingar að ófaglært starfsfólk leikskólanna gæti lifað af launum sínum??
Þar gat Dagískan (sérstakt tungumál góða fólksins að segja fátt eða ekkert með mörgum skrúðmæltum orðum) ekki bjargað þeim skaða að allir sáu að hin meinta umhyggja og góðmennska Góða fólksins gagnvart sínum minnum bræðrum og systrum var aðeins skrautfjöður, leiktjöld, jafnvel hinn nakti Nýi keisari var klæðamikill miðað við allsleysi þess.
Þar með varð Sólveig Anna Óvinurinn, tók þann sess sem Davíð Oddsson hefði eitt sinn haft á meðan blóð rann í æðum hans, Bjarni Ben í dag, Sjálfstæðisflokkurinn, allt vék fyrir skipuninni einni, að ná höggstað á Sólveigu Önnu.
Það er óþarfi að fara í gegnum þá sögu alla saman, sem söguáhugamaður (pólitískur óþverri og undirróður á sér langa fróðlega sögu) þá gat ég samt ekki annað en dáðst af hæfninni við að finna allskonar smáfólk sem var dubbað upp og gert að einhverju, en allur þessi óþverraskapur var aðeins eldskírn og Verkalýðsleiðtogi var okkur fæddur.
Verkalýðsleiðtogi sem lætur ekki staðar numið, annaðhvort er hún höggvin, eða sigrar.
Fyrirsögn þessa pistils vísar í fornminni barnæsku minnar, frá einni fyrstu sjónvarpsauglýsingu sem ég sá í svarthvíta sjónvarpstækinu sem kom á heimili foreldra minna rétt fyrir eða um 1970,en hún auglýsti þann eðaldrykk Sinakóla.
Þreytt skúringarkona koma inná skrifstofu í óreiðu, andvarpaði en sá þá flösku af sinakóla á borðinu, teygaði hana, og allt í einu rétti hún úr sér, allt yfirbragð þreytu og ömurleika horfið, sem glæstur stormsveipur fór hún um skrifstofuna sem varð gljáfægð á eftir.
Þannig kom skúringarkonan Sólveig Anna inní þreytt og útbrunnið kerfi verkalýðsbaráttunnar á Íslandi, og hver getur á móti mælt að ekki hafi verið vanþörf???
Allavega tel ég alvörumennirnir, menn sem enginn efast um að hafi einlægan áhuga á að vinna að bættum hag og kjörum umbjóðenda sinna, sem eru í sárum í dag, ættu að svara þessari spurningu játandi, það var þörf á Stormsveip inní íslenska verkalýðsbaráttu.
Sólveig Anna er vissulega stríðlynd, það voru líka hinar gömlu hetjur verkalýðsbaráttunnar sem lyftu Grettistaki í árdaga baráttunnar fyrir mannsæmandi kjörum verkafólks, það var stéttarstríð og stríðleiðtogar eru stríðlyndir, annars ná þeir engum árangri.
Þess vegna er óþarfi að grenja þó menn telji ekki vel að sér vegið, sá grátkór er aðeins vopn í höndum Góða fólksins sem hatast í Sólveigu Önnu út í eitt.
Þeir verða einfaldlega að spyrja sig; hvað er það sem skiptir í raun máli, þeirra særindi, sem enginn efast um að sé af gefnu tilefni, eða raunveruleg kjarabarátta.
Það má vel vera, og er reyndar líklegt, að hefðbundin stöðubarátta samningaborðanna hafi ekki skilað betri kjörum, en stríðsátök hafa ekki verið reynd.
Efling stefnir í stríð, og það er óþarfi að leggja fjendum hennar lið í þeim átökum.
Þetta ættu menn að hafa í huga.
Og sé það rétt mat hjá mér að þeir Aðalsteinn og Vilhjálmur séu alvörumenn, þá hafa þeir þetta ekki í huga.
Þeir vita þetta.
Vita að það eiga aðrir að kljást við Stormsveipinn en þeir.
Og það sem meira er, þeir eiga að koma til hjálpar, gerist þess þörf.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
![]() |
Mælirinn orðinn fullur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.1.2023 | 23:02
Friðjón R. Friðjónsson
Málaliði auðsins, meintur hugmyndafræðingur Viðreisnar.
ESB-sinninn í Sjálfstæðisflokknum.
Þegar Mogginn vitnar í hann, þá er augljóst að Davíð er liðinn.
Eða hvað á maður að halda???
Hvað var Brésnev oft dauður þegar hann var látinn veifa í síðasta skipti á hersýningu Rauða hersins á torginu sem kennt var við hina Rauðu byltingu??
Þá vissu það margir en kannski ekki svo margir núlifandi í dag.
Ég veit ekki heldur hvort Davíð sé lífs eða liðinn þó ég setji Friðjón og Viðreisn í fyrirsögn þessa "örpistils".
Og það er frekar skáldlegt að segja að á "dauða mínum átti ég von á", sérstaklega í ljósi þess að ég er ekki skáld, sem og að fyrir margt löngu þá sagði eitthvað Skáld þessi orð í fyrsta skipti.
Og ég skal fúslega viðurkenna að hvorki Friðjón, Viðreisn, Orkupakki 3 og 4, sem og hlutverk Friðjóns í að tryggja margítrekað/endurkjör Bjarna Ben kom ekki fyrir í fyrirsögn þessar fréttar Mbl.is.
En ég spyr mig samt hvort það sé líf hjá Mogganum út í Móum.
Eða hvort sýndarveruleikinn hafi tekið yfir blaðið líkt og svo margar stofnanir þjóðfélagsins.
Að hjá Mogganum sé sjómaður orðinn að fiskari uppá Norsku.
Svona frétt vekur nefnilega upp spurningar.
Það er ástæða fyrir því að ég les ekki Fréttablaðið.
Hvernig er þetta með Davíð??
Kveðja að austan.
![]() |
Sögulegt stjórnarkjör Óðins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2023 | 17:59
Viðrinin sögðu!!
Stöðvum flugelda.
Og vísuðu í starfslýsingu sína.
Við erum á kaupi við að berjast gegn mengun.
Í aðdraganda áramóta fóru vissulega grunsemdir í gegnum huga minn, ég heyrði réttlætingu í miðjum óveðursbili, þar sem sköpum skipti framlag og viðbragð björgunarsveitanna, en grunsemdin varð ekki að ljósi skilnings fyrr en ég hlustaði þann þrítugasta á einhvern meintan yfirmann hjá Umhverfisstofnun, og ég hlustaði á karlmann, sem fékk starf sitt á þeim tíma þar sem meint vanhæft fólk fékk vinnu hjá ríkinu vegna flokksstarfs þess eða annarra pólitískra tengsla.
Aumingja maðurinn, og hann var með typpi þar að auki, en hafði gleymt að skapa sér skjól með því að segjast heita, nei nei ekki Alexandra, það nafn er upptekið, kona, Transkona, kannski Fjóla, eða Jóna.
Og þá fattaði ég hvurlags vanhæfni stjórnaði, eða þar byggði ég ályktun mína, var andlit árása möppudýranna hjá þessari ríkisstofnun gagnvart áramótagleði Íslendinga.
Svona ef einhver heldur að orðið Íslendingur sé skammaryrði, þá er það lýsing á þjóð sem hið vanhæfa möppudýr, eða ef hann sé frontur hjá stofnun þar sem öllu viti hefur verið úthýst, á allt sitt undir um tekjur og lífsafkomu sína.
Samt vó þetta fólk gegn tilvist og forsendum þess fólks sem lagði á sig kauplaust að bjarga fólki sem komst ekki spönn frá rassi því aðrar ríkisstofnanir, má spyrja hvort vanhæfnin sé smitandi, höfðu ekki sinnt hlutverki sínu.
Kannski var sú samkennd með öðrum vanhæfum, drifkraftur aðfara Umhverfisstofnunar gegn flugeldasölu Björgunarsveitanna?
Veit ekki því ég er ekki rannsakandi hjá Harvard sem vegur og metur vanhæfni stjórnsýslu.
Persónulega tel ég að Ólafur Harðar ætti að rannsaka áhrif hinna ónothæfu á íslenska stjórnsýslu, og skoða þá ráðningu þeirra frá svona 1990 til 2010, drifkraftur hans ætti þá að vera uppgjöf Hannesar Hólmsteins gagnvart kenningum Hayeks.
Vitandi að Hannes var aðeins örsmár dropi í hafi.
Hafi, jafnvel úthafi, þar sem bjáninn, eða bjánarnir hjá umhverfisstofnun skoluðu á land forheimskunnar.
Svona forheimsku að íslensk flugeldamengun, sem var aðeins dropi í hafi, náði varla að slá út einstakar flugeldasýningar stórborga globalsins, að hún væri aðeins augnablik, sem veður og vindar tækju að sér að dreifa út í eitt.
Og þessi athöfn, þessi mengun, ætti sér ekki aðra daga, hún væri sérstök, hún væri einstök, og hefði ekkert að segja í þeirri heildarmengun sem þjóð okkar stendur fyrir.
Því það er jú heildin sem skiptir máli.
Hvað mengum við sem þjóð?? í heimi þar sem þegar er of mikið mengað.
Svarið er einfalt, og má lesa um í þessari frétt.
Við bætum stöðugt í mengun heimsins á Glóbal grundvelli.
En þeir mengunarvaldar geta alltaf þakkað því að Umhverfisstofnun er undirlögð af vanhæfu fólki sem í ráðaleysi sínu og aumingjaskap fékk viðrini hinnar opinberu umræðu til að kóa með.
Á meðan mengum við.
Mengum sem þjóð.
Og við bætum stöðugt í.
Kveðja að austan.
![]() |
Spá 80% fjölgun gesta með skemmtiferðaskipum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.1.2023 | 16:50
Hversu sjúk er meðvirkni??
Sem lætur formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur komast upp með svona aulasvör og aulaskýringar.
Í þessum heimi er ekki til svo óþrifinn köttur að hann myndi kenna þetta yfirklór við kattarþvott.
Mitt litla byggðarlag er vel rutt, enda eru yfirleitt 4 snjóruðningstæki á ferðinni þegar það snjóar. Eini vandinn felst í miðstýringu skrifstofubákns þar sem ekki vel hæft fólk er með puttana í framkvæmd snjóruðningsins, þrýstir á að tæki séu kölluð út seint, eftir að fólk er lent í vandræðum í fyrstu snjóum, eða það skoðar síma sína en ekki veðrið úti þegar það segir bæjarverkstjóranum að það sé gul veðurviðvörun, þegar hann lítur út um gluggann og sér aðeins eðlilegt snjókóf vetraveðursins.
Samt sigrar yfirleitt heilbrigð skynsemi og verkþekking snjóruðningsmanna, og bærinn er ruddur, fólk kemst leiðar sinnar, það býr ekki við óvissuna og óttann um að komast ekki spönn frá rassi, sitja fast í snjókófi og skafrenningi, jafnvel með ung börn sín sem þurfa að komast í skóla, á barnaheimili, eða á hátíðisdögum, að heimsækja afa sína eða ömmu, því hátíðarnar eru tíminn þar sem við gleðjum þá sem eldri erum með nærveru okkar, í nútíma þar sem tíminn er alltaf að fljúga frá okkur.
Reykjavík er kannski hundrað sinnum stærri að flatarmáli en litla byggðarlag mitt, samt tala menn stoltir um 20-30 sjóruðningstæki þar að störfum, og aula svo í blaðaviðtali að einhver önnur 20-30 hafi brugðist, loksins þegar það spáði vetrarveðri.
Aumt er að kenna öðrum um, eins og samningsstaðan sé verktakanna en ekki hins risastóra verkkaupa, annað er að halda að örfá tæki í viðbót í það víðáttuflæmi sem Reykjavík er orðin í dag, hefði skipt einhverju máli.
Flestir hefðu setið jafnfastir við heimili sín og í íbúðagötum, fleiri tæki hefðu hugsanlega dugað til að halda stofngötum opnum, en mikið má aulinn vera ef hann telur að fólk búi í bílum sínum við stofngötur, og þurfi ekki ruðning í og við heimili sín.
Frá orðavaðlinum yfir í raunveruleikann er þvílíkt ginnungargap að vandséð er um vitsmuni blaðamanns sem lætur bjóða sér þvílíka þvælu og sjálfsréttlætingu.
Eftir hlýtur þá að standa hin sjúka meðvirkni að að láta piltinn Alexander njóta hins vanheilaga skjóls að hann hafi kosið að kalla sig Alexöndru, og sé því það sem kallað er kynsegin, eða eitthvað, og svoleiðis fólk megi ekki spyrja eða tala við eins og annað fólk.
Hvað þá að láta standa orða sinna eða gjörða.
Munum að það var valkostur Pírata að bjóða fram fólk sem hafði það eitt sér til ágætis að segjast vera öðruvísi en við hin, kjósendur urðu svo að meta hvort það eitt dygði til að það næði kjöri til borgarstjórnar, þeir sem gerðu kröfu um hæfni eða getu, gátu þá leitað annað með atkvæði sitt.
Munum síðan að það liggur í eðli fulltrúarlýðræðisins að hinir og þessir myndi meirihluta, þar er spurt um þann fjölda sem þarf til að mynda meirihluta, en alls ekki um hæfni, getu, eða hvað þá kyn eða kynsegið eitthvað.
Niðurstaðan er núverandi meirihluti.
En það afsakar ekki blaðamanninn að taka þátt í skrípaleiknum.
Alls ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1440141
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar