Verkföll eru alltaf neyðarúrræði

 

Þar mælti sósíalistinn í Katrínu Jakobsdóttur heilust, eins og á einu örskoti hafi hugur hennar dregið hana til baka þar sem hún var ung, saklaus og sósíalisti.

 

En Katrín er stjórnmálamaður, meir að segja forsætisráðherra, og slíkir eru aldrei ungir, saklausir og sósíalistar, þeir lýsa ekki stuðningi við sanngjarnar kröfur verkafólks eða fordæma markaðsvæðingu leigumarkaðarins á liðnum árum.

Þeir tala Dagísku, það sérkennilega tungumál, segja mikið um ekki neitt.

 

Svo féll Katrín í gryfjuna sem undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu gróf henni.

Þessi undirróðursmaður er kannski ekki ein persóna heldur meðvituð stefna sem mótuð var á ritstjórnarskrifstofu blaðsins að svara verkfallsboðun Eflingar með sífeldum persónuárásum á Sólveigu Önnu, og þegar hugmyndaflugið þrýtur eða sama fólkið komið of oft í viðtal, þá er kröfugerð og málflutningur Eflingar afbakaður með öllum þeim tækjum og tólum sem vanur áróðursmaður býr yfir.

Ekki í mínútu hvarflar að ritstjórn Morgunblaðsins að segja hlutlausar fréttir af kjaradeilu Eflingar eða reynt að rýna í af hverju Efling grípur til þess neyðarúrræðis sem verkfall er á þessu síðustu og verstu.

 

"Hvað finnst þér um kröfu Efl­ing­ar um ólík kjör eft­ir bú­setu?".  Þarna hafði Katrín val, spilað með eða sýnt reisn.

Eða hafa bara þá reynslu til að láta undirróðursmanninn ekki narra sig til að sýna sitt rétta andlit, að samúð hennar með fólki í basli er aðeins í nösunum, einhver svona skyldusamúð.

Hún gat bent blaðamanninum kurteislega á að hann væri að taka orð Sólveigu Önnu úr samhengi, hún hefði einfaldlega vera benda á að aðstæður hennar umbjóðenda væri þannig að hina fasta krónutöluhækkun Starfsgreinasambandsins dygði ekki einu sinni uppí hækkun á leiguverði og þá væru allar hinar verðhækkanirnar eftir.  Spurningin væri því ekki viðeigandi og hún tæki ekki þátt í þessum leik. 

 

En hvort sem það var með opin augu eða lokuð augu þá lenti hún í frjálsu falli og ég verð bara að segja; aumingja Katrín, hvað ætlar þú að reita mikið fylgið af þér?

Jafnvel Dagískan hefði getað sloppið fyrir horn; "Al­mennt finnst mér að stjórn­völd eigi ekki endi­lega að hafa skoðun á inni­haldi krafna, þegar menn sitja við samn­inga­borðið".

Svo kom bara En-ið og afhjúpunin; "En ég myndi telja að við vær­um kom­in út í veru­leg­ar ógöng­ur ef kjara­samn­ing­ar ættu að miðast við bú­setu".

 

Hver var að tala um að kjarasamningar ættu að miðast við búsetu annar en undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu??

Það eru aðstæðurnar í Reykjavík, sérstaklega Villta vestur nýfrjálshyggjunnar á leigumarkaðnum sem fá forsvarsmenn Eflingar til að horfa í augun á viðsemjendum sínum og segja; þessar hækkanir á kauptaxtanum duga ekki, við þurfum meira, og þið vitið af hverju.

Ef þessar aðstæður eru öðruvísi út á landi, og kauphækkun nýgerðs kjarasamnings Starfsgreinasambandsins duga þar, þá er það bara svo, en það breytir ekki raunveruleik Eflingafélaga, og fyrir þá eru Sólveig Anna og félagar að semja.

 

Þetta er eitthvað svo augljóst og allt vitiborið fólk á að skilja þetta.

Og þeir sem þurfa ekki að skrimta á lágmarkslaunum, ættu allavega að sýna þann sið að afbaka ekki kröfur láglaunafólks, eða afneita þeim raunveruleik sem það býr við.

Það er nefnilega ljótt og svo ég vitni í mann sem allavega einu sinni þekkti til siðar og sagði hin fleygu orð; "Svona gerum við ekki", því þetta er eitthvað sem sýnir innri mann fólks.

 

Það er ekki það sama og að venjulegur atvinnurekandi, sem líka þarf að ná endum saman, geti einn og sér bætt úr afleiðingum nýfrjálshyggjunnar, á meðan skortur er á leiguíbúðum eða venjulegu vinnandi fólki er gert ókleyft að kaupa sína eigin íbúð, þá sýgur skepnan í sig allar launahækkanir því græðgi hennar er stjórnlaus og á sér engin mörk.

Vandinn er miklu djúpstæðari en það og ábyrgð þeirra sem brutu niður félagslega íbúðakerfið og gerðu leigumarkaðinn af blóðvöll markaðarins.

Á ábyrgð stjórnvalda, og það er á þeirra ábyrgð að setja bönd á skepnuna, það vissu goðin á sínum tíma þegar þau tóku glímuna við Fernisúlf.

 

En á meðan ekkert er gert, skepnan aðeins fóðruð á frekari fórnarlömbum, þá er verkfall Eflingar neyðarráð, aðgerð til að knýja hina betur stæðu til aðgerða, því þeirra er völdin, það eru þeir sem eiga bæði fyrirtækin og stjórnmálamennina.

Að skjóta sendiboðann leysir engan vanda, það kemur aðeins nýr með öflugri og illskeyttari her að baki sér.

Og þá ætla menn sér kannski ekki að semja, heldur taka.

 

Ég auglýsti í gær eftir viti.

Því þetta skilur allt vitiborið fólk.

Líka þeir sem þekkja ekki til siðar í hjarta sínu.

 

Ætli ég ítreki ekki bara þá auglýsingu.

Hvar er fullorðna fólkið??

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Verkföll eru alltaf neyðarúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Margir góðir punktar í þessu hjá þér og þó ég hafi ekki mikla trú á þessari baráttu Eflingar, þá vona ég að hún skili betri kjörum til sinna félagsmanna, jafnvel þó tapið af langvinnu verkfalli sé reiknað með.

Vandamálið er að ég treysti ekki manneskju sem hefur verið í Sósíalistaflokk og óttast byltingar því þær hafa tilhneigingu til að éta börnin sín.

Theódór Norðkvist, 12.1.2023 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theódór, eins og ég lít á málið þá er alls óvíst hvernig fer í þessari deilu allri saman, kæmi mér ekki einu sinni á óvart að það yrði sett lög á verkfallið eftir að mál verða komin í óleysanlegan hnút.

En þetta verkfall er nauðsynlegt svo yfirstétt landsins átti sig á að það verður enginn friður, og friður er nauðsynlegur á þeim á þeim óvissutímum sem eru framundan. 

Svo það þarf að koma til móts við fólk, eitthvað þarf að gera, annað en að níða niður sendiboðann.

Traust og ekki traust, borgarastétt sem hlustar ekki á réttætar kröfur láglaunafólks, fær fáum ráðið hvaða litur er á klæðum sendiboðans, minni svo á þessi orð mín; "Að skjóta sendiboðann leysir engan vanda, það kemur aðeins nýr með öflugri og illskeyttari her að baki sér. Og þá ætla menn sér kannski ekki að semja, heldur taka.

Þetta er megin röksemd þess að borgarstéttin um allan hinn vestræna heim, með Bandaríkin sem undantekningu, samdi við jafnaðarmenn um velferðarkerfið, innst inni vissi hún að kröfurnar voru réttmætar en fyrst og fremst var hún hrædd við kommana í austri.

Sólveig Anna er fyrst og síðast réttlætissinni, það að vera líka sósíalisti stafar af því að fátt annað er í boði.

Þar er sökin ekki hennar.

Kveðja að austan.

"

Ómar Geirsson, 12.1.2023 kl. 13:36

3 identicon

Vel mælt, Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 13:47

4 identicon

Sólveigu Önnu má lýsa með fleygri setningu úr íslendingasögu "kýs ekki frið ef ófriður er í boði". Þar á meðal við starfsfólk sitt. "Réttlætissinni", heldur þú að það sé reynsla þess fólks af henni sem hún rak af skrifstofu Eflingar og svipti lìfsafkomu sinni?

Bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 16:59

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Það eina sem mér dettur í hug eftir að ég las þessa athugasemd þína, er að þú hafir ekki nokkra hugmynd hvað er í gangi hjá láglaunafólki í Reykjavík í dag, fólk sem glímur við afleiðingar hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins, þar á meðal frelsinu á leigumarkaðnum.  Og til að bíta höfuð af skömminni, þá setti óhæfustjórn Jóhönnu Sigurðardóttir það í lög að enginn fengi að kaupa sitt eigið húsnæði nema hann kæmist í gegnum nálarauga greiðslumatsins.  Skipti ekki máli þó mánaðargreiðslur af húsæðislánum væri allt að helming lægri en okurleiga hins frjálsa flæðis.

Erfitt er að komast nær kerfi sem heldur fólki í hlekkjum eilífs þrældóms án þess að sjá nokkra útkomuleið.

Þetta skilur ekki Góða fólkið og mér sýnist að þú skiljir þetta ekki heldur.

Varðandi fólkið sem hún rak af skrifstofunni, þá átti ég mjög erfitt með að skilja af hverju hún lét ekki miklu fyrr sverfa til stáls við þá sem unnu beint og óbeint gegn henni á skrifstofu Eflingar.

Vinna hjá launþegahreyfingunni er ekki atvinnubótavinna, hvað þá sjálftökuvinna, og ef þú lýtur ekki nýjum formanni, grefur undan honum, vinnur gegn honum, þá áttu að fara, skiljir þú það ekki (það er hinn nýkjörni formaður), þá áttu ekkert erindi í formannsstól.

Á ákveðnum tímapunkti fór ég að efast um tötsið hjá Sólveigu Önnu, en hún rak af sér slyðruorðið, sannaði að hún væri með þetta.

Þess vegna breyttist Morgunblaðið úr fréttamiðli í undirróðursmiðil sem gat ekki látið ritstjórnarsíður blaðsins duga til að vega að fólki, heldur þurfti líka að láta fréttaskrif blaðsins endurróma skoðanir ritstjórnar blaðsins, sem í kjarna er ein í þessu máli; Tökum Sólveigu Önnu niður með góðu eða illu.

Það Bjarni segir allt sem segja þarf um Sólveigu Önnu og baráttu hennar fyrir sið og mennsku.

Já, hún er stríðsmaður réttlætis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2023 kl. 17:24

6 identicon

Hvað með dreifbýlisþingmenn?

Fá þeir ekki staðaruppbót, hér í borg óttans?

Af hverju?  VG ætti nú heldur betur að vita það.  Bjarkey og Steingrímur Joð, hinn alltumlykjandi andlegi faðir VG og Kötu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 17:27

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Verkalýðsleiðtoginn Sólveig Anna Jónsdóttir kann að vera mjög dugmikil við reyna að ná fram betri kjörum fyrir öreigana. Hinsvegar er til önnur Sólveig Anna Jónsdóttir, No Border sinninn. Sú Sólveig Anna Jónsdóttir gerir baráttu hinnar fyrstnefndu Sólveigar Önnu Jónsdóttir nær vonlausa, með því að stuðla að taumlausu flæði ódýrs vinnuafls frá þriðja heiminum.

Þannig að hér eru tvær Sólveigar Önnur Jónsdætur alveg sitt hvorum megin víglínunnar. Hver vinnur? Verður jafntefli? Ég myndi veðja á No Border sinnann og þar með fylkinguna sem hin Sólveigin segist berjast gegn. Það mun áfram tryggja að öreigarnir verði að sætta sig við brauðmolana sem falla af borði hinna ríku. Ef einhverjir verða því elítan gerist æ duglegri að hreinsa þá upp í nafni sparnaðar og hagræðingar, áður en öreigarnir ná að tína þá upp.

Theódór Norðkvist, 12.1.2023 kl. 17:41

8 identicon

Þú verður að athuga það Omar að atvinnurekendur fá enga staðaruppbót á sínar afurðir.  Húsnæðiskostnaður starfsfólks verður því ekki sóttur til þeirra. Það er stjórnvalda að skapa sanngjarnan húsnæðismarkað en ekki atvinnurekenda.

Bjarni (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 17:51

9 identicon

@Bjarni, aths. 8

Fyrst þú minnist á stjórnvöld.

Þú veist að ríkisstjórn Kötu gerir ekkert, nema að hygla sjálfri sér.  Hví heldur þú að bjarráðin komi frá þeim sem hækkuðu eigin laun um 52%, haustið 2017 og hafa hækkað gríðarlega síðan, með bitlingum, staðaruppbótum, digrum lífeyrisgreiðslum (til sjáæfra sín) meðan misskiptingin fer hratt vaxandi.

Almenn hagsæld leiðir til betra þjóðfélags, réttláts þjóðfélags, en sú geggjaða misskipting, sem nú þrífst, leiðir einmitt til þess að verkföll blossa upp.

Hverjir sáðu í þan akur óánægjunnar en einmitt þau stjórnvöld sem skömmtuðu sér kjarabætur langt umfram aðra?

Við einmitt þessu varaði Styrmir margsinnis. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.1.2023 kl. 18:20

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theódór, skil pointið hjá þér en átta mig ekki alveg á samhenginu hvað þetta hefur með Sólveigu Önnu að gera.

En það er mikið rétt hjá þér, frjálst flæði fátæks fólks um allan hinn vestræna heim ógnar kjörum þeirra sem fyrir eru, þó menntun og fagþekking telji sig örugga á bak við girðingar réttinda, þá bresta þær alltaf fyrr eða síðar.

Þetta er einfalt lögmál, líkt og vatn rennur niður á móti, fólk sem á ekkert, er alltaf tilbúið að vinna á lakari kjörum en þeir sem fyrir eru, og það er alltaf til fólk í atvinnurekstri sem nýtir sér þetta lögmál.

En svarið við því Theódór getur aldrei verið að tala Sólveigu Önnu og baráttu hennar niður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 08:23

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Skil ekki af hverju þú ert að beina þessu til mín með meinta staðaruppbót, það var gamall baráttufélagi minn Pétur Örn sem kom inn á hana. 

Ég hef einfaldlega bent á þá staðreynd að vegna mikilla hækkana á húsnæðisverði, sem að sjálfsögðu skilar sér út á leigumarkaðinn, þar sem illt verður verra vegna skortsstöðu, að þá kemst láglaunafólk ekki lengur af, það getur ekki eins og sagt var þegar ég var ungur, og verkföll þóttu sjálfsagt tæki verkalýðshreyfingarinnar, lifað af launum sínum.

Og hvað á það þá að gera Bjarni??

Gera eins og bændurnir í Kína gerðu eftir Stóra stökkið, þegar uppskerutíminn fór í að bræða stál og ekkert var til að éta  um veturinn, leggjast uppí flet sín og bíða dauðans, því þeir vissu að ef þeir mótmæltu beið þeirra byssukúla kommúnistanna??

Verkfallsvopnið er eina svar láglaunafólks við þessar aðstæður, og það er eins Katrín Jakobsdóttir benti réttilega á, neyðarúrræði.  Það er líka réttilega bent á hjá þér að atvinnurekendur geta aldrei leyst þennan vanda með kauphækkun einni saman, það er ekki sá tekjugrundvöllur til staðar að það sé hægt.

Vandinn er djúpstæður, hann er kerfislægur og það þarf að horfast í augun við hann.

Hann leysist ekki með því að skjóta sendiboðann, það kemur bara annar illvígari á eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.1.2023 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 481
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 5765
  • Frá upphafi: 1327311

Annað

  • Innlit í dag: 425
  • Innlit sl. viku: 5110
  • Gestir í dag: 383
  • IP-tölur í dag: 375

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband