Aumingja Villi, aumingja aumingja Villi.

 

Og ég sem hélt að hann hefði gert góðan samning, að hann þyrfti ekki að réttlæta hann með því að taka að sér skítadjobb, svona ígildi kamarhreinsunar, eins og innst inni teldi hann að svo væri ekki.

Því ég er ekki svo skyni skroppinn að ég viti ekki að sá sem er sáttur við sitt, að hann hagar sér ekki eins og innifalið væri í samning hans rógur og skítur um þá sem telja sig hafa burði til að sækja réttlæti, það réttlæti að allir þegnar þessa lands eigi í auðlegð þess rétt á mannsæmandi lífi á þeim launum sem samfélagið skammtar því.

 

Eitt er þegar Morgunblaðið í nauðvörn fyrir hinn siðblinda grimma kapítalisma Glóbal-auðsins, svo víðsfjarri frá gildum og hugsjónum þeirra borgarlegu kapítalista sem stofnuðu blaðið og ráku það í hátt í heila öld, tekur viðtal við stolt Verkalýðsarms Samfylkingarinnar, sem allt félagshyggjufólk getur lesið sér til háðungar.

Annað er þegar Villi birtist eins og auðmjúkur þjónn sem telur fátt sér æðra en að éta brauðmola úr hendi þess sem sigar honum á þá sem gáfust ekki upp, enda Vilhjálmur Birgisson seint talinn af hundakyni.

 

Svik Samfylkingarinnar er ekki ný frétt, en brauðmolaát Vilhjálms Birgissonar er það svo sannarlega.

Það var vitað að siðblindan myndi snúast að fullum þunga gegn þeirri réttlátu kröfu að í þjóðfélagi alsnægta og auðlegðar, líka hinir ómenntuðu og hinir ófaglærðu, ættu og gætu allir lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.

Að hvorki vaxtakerfi auðsins, að hvorki húsnæðiskerfi þess eða sú þrælahugsun sem er innmúruð í hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, gæti komið í veg fyrir þessa lágmarkskröfu mennskunnar, samhygðarinnar, þess að þrátt fyrir allt erum við ein þjóð í einu landi. 

Deilum með okkur kjörum sem og áföllum, að við höfum öll hag að því að snúa bökum saman í stríðu, því við nytum öll ávaxtanna í blíðu.

 

Samt lætur Villi nota sig svona.

Að hann sé fyrsta frétt eftir hinum aumkunarverðu sem Samfylkingin og Góða fólkið getur dregið fram gegn Óvini þess númer 1, Sólveigu Önnu sem afhjúpaði hvað Góða fólkið er í raun aumkunarvert fólk, að baki allri skinhelginni sé samsinnun sem og samstarf við þrælahald Glóbal-auðsins.

 

Ég get ekki sagt að ég hafi frekar átt von á dauða mínum frekar en þessari frétt, ekki bara vegna þess að ég er kominn á þann aldur að hann gæti alveg verið á bak við næsta horn, heldur ég las í dag pistil sem Vilhjálmur Birgisson var sagður hafa skrifað, en það þurfti ekki miklar gáfur til að sjá að um penna héldu frasasmiðir Samfylkingarinnar, þar sem evran var lofsömuð og gildi krónunnar var talað niður.

Skítaþefurinn af þeim sem skipta um lið fyrir borgun reif í nasir þó hundruð kílómetra væri á milli.

Þegar mætur liðsmaður segir uppúr þurru að hann sé fífl, hafi alltaf verið fífl, en sjái núna ljós evrunnar, svona sérstaklega í ljósi hamfaranna sem dynja á launafólki Evrópu í dag, þá er ljóst að svona talar ekki skynsamur maður, nema fyrir feita pyngju, hvert sem innihald hennar er svo sem í raun.

 

Ég var eiginlega ekki hissa þegar ég las þessa frétt, en ég var vissulega hissa þegar ég las Samfylkingaráróður Vilhjálms Birgissonar um hugljómun hans að krónan væri ónýt en evran góð, það hvarflaði jafnvel að mér að manninum hefði verið rænt.

Þessi  frétt staðfestir samt eiginlega að Vilhjálmur sé liðinn, að hann sé genginn fyrir björg.

 

Og hvað segir maður þá????

Jú aumingja Villi, aumingja aumingja Villi.

Því í samfélaginu sem ól okkur upp, og átti rætur í um þúsund ár aftur í tímann, þá var mannskaði alltaf talinn skaði, hver sem í hlut átti.

 

Þarna fór góður maður fyrir auðsbjörg.

Kveðja að austan.


mbl.is Viðræðuslit gætu þýtt þriggja milljarða tekjutap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkfall Eflingar er réttmætt, það er réttlátt.

 

Ögurstund er runnin upp í íslensku samfélagi, á vígvöll verkalýðsbaráttunnar er kominn leiðtogi sem segir einfaldlega; Hingað og ekki lengra, við rekum þetta þjóðfélag á lágmarkslaunum sem ekki er hægt að lifa mannsæmandi lífi á.

Við erum rík þjóð, eins og sagt var í gamla daga, þá drýpur smjörið af hverju strái, við búum að auðlindum, menntun, tækni, þekkingu.

Ef stjórnkerfið, ef atvinnulífið, ef efnahagskerfið ræður ekki við að dreifa gæðum þjóðarinnar á þann hátt að allir í okkar fámennu þjóð geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum, þá er það vanhæft, ef það er sagt að slíkt sé ekki hægt, þá er það siðlaust.

 

Það eru vissulega erfiðir tíma og kannski atvinnuþref ekki á bætandi, Evrópa glímir við orkukreppu og dýrtíð, í stórum hluta heimsins býr fólk við hörmungar náttúruhamfara, fæðuskorts eða aðra óáran.  Síðan er stríð sem ógnar heimsfriðnum, framtíðin er því óviss og meintir skynsamir kjarasamningar, varnarsamningar til að verja þau lífskjör sem hægt er að verja, eini valkostur jafnt launþega sem atvinnurekanda.

Allt mikið rétt, nema þá þurfa allir að geta lifað, haft efni á fæði, klæðum og húsnæði sem er ekki reyndin fyrir alltof stóran hóp launafólks.

Fyrir hönd þessa fólks er Sólveig Anna að boða til verkalla, yfirlýsing hennar er stutt og skorinorð; það verður enginn skilinn eftir út undan, sem þjóð þurfum við núna að standa saman.

Ef siðleysið, ef vanhæfnin er það mikil að ráðafólk þjóðar okkar skilur þetta ekki, þá verður svo að vera.

 

Þá verður verkfall.

Réttmætt verkfall.

Réttlátt verkfall.

 

Því stundum er baráttan eina úrræðið.

Þess vegna var ekki gefist upp í London 1940.

Þó aðrir hafi gefist upp.

 

Þessi einföldu sannindi eru forsenda siðmenningarinnar.

Skýring þess að göturnar eru ekki fullar af fólki rífandi hvort annað á hol.

 

Þetta er nefnilega svo miklu meira en bara verkfall.

Kveðja að austan.


mbl.is Efling undirbýr verkfallsboðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 5399
  • Frá upphafi: 1338857

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4747
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband