Hversu sjúk er meðvirkni??

 

Sem lætur formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur komast upp með svona aulasvör og aulaskýringar.

Í þessum heimi er ekki til svo óþrifinn köttur að hann myndi kenna þetta yfirklór við kattarþvott.

 

Mitt litla byggðarlag er vel rutt, enda eru yfirleitt 4 snjóruðningstæki á ferðinni þegar það snjóar.  Eini vandinn felst í miðstýringu skrifstofubákns þar sem ekki vel hæft fólk er með puttana í framkvæmd snjóruðningsins, þrýstir á að tæki séu kölluð út seint, eftir að fólk er lent í vandræðum í fyrstu snjóum, eða það skoðar síma sína en ekki veðrið úti þegar það segir bæjarverkstjóranum að það sé gul veðurviðvörun, þegar hann lítur út um gluggann og sér aðeins eðlilegt snjókóf vetraveðursins.

Samt sigrar yfirleitt heilbrigð skynsemi og verkþekking snjóruðningsmanna, og bærinn er ruddur, fólk kemst leiðar sinnar, það býr ekki við óvissuna og óttann um að komast ekki spönn frá rassi, sitja fast í snjókófi og skafrenningi, jafnvel með ung börn sín sem þurfa að komast í skóla, á barnaheimili, eða á hátíðisdögum, að heimsækja afa sína eða ömmu, því hátíðarnar eru tíminn þar sem við gleðjum þá sem eldri erum með nærveru okkar, í nútíma þar sem tíminn er alltaf að fljúga frá okkur.

 

Reykjavík er kannski hundrað sinnum stærri að flatarmáli en litla byggðarlag mitt, samt tala menn stoltir um 20-30 sjóruðningstæki þar að störfum, og aula svo í blaðaviðtali að einhver önnur 20-30 hafi brugðist, loksins þegar það spáði vetrarveðri.

Aumt er að kenna öðrum um, eins og samningsstaðan sé verktakanna en ekki hins risastóra verkkaupa, annað er að halda að örfá tæki í viðbót í það víðáttuflæmi sem Reykjavík er orðin í dag, hefði skipt einhverju máli.

Flestir hefðu setið jafnfastir við heimili sín og í íbúðagötum, fleiri tæki hefðu hugsanlega dugað til að halda stofngötum opnum, en mikið má aulinn vera ef hann telur að fólk búi í bílum sínum við stofngötur, og þurfi ekki ruðning í og við heimili sín.

 

Frá orðavaðlinum yfir í raunveruleikann er þvílíkt ginnungargap að vandséð er um vitsmuni blaðamanns sem lætur bjóða sér þvílíka þvælu og sjálfsréttlætingu.

Eftir hlýtur þá að standa hin sjúka meðvirkni að að láta piltinn Alexander njóta hins vanheilaga skjóls að hann hafi kosið að kalla sig Alexöndru, og sé því það sem kallað er kynsegin, eða eitthvað, og svoleiðis fólk megi ekki spyrja eða tala við eins og annað fólk.

Hvað þá að láta standa orða sinna eða gjörða.

 

Munum að það var valkostur Pírata að bjóða fram fólk sem hafði það eitt sér til ágætis að segjast vera öðruvísi en við hin, kjósendur urðu svo að meta hvort það eitt dygði til að það næði kjöri til borgarstjórnar, þeir sem gerðu kröfu um hæfni eða getu, gátu þá leitað annað með atkvæði sitt.

Munum síðan að það liggur í eðli fulltrúarlýðræðisins að hinir og þessir myndi meirihluta, þar er spurt um þann fjölda sem þarf til að mynda meirihluta, en alls ekki um hæfni, getu, eða hvað þá kyn eða kynsegið eitthvað.

 

Niðurstaðan er núverandi meirihluti.

En það afsakar ekki blaðamanninn að taka þátt í skrípaleiknum.

 

Alls ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gleðilegt ár Ómar og takk fyrir þennan þrumu pistil sem

segir allt sem segja þarf um þettta handónýta lið sem þykjast vera fréttamenn.

Ég hef sagt það áður og segi það enn, við eigum ekki lengur blaðamenn hér

á landi heldur fullt af blaðursmönnum og búið að vera þannig í mörg ár.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.1.2023 kl. 13:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Mörgum dögum eftir storminn, getur þetta getulausa lið ekki einu sinni komið sér saman um hver átti að stýra stýrihópnum um verkferlamöppuna, sem átti að gera það kleift að moka svosem eina eina götu. Þetta fólk er ekki í sömu stjörnuþoku og nágrannar þess. Svo vitlaust er þetta lið. Aka borgarstjórn Reykjavíkur. Að höfuðborg Íslands akuli stjórnað af svona fíflum.....svíður.

 Kveðja að sunnn.

Halldór Egill Guðnason, 5.1.2023 kl. 06:20

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég er hræddur um að hafi heyrnarglöggur maður farið út í kirkjugarð, þá hefði hann heyrt "Yess", frá blaðahauknum sem sagði í viðtali seint á síðustu öld, að það væri að fara með stéttina að núna væri aðeins spurt um menntun þegar ráðið væri í stöður hjá blöðunum, fjölmiðlafræðin hjá háskólanum krefðist einkaréttar á blaðamennskunni, hún sem slík væri örugglega ágæt, margt þar kennt, nema ekkert um blaðamennsku, menn yrðu að hafa hana í sér og tíminn væri námið, menn lærðu af reynslunni og sér eldri mönnum.

Ég var að spjalla við bróður minn sem býr í sænsku Smálöndunum, þar fór víst að snjóa og allir sátu fastir.  En eins og Svíarnir eru nú kerfislægir, þá vita þeir að forsendur nútímasamfélags er að fólk komist á milli staða, frá heimilum sínum í vinnuna. Vertíð fyrir bændurna sem fá þá vinnu fyrir stóru traktora sína, þar voru nefnilega tækin og mannskapur sem hægt var að nýta.

Já sagði ég við bróður minn, þegar lífið var ennþá raunveruleiki, þá átti íslenskan til hugtak yfir slíkt, "það var tjaldað öllu sem til var" til að takast á við vandann.

Mér vitalega hefur enginn blaðamaður/fréttamaður spurt þeirrar spurningar, af hverju tjaldið þið ekki öllu sem til er??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2023 kl. 08:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Því miður kemur þessi hugsun oft í huga manns, "svo vitlaust er þetta lið", ætli þetta sé ekki bara ellin.

En það var ekki tilefni þess að ég pistlaði um snjómokstur í Reykjavík, heldur þeir sérsaumuðu silkihanskar sem menn hafa flutt sérstaklega inn frá Kína og nota þegar þeir taka viðtöl við formann umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Það er eins og fjölmiðlafólk átti sig ekki á því að einmitt mestu fordómarnir gagnvart jaðarhópum er að það séu ekki gerðar sömu kröfur til þeirra eins og annarra, að þeir séu ekki spurðir spurningar um gjörðir sínar, axarsköft eða annað sem þeir bera ábyrgð á í opinberum störfum sínum.

Þess vegna er fyrirsögnin "Sjúk meðvirkni".

Ég ætla nefnilega engan það heimskan að hann sjái ekki aulaskapinn við allt þetta yfirklór.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2023 kl. 08:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Og það er eins og maður kunni sig ekki svona í morgunsárið, þó nýbúinn með rjúkandi kaffibolla.

Gleðilegt nýtt ár félagar, megi hið komandi vera sólríkt og heiðríkt, jafnt í veðri, anda sem og bölvaðri gigtinni.

Og Áfram Ísland.

Með ekki síðri kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 5.1.2023 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 331
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 4779
  • Frá upphafi: 1329341

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 4201
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband