Undirróðurinn mallar og mallar.

 

Við sem dáumst af töframanni sem getur dregið kanínur uppúr hatti sínum, getum ekki annað en tekið ofan hatt okkar fyrir töfrum þessarar fréttar, og snilldinni að fá skrifstofu Starfsgreinasambandsins til að taka þátt í þessari aðför að grunnrétti verkafólks, að boða verkfall telji það þess þurfa.

 

Heilagur réttur sagði Lára V. Júlíusdóttir, þó rebellinn Sólveig Anna eigi í hlut, þá greip Lára ekki beituna sem Undirróðursmaður Morgunblaðsins setti út fyrir hana í viðtali á Mbl.is í gær, þó er vitað að ekki er kært á milli Láru og Sólveigar.

En Lára veit að rétturinn til verkfalla er stærri en bæði hún og Sólveig Anna, jafnvel þó þær leggðu saman stærð sína á tommustokkinn.

 

En skrifstofa Starfsgreinasambandsins gleypti beituna.

Aumingja þið.

 

Og hvað fékk ykkur til að halda að þið væruð varðhundar kerfisins, auðstéttarinnar, Samtaka Atvinnulífsins??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Uggandi félagsfólk Eflingar í pattstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll eru alltaf neyðarúrræði

 

Þar mælti sósíalistinn í Katrínu Jakobsdóttur heilust, eins og á einu örskoti hafi hugur hennar dregið hana til baka þar sem hún var ung, saklaus og sósíalisti.

 

En Katrín er stjórnmálamaður, meir að segja forsætisráðherra, og slíkir eru aldrei ungir, saklausir og sósíalistar, þeir lýsa ekki stuðningi við sanngjarnar kröfur verkafólks eða fordæma markaðsvæðingu leigumarkaðarins á liðnum árum.

Þeir tala Dagísku, það sérkennilega tungumál, segja mikið um ekki neitt.

 

Svo féll Katrín í gryfjuna sem undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu gróf henni.

Þessi undirróðursmaður er kannski ekki ein persóna heldur meðvituð stefna sem mótuð var á ritstjórnarskrifstofu blaðsins að svara verkfallsboðun Eflingar með sífeldum persónuárásum á Sólveigu Önnu, og þegar hugmyndaflugið þrýtur eða sama fólkið komið of oft í viðtal, þá er kröfugerð og málflutningur Eflingar afbakaður með öllum þeim tækjum og tólum sem vanur áróðursmaður býr yfir.

Ekki í mínútu hvarflar að ritstjórn Morgunblaðsins að segja hlutlausar fréttir af kjaradeilu Eflingar eða reynt að rýna í af hverju Efling grípur til þess neyðarúrræðis sem verkfall er á þessu síðustu og verstu.

 

"Hvað finnst þér um kröfu Efl­ing­ar um ólík kjör eft­ir bú­setu?".  Þarna hafði Katrín val, spilað með eða sýnt reisn.

Eða hafa bara þá reynslu til að láta undirróðursmanninn ekki narra sig til að sýna sitt rétta andlit, að samúð hennar með fólki í basli er aðeins í nösunum, einhver svona skyldusamúð.

Hún gat bent blaðamanninum kurteislega á að hann væri að taka orð Sólveigu Önnu úr samhengi, hún hefði einfaldlega vera benda á að aðstæður hennar umbjóðenda væri þannig að hina fasta krónutöluhækkun Starfsgreinasambandsins dygði ekki einu sinni uppí hækkun á leiguverði og þá væru allar hinar verðhækkanirnar eftir.  Spurningin væri því ekki viðeigandi og hún tæki ekki þátt í þessum leik. 

 

En hvort sem það var með opin augu eða lokuð augu þá lenti hún í frjálsu falli og ég verð bara að segja; aumingja Katrín, hvað ætlar þú að reita mikið fylgið af þér?

Jafnvel Dagískan hefði getað sloppið fyrir horn; "Al­mennt finnst mér að stjórn­völd eigi ekki endi­lega að hafa skoðun á inni­haldi krafna, þegar menn sitja við samn­inga­borðið".

Svo kom bara En-ið og afhjúpunin; "En ég myndi telja að við vær­um kom­in út í veru­leg­ar ógöng­ur ef kjara­samn­ing­ar ættu að miðast við bú­setu".

 

Hver var að tala um að kjarasamningar ættu að miðast við búsetu annar en undirróðursmaðurinn á Morgunblaðinu??

Það eru aðstæðurnar í Reykjavík, sérstaklega Villta vestur nýfrjálshyggjunnar á leigumarkaðnum sem fá forsvarsmenn Eflingar til að horfa í augun á viðsemjendum sínum og segja; þessar hækkanir á kauptaxtanum duga ekki, við þurfum meira, og þið vitið af hverju.

Ef þessar aðstæður eru öðruvísi út á landi, og kauphækkun nýgerðs kjarasamnings Starfsgreinasambandsins duga þar, þá er það bara svo, en það breytir ekki raunveruleik Eflingafélaga, og fyrir þá eru Sólveig Anna og félagar að semja.

 

Þetta er eitthvað svo augljóst og allt vitiborið fólk á að skilja þetta.

Og þeir sem þurfa ekki að skrimta á lágmarkslaunum, ættu allavega að sýna þann sið að afbaka ekki kröfur láglaunafólks, eða afneita þeim raunveruleik sem það býr við.

Það er nefnilega ljótt og svo ég vitni í mann sem allavega einu sinni þekkti til siðar og sagði hin fleygu orð; "Svona gerum við ekki", því þetta er eitthvað sem sýnir innri mann fólks.

 

Það er ekki það sama og að venjulegur atvinnurekandi, sem líka þarf að ná endum saman, geti einn og sér bætt úr afleiðingum nýfrjálshyggjunnar, á meðan skortur er á leiguíbúðum eða venjulegu vinnandi fólki er gert ókleyft að kaupa sína eigin íbúð, þá sýgur skepnan í sig allar launahækkanir því græðgi hennar er stjórnlaus og á sér engin mörk.

Vandinn er miklu djúpstæðari en það og ábyrgð þeirra sem brutu niður félagslega íbúðakerfið og gerðu leigumarkaðinn af blóðvöll markaðarins.

Á ábyrgð stjórnvalda, og það er á þeirra ábyrgð að setja bönd á skepnuna, það vissu goðin á sínum tíma þegar þau tóku glímuna við Fernisúlf.

 

En á meðan ekkert er gert, skepnan aðeins fóðruð á frekari fórnarlömbum, þá er verkfall Eflingar neyðarráð, aðgerð til að knýja hina betur stæðu til aðgerða, því þeirra er völdin, það eru þeir sem eiga bæði fyrirtækin og stjórnmálamennina.

Að skjóta sendiboðann leysir engan vanda, það kemur aðeins nýr með öflugri og illskeyttari her að baki sér.

Og þá ætla menn sér kannski ekki að semja, heldur taka.

 

Ég auglýsti í gær eftir viti.

Því þetta skilur allt vitiborið fólk.

Líka þeir sem þekkja ekki til siðar í hjarta sínu.

 

Ætli ég ítreki ekki bara þá auglýsingu.

Hvar er fullorðna fólkið??

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Verkföll eru alltaf neyðarúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 5399
  • Frá upphafi: 1338857

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4747
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband