Að vera útlendingur í eigin landi.

 

Fjaðrafok í Vestamannaeyjum, 1984 og annað sem í hugann kemur í vikubyrjun, svona á meðan er beðið frétta af byltingunni hennar Sólveigu Önnu.

 

Mönnun er helsta áskorun ferðamannaþjónustunnar segir í fyrirsögn þeirrar fréttar sem þessi samtíningapistill minn er tengdur við, í sömu frétt segir að nýjar fjárfestingar í greininni séu nokkuð margar í kortunum.

Og maður spyr sig, af hverju er þessi sjálfvirka útþensla ekki tekin úr sambandi??

Finnst okkur eðlilegt að á stórum tíma ársins líði innlendum eins og þeir séu útlendingar í eigin landi, það er ekki þverfótað fyrir túristum, vegirnir eru fullir af stórhættulegu fólki, jafnt á rútum sem á bílaleigubílum, og maður þarf að kunna erlend tungumál til að fá þjónustu, ef maður á annað borð vogar sér út á þjóðvegina.  Það er ekki von að fólk leiti til Kanaríeyja, þar rekst maður þó á Íslendinga og þar er líka hægt að fá þjónustu á íslensku.

Og hve lengi gengur það að meint barátta stjórnvalda við hlýnun jarðar byggist á að hækka álögur á landsbyggðarfólk og ráðast á þann hluta þjóðarinnar sem hefur ekki efni á nýjum dýrum rafmagnsbílum?  Á sama tíma þar sem ferðamannaiðnaðurinn margfaldar árlega útblástur jafnt bíla sem flugvéla, að ekki sé minnst á þann hroða sem skemmtiferðaskipin eru í mengunarlegu tilliti.

Er þetta samfélagið sem við viljum og af hverju fær Fjárfestirinn að móta það??

 

Fjaðrafok í Vestamannaeyjum var satíra sem leikin var í fréttatímum Ruv í gær og fjölmiðlar fjármagnaðir af hrægömmum og útrásarvíkingum tóku undir.

Er ekki alltí lagi með fólk??, hvaða rasismi er fólginn í því að auðkenna Heimi Hallgríms með meintum arabaklæðnaði??  Var það rasismi sem fékk marga nábleika áhorfendur á HM í Katar til að klæðast arabahúfu??, hvað þá með hina svörtu, gulu og rauðu sem voru líka með sama höfuðfat?, voru þeir þá líka rasistar??  Eða eru bara nábleikir rasistar, aðrir að tjá menningarlega fjölbreytni??  Og hvað ef Heimir hefði þjálfað KR, væri það þá menningarleg fyrirlitning eyjasamfélagsins gagnvart höfuðborgarsvæðinu að klæða tröllið í KR búning??

Það er ekki öll vitleysan eins, en hún var samt toppuð þegar sett var út á að Edda Falk var látin taka við af Páleyju lögreglustjóra sem skelfir sem hæfði ímynd tröllkonunnar.  Edda, sem dónakallar landsins óttast mest allra, fékk þarna veglegan sess, og miklu viðurkenningu á baráttu sinni fyrir að dætur þjóðarinnar geti lifað án ótta við Úlfinn í skóginum. Þeim mun merkilegra að karlremburnar í eyjum skildu meðtaka mikilvægi baráttu hennar, því það er ekki svo langt síðan að þeir skildu ekki alvarleika þess hve margar nauðganir voru framdar á þjóðhátíðinni í Eyjum, að hún skildi vera í raun veiðilenda nauðgara.

Menn geta svosem endalaust haft skoðanir á húmor Eyjamanna og áráttu þeirra til uppnefningar, en að túlka hlutina á annan hátt en þeir eru, er farið að minna óþægilega mikið á hugsanalögreglu skáldsögunnar 1984 eftir Orwell.  Við hneykslumst á svipaðri tegund lögreglu í Íran, en okkur er farið að þykja hún eðlileg í samfélagi okkar.

Ég ætla ekki Eyjamönnum að rísa upp eins og almenningur í Íran, en á einhverjum tímapunkti þurfum við að staldra við og spyrja hvar endar þetta?? 

Það var ekki gaman að lifa í London um miðja 17. öld þegar Púrítanar réðu þar ríkjum, og það er ekkert gaman að lifa í Íran í dag, ofstæki elur alltaf af sér ofstækismenn og það er ríkt í náttúru þeirra að vilja stjórna öðrum með boðum og bönnum, og beita til þess afli.

Eigum við ekki aðeins að staldra??

 

Hver eru svo lokaorðin í þessum samtíningi vikubyrjunarinnar??

Er það ekki bara viðtalið við Kára þar sem hann segist vera sammála Birni, Bjarna og Runólfi, en samt ósammála þeim öllum.

Líklegast vegna þess að Kári sér kjarna málsins; Hægfara svelti drepur að lokum.  Þess vegna voru hinir langsveltu hestar í Borgarfirði aflífaðir af dýralækni, þeir myndu aldrei ná holdi aftur.

Hvort hagfræði andskotans, síkrafan um flatan 2% niðurskurð hafi komið Landsspítalanum í þá stöðu að honum er ekki viðbjargandi, má guð vita, en karp fullorðna manna sem dreymir um að endurupplifa hina áhyggjulausu æsku smástráksins, og taka því uppá að karpa sem slíkur, leysir ekki einn eða neinn vanda.

Munum bara að sú stjórnun sem krefst þess að fólk hlaupi hraðar, að sífellt sé reynt að fækka rúmum til að ná meintri hámarksnýtingu, dreinar allt líf úr bæði starfsfólki og kerfinu sem slíku.  Afleiðingarnar verða því aldrei leystar með þeirri hugmyndafræði, það þarf því nýja nálgun, nýja sýn, kannski út frá forsendum mennsku og heilbrigðar skynsemi.

Og að menn hætti þessu þrasi og síbendingum á hvorn annan.

Það er of mikið  undir til að menn geti leyft sér annað.

 

Það er nefnilega oft gott að staldra við þegar hlutirnir eru að fara úr böndunum, eða eitthvað er að gerast sem við í raun viljum ekki.

Spyrja spurninga, til dæmis hvort við viljum halda í þjóð okkar, menningu og tungu, eða viljum við fara sænsku leiðina og skapa eitthvað nýtt??

Viljum við hugsanalöggu eða rétttrúnaðarlöggu og enda fyrir framan byssukjaftana líkt og almenningur í Íran sem einmitt staldraði ekki við heldur lét verra taka við af vondu.

Og viljum við tapa því sem liðnar kynslóðir byggðu upp, heilbrigðisþjónustu fyrir alla þegar þeir þurftu á henni að halda, bara vegna þess að við erum ófær að takast á við núverandi vanda eins og fullorðið fólk.

 

Veit ekki, en það er allavega gott að staldra við.

Kveðja að austan.


mbl.is Mönnun starfa stærsta áskorunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 5402
  • Frá upphafi: 1338860

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4750
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband