Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

 

Þessi grunnsannindi laga og reglna hafa einhvern veginn flogið út um gluggann þarna hjá þeim í Reykjavíkinni, líklegast um að kenna tíðum veðrum, vetrarveðrum sem firring nútímans kallar óveður.

 

Samt skárri firring en að telja að réttlætiskrafa Eflingar verði leyst í dómssölum, eða Efling styrki málstað sinn með því að eyða peninga í lögfræðinga í stað þess að styðja baráttufólk verkfallanna.

Ég hef áður efast um stríðsráðgjöf Sólveigar Önnu, núna veit ég að þar er úldinn maðkur í mysu, svo úldinn að jafnvel dönsku einokunarkaupmennirnir hefðu veigrað sig við að selja þá, og jafnvel sá maður sem fyrirleit þá mest, Jónas frá Hriflu, hefði jafnvel ekki borið slíkar firrur á borð lesanda Þjóðernis-Íslandssögu sinnar, þó sagði hann margt slæmt um þá.

 

Sá sem skorar valdið á hólm, hann hefur málstað, hann hefur rétt, og hann veit að sá réttur, að sá málstaður er ekki dæmdur eftir ólögum þess sama valds.

Það liggur við að manni gruni að óttinn um digra sjóði Eflingar vegi þyngra en réttmæti baráttunnar, því alveg eins og ólög beita fyrir sig skriðdrekum á Torgi hins himneska friðar, eða á götum Minsk gegn almenningi sem krafðist réttlátra kosninga, þá sækja þau í sjóði verkalýðsfélaga ef þau setja sig uppá móti gerræði þess valds sem hefur fyrir löngu keypt upp lögin.

 

Hvað sem veldur þá er Sólveig Anna á rangri braut.

Sá sem hefur réttinn sín meginn, hann tefur ekki dóm með vísan í að lögfræðingum vanti vinnu, að þá þurfi að fóðra líkt og gullfiska í búri.

 

Því fyrir dómi þá greinir hann aðeins frá Rétti sínum, og mætir svo óhræddur örlögum sínum.

Eins og Jóhanna frá Örk, eins og Sophie Scholl (Hvíta rósin) sem fékk jafnvel saksóknara Þriðja ríkisins til að tafsa þegar hann krafðist hins þyngsta dóms samkvæmt lögum Þriðja ríkisins.

Hann tafsaði eins og frægt er orðið því jafnvel hann átti erfitt með að dæma sakleysið, mennskuna, réttlætið sem kristallaðist í varnarræðu Sofíu, með vísan í þau ólög sem hinn endanlegi dómur átti að byggjast á.

 

Reyndar ætla ég ekki íslenskum dómurum að tafsa þegar þeir vísa í ólög, líkt og aðrir lögfræðingar nútímans þá fengu þeir aldrei kennslu í að lög ættu að vera réttlát, að þau væru tæki siðmenningarinnar sem greindi hana frá villimennskunni, frá skálmöld og vargöld.

En réttlætið veit muninn, og almenningur er ekki eins fávís og valdið heldur.

Dómur ólaga hefur aldrei haldið hjá siðaðri þjóð.

 

Það þarf ekki að ræða framgöngu ríkissáttasemjara, afglöp hans og svik við embættið, það útskýrði settur forseti Alþýðusambandsins samviskusamlega í ályktun Rafiðnaðarsambandsins þar sem hann er formaður.

Ekkert stendur eftir nema bein aðför að sáttinni milli aðila vinnumarkaðarins sem tók áratugi að byggja upp, og sú aðför snertir allt samfélagið, leikreglur þess og þá samfélagssátt að frekar skal leita friðar en ófriðar.

Hugsun sem Þorgeir Ljósvetningagoði ljáði orð eftir langa íhugun undir feldi, og kom þar í veg fyrir illvígan innanlandsófrið.

Lögin áttu að byggja landið, ekki eyða því.

 

Lög eiga að byggja landið, ekki eyða því.

Að ætla héraðsdóm að skilja þá visku er ofætlun, sama hvað marga yfirvinnutíma lögfræðingar Eflingar fá borgað til að orða hana á lagamáli.

 

Stjórnmálamenn okkar hafa örugglega þá vitsmuni sem þarf til að skilja þessi grundvallarsannindi friðar og reglu, en valdið sem þeir þjóna vill frekar ófrið en frið, dagskipun þess er að Eflingu skuli knésetja með öllum ráðum.

Varðandi stuðningsyfirlýsingu Katrínar og Guðmundar þá megum við ekki gleyma að þau bæði kunna sannarlega að tannbursta sig og reima skó, meiri vitsmuni þarf ekki til að skilja raðafglöp ríkissáttasemjara, þau eru ekki heimsk, ekki frekar en sá sem krafðist dóms yfir Sofíu Scholl eða sá sem öskraði og æpti yfir dauðasaklausu fólki í Moskvuréttarhöldunum 1936.

Eða eins og segir í Wikipedíu um réttarhöld ólaga; "Sýndarréttarhöld eru réttarhöld þar sem ákvörðunin um sekt eða sakleysi sakbornings hafa verið ákveðin fyrirfram. Slík réttarhöld eru oft fyrirferðamikil í fjölmiðlum og gjarnan af pólitískum toga, það er að segja, að baki þeim liggur annað og meira en grunur um að framinn hafi verið tiltekinn glæpur. Að baki getur legið vilji til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga og að útbúa víti til varnaðar fyrir aðra".

Reyndar er dálítið sætt að Katrín skuli á 21. öldinni heiðra þessa minningu íslenskra sósíalista með stuðningsyfirlýsingu sinni við Aðalstein Leifsson.

 

En það er ekkert sætt eða fallegt við þá ráðgjöf myglunnar að Efling skuli dansa með.

Að félagið skuli ekki þekkja sinn vitjunartíma.

 

Og mæta dómi Ólaganna með reisn.

Berjast svo gegn þeim dómi og hafa sigur.

 

Það er nefnilega þetta með erindrekanna.

Og þekkta erindreka.

 

Að þó maður trúi á álfa og huldufólk, að þá leyfi maður sér að efast um heilindi Nýsósíalista.

Samt var maður farinn að efast um efann.

 

Veit ekki.

En ég veit þó að eitthvað er að hjá Eflingu.

 

Hvað sem það er, hvað sem veldur.

Þá mun leiðsögn "slyðruorðsins" aldrei vinna nokkra orrustu, hvað þá nokkuð stríð.

 

Ekki frekar en ólög byggja land.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hefðum viljað fá lengri frest“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ásmundur ennþá í verkalýðsarmi Samfylkingarinnar??

 

Datt það svo sem í hug því það er orðin hefð hjá Mogganum að byrja vikuna á að peppa upp mannskapinn með flennifréttum  þar sem hælbítar Sólveigu Önnu fá sviðsljósið.

Og fyrir einhverja skrýtna tilviljun virðast þeir allir rúmast í verkalýðsarmi Samfylkingarinnar sem er reyndar ekki stór armur.

Það aftur kannski skýrir þetta óvænta sviðsljós Ásmundar, það er sagt að það sé fíkn sem hrjáir marga eldri menn, að vera ekki lengur í fyrirsögnum blaðanna eða fyrsta frétt á ljósvökunum, að þá er allt gert til að komast þangað aftur.

 

En samt, gat Mogginn ekki betur??

Eldri menn hafa oft margt til málanna að leggja sem full þörf er að gefa gaum af, hlusta á, íhuga, læra af.

En þegar sögurnar eru orðnar stórkarlalegar, fullyrðingarnar yfirgengilegar, þá ætti sá sem nær í hælbít, því allt þjónar þetta tilganginum að níða niður, að  rægja, að íhuga afhverju orðið "ær" er stundum notað í öðrum viðskeytum en að vera ærlegur eða eitthvað svoleiðis.

 

"Fordæmalaus ósannindi" segir þessi fyrrum verkalýðshetja, "bein ósannindi", finnst blaðamanni Moggans að þeir sem harka í þessum bransa í dag fari með fordæmalaus ósannindi, bein ósannindi eða annað í ályktunum sínum??

Eða var kannski náð í svo gamlan blaðamann af ellilaunahillunni?? að hann man ekki aðra tíma en þegar menn steyttu hnefum í kjarabaráttu sinni og lögfræðingar landsins voru það fáir að þeir voru flestir í vinnu hjá ríkinu, einn hjá borginni og nokkrir hjá helstu stórfyrirtækjum landsins.  Svo voru nokkrir sem skrifuðu stefnur og gerðu upp dánarbú.

En verkamenn eða samtök þeirra höfðu fá kynni af þeim nema þegar þeir lásu tilkynningar þeirra um útburð eða stefnur vegna skulda eða eitthvað svoleiðis.

 

Nei í dag er ekki þverfótað fyrir lögfræðingum, það opnar ekki nokkur kjaftur án þess að bera það fyrst undir lögfræðing.

Menn fara ekki með ósannindi, hvort sem þau eru fordæmalaus eða bein, menn draga í efa, vilja láta skera úr, bera við andmælarétt og öðrum rétti, og ætla svo að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól ef aðrir dómstólar eru ekki sammála efa þeirra eða annað.

 

Morgunblaðið birti meir að segja gott viðtal við Láru V. Júlíusdóttur, helsta vinnumálasérfræðing landsins, og þó hún verði seint talin í vinahópi Sólveigu Önnu, þá rakti hún efann og vafann við þessa framgöngu ríkissáttasemjara, og af hverju hún væri eins og að skeggjaður maður í kufl með sprengjubelti um sig miðjan mætti inní samkomu frímúrara og bæði um orðið.

Hún, líkt og allskonar samtök launþega, benti réttilega á að samskipti og hlutverk ríkissáttasemjara sem sáttarafl á vinnumarkaðnum væri ekki allt bundið í lög, heldur óskráðum reglum sem byggðust á trúnaði og trausti.

 

Að afgreiða alla þessa umræðu, alla þessa gagnrýni, með svona frétt, er hreint út barnalegt, sýnir raunverulega hve núverandi ritstjórn Morgunblaðsins er komin langt frá þeim gildum sem einkenndu blaðið undir stjórn þeirra Styrmis og Matthíasar.

Þeir voru dyggir baráttumenn þeirra hagsmuna og gilda sem Morgunblaðið stóð fyrir, en þeir voru ekki fífl.

Og skrifuðu ekki fyrir fífl.

Það virðist eitthvað hafa breyst.

 

Já, mikill er máttur Sólveigu Önnu.

Mikið er fall Morgunblaðsins.

 

En aumingja, aumingja Samfylkingin.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Fordæmanleg ósannindi um lagaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 5402
  • Frá upphafi: 1338860

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4750
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband