Hversu sjúk er meðvirkni??

 

Sem lætur formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur komast upp með svona aulasvör og aulaskýringar.

Í þessum heimi er ekki til svo óþrifinn köttur að hann myndi kenna þetta yfirklór við kattarþvott.

 

Mitt litla byggðarlag er vel rutt, enda eru yfirleitt 4 snjóruðningstæki á ferðinni þegar það snjóar.  Eini vandinn felst í miðstýringu skrifstofubákns þar sem ekki vel hæft fólk er með puttana í framkvæmd snjóruðningsins, þrýstir á að tæki séu kölluð út seint, eftir að fólk er lent í vandræðum í fyrstu snjóum, eða það skoðar síma sína en ekki veðrið úti þegar það segir bæjarverkstjóranum að það sé gul veðurviðvörun, þegar hann lítur út um gluggann og sér aðeins eðlilegt snjókóf vetraveðursins.

Samt sigrar yfirleitt heilbrigð skynsemi og verkþekking snjóruðningsmanna, og bærinn er ruddur, fólk kemst leiðar sinnar, það býr ekki við óvissuna og óttann um að komast ekki spönn frá rassi, sitja fast í snjókófi og skafrenningi, jafnvel með ung börn sín sem þurfa að komast í skóla, á barnaheimili, eða á hátíðisdögum, að heimsækja afa sína eða ömmu, því hátíðarnar eru tíminn þar sem við gleðjum þá sem eldri erum með nærveru okkar, í nútíma þar sem tíminn er alltaf að fljúga frá okkur.

 

Reykjavík er kannski hundrað sinnum stærri að flatarmáli en litla byggðarlag mitt, samt tala menn stoltir um 20-30 sjóruðningstæki þar að störfum, og aula svo í blaðaviðtali að einhver önnur 20-30 hafi brugðist, loksins þegar það spáði vetrarveðri.

Aumt er að kenna öðrum um, eins og samningsstaðan sé verktakanna en ekki hins risastóra verkkaupa, annað er að halda að örfá tæki í viðbót í það víðáttuflæmi sem Reykjavík er orðin í dag, hefði skipt einhverju máli.

Flestir hefðu setið jafnfastir við heimili sín og í íbúðagötum, fleiri tæki hefðu hugsanlega dugað til að halda stofngötum opnum, en mikið má aulinn vera ef hann telur að fólk búi í bílum sínum við stofngötur, og þurfi ekki ruðning í og við heimili sín.

 

Frá orðavaðlinum yfir í raunveruleikann er þvílíkt ginnungargap að vandséð er um vitsmuni blaðamanns sem lætur bjóða sér þvílíka þvælu og sjálfsréttlætingu.

Eftir hlýtur þá að standa hin sjúka meðvirkni að að láta piltinn Alexander njóta hins vanheilaga skjóls að hann hafi kosið að kalla sig Alexöndru, og sé því það sem kallað er kynsegin, eða eitthvað, og svoleiðis fólk megi ekki spyrja eða tala við eins og annað fólk.

Hvað þá að láta standa orða sinna eða gjörða.

 

Munum að það var valkostur Pírata að bjóða fram fólk sem hafði það eitt sér til ágætis að segjast vera öðruvísi en við hin, kjósendur urðu svo að meta hvort það eitt dygði til að það næði kjöri til borgarstjórnar, þeir sem gerðu kröfu um hæfni eða getu, gátu þá leitað annað með atkvæði sitt.

Munum síðan að það liggur í eðli fulltrúarlýðræðisins að hinir og þessir myndi meirihluta, þar er spurt um þann fjölda sem þarf til að mynda meirihluta, en alls ekki um hæfni, getu, eða hvað þá kyn eða kynsegið eitthvað.

 

Niðurstaðan er núverandi meirihluti.

En það afsakar ekki blaðamanninn að taka þátt í skrípaleiknum.

 

Alls ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 5399
  • Frá upphafi: 1338857

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4747
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband