Hryðjuverkamaður gíslar Nató.

 

Erdogan Tyrklandsforseti er einræðisherra af nýja skólanum.

 

Hann nýtti sér lýðræðið til að komast til valda, og hann nýtir sér síðan stofnanir þess eins og dómstóla til að halda þeim völdum.

Í stað þess að falsa niðurstöður kosninga líkt og einræðisherrar af gamla skólanum gera sbr Lúkasjenkó forseti Hvíta Rússlands, þá nýtir hann sér dómstóla landsins til að fangelsa þá stjórnmálamenn sem ógnað gætu honum í kosningum.

 

Erdogan varð einræðisherra þegar hann skipulagði sjálfur meinta valdaránstilraun hersins gegn sér, hrekklausir herforingjar voru plataðir til að senda nokkur ungmenni úr hernum út á götur Ankara, þeim sagt að þeir væru að vernda ríkisstjórnina gegn yfirvofandi valdaráni.

Á sama tíma voru síðan sendar flugvélar til að skjóta á dvalarstað hans, en hann ekki sagður heima því Pútín af öllum mönnum hafi átt að hafa varað hann við.

Ótrúverðugari atburðarrás er vart hægt að hugsa sér, en þegar í kjölfarið einhverjum klerki, sem ógnaði völdum Erdogans innan íslamska miðaldaheimsins, og hann hafði hrakið í útlegð til Bandaríkjanna, var kennt um hið meinta valdarán, og í kjölfarið voru tugþúsundir handtekin, þá var ljóst að hið raunverulega valdarán var valdarán Erdogans á lýðræðisstofnunum Tyrklands.

Fólk sem laut ekki valdi hans innan hers, dómstóla, menntastofnana, var handtekið, pyntað og síðan dæmt í sýndarréttarhöldum sem jafnvel Stalín hefði talið vafasöm.

En vestræn ríki létu yfir sig ganga og fjölmiðlar spiluðu með.

 

Tyrkland breyttist úr lýðræðisríki í einræðisríki, og smán saman var ljóst að hryðjuverkamaður stjórnaði því.

Meðal afreka Erdogans var að skipuleggja nokkur mannskæð sprengjutilræði í borgum Tyrklands, einhverjum Kúrdum kennt um, sönnunin átti að vera að við húsleit heima hjá þeim fundust skjöl sem áttu að hafa tengt viðkomandi við stjórnmálasamtök Kúrda. 

Hvað er á milli eyrnanna á fólki, sem trúir að sá sem ætli sér að fremja hryðjuverk skilji eftir nafn og kennitölu meintra stjórnenda sinna, má alveg íhuga, en þegar Erdogan nýtti sér þessar sprengingar til að hefja gjöreyðingarstríð gegn Kúrdum, með sprengjuárásum, morðum, nauðgunum, pyntingum, þá getur enginn verið svo einfaldur að sjá ekki fingraför hans og tilgang.

 

Alvarlegustu glæpir Erdogans eru samt líklegast beinn stuðningur hans við hugmyndafræðilega samherja sína í Ríki Íslams.

Hvernig ráðafólk á Vesturlöndum, þar á meðal núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherrar Sjálfstæðisflokksins, gátu setið til borðs og skálað við Erdogan, eftir að ekki var lengur hægt að líta undan þegar ómennska íslamista í Sýrlandi var afhjúpuð, afhjúpun sem þeir sjálfir sáu um að dreifa samviskusamlega á víðáttum alnetsins, er eitt af leyndarmálum mannshugans sem vísindafólk á ennþá eftir að afhjúpa.

En að líða Erdogan að skjóta skjólhúsi yfir leifunum að hersveitum ómennanna, og nýta þær síðan til hefndarinnrásar á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi, er óskiljanlegt, á pari við að horfa í hina áttina þegar ljóst var hvað átti sér stað í meintum vinnubúðum nasista.

Reyndar má líka spyrja hvar voru femínistar þessa heims þegar fréttir bárust af misþyrmdum líkum herkonum Kúrda, kynferðislegar misþyrmingar, afskorin brjóst, var meinið kannski að það var allt skjalfest og staðfest, en ekki slúður sem drífur áfram byltingar þeirra í dag??

 

Orðið óskiljanlegt nær hins vegar ekki yfir hvernig þessi hryðjuverkamaður er gerður að hetju þegar hann þóttist hafa milligöngu milli vinar síns Pútíns og umheimsins um að korni yrði skipað út frá höfnum Úkraínu

Eða að hann skuli ennþá sitja til borðs með leiðtogum heimsins í stað þess að gista fangaklefa í Haag bíðandi eftir dómi vegna glæpi gegn mannkyninu.

 

Og að hann og Litli Pútín skulu hafa neitunarvald hjá varnarbandalagi lýðræðisríkja, það getur aðeins vakið upp spurningar um, hvað býr í raun að baki þessa stríðs í Úkraínu??

Hverjum hagsmunum er í raun verið að þjóna??

Því orðum er hægt að stjórna, en gjörðir afhjúpa alltaf.

 

Sagan um Erdogan er dæmisaga þar um.

En hvað segir hún í raun??

 

Efa samt að Hamlet sæi nokkurn efa þar um.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Óvissa uppi um inngönguna í NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 83
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 5400
  • Frá upphafi: 1338858

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 4748
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband