Við þurf­um öll að spila eft­ir leik­regl­um.

 

Og líklegast er ekki hægt að orða kjarna málsins betur en Halldór Benjamín gerir í þessari frétt.

Þess vegna er svo sorglegt að lesa viðtalið við hann, eiginlega er það samfeld árás á hans eigin orð.

Samt er þetta skynsemis drengur.

 

Halldór veit, því hann er ekki fífl, að miðlunartillaga ríkissáttasemjara er bein árás á frjálsan samningsrétt stéttarfélaga, hann veit sem er að þó hann sé ekki alltaf sáttur við verkfallsboðun, að þá er sá réttur stéttarfélaga hafinn yfir allan vafa.

Samt spilar hann sig fífl með því að ráðast að kröfum Eflingar, sem geta alveg verið út úr kú þess vegna, lætur eins og aðför sem og afglöp ríkissáttasemjara hafi eitthvað með þær kröfur að gera.

Og vekur uppi spurningar um vitsmuni þess sem gegnir þessu lykilhlutverki hjá Samtökum atvinnurekenda um að ná sátt og samningum.

 

Maður sem fattar ekki þessi orð, að allir þurfi að spila eftir leikreglum, er eiginlega ekki maður sem er hæfur til að vinna að frið og sátt á vinnumarkaðnum, hann er frekar eins og agent sem þjónar hrægömmum sem tóku skortstöðu gegn stöðugleika í íslensku atvinnulífi.

Það er að segja að við gerum greinarmun á orðum Halldórs í þessu viðtali, það að hann sé að spila á fólk sem veit ekki betur, og að í raun viti hann sjálfur ekki betur.

 

Veit ekki.

Veit samt að þeir sem reka fyrirtæki, og eiga margt undir að hvorki verkföll Eflingar beinist að þeim, eða það sem vænta má, að þau verði langvinn, þeir eiga mikið undir að launaður starfsmaður þeirra sé faglegur, að hann stuðli að sáttum.

Að ekki sé minnst á samninga.

 

Ég held að Halldór sé ekki alveg að ná þessu.

Kveðja að austan.


mbl.is „Það er versti ótti forystu Eflingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóuð Katrín brúkar munn.

 

Að það sé fráleitt, að hún sem forsætisráðherra hafi skoðun á beinni aðför Aðalsteins Leifssonar að frjálsum kjarasamningum, eitthvað sem allir héldu, allavega samtök launþega, að væri geirneglt í lög og reglur sem stýra og stjórna samskiptum aðila vinnumarkaðarins.

Og eins og hún sagði á sínum tíma, nýorðin ráðherra, "ég tek ekki afstöðu" og vísaði þá í meint lög.  Lög um að uppeldisfeður hennar, þeir Svavar og Steingrímur Joð höfðu lagalega líklegast fullkomna heimild til að selja þjóð sína í skuldahlekki ICEsave.

Þá kannski vissi ekki Katrín betur, enda fór það saman að hún var ung, og algjörlega óreynd, fékk ráðherraembætti sitt út á aldur og bros, en þó brosið sé líklegast ennþá til staðar, þá er hún ekki sannarlega ung, og þar með ekki vitlaus, í vísan í að vera ung og vitlaus.

 

Samt!!

Samt!!

 

Segist hún vera vitlaus, að bein aðför embættismanns sem sækir löghelgi sína í lög um opinbera stjórnsýslu, að það komi henni ekki við.

En að lögfræðingar hafi tjáð henni að þau  sem sömdu lögin, hafi aldrei séð fyrir þessi afglöp ríkissáttasemjara, og því sé aðför hans að vinnurétti, aðför hans að frjálsum kjarasamningu, aðför hans að hlutleysi og trúverðugleika embættis hans, þar með sé hann frjáls um sín afglöp og aðför.

Eins og eitthvað sé ætlast til hennar sem forsætisráðherra að hún geri annað en að brosa.

 

Eða ef það dugar ekki.

Að hún sýni styrk með að brúka munn.

 

Já einföld er hún Kata.

Eða þykist vera svo.

 

En er það svo???

Kveðja að austan.


mbl.is „Algjörlega fráleit túlkun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 5402
  • Frá upphafi: 1338860

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4750
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband