Krókódílatár Starfsgreinasambandsins.

 

Allir vita sem eitthvað hafa komið nálægt verkalýðsbaráttu, sem og reyndar allir sem hafa heilbrigða skynsemi til að bera, jafnvel dugar að vera bara ekki mjög vitlaus, vita að inngrip Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins er bein aðför að eina vopni verkalýðshreyfingarinnar.

Verkfallsréttinum.

Rétti, sem tók bláfátækt verkafólk síðustu alda áratugi með jafnvel blóðugri baráttu í sumum löndum, að öðlast.

 

Verkalýðshreyfingin gefur þann rétt ekki eftir baráttulaust, ekki nema hún sé ofurliði borin af skriðdrekum og vélbyssum vopnaðra hermanna.

Ætli menn að vega að þessum rétti með krókaleið laganna, þá á verkalýðshreyfingin að mæta þeim ólögum af fullum þunga.

Lýsa því yfir að sátt sé rofin, og hún verði ekki aftur nema að leikreglunnar séu virtar.

 

Sjaldan hef ég skrifað færslu með eins djúpum trega eins og um þessi krókódílatár Starfsgreinasambandsins.

Þetta fólk veit ekki lengur í hvaða liði það er.

Kveðja að austan.


mbl.is Dómstólar skeri úr um lögmæti tillögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grillir í brúðuleikstjórann.

 

Ef Halldór Benjamín er svona viss að Eflingarfélagar vilji SGS samninginn, þá veit hann líka að þeir samþykkja ekki verkfallsboðun samninganefndar félagsins, svo einfalt er það.

Það er ekki hans hlutverk að beita bolabrögðum til að fá þann samning til atkvæðagreiðslu.

Og hann á ekki að vera svo mikill auli að vita ekki að séu leikreglur ekki virtar, þá eru forsendurnar fyrir þeim brostnar, og við tekur vargöld og vígöld.

 

Að fórna Ríkissáttasemjarar voru mikil mistök.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur félagsfólk Eflingar vilja SGS-samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju á Efling að starfa með erindreka??

 

Manni sem lætur nota sig til óhæfuverka??

Ég bara spyr.

 

Aðalsteinn Leifsson hefur vanvirt embætti Ríkissáttasemjara.

Í dag gengur hann erinda atvinnurekanda líkt og ofbeldismennirnir sem bandarískir atvinnurekendurnir nýttu til að lemja á verkamönnum í átökum kreppuáranna á síðustu öld.

Nema hann er aðeins fínni og í stað þess að nota vöðvaaflið, þá misnotar hann lögin um embætti sitt.

 

Með þessum manni á enginn að starfa og verkalýðshreyfingin, ekki bara Efling, á að senda skýr skilaboð til stjórnvalda að embætti Ríkissáttasemjara er dautt þar til Aðalsteinn er látinn víkja.

Allt annað er óeðlilegt, samsinnun eða samdaunun með lagaofbeldi manns sem gengur erinda.

 

Þetta er ekki spurning, þetta er ekki val, þetta er nauðsyn.

Sjálfar leikreglur vinnumarkaðarins eru undir.

 

Þær þarf að verja.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekkert bólar á skrá Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 84
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 5401
  • Frá upphafi: 1338859

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 4749
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband