Sólveig Anna.

 

Það er eins og hetjur forndægranna séu í henni endurbornar hefði Tolkien lýst Sólveigu Önnu, ef tíminn sem engu eyrir hefði á annað borð gefið honum tækifæri til þess.

 

Og eins og þær hetjur, og aðrar hetjur, þá er Sólveig Anna aðeins manneskja, ófullkomin sem slík og örugglega margt upp á hana að klaga.  Því það er bara svo að það dæmist á venjulegt fólk að taka slaginn við mannfyrirlitninguna, mannvonskuna, mannhatrið sem ógnar lífi þess og samfélagi.  Hinir fullkomnu, ef þeir hafa þá nokkurn tímann verið til, sitja heima hjá sér í fullkomleika sína og benda, gagnrýna, og jafnvel fordæma, en gera aldrei neitt sjálfir.

En hetjan verður til þegar fólk sýnir einurð og dirfsku, heldur sjó þegar á móti blæs, rís upp eftir ósigra, aftur og aftur herjar hún á vígi andstæðingana, missir ekki von þó kannski engin von sé eftir.

 

Sólveig Anna er slík persóna, reis uppúr engu, hóf baráttu sem þurfti að heyja, hóf stríð við fólkið sem á tímum auðlegðar og alsnægta, getur ekki deilt til sinna fátækari bræðra kjörum sem gerir þeim kleyft að lifa mannsæmandi lífi, ekki einu sinni orðið við þeirri hóflegu kröfu um, fæði, klæði og Þak yfir höfuð.

Það sem drífur þessa hversdagshetju áfram má lesa í mörgum pistlum hennar en núna nýlega las ég pistil sem hreyfði mjög við mér, og mig langaði alltaf að deila því til annarra sem hreif mig, eða svona hluta af því.

 

Gefum Sólveigu Önnu orðið:

"Sagan er af konum á bekk, ekki upp­runa arð­ráns­ins í mann­legum sam­skipt­um. Það var ekki aðeins myrkur úti, við vorum líka myrkvaðar inní okk­ur. "Hvað á ég að ger­a?", spurði konan mig og ég hafði engin svör; hvað átti hún að gera, nú þegar fregnir höfðu borist um fyr­ir­hug­aða 20% hækkun á húsa­leig­unni henn­ar; hún var þegar í tveimur konu­vinnum til að sjá fyrir fjöl­skyldu sinni og þrátt fyrir umtals­verðan dugnað var ekki alveg raun­sætt að hún fengi sér þá þriðju.

Konur þurfa stundum að hvílast, líka ofur-arð­rændar lág­launa­kon­ur. Ég veit það ekki, svar­aði ég og það var satt, ég vissi ekk­ert hvað hún átti að gera. Hún var fangi í kramn­ings­vél snar­bil­aðs fólks, með­lima íslenskrar arð­ráns­stétt­ar, íbúa for­rétt­inda­turns­ins sem árið 2017 gnæfði sann­ar­lega hátt en hefur risið enn hærra síðan þá, svo hátt að þau sjá ekki til jarðar þar sem að eigna­lausar konur þeirra Jafn­rétt­is­eyju sem þau, útblásin af mont-vímu röfla stöðugt um, streyma til og frá um borg­ina, upp­sprettur enda­lauss arð­ráns; "Það til­kynn­ist hér með að frá og með næstu mán­aða­mótum verður þyngt veru­lega í keðj­unni sem heldur þér fang­inni. Ef að þú hefur athuga­semdir við það er þér bent á að bera harm þinn í hljóði. Það hefur eng­inn áhuga á að heyra þig væla."

Ég vissi ekk­ert hvað hún átti að gera og við sátum áfram þögl­ar. En ég fann hvernig andúðin á kerf­inu sem traðkar á eigna­lausum kon­um, heldur þeim fögnum alla þeirra daga, sogar úr þeim gleð­ina og ork­una, hellir inn í þær köldu myrkri kvíð­ans, kerfi knúnu áfram af auð­virði­legum sad­isma arð­ræn­ingj­anna, líkt og holdg­að­ist, sett­ist við hlið okkar og spurði: "Ekki ætlarðu að gera ekki neitt?".

 

Já, Ekki ætlarðu að gera ekki neitt?.  Við vitum öll svar Sólveigu Önnu, en það er hollt og gott öllum sem á einhvern hátt láta sig dreyma um betri heim, það góðan að við erum stolt af því sem við látum börn okkar fá í arf, að lesa lýsingu hennar á eldmóðinum sem knýr baráttu Eflingar áfram.

"Úti er napur og nið­dimmur vetr­ar­morg­un, á glæ­nýju ári. Um alla borg eru á ferli Efl­ing­ar-­konur sem nota vöðva­aflið sitt, heil­ann og hjartað til að halda öllu gang­andi. Meiri­hluti þeirra hefur við­var­andi fjár­hags­á­hyggj­ur, sem kreista þær og kremja, taka frá þeim birt­una og fylla þær af myrkri.(leturbreyting mín) Mönnum nægir ekki að arð­ræna þær sem vinnu­afl, nei, að þær hafi þak yfir höf­uðið skal einnig vera ótæm­andi gróða­upp­spretta reyk­vískrar borg­ara­stétt­ar­innar sem í frið­lausri gróða-­sýki sinni fær aldrei nóg. Valda­stéttin flaggar fánum kven­frelsis þegar hentar en þegar við­fangs­efnið er raun­veru­legar breyt­ingar í efn­is­legum raun­heimum þeim er við byggjum svo að líf kven-vinnu­aflsins taki breyt­ingum eru fán­arnir snar­lega teknir nið­ur, og ófrið­ar­súla ójöfn­uð­ar­ins tendruð með við­höfn. 

Það er oft þung­bært fyrir okkur Efl­ing­ar­fólk að sjá hversu raun­veru­legt skeyt­ing­ar­leysi efna­hags­legrar og póli­tískrar valda­stéttar er gagn­vart til­veru­skil­yrðum okk­ar. En þrátt fyrir það og vegna þess gef­umst við ekki upp. Eigna­réttur okkar á sjálfs­virð­ing­unni, sam­stöð­unni og vit­neskj­unni um að við erum ómissandi er algjör. Eng­inn fær því breytt. Við höfum lært að bar­áttu­vilji okkar og eld­móður er árang­urs­rík­asta móteitrið við myrkv­un­ar- og kúg­unar til­raunum fólks­ins í for­rétt­inda­turn­in­um. Þeim mun aldrei takast að svipta okkur frels­inu til að semja fyrir okkur sjálf, frelsi sköp­uðu af hetj­unum okk­ar, verka­fólki for­tíð­ar, með blóði, svita og tárum, af svo miklum eld­móði að hann ornar enn. Þeim mun aldrei takast að slökkva bar­áttu­vilja okk­ar.".

 

Þeim mun aldrei takast að slökkva bar­áttu­vilja okk­ar.  Vegna þess að hann er í raun eina baráttuljósið sem þúsundir láglaunafólks bindur vonir sínar við.

 

Það er napur kveðja, en varpar ljósi á svo margt sem Sólveig Anna rekur í þessum pistli sínum, að skilaboð stjórnarráðsins í upphafi þessara vinnudeilna er tilkynning um stofnun Mannréttindaskrifstofu, í auðugu landi þar sem ekki er einu sinni hægt að tryggja öllum Þak yfir höfuð, nema á þeim okurkjörum að fátt er eftir til að standa undir öðrum útgjöldum fjölskyldunnar.

Firringin er þvílík, gapið á milli raunveruleikans og valdastéttarinnar virðist vart lengur vera brúað, jafnvel þó menn nái að virkja hraða ljóssins til þess.

 

Vissulega hefur þorri landsmanna það tiltökulega mjög gott, en það afsakar ekki kjör þeirra sem verkin vinna og hafa það ekki.

Við getum ekki án hvors annars verið, og hættum að láta sem svo að okkur komi ekki kjör náungans við, nema þá þegar fólk vill öfundast út í einhvern.

 

Barátta Eflingar er réttmæt.

Sólveig Anna tók að sér að gera það sem við höfðum öll átt að gera.

 

Virðum það.

Kveðja að austan.

 


Raunir hinna ofsóttu

 

Það dregur ekki nokkur maður í efa að Ólöf Helga Adolfsdóttir hefur gengið í gegnum miklar raunir.

 

En það er hollt og gott að skoða upphafið þegar maður grætur örlög sín.

Sá sem lætur nota sig, misnota sig, sá sem vegur  úr launsátri, hann uppsker eins og hann sáir, það er að segja ef ætlunarverk hans mistekst.

 

Og ennþá lætur Ólöf Helga misnota sig.

Að hún skuli ekki skilja að þessi átök Eflingar við atvinnurekendur hafa ekkert gera með hana eða Sólveigu Önnu, þessi átök snúast um réttinn um mannsæmandi líf, að hafa Þak yfir höfuð, um þau grundvallarmannréttindi í auðugu landi að allir geti lifað af launum sínum.

Nei, þetta er bara ég, aumingja ég og svo skassið hún Sólveig Anna.

 

Fyrir stundarathygli þeirra sem hafa það eina markmið að knésetja fyrirhugað verkfall Eflingar, mætir hún í viðtöl og segir raunasögu sína, aftur og aftur, svo jafnvel Megan og Harry virka eins og nýgræðingar á leiksviði stundarfrægðar fórnarlambanna.

Væri Ólöfu alvara með meintri verkalýðsbaráttu sinni, ef hún virkilega hefði áhuga á að bæta kjör láglaunafólks, þá í fyrsta lagi léti hún ekki misnota sig af stéttarníðingum, og í öðru lagi, þá tæki hún slaginn með Eflingu í dag.

Sá slagur myndi skera úr um hvort Eflingarfélagar myndu treysta henni fyrir frekari trúnaðarstörfum innan félagsins.

 

En sem leppur Góða fólksins eða kvislingur atvinnurekanda fær hún enga upphefð.

Spyrjið bara Quisling, hann þekkir þá sögu af eigin skinni, meir að segja hálsinum minnir mig.

 

En samt, maður getur ekki annað en vorkennt henni.

Kveðja að austan.


mbl.is Var bannað að spyrja spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2023

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 85
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 5402
  • Frá upphafi: 1338860

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 4750
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband