2.2.2013 | 10:34
Á stund sannleikans gerir fólk það sem þarf að gera.
Það verndar framtíð barna sinna.
Það verst ofríkismönnum.
Það ver samfélag sitt.
Þetta er kjarni þess sem fólk getur sameinast um.
Aðeins þetta getur verið grundvöllur framboðs þjóðarinnar gegn vogunarsjóðunum, gegn verðtryggingunni, gegn þeim þrengingum og harðindum sem munu ganga yfir landið eftir kosningar þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun mögnunarlaust gera allt sem ógnarvald fjármagnsins biður hana um.
Þeim sem hugnast ekki sú framtíð, geta ekki skorast undan.
Þeir eru ekki menn, þeir hafa ekki rétt til að geta af sér líf, ef þeir verja ekki sig og sína þegar að er ráðist.
Á stund sannleikans geta þeir ekki logið af sjálfum sér.
Og ekki logið að öðrum.
Menn hætta að hafa skoðanir á hvað þarf að gera, heldur gera það sem þarf að gera.
Á þessu tvennu er reginmunur, það fyrra er vopn óvinarins, sundurlyndið, það seinna er vopn lífsins, leið þess til sigurs.
Ég hef í nokkrum pistlum orðað þessa hugsun, og þeir pistlar hafa verið lesnir.
Fengið fyrir þá hrós, fengið fyrir þá læk, og þá mest hið hljóða, að fólk kemur aftur og aftur til að lesa hugleiðingar um hvað þarf að gera svo börnin okkar eigi að eiga minnstu von um framtíð.
Aðra framtíð en þá sem óvinurinn eini ætlar þeim, fátækt, skuldaánauð, deilur, róstur.
Nú er svo komið að orð duga ekki lengur, það þarf aðgerðir.
Við erum ekki mörg, ekki nógu mörg til að fara í framboð í dag. Það eru skilaboðin sem ég hef fengið frá flokki lífsins, Samstöðu. Á því eru margar skýringar, en sú stærsta er að Samstaða er sönn og heil, og Liljan okkar góða segir satt og rétt frá í þjóðmálaumræðu sem nærist á falsi og blekkingum.
Sem segir aðeins eitt, grunninn vantar.
Og þann grunn þarf að múra upp.
Það er okkar hlutverk, okkar sem hafa upplifað Stund sannleikans, og vitum að við eigum ekkert val.
Þess vegna hef ég ákveðið að virkja hliðarsjálf mitt, Hreyfingu lífsins, sem var upphaflega smá gjörningur um hvernig Bylting lífsins gæti átt sér stað.
En er orðinn Alvara lífsins, tæki til að halda utanum um andóf mannsins gegn þeim ógnaröflum sem sækja að framtíð barna okkar.
Tæki sem smíðar vopnið eina sem óvinurinn eini á ekki svar við.
Ég hef orðað þessa hugsun til samherja í Stríði lífsins og ætla að endurtaka hér þau hluta af þeim orðum, vegna þess að þetta er hugsun sem allir sem eiga líf sem þarf að vernda, þurfa að skilja.
"Spurningin sem ég hef reifað, er ætlar fólk að gefast upp, eða ætlar það að berjast þó engin sigurfrægð er í boði. Og ef fólk ætlar að berjast, þá hvernig??? Endurtaka sömu mistök, aftur, eða nota einu sinni heilbrigðu skynsemi sína til að sjá að óhefðbundið ástand kallar á óhefðbundin vinnubrögð.
Ástandið í dag er án fordæmis, því er einna helst hægt að líkja við aðdraganda seinna stríðs, og eftir að seinna stríð skall á. Ógnarvald herjar á samfélög, og það þarf að mæta því á þeim forsendum og eftir þeim aðferðum sem menn nota í stríði, þetta er ekkert annað en stríð eins og Michael Hudson benti réttilega á. ´Til dæmis stofna menn ekki stjórnmálaflokk til að mæta skriðdrekum, og menn nota ekki boga og örvar til að skjóta niður flugvélar.
Menn sameinast og grípa til þeirra vopna sem þeir hafa tök á og eru líkleg til valda ógnarvaldinu skaða. Og menn eru taktískir, það er grundvallar atriði. Menn eru hvorki óskipulagðir eða sundraðir. Hafi menn ekki afl til að mæta óvininum í opnum bardaga, þá grípa menn til skæruhernaðar. Og menn herja þar sem óvinurinn er veikastur fyrir. Skæruliðinn stjórnar árásum sínum, óvinurinn hefur ekki val hvar hann verst.
Þetta er ekki öfugt eins og menn halda á Íslandi þar sem fjölmiðlar valdsins stjórna umræðunni. Valdið er eins og þykkur múr utan um stóra borg. Hin hefðbundna leið til að rjúfa slíkan múr er að ráðast á hann þar sem hann er veikastur, þess vegna fundu menn upp múrbrjótinn. Hann er mikill kraftur sem einbeitir sér að einum veikum bletti. Ef sá blettur er ekki til, þá rjúfa menn ekki múrinn ef varnarliðið er nógu fjölmennt til að verja múrana. Og það ógnarvald sem við erum að glíma við, hefur nægan mannskap í það.
Þá er spurning að gefast upp eða hann nýtt vopn.
Konstantínópel stóð í yfir þúsund ár án þess að vera hertekin utan frá. Arabar urðu frá að hverfa, tyrkneskir ættbálkar náðu að leggja undir sig land Konstantínópels, en þeir náðu ekki að rjúfa múra hennar. Fyrr en soldáninn Muhamed annar fékk til sín færasta byssusmið þess tíma til að útbúa eina risafallbyssu, ein sú stærsta sem gerð hefur verið til þessa dags, og með henni var alltaf skotið á sama staðinn. Og að lokum kom skarð í múrinn, og borgin féll. Þetta er hugmyndafræði þeirrar tillögu sem ég vil að fólk ræði og athugi hvort að sé möguleiki. Að fólkið sem vill gera eitthvað, einbeiti sér að útbúa svona vopn sem rýfur skarð á múra valdsins. Og það vopn er útbreiðsla upplýsinga og staðreynda sem afhjúpar allt falsið og blekkingarnar sem er í kringum alla helförina gegn almenning. Sannleikurinn er eina vopnið sem peningar geta ekki keypt, eina vopnið sem þögnin getur ekki þaggað niður. "
Peningar geta keypt allt nema sannleikann, þannig er það bara.
Ég linka í athugasemdum á bloggsíðu Hreyfingu lífsins og Fjölmiðil hennar sem er fyrsta útgáfa af því sem gera þarf.
Í Hreyfingu lífsins er fólk sem spyr, Hvað get ég gert?? og segir, Ég get gert þetta???.
Allir sem hafa séð Mikka Mús og Guffa kljást við býflugurnar kveikja strax á þessari hugsun, ein býfluga stingur, en hana má kremja, þúsund í einni stungu er stunga sem flúið er undan.
Allt á sitt upphaf, eitt leiðir af öðru.
Hér hafa margir komið inn, undir nafni, eða tilbúnu nafni, gagnrýnt margt, sagt sig sammála mörgu.
Margir hafa spurt, hvað er hægt að gera.
Þetta er mitt svar.
Hafi aðrir betra, þá er það vel. Skiptir ekki máli hvaðan gott kemur.
Þeir koma sem koma vilja.
Aðalatriðið er að eitthvað sé gert.
Andófið er samanlagt með innan við 5% fylgi, yfirráð fjármagnsins er algjört eins og staðan er í dag.
Og verði svo í kosningunum í vor, þá fyrst er þjóðin í djúpum skít. Það mun allt hrynja sem hrunið getur þegar vogunarsjóðirnir taka til að hirða upp gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Viljum við það??
Nei, segir Hreyfing lífsins.
En hvað með þig??
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 43
- Sl. sólarhring: 751
- Sl. viku: 4423
- Frá upphafi: 1402311
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 3850
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar Geirsson, 2.2.2013 kl. 10:35
Pistlarnir sem leggja drög að þessum lokapistli um Upprisu mannsins.
1. Það krefst hugrekki að sýna rétta breytni.
Ómar Geirsson, 2.2.2013 kl. 10:59
Ómar. Takk fyrir þennan lífsnauðsynlega vettvang.
Þú ert ekki bara þessa heims-réttlætiskjarnasál (frekar en nokkur annar), heldur er þér stýrt að handan-orkunni kærleiksríku og ósigrandi. Það var ég búin að átta mig á fyrir löngu. Þú ert nefnilega of ungur í árum talið, til að geta skilið svona vel, hvernig raunveruleikinn er.
Sannleikurinn og náungakærleikurinn óeigingjarni er lausnin að betri heimi.
Ég segi mínar skoðanir í þeim tilgangi að raunverulegi kærleikurinn og réttlætið búi til betri heim fyrir alla, en ekki bara fyrir suma.
Þess vegna á ég mjög erfitt með að draga fólk í dilka eftir ætterni, flokkum og trúarbrögðum. Ég hreinlega get það ekki!
Þess vegna stend ég ein í minni baráttu fyrir jafn-réttlæti allra.
Ég vissi það þegar ég fór af stað í gagnrýnina á blogginu, að ég gæti ekki dregið taum annars en réttlætisins. Það hefur oft verðið erfið byrgði, en það þjónar ekki réttlætinu, að draga óréttlætis-byrgðar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 22:22
Frábært Ómar, eins og venjulega. Þú ert í hópi bestu bloggara, það verður ekki af þér skafið.
Magnús Óskar Ingvarsson, 3.2.2013 kl. 17:45
"Allt líf hefur rétt til lífs" stendur einhvers staðar Anna og skilningurinn á því er forsenda framtíðar lífs á jörð. Það er svona praktík sem báðir hóparnir ættu að skilja, þeir sem finna til samúðar með öðrum , og þeir sem aðeins finna til samúðar með sjálfum sér, og ná saman um.
Aðeins sameiginlegar hagsmunir munu fá fólk til að skilja að það verður að vinna saman, og þessir sameiginlegu hagsmunir er hvötin að vilja lifa af.
Hvernig til tekst er undir mörgum komið, að virkja hina óendanlegu orku kærleikans er ekki síst hvað mikilvægust, og ég held að fólk eins og þú, og þínir líkar eigi eftir að verða sá herslumunur sem seinna meir verður talinn hafa skipt sköpum.
En ég Anna mín er aðeins stríðsmaður, og mitt hlutverk er að höggva að óvininum þar sem ég næ til hans, í þeirri von að aðrir taki að gera slíkt hið sama. Í stað þess að góna uppí loftið eða í besta falli ráfa um í brælunni sem leggur að ýldufýlu sora hinnar siðlausu gróðafíknar sem öllu ræður, og finna engan til að höggva, höggva því út í loftið eða næsta mann sem menn hitta á förnum vegi í sama tilgangi.
Það þarf að verjast, það er ekkert annað tækifæri eftir þetta.
Aðeins hörmungar.
En stríðsmenn þurfa næringu Anna, þú ert ein af þeim góðum manneskjum sem gefur þá næringu.
Takk fyrir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.2.2013 kl. 08:33
Takk Magnús.
Eigum við ekki að segja að það eigi eftir að koma í ljós.
Það er ekki mikil kúnst að skrifa orð sem aðrir lesa, aðallega æfing.
En að skrifa orð sem aðrir skilja er ekki öllum gefið.
Og mér hefur ekki ennþá verið gefin sú gjöf.
En það þýðir ekki að gefast upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.2.2013 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.