28.1.2013 | 21:10
Lífsháskinn.
Hér á þessu bloggi hefur aftur og aftur verið minnst á þann háska sem blasir við þjóðinni.
Ég hef vitnað í önnur orð sem hugsanlega yrði meir tekið mark á en orðum mínum.
Vandamálið sem við Íslendingar stöndum frammi fyrir er að landið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að standa undir skuldbindingum gagnvart erlendum kröfuhöfum og jöklabréfaeigendum. Skuldbindingarnar nema í dag um 1.200 milljörðum króna og við eigum ekki gjaldeyri til að mæta þeim. Gjaldeyrisforðinn (sem er tekinn að láni) og jákvæður viðskiptajöfnuður standa sennilega undir greiðslum sem tengjast afborgunum af erlendum lánum atvinnulífsins og opinberra aðila næstu ár en rétt svo. Til að borga kröfuhöfum þyrftum við að hafa í handraðanum á næstu árum um 1.200 milljarða króna aukalega í erlendum gjaldeyri. Við þá upphæð bætast síðan árlega um 70 milljarða vextir og arður af hlutbréfum í bönkunum. Upphæðin fer því hækkandi eftir því sem tíminn líður bak við gjaldeyrishöft.". (Tryggvi Þór Herbertsson - Að steðjar vá.)
Við erum að ræða um gjöreyðingu efnahagslífsins svo ég vitni áfram í Tryggva.
Og sú eyðing mun eiga sér stað eftir kosningar ef þjóðin iðkar áfram það sem hún kann best, að verja ekki sig og sína.
Ég hef oft og iðurlega bloggað um verðtrygginguna og illu áhrif sem hún hefur á samfélag okkar, ásamt því að stórskaða allt efnahagslífið.
Hún er ræningjatæki sem ein og sér hefur stolið yfir 400 milljörðum frá Hruni, úr vasa almennings í vasa fjármálamafíunnar. Hún blóðmjólkar samfélagið og á sér enga efnahagslega réttlætingu.
Ég hef vitnað í okkar mætasta þingmann, Lilju Mósesdóttur, og haft þessi orð eftir henni.
"Við munum ekki komast upp úr kreppuhjólförunum og losna við gjaldeyrishöftin nema skrifa varanlega niður skuldir heimila og fyrirtæka og þar með eignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa. ".
Þessar ógnir ásamt tilraunum stjórnvalda til að láta þjóðina borga skuldir einkabanka eru hluti af árás fjármálamafíunnar á landið eftir Hrun.
Árás sem hagfræðingurinn Michael Hudsson lýsti með þessum orðum.
""Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum. En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugir skuldunautar á borð við Bandaríkin og Bretland munu siga áróðursmeisturum sínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum á Íslendinga og krefjast þess að þeir verði hnepptir í skuldafangelsi með því að þvinga þá til að greiða skuldir sem þessar þjóðir myndu aldrei greiða sjálfar."."
Betur hefur lífsháski þjóðarinnar ekki verið orðaður.
Og örlögin sem bíða hennar.
"Lausn nýfrjálshyggjunnar á þessu vandamáli er að selja eignir með gríðarlegum afföllum til alþjóðlegra arðræningja og brjóta niður félagslegt kerfi þjóða, einmitt þegar þær þurfa mest á því að halda.
Markmið þeirra er að tryggja völd sín í samfélaginu. Umfram allt vilja þeir hámarka vald skulda umfram verðmætasköpun. Þess vegna er verðtrygging lána notuð til að tryggja að bankarnir hagnist á hruni efnahagslífsins, en ekki almenningur, sem greiða þarf jafnt skuldirnar sem og kostnaðinn af hækkandi verðlagi og hruni krónunnar. ..... Því verra sem efnahagsástandið er, því sterkari eru lánveitendurnir. Þetta er ávísun á efnahagslegt sjálfsmorð þar sem dýpkandi kreppa hneppir æ fleiri í skuldafangelsi." ".
Allt þetta hef ég sagt með mínum orðum og fært rök fyrir að ógnarvald standi að baki. Ógnarvald sem vílar sér ekki fyrir að eyðileggja samfélög og þjóðir í þágu gróða síns og auðs.
Ógnarvald sem herjar á Vesturlönd, og í raun heiminn allan.
Ógnarvald sem þegar hefur valdið hungursneyð í hluta Evrópu þannig að hjálparstofnanir mega hafa sig allar við að halda lífi í fátæku fólki.
Ógnarvald sem hefur ráðist á innviði samfélaga, stuðlað af atvinnuleysi, hrakið fólk á flótta frá löndum sínum.
Það sjúkasta við þetta ógnarvald er að við erum samdauna hugmyndafræði þess.
Við tölum um alþjóðavæðingu þegar í raun er um taumlausa gróðahyggju sem byggist á arðráni og kúgun fátækari þjóða, og um leið afleggingu framleiðslu Vesturlanda því engin heilbrigð atvinnustarfsemi getur keppt við samnefnara hins lægsta. Verksmiðja án öryggisbúnaðar, brunavarnar, þar sem fólk vinnur fyrir hungurlaunum langan vinnudag án þess að njóta nokkurra félagslegra réttinda.
Það keppir enginn við þrælahald, menn útrýma því. Nema í dag, við köllum það alþjóðavæðingu.
Önnur birtingarmynd þessa sjúkleika er umræðan í dag eftir ICEsave sýknu EFTA dómsins.
Sýknan er lagatæknileg og fyrirfram sögðust lögspekingar ekki geta spáð fyrir um niðurstöðu dómsins.
Enginn kom með þau rök að ESB hefði ekki þann rétt að setja almenning í ábyrgðir fyrir einkabanka. Hvorki siðferðislega né samkvæmt þeim mannréttindum sem þjóðir heims hafa fest í löggjöf sínar og alþjóðasáttmála.
Enginn.
Enginn minntist á að ESB hefði ekki réttarheimild til að ákveða innlánstryggingar með ríkisábyrgð, þar geta menn lagt það til, en lagasetningin er í höndum þjóðþinga EES ríkjanna.
Og enginn talar um það í dag þegar sigurinn mikli vannst. Aðeins lagatæknileg rök, og jafnvel það sjónarmið að það hafi verið tæpt.
Siðferðislegar forsendur um hvað má og hvað má ekki, eru horfnar úr umræðunni.
Valdið virðist mega allt, bara ef það setur lögin áður en það níðist á fólki.
Þetta er hið alvarlega í málinu, þetta er lífsháskinn sem Vesturlönd glíma við.
Þennan lífsháska hafa menn ekki séð í um 80 ár, frá því að alræðisstjórnir Hitlers og Stalíns drottnuðu yfir stórum hluta Evrópu.
Þá var fólk samdauna og leyfði illskunni að vaxa og dafna án þess að grípa inní.
Og við vitum hvernig sú saga endaði.
Með átökum og hörmungum.
Á þetta hef ég bent í pistlum mínum, og því miður er ég að sjá spár mínar rætast.
Það snýst enginn gegn vogunarsjóðunum því hið þegjandi vald er í vasa þeirra.
Og Rauði Krossinn hefur þegar varað við átökum og óeirðum í Evrópu.
Samskonar aðvörun og var gefin áður en allt spratt í loft upp í Arabaheiminum.
Enda ekki gefin út í loftið, á bak við þessi orð "að Evrópa þurfi þess vegna að búa sig undir uppreisnir, eins og þær sem skekið hafa Norður-Afríku" eru ábendingar og mat þúsunda tengla Alþjóðaráðsins sem meta ástandið á þennan hátt.
Alvara lífsins blasir við okkur og við þegjum, við gerum ekki neitt.
Annað en að muldra og kvarta og nýta sundrunguna sem okkar eina vopn gegn ógnaraflinu.
Það er eins og staðreyndir eða raunveruleiki sé fólki almennt ofviða.
Við horfum á ógnaröflin eyðileggja framtíð barna okkar..
Og við þegjum.
En það þegja ekki allir.
Stund sannleikans er runnin upp.
Ekki hjá mörgum.
En fleiri en einum, fleiri en tveimur.
Og þeim mun aðeins fjölga.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Ég er enn að bíða eftir skilgreiningu frá þér á frjálshyggju :-)
Þú talar um tómlausa gróðahyggju að ofan, gróðahyggjan er auðvitað eitthvað sem mun fylgja manninum og barátta gegn henni er eins og barátta gegn manninum sjálfum. Kannski tekur þú þátt í henni með því að kaupa vörur sem framleiddar eru í verksmiðjum þar sem laun eru lág? Það er ekkert slæmt við það - ég er ekki að skjóta á þig :-) en við skulum endilega hætta að nota innantóm orð.
Annars fer það ekki hátt að alþjóðleg fyrirtæki sem koma upp verksmiðjum erlendis borga iðulega hærri laun en gerist og gengur þar. Áliðnaðurinn er gott dæmi héðan :-)
Til að veita börnum okkar bjarta framtíð þarf að auka frelsi og minnka ríkisafskipti, við þurfum kapítalisma - ekki ríkisafskipti þar sem stjórnmálamenn og embættismenn ákveða að sum fyrirtæki skuli lifa (bankar 2008) og að þessi eða hinn geirinn sé svo flottur og fínn að moka skuli fé í hann (græni orkugeirinn). Af hverju var t.d. Sjóvá bjargað?
Fyrirbæri eins og AGS er ferlegt skrímsli. Hefur enginn velt því fyrir sér hvaðan AGS fær sitt fé?
Ein gáta undir lokin: Hver er stærsti lánveitandi bandaríska ríkins?
Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:05
Helgi, ég nenni ekki að segja þér það aftur.
Hef reynt það svo marg oft.
En það merkilega við þetta var að ég minntist ekki á frjálshyggjuna, aldrei þessu vant, talaði um ógnarafl, sem reyndar geri út hagtrúarbrögðin kennd við frjálshyggju.
Það sorglega við þetta Helgi, þar sem þú ert vel meinandi, er að þú sérð ekki hvað er að gerast.
Þú kýst hagfræði dauðans fyrir börn þín, og uppskerð að lifa endalok siðmenningarinnar ef val þitt gengur eftir.
Ég hef fjallað víða um frjálshyggjuna í pistlum mínum, gúglaðu bara ef þú vilt lesa þér til, ef þú vilt ræða málin, þá skulum við halda þar sem frá var horfið þar sem við vorum að ræða málin, ég nenni ekki lengur að svara alltaf sömu frösunum og að þú hverfur þegar þú mætir rökum.
Stærsti lánveitandi bandaríska ríkisins er dollarinn, þeir skulda ekkert í erlendri mynt. Snillingar, en svona er þetta.
Og að lokum, þar sem ég nenni ekki sjálfur að gúgla á sjálfan mig þá langar mig að enda á minni skilgreiningu á frjálshyggjunni. +
Hún er andkristni í sinni tærustu mynd.
Hver segir að Jóhannes hafi ekki haft rétt fyrir sér í Opinberbókinni??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2013 kl. 22:16
Sæll.
Ég hef hvergi séð þig segja nákvæmlega hvað þú telur vera frjálshyggju, þú kennir frjálshyggjunni um margt en svo virðist þú nota hugtakið með allt öðrum hætti en gerist og gengur. Það að segja að frjálshyggjan sé andkristin í sinni tærustu mynd er ekki skilgreining heldur fullyrðing. Eftir stendur upphaflega spurningin: Hvernig myndir þú skilgreina frjálshyggju?
Það er óþarfi að gera mér upp skoðanir. Hvað er hagfræði dauðans?
Sú hagfræði sem ég aðhyllist hefur virkað í gegnum tíðina og bætt verulega lífskjör mikils fjölda einstaklinga. Það að opinberir aðilar skipti sér að atvinnulífinu í því mæli sem tíðkast á Vesturlöndum er ekki frjálshyggja og ekki kapítalismi. Dæmi um opinber afskipti er t.d. að vinnumálastofnun USA var nýlega að unga út reglu sem segir að vinnuveitendur geti ekki skyldað starfsmenn til að vera kurteisir við viðskiptavini. Það er heldur ekki frjálshyggja eða kapítalismi að hið opinbera velji úr fyrirtæki sem fara á hausinn og velji svo önnur til að bjarga.
Heldur einhver að það sé tilviljun að Kína og Indland eru að verða að efnahagslegum stórveldum? Hverju breyttu þau sem olli þessum breytingum hjá þeim? Hvaða kerfi er að bæta verulega lífskjör þegna þessara landa?
Nei, stærsti lánveitandi bandaríska ríkisns er ekki dollarinn enda er hann ekki aðili. Hver er stærsti einstaki lánveitandi bandaríska ríkisins? Þetta er mikilvæg spurning og svarið kemur flestum á óvart.
Þegar Opinberunarbókin var skráð var frjálshyggjan ekki til.
Það er ansi vont þegar fólk notar hugtök ekki af sæmilegri nákvæmni. Frjálshyggjan og kapítalisminn hafa verið ötuð aur af fólki sem ekki skilur þessi hugtök. Steingrímur-Vg-ESB-sinni-sem-vonandi-dettur-brátt-af-þingi kenndi frjálshyggjunni um hrunið en staðreyndir sýna glöggt að hérlendis var engin frjálshyggja. Þó Steingrímur segi eitthvað er ekki þar með sagt að það sé rétt.
Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 23:16
Séð úr fjarlægð virðist mér vandi islendinga séu auknar skuldir. Slæmt mál. Vandinn er einfaldlega of litlar tekjur þjóðarbúsins. Manni virðist ´auðvelt ´ að bæta hér úr. 'I fyrsta lagi að stórauka veiðiheimildirnar. Norðmenn, Rússar og Bandaríkjamenn juku aflaheimildir á sínum miðum um 250 þúsund tonn. Island var lengst af með 500.000 tonna þorskkvóta, og sá hvergi á þótt skrapað væri á togurum, islenskum og erlendum alveg uppí landssteina. Þá skulum við líta á landbúnaðinn, aðeins með að selja ylverum orkuna á ´álrafmagsverðiverði´ eins og ylræktarmenna eru að biðja, má þarna stórauka framleiðslu á úrvals matvöru, ómengaðri, til útflutnings. Og svo má lengi telja.
Björn Emilsson, 29.1.2013 kl. 00:27
Til að leggja áherslu á landbúnað vil ég sagt hafa, að í Washington fylki USA eru stærstu fyrirtæki heims,þeBoeingAircraft og Microsoft, en samt er landbúnaðurinn langsttærsti atvinnuvegur fylkisins. Því má skjóta inní hér, að mikill hamagangur varð, er hinar stóru vatnsaflsvirkjanir voru reistar. Byggðar voru yfir 40 álverksmiðjur. Þeim hefur öllum verið lokað, nema einni.
Björn Emilsson, 29.1.2013 kl. 01:19
Takk Björn fyrir þitt ágæta innslag.
Það sem þú segir er kjarni hagfræði lífsins, eigin framleiðsla er forsenda grósku og velmegunar.
Síðan skipta menn við aðra sem hafa vörur að bjóða sem þú þarfnast.
Menn brjóta ekki niður innlenda framleiðslu og koma ekki með neitt í staðinn. Það er ávísun á fátækt og örbirgð.
Síðan átök og óeirðir, upplausn og niðurbrots siðmenningarinnar.
Mættu fleiri hafa þitt brjóstvit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 08:39
Blessaður Helgi.
Ég má eiginlega ekki vera að því að spjalla við þig núna enda þó mér þykir það gaman, þá er það tímafrekt, og svo hleypurðu alltaf í burtu þegar veggurinn blasir við.
Þó þú hafir tekið það inná þig þegar ég bloggaði um lífsháskann, þá er frjálshyggjan ekki inngangspunktur þessa bloggs. Heldur aflið sem gerir hana út, sem er illskan í sinni tærustu mynd. Þú getur rakið klær þess til að fjármagna ógnaröfl sem báru ábyrgð á seinna stríði, bolsévika, og núna niðurbrot velferðarkerfa heimsins ásamt því að taka upp framleiðsluviðmið Rómverja.
Ég hef skilgreint fyrir þig frjálshyggjuna, bæði með mínum orðum og eins hvernig hún er almennt skilgreind. Ég hef einnig skilgreint hana víðar til dæmis "En það er rétt, það vantar gott orð yfir þá hegðun auðmagns að nauðga frjálslyndi til að auka völd sín í þjóðfélaginu í þeim eina tilgangi að þjappa auði enn meira á færri hendur og nota þá hugmyndafræði til algjörs arðráns á samfélögum fólks. . Umræðuna má lesa hér.
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1192277/
Hagfræði dauðans, sem þú aðhyllist því þú nennir ekki að verða afi Helgi, er sú hagfræði sem leiðir óhjákvæmilega til átaka og sundrungar. Í dag þegar vopn er ekki lengur vopn, heldur gjöreyðingarvopn, þá þarf ekki að rífast um þessa staðreynd.
En að stinga höfðinu í sandinn eins og strútur það er mannlegt, en menn verða ekki afar ef þeir gera það.
Þú aðhyllist frjálslyndi en ekki frjálshyggju Helgi, rök þín eru þaðan. En þú hefur látið hagtrúarbrögð blekkja þig og étur rangfærslur upp eftir boðendum þeirra.
Ríkisvald er ekki til óþurftar, ef svo væri þá væru þú með samfélög án ríkisvalds.
Þetta er grunnrökfeill skoðana þinna.
Þú hamrar hins vega á ofstjórn, og þar er ég alveg sammála þér, enda ofstjórn andstæð hagfræði lífsins. En vanstjórn er sama ógnin því þá fara skuggabaldrar á kreik. En fyrst og síðast verða stjórnlaus ríki undir í samkeppni við öflugri ríki, það kennir sagan án undantekninga.
Í vörn þinni fyrir frjálshyggjuna ertu að verja kapítalismann, sem enginn er að ráðast á. En þú tekur dæmi sem afsanna málflutning þinn. Kína og Indland eru stýrð ríki, Suður Kórea, Japan líka. Öll vestrænu stórveldin urðu stórveldi vegna afskipta ríkisvaldsins.
Þú ert hins vegar að tefla markaðsviðskiptum gegn sovét búskap og þarf ekki skarpan mann til að sjá hvort er réttara, sovétið er dautt.
Þegar ég bendi á siðleysi alþjóðvæðingarinnar þá kemur þú með dæmi um hið gagnstæða, eðlileg viðskipti, sem eru í anda hagfræði lífsins, stuðla að grósku og velmegun. Þau eru gagnkvæm varðandi hag, og það eru þau sem þarf að vernda og viðhalda.
En alþjóðavæðingin er að brjóta niður.
Íhugaðu orð mín Helgi, og komdu svo inn og reyndu að rökræða út frá þekkingu, ekki þeirri mötun sem þú hefur meðtekið gagnrýnislaust.
Það er jú líf þitt og barna þinna sem er í húfi.
Ég nenni ekki að elta ólar við rangfærslur mötunar þinnar, þetta er allt rangt, stenst enga efnislega skoðun. Og ég mun fjalla um þessar rangfærslur þegar ég tek fyrir dauðan í Sjálfstæðisflokknum, og nota rituð orð Hönnu Birnu sem útgangspunkt.
En ef þú vilt ekki bíða, komdu þá með eina fullyrðingu sem þú heldur að þú getir staðið við, og við skulum ræða hana. En þá ræðum við hana í botn, ég nenni ekki að ræða við hæla þína þegar þú flýrð af vettvangi. Við eigum eina umræðu ókláraða þegar þú fattaðir að grafið sem þú varst mataður með, féll eins og flís við rass við aukningu þjóðarframleiðslu USA.
Þú gast bara ekki viðurkennt að þú varst blekktur.
En það er svo mikið í húfi Helgi að þú sjáir í gegnum þennan blekkingarvef, sjálft líf þitt og barna þinna.
Sérðu ekki óveðursskýin á himni, þau sáust síðast sumarið 1939, og þá voru vopn ennþá vopn.
Hvað heldur þú að gerist núna???
Að lokum, dollarinn er ekki aðili, ég er ekki fæddur í gær. Skul bandaríska ríkisins er í dollurum, og það getur greitt þær allar upp á morgun, ef það kýs svo.
Hefurðu ekki lesið Laffer??
Eins og ég segi Helgi, það er ekkert að því að spjalla við þig, en ég nenni ekki að þurfa að gera það í öllum pistlum þar sem ég ræði vanda samtímans og þá ógn sem blasir við öllum hugsandi fólki.
Mér finnst gaman að spjalla við þig því þú hefur allar siðlegar forsendur til að vera einn af hagfræðingum lífsins.
Þú þarf aðeins að átta þig á skurðgoðinu sem stjórnar þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.