29.8.2020 | 18:33
Kverúlantar heimsins sameinast.
Undir kynda myrkraröfl.
Hvað þeim gengur til er vandséð, líklegast sjá þau gróða í stjórnlausum veirufaraldri og þeirri upplausn sem fylgir.
Munum aðeins tvennt.
Sömu myrkraföl kynntu undir andvaraleysi í hluta ríkja Evrópu sem og Bandaríkjunum, þess vegna náði veiran að breiðast út, og varð allt að því að verða óviðráðanleg, ef það hefði ekki verið gripið til harkalegustu sóttvarna í löndum eins og Bretlandi eða Ítalíu, eða borgum eins og New York,, þá hefði heilbrigðiskerfið hrunið, ekki vegna þess að menn hefðu ekki getað pantað fleiri rúm frá Kína, heldur að heilbrigðisstarfsfólk var komið að mörkum líkamlegrar getu sinnar.
Munum að aðgerðirnar sem dugðu ekki voru kenndar við persónulegar sóttvarnir.
Hitt, þegar einhverjir sem kenna sig við vísindi, tala um frelsi borgaranna í sömu andrá og þeir ræða alvarleik veirunnar, sem og þeir vitna í dánartölur sem eru afleiðing af því að gripið var til réttra sóttvarna í tíma, að þá eru þeir loddarar.
Ekkert flóknara en það.
Það er jú peningur í myrkrinu.
Kveðja að austan.
![]() |
Gríðarlegur fjöldi mótmælir í Berlín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2020 | 08:31
Áfram vegur Morgunblaðið að sóttvörnum.
Núna með röfli að utan, þó eru rökin ekki týnd af trjám af landsfundi Repúblikanaflokksins, heldur einhver prófessor borinn fyrir spekinni; ".. sé umhugsunarverð enda sé vandmeðfarið að þrengja að frelsi borgaranna með þessum hætti.".
Nei þá er nú betra að þrengja að frelsi borgaranna með því að kippa þeim úr daglegu samfélagi og loka þá inni í sóttkví, loka skólum, leikskólum, fyrirtækjum, bara svo menn hafi frelsi til að smita aðra.
Sjaldan hefur frelsishugtakinu verið nauðgað á eins ómerkilegan hátt og hjá hægriöfganum á Morgunblaðinu, og langt er seilst í viðleitninni við að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.
Þetta er farið að jarða við frelsisnotkun kommúnistanna á sínum tíma enda margt líkt með skyldum, öfgar til hægri og vinstri eiga einn sameiginlegan óvin, almenning og samfélag venjulegs fólks.
Tilgangurinn, nema fyrir utan að þjóna innrætinu, er að skapa tilbúinn þrýsting á stjórnvöld um að gefa eftir þegar þessi bylgja hefur fjarað út og innleiða aftur óttann við nýja bylgju.
Hugsanlegur er tilgangurinn einnig að senda skýr skilaboð til hægri öfganna í Sjálfstæðisflokknum að hann hefi eignast nýtt málgagn í baráttunni við borgarleg öfl innan flokksins.
Svo náttúrulega jú að gefa lesendum blaðsins fingurinn.
Sorglegt mál.
Sorgleg vegferð.
Að fara gegn sínu eigin fólki.
Kompásinn er greinilega vanstilltur.
Kveðja að austan.
![]() |
Telur stjórnvöld hafa gengið of hart fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2020 | 23:27
Þetta er ekkert grín.
Er kjarni þessarar átakanlegu frásagnar eins af fórnarlömbum kórónuveirunnar.
Hún veiktist ekki illa af veirunni en hefur glímt við langvinn veikindi síðan, núna í fimm mánuði og enginn endir virðist vera þar á.
Hún er ekki ein, hún er aðeins ein af mörg hundruð af ekki svo stórum hópi sem smitaðist hérlendis og er ennþá að glíma við afleiðingarnar.
Heilsan kemur vonandi en það veit enginn hvort þessi fórnarlömb veirunnar nái nokkurn tímann fullu styrk.
Samt er fólk þarna úti sem vill sleppa þessari veiru lausri á íslenskan almenning.
Það er sárt að lesa þetta viðtal, það er átakanlegt.
Morgunblaðið á þökk fyrir að birta það, en vinnu blaðamannsins er ekki fulllokið fyrr en hann spilar aftur og aftur fyrir hægriöfgann sem skrifaði þessi orð síðasta sunnudag í Reykjavíkurbréf ritstjórnarinnar;
"Freistandi er að líta á þetta tal sem ábendingu um að við verðum að grípa næsta kostinn á eftir hjarðónæminu sem rætt var um og einhenda okkur í að fletja út yfirferð veirunnar og segja það upphátt og gæta þá einungis þeirra sem varnarlausastir eru. Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundruðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar tegundir af sóttkví, sem sífellt verður ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið algjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax.".
Það er ekki nóg að það sé verið kalla eftir dauða hluta samborgara okkar, heldur líka veikla stóran hluta þjóðarinnar því slíkt er óhjákvæmilega afleiðing tilraunar til að ná hér hjarðónæmis.
Einstaklega ógeðfeld sýn í ljósi þess að bóluefni við kórónuveirunni eru þegar komin í almenna prófun víða um heim.
Nei, þá skulum við drepa fólk, eða veikla það.
Í því samhengi megum við aldrei gleyma að það er hrein hræsni að tala um að gæta að þeim sem eru varnarlausastir, þar að baki er ummönnun fólks sem óhjákvæmilega mun smitast ef veiran fær að ganga laus í samfélaginu.
Það er enginn eyland, nema hugsanlega í Svíþjóð, fólk á fjölskyldur, vini, ættingja, það þarf að sinna sínu daglegu lífi, hugsa um börnin sín, versla lífsnauðsynjar og svo framvegis.
Það er fásinna að ætla að það sleppi við smit, og ennþá meiri fásinna að halda að smit þess berist ekki til skjólstæðinga þeirra.
Það mikil fásinna að þeir sem slá fram þessum frasa, vita betur, fásinnan er aðeins ytri réttlæting svo mannhatrið sé ekki eins áberandi, sem og að fóðra heimska hægrið hér á landi.
Svona segir engin siðuð manneskja, og það er eitthvað mikið að á borgarlegum fjölmiðli þar sem raddir fá hljómgrunn.
Kannski hjálpar þetta viðtal við að þagga niðri í hægröfganum, kannski verður það hvatning fyrir aðra blaðamenn til að rísa upp gegn ritstjórn sem líður þetta.
Ef ekki þá er eitthvað mikið rotið uppí Móum.
Þetta er ekkert grín.
Þetta er dauðans alvara.
Illskan á ekki að komast upp með að halda öðru fram.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjórar vikur í einangrun en fjóra mánuði frá vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2020 | 13:10
Samherjafarsinn.
Endar með þessu áframhaldi á fjölum Þjóðleikhússins því jafnvel meistari ærslaleiksins, Dario Fo hefði ekki getað látið sér detta í hug sumar leikfléttur sem skemmta landsmönnum þessa dagana.
"Passaðu þig helv., ég tek þig fyrir næst", voru efnisleg skilaboð fyrrum löggu til blaðamanns, hélt að hann væri þegar kominn í vinnu hjá mafíunni.
Og fólk einhvern veginn svo dómgreindarskert að þetta var ekki síðasta verk viðkomandi fyrir fyrirtæki sem berst við að heimta úr mútum æru sína og orðstýr.
Eins og einhver hefði verið búinn að gleyma Gulu Guggunni í sjávarbyggðum landsins.
Þrasið um 8 ára gamla frétt er í þessum dúr, allt gæti örugglega verið rétt hjá Samherja, það þurfti ekki mikla vitglóru til að sjá á sínum tíma að skipulagða aðför var að ræða þar sem Helgi Selja var verkfæri eins og oft áður, en kommon, af hverju var ekki gripið til varna þá.
Vissu menn ekki einu sinni sjálfir hvaða skip þeir áttu miðað við þessi orð Þorsteins Má; "Hann bendir m.a. á að Samherji eigi ekki þrjú af þeim skipum sem fjallað er um í skjalinu.".
Það hefði verið nær að leiðrétta þá á meðan holskeflurnar gengu yfir fyrirtækið eða er þetta eitthvað betra; "Auk þess hafi komið í ljós við lestur skjalsins að Ríkisútvarpið hafi slitið upplýsingar úr því úr samhengi á mjög grófan hátt."
Hver vissi betur um hið slitna samhengi en fyrirtækið sem varð fyrir barðinu á vinnubrögðunum??
Hvað þetta snertir núverandi skítamál Samherja eða þögnina sem fyrirtækið hefur notað til að verja sig, er ekki gott að segja.
Líklegast mun einhver ungur afleysingarmaður sem veit ekki að hann á vera dauðhræddur við sjeffann, missa út úr sér, "égg held að þetta sé ekki að virka", og þá mega Sunnlendingar fara að passa sig og ég held að það sé út um Skagfirðinga.
Í Eyjafirði muna menn ennþá ósigurinn við Örlygsstaði og ennþá er beðið hefnda.
Miðað við sagnfræði þeirra myndbanda sem dælt er á veraldarvefinn í nafni Samherja og miðað við aulaháttinn hjá ráðgjöfum Þorsteins, þá gæti vont alveg versnað.
Svo mikið að loksins verði Sturlunga hefnt og hernámið á Grund verði endurtekið í öðrum héruðum.
Hinn möguleikinn er að menn fái sér bara róandi og íhugi að hollt sé að hlusta á skynsamt fólk en hundsa óráð töffarabjána.
Þau reyndust ekki vel í Namibíu miðað við nýjustu játningu Samherjamanna að þeim hafi láðst að verja dótturfyrirtækin sín fyrir slíkum töffurum.
Þá kannski hætta menn að hóta fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, og taka upp varnir þess í stað.
Halda sér til dæmis við staðreyndir og láta þær vinna fyrir sig.
Sýna jafnvel smá iðrun og eftirsjá, játa smá sekt hér og þar.
Þá virkar kannski kenningin um að allt hefði verið gert í góðri trú og reksturinn þarna suður frá hefði verið samfélaginu þar til góðs.
En að taka Nixon á þetta, þegar hann opnaði munninn í stað þess að fá sér róandi.
Það er ekki leiðin til að vinna áróðursstríð.
Eða nokkurt stríð yfir höfuð.
Því svona handabakavinnubrögð eru í raun yfirlýsing, skrifuð stóru letri á kínversku tákni og er fest framan á meinta sakborninga niðri á torgi, og segir; "Ég er sekur".
Nema það vissu allir að í kínversku menningarbyltingunni þá lugu stjórnvöld og þvinguðu saklaust fólk til að bera slík spjöld.
Samherjamenn hafa bara eitthvað misskilið þetta því það þvingaði þá enginn til að setja slíkt spjald framan á sig, þeir gerðu það sjálfviljugir og þá dettur ekki nokkrum manni í hug að rangt sé sagt til um sektina.
Ótrúlegt að fylgjast með þessu.
Peningar geta greinilega ekki keypt allt.
Allavega ekki heilbrigða skynsemi og dómgreind hins venjulega manns.
Vonum að ungi maðurinn opni bráðum munninn.
Vonum svo að ný Sturlungavíg fylgi ekki í kjölfarið.
En miðað við farsann nú þegar er því ekki að treysta.
Kveðja að austan.
![]() |
Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2020 | 17:56
Allt kjaftæði þarf að enda.
Klassísk peningastefna lítur á gjaldmiðil sem fasta, að hann sé verðmæti í sjálfu sér.
Samkvæmt henni var það til dæmis ógæfa fyrir Aþeninga þegar þeir fundu silfurnámur í den, að þeir hafi komist í stórskuld við jörðina fyrir vikið.
Gjaldþrot klassískrar peningastefnu er debatið milli tveggja manna sem veðjuðu um hvor þeirra myndi lifa lengur á eyðieyju, sá sem leit á peninga sem æðstu verðmæti, eða sá sem leit á peninga sem mælieiningu á verðmætasköpun í samfélagi.
Sá fyrri fór með kistur fullar af gulli á eyðieyjuna, sá seinni hafði með sér kistur fullar af útsæði og verkfærum, hann lifði, sá fyrri dó úr hungri.
Að því gefnu að ríkissjóður Íslands hafi ekki tekið lán í erlendum gjaldeyri, þá skuldar hann ekki einum eða neinum, ekki eitt eða neitt, því hann og Seðlabankinn er eitt.
Peningaprentun Seðlabankans er peningaprentun hvort sem ríkissjóður er skuldfærður fyrir henni eður ei.
Hún virkar ef það er slaki, en veldur verðbólgu ef svo er ekki.
Hún er til góðs ef hún fyllir upp í gap vegna ytri áfalla, viðheldur þá eftirspurn sem gæti forðað fyrirtækum og jafnvel heilum atvinnugreinum gangandi í gegnum áföllin, sem og að hún getur fjármagnað sprota sem seinna meir gætu ýtt undir verðmætasköpun og hagvöxt.
En hún er til ills ef hlutverk hennar er að fjölga störfum hjá hinum opinbera, starfanna vegna, eða hún ýtir undir eyðslu sem fer beint í að kaupa aðföng erlendis frá. Eða hún hún skapar einhvern spíral sem ýtir undir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags.
Þetta eru einfaldar staðreyndir sem byggjast á heilbrigðri skynsemi sem og þeirri staðreynd að við sem þjóð náðum að verjast atlögum landráðafólks sem vildu nýta fjármálakreppuna 2008 til að svipta þjóðinni bæði sjálfstæði sem og sjálfstæðum gjaldmiðli.
Við erum í góðum málum en þær þjóðir sem búa að evrunni eru í djúpum skít hins sameiginlega gjaldmiðils, og þerra eina von er peningaprentun evrópska seðlabankans, eða hvað apparatið heitir sem sinnir þessu hlutverki í Brussel.
Þess vegna eigum við að hætta þessu kjaftæði um skuldir á nafnvirði eða annað sem kastar umræðu um nauðsynlegar aðgerðir á dreif.
Gæfa þjóðarinnar er fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sem skilja mikilvægi þess að þenja út ríkisreikninginn á hamfaratímum, en það er ógæfa ef við það er hnýtt eitthvað röfl um að aðgerðir í dag séu einhver ávísun á skuldir og kreppur í framtíðinni.
Þegar það er þvert á móti, aðgerðir í dag koma í veg fyrir kreppur og skuldir í framtíðinni.
Vissulega býr að baki langvinn undirgefni fyrir Mammon og hagfræði andskotans, en ólíkt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem fórnaði þjóðinni á altari þessarar heimsku, þá hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur undir styrkri stjórn Bjarna fjármálaráðherra hafnað leið skattahækkana eða aðgerðaleysis, heldur mætt kreppunni með mótvægisaðgerðum
Sem draga úr kreppu og skuldum framtíðarinnar.
Höfum þetta á hreinu og hættum kjaftæði um annað.
Slíkt er aðeins fóður fyrir þá sem hugsa um annað en hag almennings og þjóðar.
Kveðja að austan.
![]() |
850 milljarða skuldahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2020 kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2020 | 07:53
Samdrátturinn án fordæma
Á tímum sem eiga sér engin fordæmi í nútímasögu.
Veirufaraldur sem við ráðum ekki við með nútímatækni og eina vörnin felst í að skera á smitleiðir með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir.
Ferðalög, mannfagnaðir, samkomur, íþróttaviðburðir, voru fyrstu fórnarlömb sóttvarna.
Höggið gríðarlegt en aðgerðir stjórnvalda hjálpuðu fólki og fyrirtækjum að komast yfir mestu erfiðleikana.
Núna þegar við glímum við seinni bylgjuna og sóttvarnir íþyngja, þá er eins og stjórnvöld hafi gleymt að gjörðum fylgir ábyrgð, engar aðgerðir voru tilkynntar þegar sóttvarnir á landamærum voru hertar.
Og umræðan öll svo skrýtin að hún farin að hverfast um fjárlagahalla og meintar skuldir við Seðlabankann.
Svona svipuð speki og maður taki lán hjá peningaveski sínu í hvert skipti sem maður fer útí búð og kaupi sér í matinn.
Þetta er ekki boðleg stjórnsýsla, íþyngjandi sóttvarnir kalla á viðbrögð samfélagsins, tilviljun á aldrei að ráða að einn sitji í súpunni á meðan aðrir sleppa.
Byrðum þarf að dreifa.
Óvissu þarf að eyða.
Annað er ábyrgðarleysi án fordæma.
Kveðja að austan.
![]() |
Hamfarir í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2020 | 15:32
So what??
Samherji telur sig getað sannað að fréttaflutningur Ruv frá 2012 hafi verið rangur, eins og að það hafi fundist fólk á þessum tíma sem lagði trúnað að aðför ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir að almenning eða fyrirtækjum þjóðarinnar.
Jóhanna beitti sér jú fyrir gjaldþroti þjóðarinnar, almennings, sem og fyrirtækja hans.
Hvort þetta skjal, eða ekki þetta skjal skýri meintar mútur Samherja í Namibíu, er tenging sem öllum er hulið nema því fólki sem náði að selja taugatrekktum forstjóra Samherja þá bábilju.
Eiginlega aumlegt að fylgjast með þessum vinnubrögðum, meint ófagleg vinnubrögð Helga Seljan blöstu við öllu hugsandi fólki, og hann er jú óbeint dæmdur fyrir þau vinnubrögð, með dóminum yfir samstarfi Más Guðmundssonar og Steingríms fjármálaráðherra.
Helgi lætur misnota sig og það er ekki einu sinni opinbert leyndarmál.
Verra er að Samherji telji sig umkominn að fjármagna atlögu hægri öfga að sóttvörnum þjóðarinnar.
Að fyrirtækið geri út blað sem hvetur til þess að almenningur sé í herkví sóttvarna, að skólastarf sé truflað, eða aldraðir lokaðir inni svo ekki sé einu sinni samanburður í hámarksöryggisfangelsum vestan hafs.
Hvað gengur Samherja til??
Af hverju blossuðu allt í einu hægri öfgarnar upp á síðum Morgunblaðsins??
Hvaða tilgangi þjónar það??
Svona miðað við að markhópurinn sem hefur tíma og nennu til að lesa um sagnfræði Samherja, er hópurinn sem hægri öfginn á Morgunblaðinu vill drepa með vísan að það bjargi ferðamannaiðnaðinum.
Það blasti við öllum að Þorsteinn Már fór á taugum í kjölfar umfjöllunar Kveiks á meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu.
Það blasir við í dag að taugar hans hafi ekki náð sér.
Allur þessi málatilbúnaður er svo heimskur.
En verra er að fórnakostnaðurinn sé líf og limir þjóðarinnar.
Þar er meinið.
Og í því meini liggur feigð Samherja.
Nema reyndar, hæli voru ekki fundin upp að ástæðulausu.
Eitthvað sem mætti hafa í huga.
Kveðja að austan.
![]() |
Samherjaskjalið fundið og birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2020 | 10:29
Morgunblaðið á sér marga bræður.
Sumir segja að veiran sé samsæri runnið úr ranni Bill Gates, það sé hann en ekki guð sem hafi búið til veirur.
Aðrir segja að veiran sé eins og hver önnur flensa, og vísa til stuðnings að flensa hafi drepið fleiri 2016-2018 en kórónuvírusinn hafi gert á sama tíma.
Sem og að í dag sé flensan að drepa fleiri í Bretlandi, og líklegast á Íslandi, svona miðað við fréttaflutning blaðsins eftir að hægri öfgar voru ráðnir til þess.
Skeggjuðu múllarnir sem eru ákærðir til að hvetja til hryðjuverka skila ekkert í þeim ásökunum.
Vita ekki til þess að þeir hafi drepið nokkra sálu.
Sama mun hægri öfginn á Morgunblaðinu segja ef honum tekst ætlunarverk sitt að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.
Saklaus eins og engill með blóð á höndum er mottó þessa fólks.
Sem elur á hatri og dauða í heiminum í dag.
Hið sorglega er að hægri öfgarnar ná að sveipa illvilja sinn almönnum frösum um frelsi, eða þeir benda á fólk sem trúði en átti að vita betur.
Blóraböggull þeirra í Bandaríkjunum er Donald Trump, á Íslandi er það meint vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttir.
Donald átti að bregðast betur við en Evrópusambandið, sem hann reyndar gerði, Katrín og Bjarni sviku lit, að lokum tóku þau hag fjöldans fram yfir hag sérhagsmuna.
Blekkingin um Donald lifir sjálfstæðu lífi, en á Íslandi magna þeir upp fár gegn Bjarna fyrir að bregðast rétt við, að taka þjóð fram yfir greiðslur í vasa.
Af mjög dularfullum ástæðum telur Samherji ástæðu til að fjármagna þetta kjaftæði, þessa birtingarmynd illskunnar sem gerir hina skeggjuðu múlla af saklausum kórdrengjum í samanburðinum.
Og þá þarf mikið til.
Staðreyndin er sú að ekkert stjórnvald hefur brugðist eins mikið og Evrópusambandið.
Hin opnu landamæri þess til að tryggja frjálst flæði mannsals og félagslegra undirboða, hafa kostað hundruð þúsunda lífið.
Þar er sökin sem á að benda á.
Og Bjarni heldur haus.
Og hélt haus.
Tók ljós fram yfir myrkur.
Þjóð fram yfir flæði í vasa.
Bræður Moggans drepa samt.
En það er undir okkur komið að sá dauði sé ekki fluttur til landsins.
Ekki með því að segja upp Mogganum.
Heldur með því að tjá fyrirlitningu okkar og skömm.
Það eru álög uppá Móum.
Þau skýra, og þeim þarf að aflétta.
Þögnin gerir það ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Héldu að kórónuveiran væri falsfrétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2020 | 08:04
Blaðamennska neikvæðninnar.
Fyrir utan einstaka hægri öfgamann, þá veit almenningur að heimsfaraldur geisar.
Fyrir utan einstaka vitleysing sem tilheyrir heimska hægrinu þá veit fólk að þessi heimsfaraldur er völdum hættulegs vírus sem getur verið banvænn fyrir fólk í áhættuhópum.
Flestir vita síðan að dánartölur segja ekki allt um alvarleika vírussins, margir sem fá hann glíma við skert starfsþrek, eftirköstin geta varið í mánuði og í raun veit enginn hve lengi vegna þess hve stutt er síðan að .þessi vírus barst í mannfólk.
Færri vita síðan að systurveirur kórónuveirunnar voru mjög banvænar, en sem betur fer fyrir heimsbyggðina ekki mjög smitandi svo það tókst að hindra útbreiðslu þeirra með því að skera á smitleiðir.
Enn færri vita síðan að það var seinni bylgja spænsku veikinnar sem drap, sú fyrr var aðeins upphitun veirunnar til að læra á varnarviðbrögð mannslíkamans.
Þeir sem fylgjast með fréttum vita síðan að veiran er að koma til baka í Evrópu, smit breiðast hratt út og í æ fleiri löndum er verið að grípa til harðari sóttvarna.
Skýringin er rakin til ferðalaga fólks, það komi heim með smitið og ógni síðan samfélögum sínum innan frá.
Mörg Evrópulönd hafa brugðist við þessari ógn með því að koma sér upp rauðum lista, en þeir sem koma þaðan þurfa að fara í 14 daga sóttkví við heimkomuna.
Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi kom Íslandi á þennan rauða lista og síðast þegar var talið þá voru flestir ferðamenn frá Danmörku og Þýskalandi, lönd sem voru talin örugg hér og fólk þaðan því ekki skimað við landamærin, sem og að Ísland var ekki komið á rauðan lista hjá þessum löndum.
Spurningin er hve lengi því líkur á annarri stórri hópsýkingu aukast í réttu hlutfalli við aukningu smita í heimalöndum ferðafólks.
Krafan um sóttkví er ekki bundin við Ísland, og það er hún sem hamlar ferðalögum fólks í miðjum heimsfaraldri.
Umræða um ferðamenn, og stöðu ferðaiðnaðarins, á öðrum forsendum en þeim sem ég rakti hér að ofan, er að ræða stöðuna út frá öðru en raunveruleikanum.
Er því áróður, þjónar einhverjum annarlegum tilgangi.
Morgunblaðið upplýsti í Reykjavíkurbréfi sínu þá skoðun sína að sóttvarnir væru tilgangslausar, veiran ætti að fá að ganga laus og mynda hjarðofnæmi.
Svona í ljósi frétta um að tilraunabóluefni er þegar komið í notkun þá er vandséð að annað liggi að baki nema von blaðsins um auknar tekjur vegna fjölgunar minningargreina í blaðinu.
Ferðaiðnaðurinn vill ekki falla óbættur frá garði sem skiljanlegt er, án aðstoðar samfélagsins mun greinin ekki lifa af.
Og mikið má vitlaust fólk stjórna þjóðinni er greininni verður ekki hjálpað í gegnum þessar erfiðleika, það kostar vissulega en hitt kostar bara miklu meira.
En að kalla út hjálparsveit á fimmta degi til að mála skrattann á veggi er ekki ferðamannaiðnaðinum til framdráttar.
Það er alveg ljóst að þessar ráðstafanir á landamærunum fækkar ferðamönnum en það er allt sem bendir til þess að þeim hefði farið fækkandi hvort sem er af þeim ástæðum sem ég taldi upp hér að ofan.
Hins vegar að grípa tímanlega inní skapast grundvöllur til að veiruhreinsa landið og gera því ferðalög til Íslands af fýsilegum ferðakosti þess markhóps sem er aðeins eldri en skemmtanafíknir krakkar, og metur öryggi sitt til fjár.
Er tilbúinn að fara í lengri ferðalög til öruggs lands og setur skammtíma sóttkví ekki fyrir sig. Enda hún jú forsenda þess öryggis sem hann sækist eftir.
Tilgangur Morgunblaðsins með neikvæðni sinni er augljós, með illu skal grafið undan sóttvörnum.
En ef rétt er haft eftir ferðamálastjóra án þess að hann minnist á tækifærin sem fólgin eru í veirulausu landi, þá er maðurinn sem gegnir því starfi algjörlega vanhæfur.
Og ætti ekki að fá að sitja út daginn.
Það er ekkert pláss fyrir fífl á dauðans alvöru tímum.
Reyndar ekki hægri öfga líka.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
![]() |
Engar vísbendingar um mýkri lendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2020 | 17:47
Kjaftshögg ferðaþjónustunnar.
Er síðasta hópsmitið sem tengja má við Hótel Rangá.
Í raun kraftaverk að þetta skyldi ekki hafa gerst fyrr, en þar eiga smitvarnir þakkirnar, skimun við landamærin hefur stöðvað á þriðja tug slíkra mögulegra smita.
Samt rífa menn sig og kenna ríkisstjórninni um heimsfaraldur kórónuveirunnar og afleiðingar hans.
Sjúkleiki fréttamennskunnar er síðan staglið um afbókanir, enginn spyr hvaðan koma þessar afbókanir??
Svona í ljósi þess að Íslandi siglir hraðbyri upp rauða listann um fjölda smita, og slík lönd lenda sjálfkrafa í kröfu um sóttkví við heimkomu.
Af ferðamannalöndum voru aðeins Danir og Þjóðverjar eftir á okkar örugga lista, og Þýskaland er ekki lengur talið öruggt land, ekki frekar en Frakkland, Bretland eða Spánn.
Alls staðar frá Evrópu berast fréttir um fjölda smita.
Og alls staðar er sama skýring gefin, hið heimska fólk sem ferðast í miðjum heimsfaraldri, það smitar við heimkomuna.
Það getur aðeins þakkað mildi tíðarandans að það skuli ekki vera tjarga og fiðrað við heimkomuna, eða grýtt eða hent útí næstu á.
Því dauðans alvara var dauðans alvara fyrir ekki svo löngu.
Út á þessa heimskingja vill íslensk ferðaþjónusta gera, og skiptir hana engu hvaða afleiðingar það hefur á mannlíf innanlands.
Í stað þess að feisa alvöruna, þá eru málaliðar fengnir til að bulla og rugla um sóttvarnir, núna síðast er málgagn stórútgerðarinnar keypt til þess.
Eins og þrugl um sóttvarnir, að ekki sé minnst á illskuna sem að baki býr við að tala þær niður, henti málstað Samherja í nýlegum deilum fyrirtækisins við Ríkisútvarpið.
En hvaða framtíð er í þessari óendanlegri heimsku?
Hvenær segir almenningur í Evrópu stopp við innflutningi á smiti??
Og þar sem mannvonska frjálshyggjunnar hefur yfirhöndina í stjórnkerfinu, hvenær tekur almenningur málin í sínar eigin hendur??
Sagan kann ekki eitt þekkt dæmi frá tímum drepsóttar, að fíflin komist upp með að smita náungann viljandi.
Af hverju ætti undantekning sögunnar að bjarga íslenskri ferðaþjónustu??
Er ekki mál að skurðgreftrinum linni.
Er ekki tími til kominn að láta umræðuna snúast um alvöruna.
Alvöruna sem blasir við öllu því fólki sem mun missa vinnuna vegna heimsfaraldursins??
Af hverju er ríkisstjórnin ennþá með fríspil hvað það varðar??
Af hverju er ekki búið að tilkynna um framlengingu hlutabótarleiðarinnar.
Og af hverju hefur ríkisstjórnin í samvinnu við Seðlabankann lagt drög að endurfjármögnun þeirra fyrirtækja sem örlögin sviptu rekstrargrundvöll á svipstundu??
Hvaða rétt höfum við til að láta þau fara á hausinn á þessum forsendum, og svipta fólk bæði eignum og lífsviðurværi??
Látum Hótel Rangá vera vítið sem vakti okkur til vitundar.
Til vitundar um bjargráð mennskunnar og mannúðarinnar.
Þetta er aðeins verkefni sem er auðvelt að leysa.
En til þess þarf vilja.
Kveðja að austan.
![]() |
Smitrakning og raðgreining enn í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 1090
- Sl. sólarhring: 1093
- Sl. viku: 5168
- Frá upphafi: 1486869
Annað
- Innlit í dag: 988
- Innlit sl. viku: 4431
- Gestir í dag: 900
- IP-tölur í dag: 858
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar