Þetta er ekkert grín.

 

Er kjarni þessarar átakanlegu frásagnar eins af fórnarlömbum kórónuveirunnar.

Hún veiktist ekki illa af veirunni en hefur glímt við langvinn veikindi síðan, núna í fimm mánuði og enginn endir virðist vera þar á.

Hún er ekki ein, hún er aðeins ein af mörg hundruð af ekki svo stórum hópi sem smitaðist hérlendis og er ennþá að glíma við afleiðingarnar.

Heilsan kemur vonandi en það veit enginn hvort þessi fórnarlömb veirunnar nái nokkurn tímann fullu styrk.

Samt er fólk þarna úti sem vill sleppa þessari veiru lausri á íslenskan almenning.

 

Það er sárt að lesa þetta viðtal, það er átakanlegt.

Morgunblaðið á þökk fyrir að birta það, en vinnu blaðamannsins er ekki fulllokið fyrr en hann spilar aftur og aftur fyrir hægriöfgann sem skrifaði þessi orð síðasta sunnudag í Reykjavíkurbréf ritstjórnarinnar;

"Freistandi er að líta á þetta tal sem ábendingu um að við verðum að grípa næsta kostinn á eftir „hjarðónæminu“ sem rætt var um og einhenda okkur í að fletja út yfirferð veirunnar og segja það upphátt og gæta þá einungis þeirra sem varnarlausastir eru. Því það er næstum óhugsandi að þetta þýði að við gætum þurft að skella hundruðum eða þúsundum manna reglubundið í fjölbreyttar tegundir af sóttkví, sem sífellt verður ólíklegra að haldi, af því að við séum enn að reyna að gera landið algjörlega veirulaust. Taka verður af skarið ekki seinna en strax.".

Það er ekki nóg að það sé verið kalla eftir dauða hluta samborgara okkar, heldur líka veikla stóran hluta þjóðarinnar því slíkt er óhjákvæmilega afleiðing tilraunar til að ná hér hjarðónæmis.

Einstaklega ógeðfeld sýn í ljósi þess að bóluefni við kórónuveirunni eru þegar komin í almenna prófun víða um heim.

Nei, þá skulum við drepa fólk, eða veikla það.

 

Í því samhengi megum við aldrei gleyma að það er hrein hræsni að tala um að gæta að þeim sem eru varnarlausastir, þar að baki er ummönnun fólks sem óhjákvæmilega mun smitast ef veiran fær að ganga laus í samfélaginu.

Það er enginn eyland, nema hugsanlega í Svíþjóð, fólk á fjölskyldur, vini, ættingja, það þarf að sinna sínu daglegu lífi, hugsa um börnin sín, versla lífsnauðsynjar og svo framvegis.

Það er fásinna að ætla að það sleppi við smit, og ennþá meiri fásinna að halda að smit þess berist ekki til skjólstæðinga þeirra.

Það mikil fásinna að þeir sem slá fram þessum frasa, vita betur, fásinnan er aðeins ytri réttlæting svo mannhatrið sé ekki eins áberandi, sem og að fóðra heimska hægrið hér á landi.

 

Svona segir engin siðuð manneskja, og það er eitthvað mikið að á borgarlegum fjölmiðli þar sem raddir fá hljómgrunn.

Kannski hjálpar þetta viðtal við að þagga niðri í hægröfganum, kannski verður það hvatning fyrir aðra blaðamenn til að rísa upp gegn ritstjórn sem líður þetta.

Ef ekki þá er eitthvað mikið rotið uppí Móum.

 

Þetta er ekkert grín.

Þetta er dauðans alvara.

 

Illskan á ekki að komast upp með að halda öðru fram.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fjórar vikur í einangrun en fjóra mánuði frá vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skyldi halda á penna í næsta Reykjavíkurbréfi moggans?  Ef það verður sá sami, hver sem hann er,og um síðustu helgi, þá má kasta mogga smartlandinu á haugana. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2020 kl. 23:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Símon Pétur, auðvitað berjumst við til þrautar um sálu blaðsins, sérhvert borgarlegt þjóðfélag þarf a.m.k. einn borgarlegan fjölmiðil sem þykist ekki vera annað en hann er.

Segir rétt frá eftir bestu getu, og hagræðir í ritstjórn í þágu íhaldsins eftir bestu getu.

Mörgu hafa þessir andskotar stolið og mörgu hafa þeir reynt að stela, ekki hvað síst sjálfstæði þjóðarinnar, en ég set mörkin við Moggann.

Nóg var að tapa orkunni þó við töpum honum ekki líka.

Kemur ekki til greina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 00:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk fyrir góðan pistil Ómar

Til þeirra sem reikna allt í krónum og aurum, eða evrum og sentum, kasta ég fram tveim spurningum:

Hvað kostar það þjóðfélagið og fyrirtækin í landinu ef stór hópur af ungu og fullfrísku fólki er frá vinnu svo mánuðum skiptir?

Hvað kostar það þjóðfélagið og fyrirtækin í landinu ef stór hluti þess fólks nær ekki heilsu á ný og neyðist til að fara á framfæri ríkissjóðs, það sem eftir er ævinnar?

Það er nefnilega hægt fyrir  dýrkendur Mammons að reikna allt til peninga. Þar hefur ferðaþjónustan engan einkarétt!

Kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2020 kl. 08:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Gunnar, nákvæmlega.

Veirusýkingar eru grafalvarlegt mál, það vita allir sem til dæmis hafa fylgst með börnunum sínum kljást við langvarandi afleiðingar einkirningasóttar, fullfrísk börn og unglingar sem varla kunnu að stafa orðið þreyta, þurfa stöðugt að passa sig á ef hún á ekki að yfirtaka líf þeirra.

"This is not in their head" sagði bandarískur prófessor á ráðstefnu sem var haldin hér rétt fyrir kovid, vísaði þar til síþreytu, þessa djöfullegs sjúkdóms sem rannsóknir voru farnar að tengja við veirusýkingar.  Eins og forboði þess sem koma skyldi.

Fólk sem sleppur af gjörgæslu er veiklað, lungun skemmd, fullur bati spurning.

Svo einhvern veginn tekst úrtöluröddum að láta umræðuna snúast eingöngu um dánartölur, vegna þess að sóttvarnir gagnvart áhættuhópum hafa virkað, þá er gagnályktað að það sé hægt að sleppa þeim að hluta.

Það er eitthvað svo mikið myrkur i þessu öllu saman Gunnar, og það skelfir mann.

Aurasálin reiknar og reiknar, en ég held að hún sleppi þeim útreikningum sem þú minnist á hér að ofan.

Vegna þess að þeir henta ekki þegar ákveðinni niðurstöðu.

En eftir stendur að ég skil ekki hvað þessu fólki gengur til.

Skil ég þó ýmislegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 5393
  • Frá upphafi: 1338851

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 4743
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband