Allt kjaftæði þarf að enda.

 

Klassísk peningastefna lítur á gjaldmiðil sem fasta, að hann sé verðmæti í sjálfu sér.

Samkvæmt henni var það til dæmis ógæfa fyrir Aþeninga þegar þeir fundu silfurnámur í den, að þeir hafi komist í stórskuld við jörðina fyrir vikið.

Gjaldþrot klassískrar peningastefnu er debatið milli tveggja manna sem veðjuðu um hvor þeirra myndi lifa lengur á eyðieyju, sá sem leit á peninga sem æðstu verðmæti, eða sá sem leit á peninga sem mælieiningu á verðmætasköpun í samfélagi.

Sá fyrri fór með kistur fullar af gulli á eyðieyjuna, sá seinni hafði með sér kistur fullar af útsæði og verkfærum, hann lifði, sá fyrri dó úr hungri.

 

Að því gefnu að ríkissjóður Íslands hafi ekki tekið lán í erlendum gjaldeyri, þá skuldar hann ekki einum eða neinum, ekki eitt eða neitt, því hann og Seðlabankinn er eitt.

Peningaprentun Seðlabankans er peningaprentun hvort sem ríkissjóður er skuldfærður fyrir henni eður ei.

Hún virkar ef það er slaki, en veldur verðbólgu ef svo er ekki.

Hún er til góðs ef hún fyllir upp í gap vegna ytri áfalla, viðheldur þá eftirspurn sem gæti forðað fyrirtækum og jafnvel heilum atvinnugreinum gangandi í gegnum áföllin, sem og að hún getur fjármagnað sprota sem seinna meir gætu ýtt undir verðmætasköpun og hagvöxt.

En hún er til ills ef hlutverk hennar er að fjölga störfum hjá hinum opinbera, starfanna vegna, eða hún ýtir undir eyðslu sem fer beint í að kaupa aðföng erlendis frá. Eða hún hún skapar einhvern spíral sem ýtir undir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags.

 

Þetta eru einfaldar staðreyndir sem byggjast á heilbrigðri skynsemi sem og þeirri staðreynd að við sem þjóð náðum að verjast atlögum landráðafólks sem vildu nýta fjármálakreppuna 2008 til að svipta þjóðinni bæði sjálfstæði sem og sjálfstæðum gjaldmiðli.

Við erum í góðum málum en þær þjóðir sem búa að evrunni eru í djúpum skít hins sameiginlega gjaldmiðils, og þerra eina von er peningaprentun evrópska seðlabankans, eða hvað apparatið heitir sem sinnir þessu hlutverki í Brussel.

 

Þess vegna eigum við að hætta þessu kjaftæði um skuldir á nafnvirði eða annað sem kastar umræðu um nauðsynlegar aðgerðir á dreif.

Gæfa þjóðarinnar er fjármálaráðherra og seðlabankastjóri sem skilja mikilvægi þess að þenja út ríkisreikninginn á hamfaratímum, en það er ógæfa ef við það er hnýtt eitthvað röfl um að aðgerðir  í dag séu einhver ávísun á skuldir og kreppur í framtíðinni.

Þegar það er þvert á móti, aðgerðir í dag koma í veg fyrir kreppur og skuldir í framtíðinni.

 

Vissulega býr að baki langvinn undirgefni fyrir Mammon og hagfræði andskotans, en ólíkt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem fórnaði þjóðinni á altari þessarar heimsku, þá hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur undir styrkri stjórn Bjarna fjármálaráðherra hafnað leið skattahækkana eða aðgerðaleysis, heldur mætt kreppunni með mótvægisaðgerðum

Sem draga úr kreppu og skuldum framtíðarinnar.

 

Höfum þetta á hreinu og hættum kjaftæði um annað.

Slíkt er aðeins fóður fyrir þá sem hugsa um annað en hag almennings og þjóðar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is 850 milljarða skuldahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.8.2020 kl. 18:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandsríkið Ungverjaland á landamæri að sjö ríkjum og engan veginn erfiðara að loka þar landamærastöðvum en hér á Íslandi, enda þótt Ísland sé eyja. cool

Í Ungverjalandi eru dauðsföll vegna Covid-19 nú 64 á hverja milljón íbúa, einungis um tvisvar sinnum fleiri en hér á Íslandi (27). cool

Ísland og Ungverjaland eru Schengen-ríki og vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland de facto í Evrópusambandinu.

14.7.2020:

Red, Yellow, Green: Who Can Enter Hungary Now and Under What Conditions?

Ísland í gær, 26.8.2020:

"Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í ág­ústhefti Pen­inga­mála eru horf­ur á að lands­fram­leiðslan drag­ist sam­an um 7% í ár og út­lit er fyr­ir að at­vinnu­leysi verði komið í um 10% und­ir lok árs­ins." cool

"
Verðbólga mæld­ist 2,5% á öðrum fjórðungi árs­ins en var kom­in í 3% í júlí.

Áhrif ríf­lega 12% lækk­un­ar á gengi krón­unn­ar frá því að far­sótt­in barst til lands­ins vega þar þungt." cool

Líklegt að landsframleiðslan hér á Íslandi dragist saman um 7% á þessu ári

Ungverjar ætla að nota evruna sem gjaldmiðil sinn þegar
Ungverjaland uppfyllir þau efnahagslegu skilyrði sem fyrir því eru sett.

Ungverjaland í fyrradag, 25.8.2020:

"The GDP of Hungary in the last quarter fell by more than one and a half times more than it did during the 2008 economic crisis.

Hungary has
now the highest inflation in the European Union, while the HUF [ungverska forintan] is still plummeting. cool

In Hungary a record budget deficit is expected this year, that could reach 7-9% of the GDP."

Frá síðustu áramótum hefur gengi íslensku krónunnar fallið gagnvart evrunni um 20% og gengi
ungversku forintunnar um 7%. cool

Á sama tímabili hefur gengi evrunnar hins vegar hækkað um 6% gagnvart breska pundinu og 5% gagnvart Bandaríkjadal.

Og gengishrun íslensku krónunnar hefur valdið hér mikilli verðbólgu, til að mynda 18,6% í janúar 2009 þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri. cool

Stýrivextir Seðlabanka Ungverjalands eru nú 0,6% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 1% og hafa aldrei verið lægri hér á Íslandi en þeir voru komnir í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og Seðlabankinn varð gjaldþrota. cool

Vegna mikils gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands, sem fyrst og fremst hefur komið frá ferðaþjónustunni, hefur hins vegar verið hægt að lækka hér stýrivexti verulega.

Og þeir sem flytja hér inn erlend aðföng og vörur hafa að miklu leyti getað tekið á sig gengishrun íslensku krónunnar á þessu ári vegna mikils góðæris síðastliðin ár, sem stafaði af stóraukinni ferðaþjónustu, "fjallagrasatínslunni".

Sumir hafa haldið því fram að hér á Íslandi dvelji flestir erlendir ferðamenn þegar gengi íslensku krónunnar er lágt en því hefur einmitt verið öfugt farið, því flestir erlendir ferðamenn dvöldu hér árin 2017 og 2018 þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn. cool

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi. cool

Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."

Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019

Þorsteinn Briem, 27.8.2020 kl. 18:20

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Gaman að þú skulir nú hafa tekið upp peningastefnukenningar Jónasar Gunnlaugssonar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 18:23

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gott kvöld Ómar og þakka þér fyrir kjarnyrtan pistil úr neðra.

Tek vissulega heilshugar undir með ykkur Þorsteini hér að ofan.

En ég ætla nú samt ekki að taka það djúpt í árinni að mæra ríkisstjórnina með þér að svo stöddu, þetta er að mestu sama helferðarhyskið og reið röftum með Jóhönnu og landráða liðinu á sínum tíma, og ef ég þekki þetta lið rétt þá vinnur það nú að því að leggja lokahönd á að stúta þjóðríkinu í eitt skipti fyrir öll samkvæmt forskrift frá Langtíburtukistan.

Góða nótt að ofan.

Magnús Sigurðsson, 27.8.2020 kl. 21:14

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Við lifum skrýtna tíma, við skulum þá vona að það verði eitthvað til að selja eða stúta, það skýrist.

En ef þú hefur upplifað að vera um borð í lítilli trillu eða bát, sem er stýrt inní Hornröstina á móti straum í suðaustan 6-7 vindstigum, þá veistu að akkúrat á meðan því stendur, þá er ekki rætt af hverju í andskotanum við séum staddir í þessum lífsháska, eða hverju í fjandanum er tekið uppá næst.

Það er aðeins haldið haus og treyst á að andófið hindri að brotin brjóti yfir bátinn, því það gerist aðeins einu sinni.

Við erum í slíkri stöðu í dag.

Kveðja úr neðra í væntanlegri sól morgundagsins, og já góða nótt.

Ómar Geirsson, 27.8.2020 kl. 23:21

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Jónas er fjölgáfaður maður Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.8.2020 kl. 23:21

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Allt gott og blessað en á meðan innslög þín snerta ekki skrif mín á nokkurn hátt, eru það sem kalla má spam, það er ef þú værir að selja fæðubótarefni eða betri tryggingar, þá verð ég að halda uppteknum hætti áfram í svörum mínum.

Bla, bla, sjáðu mikla styttra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.8.2020 kl. 23:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn af því sem selt er hér á Íslandi er erlendar vörur og aðföng, sem kaupa þarf fyrir erlendan gjaldeyri og mörlenska krónan, hinn "sjálfstæði" gjaldmiðill, hefur sveiflast gríðarlega með tilheyrandi verðbólgu, og oft óðaverðbólgu, til dæmis 84% árið 1983. cool

Nær allur fatnaður og meirihlutinn af matvörum sem seldur er í verslunum hér er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Og formaður Miðflokksins vildi taka hér upp kanadískan dollar, þannig að ekki vildi hann nú halda í "sjálfstæðu" íslensku krónuna. cool

Þorsteinn Briem, 28.8.2020 kl. 00:48

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Þú sért að þetta er ekki svo erfitt að tjá sig um eitthvað sem tengist skrifum mínum.

Óðaverðbólgan 1983 á sér margar skýringar, sú helsta var að menn héldu að hægt væri að halda uppi fölskum lífskjörum með peningaprentun, þess vegna reyndu kjarasamningar alltaf að ná krónutölu þess sem var ekki lengur til staðar í hagkerfinu.

Hefur með vanþekkingu að gera en ekki sjálfstæðum gjaldmiðli.

En miðað sem þú segir hér að ofan þá er eins og þú haldir að það sé gjaldmiðilinn sem greiði fyrir erlendar vörur og erlend aðföng, og ef við hefðum evru eða dollar, þá væri málið dautt, allir fengju borgað í hinum erlendum gjaldeyri og gætu því fengið að kaupa sína vörur óháð tekjuöflun þjóðarinnar??

Ertu svona grænn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2020 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 1224
  • Sl. viku: 5592
  • Frá upphafi: 1337458

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 4904
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband