Blaðamennska neikvæðninnar.

 

Fyrir utan einstaka hægri öfgamann, þá veit almenningur að heimsfaraldur geisar.

Fyrir utan einstaka vitleysing sem tilheyrir heimska hægrinu þá veit fólk að þessi heimsfaraldur er völdum hættulegs vírus sem getur verið banvænn fyrir fólk í áhættuhópum.

Flestir vita síðan að dánartölur segja ekki allt um alvarleika vírussins, margir sem fá hann glíma við skert starfsþrek, eftirköstin geta varið í mánuði og í raun veit enginn hve lengi vegna þess hve  stutt er síðan að .þessi vírus barst í mannfólk.

Færri vita síðan að systurveirur kórónuveirunnar voru mjög banvænar, en sem betur fer fyrir heimsbyggðina ekki mjög smitandi svo það tókst að hindra útbreiðslu þeirra með því að skera á smitleiðir.

Enn færri vita síðan að það var seinni bylgja spænsku veikinnar sem drap, sú fyrr var aðeins upphitun veirunnar til að læra á varnarviðbrögð mannslíkamans.

 

Þeir sem fylgjast með fréttum vita síðan að veiran er að koma til baka í Evrópu, smit breiðast hratt út og í æ fleiri löndum er verið að grípa til harðari sóttvarna.

Skýringin er rakin til ferðalaga fólks, það komi heim með smitið og ógni síðan samfélögum sínum innan frá.

Mörg Evrópulönd hafa brugðist við þessari ógn með því að koma sér upp rauðum lista, en þeir sem koma þaðan þurfa að fara í 14 daga sóttkví við heimkomuna.

Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi kom Íslandi á þennan rauða lista og síðast þegar var talið þá voru flestir ferðamenn frá Danmörku og Þýskalandi, lönd sem voru talin örugg hér og fólk þaðan því ekki skimað við landamærin, sem og að Ísland var ekki komið á rauðan lista hjá þessum löndum.

Spurningin er hve lengi því líkur á annarri stórri hópsýkingu aukast í réttu hlutfalli við aukningu smita í heimalöndum ferðafólks.

Krafan um sóttkví er ekki bundin við Ísland, og það er hún sem hamlar ferðalögum fólks í miðjum heimsfaraldri.

 

Umræða um ferðamenn, og stöðu ferðaiðnaðarins, á öðrum forsendum en þeim sem ég rakti hér að ofan, er að ræða stöðuna út frá öðru en raunveruleikanum.

Er því áróður, þjónar einhverjum annarlegum tilgangi.

 

Morgunblaðið upplýsti í Reykjavíkurbréfi sínu þá skoðun sína að sóttvarnir væru tilgangslausar, veiran ætti að fá að ganga laus og mynda hjarðofnæmi.

Svona í ljósi frétta um að tilraunabóluefni er þegar komið í notkun þá er vandséð að annað liggi að baki nema von blaðsins um auknar tekjur vegna fjölgunar minningargreina í blaðinu.

Ferðaiðnaðurinn vill ekki falla óbættur frá garði sem skiljanlegt er, án aðstoðar samfélagsins mun greinin ekki lifa af.

Og mikið má vitlaust fólk stjórna þjóðinni er greininni verður ekki hjálpað í gegnum þessar erfiðleika, það kostar vissulega en hitt kostar bara miklu meira.

 

En að kalla út hjálparsveit á fimmta degi til að mála skrattann á veggi er ekki ferðamannaiðnaðinum til framdráttar.

Það er alveg ljóst að þessar ráðstafanir á landamærunum fækkar ferðamönnum en það er allt sem bendir til þess að þeim hefði farið fækkandi hvort sem er af þeim ástæðum sem ég taldi upp hér að ofan.

Hins vegar að grípa tímanlega inní skapast grundvöllur til að veiruhreinsa landið og gera því ferðalög til Íslands af fýsilegum ferðakosti þess markhóps sem er aðeins eldri en skemmtanafíknir krakkar, og metur öryggi sitt til fjár.

Er tilbúinn að fara í lengri ferðalög til öruggs lands og setur skammtíma sóttkví ekki fyrir sig.  Enda hún jú forsenda þess öryggis sem hann sækist eftir.

 

Tilgangur Morgunblaðsins með neikvæðni sinni er augljós, með illu skal grafið undan sóttvörnum.

En ef rétt er haft eftir ferðamálastjóra án þess að hann minnist á tækifærin sem fólgin eru í veirulausu landi, þá er maðurinn sem gegnir því starfi algjörlega vanhæfur.

Og ætti ekki að fá að sitja út daginn.

 

Það er ekkert pláss fyrir fífl á dauðans alvöru tímum.

Reyndar ekki hægri öfga líka.

 

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Engar vísbendingar um mýkri lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Af hverju er ekki rannsakað hvernig þessi veira varð til? Kínverjar segja að veiran komi frá Leðurblökum! Hafa Leðurblökur ekki verið til jafn lengi og Kínverjar og hafa matavenjur Kínverja eitthvað breyst í gegnum aldirnar? Eða kemur þessi veira frá vísindamönnm??

Sigurður I B Guðmundsson, 25.8.2020 kl. 10:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þannig séð er þetta rannsakað út í þaula, og Kínverjar hafa ekkert með þær rannsóknir að gera.

Persónulega legg ég til að Kína sé sett í sóttkví, því þaðan hafa flestar illvígu pestir síðustu ára komið.

En auðurinn sem sendi alla framleiðslu þangað, er ekki alveg sammála.

Ein birtingarmynd hans er pistill minn hér að ofan.

Raunveruleikann þarf að feisa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2020 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 1538
  • Frá upphafi: 1321546

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband