3.12.2020 | 09:37
Valdaflokkurinn stærstur.
Af hverju??
Eru kjósendur hans búnir að gleyma svikum hans í Orkupakkamálinu, eða skandalnum að ráðherra flokksins gat ekki einu sinni farið eftir lögum þegar skipað var í Landsrétt, og í stað þess að gangast í að leiðrétta þann skandal, þá þurfti dóm að utan til að rétt yrði breitt, það er farið að lögum.
Er kjósendur hans sáttir við opnun landamæranna í sumar sem kom af stað kóvid bylgju með gífurlegu tjóni fyrir allt hagkerfið, en efnahagslegur ávinningur ferðaþjónustunnar enginn.
Eru þeir sáttir við að nokkrir fjársterkir einstaklingar hafi það gífurleg ítök innan flokksins að almannahagur er látinn víkja þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar??
Eru þeir sáttir við mannavalið í ráðherraliði flokksins, svona í ljósi þess að þeir eru flestir í eldri kantinum, og eru komnir með þann þroska og það vit, að þekkja fólk sem ekki er komið með vit og þroska svo hægt sé að telja það til fullorðna??
Svarið er einfalt.
Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, ber af öðrum stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar, hann er traustur, staðfastur, málefnalegur.
Er kjölfesta á tímum þar sem veltingur virðist alltaf vera að fleyta öllu á hvolf.
Það er bara svo, um þetta þarf ekki að rífast.
Þeir flokkar sem eru ósáttir, ættu að íhuga sín innri mál, og hvað það er sem fær hinn almenna kjósenda ekki til að treysta þeim.
Það er til dæmis þannig að það virðist ekki hafa verið nothæfur leiðtogi í Samfylkingunni frá því að Ingibjörg Sólrún var og hét, skrumið byrjaði eftir brotthvarf hennar.
Bara svona svo dæmi sé tekið.
Það er gífurleg óánægja í þjóðfélaginu með svo margt.
Samt er svo margt sem er gott.
Eina skýring þess eru stjórnmál sem hafa ekki náð að fanga eftirmál Hrunsins eða bjóða fólki uppá framtíðarsýn.
Á meðan er þó þekktur stöðugleiki illskástur.
Vilji menn breyta því.
Þá byrja menn á að breyta sjálfum sér.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2020 | 16:30
Skjaldborg um spillingu.
Það var rétt ákvörðun hjá stjórnvöldum að senda dóm MDE á sínum tíma til baka til yfirréttar dómsins því það þurfti fá úr því skorið hvort það þyrfti að taka upp alla dóma hins ólöglega skipaða Landsréttar.
Við þá réttaróvissu varð ekki unað og nú er búið að skera úr henni,
Lærdómurinn, eða niðurstaða dómsins um að það sé ótækt í lýðræðisríki að ólöglega skipaður dómur skeri úr um hvort farið sé að lögum eða lög séu brotin, hefur hins vegar staðið í hluta af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, lesist Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er ótrúlegt að fullorðið fólk sem hefur gefur kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina, og nýtur trúnaðar hennar, skuli ekki skilja þá einföldu staðreynd að ráðherra sem skipar dómara þurfi að fara eftir lögum þar um.
Og sé það ekki gert þá er það spilling, og þeir sem samþykkja gjörninginn, eru þar með meðsekir.
Ættu að biðjast afsökunar, segja fyrirgefið, þeim hafi orðið á mistök sem þeir hafi lært af.
Það gleymist stundum að það varð ekki bara Sigríði sem varð á, heldur afhjúpaði spilling hennar helsta veikleika íslenskra stjórnmála, ráðherraræði sem knýr í gegnum Alþingi þegar teknar ákvarðanir bakherbergjanna.
Þegar Alþingi samþykkti tillögur Sigríðar þá vissi það að hún hafði brotið sín eigin lög um skipan dómara þegar hún kaus að víkja frá tillögu hæfnisnefndar án efnislegs rökstuðnings, Alþingi lagði því blessun sína yfir beint lögbrot og gat sagt sér að borgarar landsins myndu ekki una slíku.
Svona fyrir utan forherðinguna að telja sig hafið yfir sín eigin lög, að líta á sig sem eitthvað ríki í ríkinu sem geti valið úr þau lög sem það hlýðir, og þau lög sem það ákveður að hundsa.
Í stað þess að skammast sín og biðjast afsökunar, þá var lagst svo lágt að ráðast á sendiboðann, bæði Hæstarétt sem fyrstur kvað upp úrskurð um lögbrot ráðherra, og síðan Mannréttindadómstól Evrópu, dómar þeirra gerðir tortryggilegir, ýjað að hagsmuna eða vinatengslum, jafnvel látið eins og dómararnir beri ábyrgð á lögunum sem þeir dæma eftir, en ekki löggjafaþingið sem setti þau.
Leiðtogarnir gefa þetta í skyn, en síðan fyllast blöð og samfélagsmiðlar af greinum og pistlum þar sem öllum staðreyndum er snúið á hvolf, dómarar og dómsstólar rægðir, hæfnisnefnd sem vinnur eftir lögum þar um, er sögð stunda vinahygli, að mat hennar sé háð gildismati og svo framvegis.
Þekkt vinnubrögð kommúnista og stjórnleysingja á árum áður þegar þeir áttu í stríði við hið borgaralega samfélag og grófu markvisst undan stofnum þess til að veikja það innan frá.
Það er margt ófullkomið í þessum heim og lögin þar ekki undanskilin.
En ef menn eru ekki sáttir við þau, þá reyna þeir að breyta þeim eftir þeim leikreglum sem lýðræðið setur þar um.
En menn brjóta þau ekki, svo einfalt er það.
Brot Sigríðar er ekki fyrsta brot ráðherra og verður örugglega ekki það síðasta.
Spilling hennar er ekki fyrsta spilling ráðherra og verður örugglega ekki sú síðasta.
En það þurfti dóm að utan til að stöðva hana, og það er hið alvarlega í málinu.
Hvernig getum við litið á okkur sem fullvalda þjóð ef við getum ekki tekist á við svona einfalda augljósa hluti eins og lögbrot við skipan dómara og lagfært sem þarf að lagfæra að eigin frumkvæði??
Þeir sem skammast út í dóm MDE á þeim forsendum að hann sé að seilast inní fullveldi þjóðarinnar, ættu að íhuga þá spurningu og skoða hegðun sína út frá henni.
Fólk sem hagar sér eins og fífl, ræðst á dómstóla, dómara, fjölskyldur þeirra, saka þá um klíkuskap og óheiðarleika, er fyrst og síðast að ráðast á fullveldi þjóðarinnar, grunnstoðir hennar, og í raun að grafa undan sjálfstæði hennar.
Í stað þess að bregðast rétt við á sínum tíma og þá hefði aldrei komið til þessara afskipta af utan.
Það er kjarni málsins sem siðað fullorðið fólk verður að skilja.
Börn geta sagt að lögbrot ráðherra hafi verið skiljanlegt því hún hafi fengið þau skilaboð að ekki væri þingmeirihluti fyrir niðurstöðu hæfnisnefndar (eins og eitthvað annað en atkvæðagreiðsla geti skorið úr um það) en fullorðið veit að það afsakar ekki lögbrot ráðherra að hún hafi haft grun um að Alþingi hafi ætlað sér að brjóta hin sömu lög með því að hundsa hæfnisnefndina og niðurstöðu hennar.
Því ef þetta væru rök, þá væru fangelsi landsins tóm, "ég stal vegna þess að annars hefði þessi þarna stolið".
Geðþótti sem gengur gegn skýrum lögum, er og verður alltaf spilling, jafnvel þó niðurstaða hans sé rétt.
Menn slá ekki skjaldborg um þá spillingu heldur láta hana sæta afleiðingum.
Og menn læra.
Ekki með semingi og afsökunum.
Heldur með iðrun og auðmýkt.
Iðrun og auðmýkt.
Eitthvað sem vantar sannarlega í íslensk stjórnmál í dag.
Sem skýrir að stærstu hluta að þau eru eins og þau eru.
Olnbogabarn þjóðarinnar sem allflestir telja sér skylt að hnýta í.
Þessu þarf að breyta.
Kveðja að austan.
![]() |
Kallar ekki á ráðstafanir í Landsrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2020 | 14:25
Réttarríki og geðþótti ráðherra.
Eru andstæður líkt og ediksýra blandast ekki vel með matarsóda, eða vatn við olíu.
Eldur og ís, sjálfstæði dómsstóla og geðþóttarákvörðun ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem annars vegar var hugsuð til að útiloka pólitískan andstæðing, sem og að skipa eiginmann vinkonu sinnar, er dæmi um slíkar andstæður.
Sigríður Andersen var flengd í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, núna hefur Yfirréttur þess sama dómsstóls staðfest þá hirtingu.
Vissulega hafa íslenskir stjórnmálamenn vanvirt þá stjórnarskrá sem einhver danakóngur gaf okkur, þeir hafa annað hvort ekki skilið aðskilnað framkvæmdarvalds og dómsvalds, eða töldu að fyrri skipan einvalds konungs væri réttari skipan, það er að ef þeir höfðu valdið, þá væri valdið háð þeirra geðþótta.
Og fram eftir öllu eftir sjálfstæði okkar var þannig raunin.
Svo komu þessir bölvuðu alþjóðasamningar, einn daginn mátti ekki dæma mann fyrir að hjóla ljóslausan án þess að sá sem tók hann, fengi ekki að dæma hann fyrir hið augljósa brot.
Svo hitt og þetta, allt meir og minna bannað ef ekki var farið eftir einhverjum réttarreglum sem þróuðust út í Evrópu en áttu ekki við hér í kaldranum þar sem réttarvenjan hafði þróast út frá kófdrukknum sýslu- og embættismönnum, sem reyndu að halda uppi lögum og reglum, á milli þess sem valið var að deyja úr kulda og trekk, eða áfengisvímu,
Samt var skrifað undir og réttarvenja vestrænna lýðræðisríkja er skýr og má lesa um í frétt Ruv um málið, hægri öfginn á Mogganum passar sig blessunarlega að banna blaðamönnum að fjalla um kjarna, þegar nóg er að sækja í hismið.
"Þar segja dómarar yfirdeildarinnar meðal annars að þótt ráðherra hafi verið ósammála niðurstöðu hæfnisnefndarinnar varðandi dómaraskipan þýðir ekki að hún hafi getað skipað dómara eftir sínu höfði án þess að færa fyrir því nægilega góð rök. Þær aðferðir sem ráðherra beitti þar dragi verulega úr trúverðugleika alls ferlisins. ".
Þeir sem þetta ekki fatta, þeir eru ennþá að gráta að Stalín er ekki hér, enginn Lúðvík sólkóngur, enginn Flokkur sem passar upp á sína, eins og enginn sé tilgangurinn með að berjast til valda.
Sem náttúrulega gengur ekki, það þarf að passa uppá forheimsku hinnar viljugu hjarðar sem ennþá grætur Stalín, þó einhver almannatengill hafi skipt nafni hans út í síbylju grátkórsins.
Vitið þið ekki, þetta er allt honum Spanjó að kenna, og fólk tekur ofan, sögðum við ekki.
Hver þessi Spanjó er?? vissulega óþekktur en var hann ekki persóna sem hann Erlendur glímdi við í mörgum af glæpasögum Arnaldar, eða var þetta ekki annað nafn yfir Sauron hin illa í Hringadróttinsþríleik Peter Jacksons.
Eða var hann perrinn sem amma varaði mig alltaf við??
Spanjó dæmir Spanjó segja þeir sem verja hið óverjanlega, að ráðherra hafi gengið gegn sínum eigin lögum sem hún var nýbúin að setja.
Þó Spanjó sé holdgervingur búgímanns, allavega örugglega útlendingur, þá veðjar þessi vörn algjörlega á forheimsku, eða hreinræktaða heimsku þess sem les, og trúir.
Því margt má vera garúgt í Rómarveldi hinu nýja, en samt er þar ekki ennþá einræði, Enginn, þó hann heiti Spanjó og sé búgí mann á Íslandi, stjórnar dómum Mannréttindadómsstóls Evrópu.
Í raun svipuð aumkunarverðarheit og þegar hérlendir vígamenn rétttrúnaðarins héldu að Trump hefði skipað íhaldssama konu í Hæstarétt til að tryggja sér kosningasvindl, vissulega var konan kona, hún var móðir, hún var kaþólsk og því íhaldssöm á mælistiku rétttrúnaðarins, en hún var lögfræðingur, flekklaus dómari, og engin rök að baki aðdróttunum á hendur henni, lögin voru hennar húsbóndi
En hún hét reyndar ekki Spanjó.
Það alfyndna er að ruglið og heimskan, sem mun örugglega finna sér birtingarmynd í næsta Reykjavíkurbréfi, höfðar næstum algjörlega til eldri sjálfstæðismanna.
Fólksins sem var vant að verja sinn flokk, verja leiðtoga sína, og í þeirri skilyrðislausri vörn, krossaði fingur og bað til guðs að það sem varið var, væri miklu minna en það sem vert væri að styðja.
Fyndnin er að Sigríður Andersen hefur lagt sig sérstaklega fram um á kóvid tímum að reyna að drepa þetta fólk.
Með því að berjast fyrir frelsi veirunnar.
Alexander Solzhenitsyn, sovéskur andófsmaður, samtímamaður þess fólks sem Sigríður Andersen vill vísvitani fækka, hann lýsti þessu heilkenni undirlægjuháttar og sjálfstortímingar í bók sinni Gúlaginu, þar sem rosalega margir kaflar voru birtir í Morgunblaðinu, þegar blaðið var og hét og tók beinan þátt í stríðinu við heimskommúnismann.
Í fangabúðunum upplifði hann þetta heilkenni, verstu verkstjórarnir voru kommúnistar, sem Stalín hafði af náð sinni þyrmt við byssukúlu, en dæmdi í lífstíðarþrælkunarvinnu, og þeir hömuðust á samföngum sínum í nafni Sovétsins og 5 ára áætlunar þess, sjálfir fórnarlömb einhvers sem Stalín vissi ekki um.
Ekkert var Stalín að kenna, aðeins einhverju öðrum.
Þetta heilkenni skýrir vörn þeirra sem Sigríður vildi feiga.
Engin vitglóra í því, en allt lítur samt rökum í alheiminum.
Þetta heilkenni hefur örugglega eitthvað með stórt S að gera.
Sem þjóð erum við samt betri á eftir.
Það var staðreynd sem fylgdi stjórnarskrá Kristjáns níunda, með henni jókst réttaröryggi almennings gagnvart geðþótta höfðingjanna.
Síðan þá hefur réttaröryggið aðeins batnað.
Og það batnaði með þessum dómi Mannréttindadómsstóls Evrópu.
Vissulega er illt fyrir sjálfstæða þjóð að sækja réttarbætur að utan.
En allir þurfa að kyngja stolti sínu á einhverjum tímapunkti, líka þeir sem stórir eru og eru jafnvel stórbokkar.
Ráðherra varð á.
Hann viðurkenndi það ekki.
Hroki hans eða misskilið stolt kom í veg fyrir að brygðist rétt við.
Og svo skrýtin eru stjórnmál þjóðarinnar að hann komst upp með ranga breytni sína.
Afglöp urðu alltí einu að pólitík.
Þar er ekki aðeins við Sjálfstæðisflokkinn að sakast.
Heldur líka við þá flokka sem töldu flokkinn stjórntækan með þetta lík í farþegasætinu.
Því kóun annarra er jú forsenda spillingar.
Það er enginn skriðdreki þarna úti, eða hermenn með vélbyssur sem knýja á að það sem augljóslega rangt er, sé viðurkennt eða þolað.
Ekki frekar en að við líðum síofbeldi sem við kennum við heimili.
Við gleymum þessu stundum.
Sjáum ekki okkar eigin sök.
Og verjum hið óverjanlega þegar okkar eigið fólk á í hlut.
Samt þarf mikla hundstryggð til að verja manneskjuna sem vildi drepa mann.
En ég hygg að það sé aðeins pís of keik fyrir margra, fram í rauðan dauðann vörðu jú margir Gúlagið.
Rangt, rétt??!!!??
Röng spurning.
Ég er forritaður til að fylgja.
Og ég fylgi.
Líffræðileg staðreynd sem skýrir að VG og Samfylkingin eru ennþá á þingi, flokkarnir sem sviku sín helgustu vé, sjálfan kjarna mennskunnar og komast upp með svik sín.
Ekki vegna froðunnar og hinna innantómu frasa um eitthvað félagslegt eða jöfnuð, heldur vegna þess að þeir sem kjósa, kjósa óháð gjörðum.
Telja sig félagshyggjufólk þó leiðtogarnir séu böðlar hins alþjóðlega fjármagns.
Eina spurningin er hvort kóvid veiran hafi náð að brjóta niður þessa líffræðilegu efnahvata sem fær fólk til að fylgja þó raunveruleikinn sé allur á skjön við hagsmuni þess eða lífsskoðanir.
Mun fólkið sem Sigríður vildi sannarlega drepa, munum að árás hennar á sóttvarnir hafa þessa beinu afleiðingu, verja hana, því það hefur varið Flokkinn allt sitt líf??
Það er spurningin.
Þar er efinn.
Og slíkur er máttur Moggabloggsins að það mun skera úr um þann efa.
Spanjó.
Já, hann Spanjó, er hann ekki ljóti kallinn??
Sumt fær kóvid jafnvel ekki breytt.
Kveðja að austan.
![]() |
Yfirréttur MDE staðfestir dóm í Landsréttarmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2020 | 11:58
Rasismi góða fólksins.
Á sér margar birtingarmyndir.
Flestar ógeðfeldar og undirliggjandi er sannfæring Púrítanans að hann sé æðri en Hinir.
Viti betur, hafi alltaf rétt fyrir sér.
Fólk af ólíkum menningarheimum hefur ítrekað orðið byrir barðinu á þessum rasisma.
Slangur þess og orðnotkun sem þykir eðlileg í þeirra heimi, er úthrópuð sem rasismi úr frá mælistikum góða fólksins.
Öllum sem sjá þetta skjáskot Cavani er ljóst að þarna er hann að tjá sig að hætti heimamanni, ekkert illt býr undir annað en þá fögnuðurinn að hafa svipt Southampton þremur stigum.
Í menningarhrærigraut múlatta, svartra og indíána sem mynda öreigastéttir Suður Ameríku er orðið negrito notað á allt annan hátt en hvítir kynþáttahatarar nota orðið nigger.
Og gleymum aldrei að þessi menningarhrærigrautur varð til í skugga aldalangra kúgunar hvítrar yfirstéttar, það er hinir kúguðu tóku upp þetta niðrandi orð og gerðu að sínu.
Alveg eins og svartir rapparar sem nota orðið nigger álíka oft og sómaorðið fuck, en eru ekki snupraðir fyrir, því hrokinn í góðu fólkinu hefur ekki náð því stigi að bannfæra svartra þegar þeir tjá sig um sjálfa sig og sitt eigið líf.
Ekki ennþá.
Kannski aldrei ef góða fólkið hefur náð æðsta stigi rasismans að líta á svart fólk sem óæðra lífsform sem viti ekki hvað það segir, og því eigi að fyrirgefa því orðanotkun sína.
Góða fólkið hefur náð áður óþekktum hæðum í kúgun og ofsóknum í allri gjörvallri kúgunarsögu mannkynsins.
Það bara bannar ekki aðeins ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf, það vill líka stjórna hugsunum fólks, og notkun þess á tungumálinu.
Frægt er þegar formaður enska knattspyrnusambandsins sem á alla sóma fyrir baráttu sína gegn rasisma í fótboltanum, var knúinn til að segja af sér því hann notaðir orðið litað fólk sem andstæðu við hvítt fólk, en rasisminn sem barist er við kemur frá hvítum kynþáttahöturum og beinist að fólki með annað litarhaft en litlausu hvítingjarnir.
Og hver var þá glæpurinn??
Jú, góða fólkið er búið að banna orðið "litað" yfir fólk sem er ekki hvítt.
Ofstækið svo mikið að það gat ekki einu sinni leiðrétt orðanotkun viðkomandi heldur var hann strax settur út af sakramentinu.
Þá er stutt í að við lifum síðustu daga Jakobína þegar þeir voru farnir að hálshöggva hvorn annan því enginn var óhultur fyrir rétttrúnaði þeirra.
Böðull í dag, fórnarlamb böðulsins á morgun.
Það þarf að fara mæta þessum skríl.
Þó það væri ekki annað en þeirra vegna, því svona ofstæki linnir ekki fyrr en einn stendur eftir með höfuð allra annarra í kjöltu sinni.
Fólk má tjá sig á þann hátt sem það vill.
Svo fremi sem það meiðir ekki aðra.
Svo er nútíðin til að gera framtíðina betri.
Ekki verri.
Höfum það hugfast næst þegar grátkór góða fólksins hefur upp sinn fordæmingarsöng.
Og segjum því bara hreint út.
Haldiðið ykkur saman.
Bætið ykkur.
Látið aðra um sig.
Og hana nú.
Kveðja að austan.
![]() |
Cavani í bann fyrir rasisma? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.11.2020 | 23:08
Sóttvarnir út í mýri
Segir Kári í opnu bréfi til Þórólfs Guðnasonar.
Reyndar fer aðeins fínna í það en merkingin er öllum augljós.
"Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmennsku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar. Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.".
Um mýrarfréttir eru mörg dæmi.
Þegar landið var veirulaust og stjórnmálamennirnir létu undan þröngum, en ríkum sérhagsmunum og opnuðu landið fyrir ferðalögum milli landa án undangenginnar 14 daga sóttkvíar, þá vöruðu læknar Landspítalans við því glapræði, en sóttvarnarlæknir hvað þá hugsa þröngt, áhættan væri sáralítil og öll tæki og tól til að takast á við hugsanlega leka gegnum landamærin.
Það gekk ekki eftir, og þá hófst stríðið að loka landinu á ný, stríð sem Kári leiddi og Þórólfur gerði loks að sínu, niðurstaðan tvær skimanir á landamærum með 5 daga sóttkví á milli.
En of seint, og allir vita stöðuna í dag.
Svo var allt í góðu og ástæða til að fagna, og þá duttu menn hressilega í það í Reykjavík, ásamt því að lemja mann og annan í einhverjum hnefaleikaklúbb í Kópavogi.
Samt undir stjórn, en allir vita hvernig það fór og hvernig staðan er í dag.
Sóttvarnir búnar að stela jólunum, bera veiruna fyrir sig en það er bara svo að veiran tók ekki ákvörðun um að henni yrði hleypt inní landið á ný, að ekki yrði lokað aftur á hana í tíma, eða að landamærunum er ennþá leyft að leka, eða það er slakað á sóttvörnum þegar skottið á henni er innan seilingar.
Þetta eru mýrarfréttirnar sem Kári er að tala um.
Nema bæði ég og Kári, tek mig með því ég skammast reglulega í Þórólfi og það eru nokkrir sem lesa þær skammir, vitum að sökin er ekki Þórólfs.
Þórólfur er í því ómannlegu hlutverki að reyna að hemja stórhættulega veiru, því hún er ekki bara banvæn heldur leikur hún marga sem lifa grátt, og þarf til þess stuðnings stjórnvalda.
Og þar er rammur reipur sem þarf að draga.
Sem er grímulaus hagsmunatengsl hluta Sjálfstæðisflokksins við öfl sem vilja hafa landi opið og allar sóttvarnir í lágmarki.
Sem og hugmyndafræðileg trúarbrögð hægri öfga þess sama flokks sem á einhvern hátt hafa tekið upp baráttu fyrir frelsi veirunnar til að drepa náungann.
Og Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur ríkisstjórnarinnar.
Eiginlega eru vandfundið rammara heljarmenni á Íslandi en Þórólfur Guðnasonur, því þetta ramma reipi hefur hann náð að draga svo þrátt fyrir allt hefur gengið betur hér en víðar annarsstaðar í hinum vestræna heimi, þar sem svipuð öfl heimsku og hagsmuna grafa undan sóttvörnum með fjöldamorðum uppá tugi þúsunda, ef þeir eru taldir sem dóu, en þurftu ekki að deyja eftir að ljóst var hve alvarleg veiran var.
Ég vildi bara taka þetta fram, svona svo þetta fari ekki milli mála, næst þegar ég hjóla í Þórólf og hans fólk.
Því ég tel hann þjón almennings en ekki misviturra stjórnmálamanna, en ég vildi ekki vera í hans skóm og hans sporum.
Ég held að enginn núlifandi Íslendingur vildi slíkt, og enginn gæti gert betur eins og Kári bendir réttilega á.
Meinið liggur í öðrum fótsporum, í öðrum húsum og fínni en þau sem hýsa skrifstofu Þórólfs og Ölmu.
Og ekki hvað síst liggur hún í okkar eigin sofandahætti.
Það er eins og við vitum ekki að þær aldir eru liðnar þar sem höfðingjar ráðskuðust með þjóðir, réðu öllu til sjávar og sveita, og þurftu aðeins umboð frá guði sem fól það valdstétt léns og höfðingja þar sem alvaldur konungur trónaði á toppnum.
Við látum ennþá ráðskast með okkur.
Jafnt í þessu sem og svo mörgu öðru, sættum okkur við liðleskjur sem unnu skítverk fyrir erlenda hrægamma og unnu hryðjuverk á heimilum landsins af áður óþekktri stærð í vestrænum löndum á friðartímum.
Í því samhengi er þjófnaður Trölla jólunum léttvægur.
Það er bara svo.
Þar liggur kjarninn.
Kveðja að austan.
![]() |
Kári sendir Þórólfi opið bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2020 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2020 | 20:54
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Ef skilaboð stjórnvalda eru ekki skýr um að það eigi að útrýma veirunni með öllum ráðum, þá er eðlilegt að almenningur hugsi með sér að þetta er hálftilgangslítið, þjóðfélagið verður í fjötrum sóttvarna næstu mánuðina og þá er eins gott að aðlaga sig.
Læra að lifa með veirunni, reyna á þolmörk sóttvarna, vona það besta hvað sig og sína varðar, en lifa ekki lífinu á bak við luktar dyr þar til ekkert líf er eftir.
Munum að það tók Kínverja 14 vikur að útrýma veirunni í vor, Ný Sjálendinga eitthvað svipaðan tíma.
Í Taivan var henni ekki hleypt inn.
Hér var veirunni útrýmt, en þá þurfti að hleypa henni inn á ný.
Og það er kjarni málsins, það er ekki vilji meðal yfirvalda að hafa Ísland veirufrítt.
Hafi verið vilji til þess, þá hefði verðið lokað á smitleiðir við landamærin, tillögur Þórólfs þar um að loka á valið um 14 daga sóttkvína, voru ekki samþykktar án rökstuðnings.
Skilaboðin skýr út í samfélagið, það er sama hve þið gerið, við viljum ekki loka alfarið á veiruna.
Að sjálfsögðu er almenningur ekki að spá í 14 daga sóttkvína, en alvöruleysið og tregðan til að taka réttar ákvarðanir í tíma, sem og að framfylgja sóttvörnum af fyllstu alvöru og láta brot á þeim hafa afleiðingar, er eitthvað sem smitar út í samfélagið.
Er þetta ekki alltí lagi viðhorfið byrjar hjá höfðinu og leitar niður limina.
Upplýsingagjöfin um hvernig veiran er að dreifa sér er takmörkuð, eða var allavega takmörkuð, núna vita þó allar ömmur landsins um ábyrgð sína, og núna eru konur sem hittast í skokkhópum eftir vinnu og fara svo strax í vinkvennahitting strax á eftir álitnar stórhættulegar og eru heppnar að halda vinnunni.
Svo einhver dæmi séu nefnd.
En veiran er komin til að vera, því henni er leyft að vera.
Það er eðlilegt að fólk aðlagi sig að því og reyni að láta lífið ganga.
Svoleiðis verður nema ef stjórnvöld taki af skarið og lýsi yfir stríð á hendur veirunni.
Að henni eigi að útrýma með öllum ráðum.
Sé það markmið skýrt, trúverðugt, þá mun almenningur fylgja með.
Annars er þetta eiginlega röfl.
Það hefst ekkert með því að skammast út í fólk.
Njótum frekar jólanna.
Veiran er ekkert að fara.
Því er óþarfi að við förum öll í jólaköttinn hennar vegna.
Treystum frekar sóttvörnum.
Pössum upp á hvort annað.
Þetta er tíminn sem við þurfum að brosa í gegnum skammdegið.
Þetta mun hafast.
Einhvern tímann.
Kveðja að austan.
![]() |
Hemur ekki þessa skepnu með góðmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2020 | 15:26
Sóttvarnir eru ekkert án trúverðugleika.
Skammir út í hópinn sem virðir sóttvarnir, svona sirka 99,99% þjóðarinnar eru marklitlar ef ekki er bent á dæmin þar sem 0,01% klikkaði.
Eiginlega er svona framsetning í ætt við Strumpa, það er ef við göngum út frá að Strumpar voru börn, en ekki fífl.
Ha, fífl??
Hvaða árás er þetta á Strumpana?
En hvað er að fólki sem nýtur trúnaðar og kennir sig við almannavarnir, og segir sögur af brotum á sóttkví, og brotin eru án afleiðinga fyrir viðkomandi??
Eða án afleiðinga fyrir kerfið sem leyfði þessi brot.
Eins og þeir sem stýra sóttvörnum þjóðarinnar séu svona ligeglað bjánar líkt og Trúðarnir eða Klovns, og það sé allt í lag að fólk hagi sér eins og fífl.
Rökin á móti séu þá að við stelum af ykkur jólunum.
Reyndar ekki jólum sóttvarnarbrotaþegana, heldur jólum almennings.
Þessa 99,99% þjóðarinnar sem virtu allar reglur.
Strumpar biðja ekki um trúverðugleika.
Því þeir eru grínfígúrur.
Alvarlegra er þegar almannavarnir halda hið sama.
Almannavarnir eru fjármagnaðar af skattfé almennings.
Þær eru öryggisventill þjóðarinnar, fólkið sem þar ræður sig til vinnu, er í vinnu hjá þjóðinni, hjá almenningi.
Þær eru og eiga að vera óháðar vindum stjórnmálanna, ef þeir vindar blása á þann hátt að börnum sé falið ábyrgð í ríkisstjórn Íslands, eða að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar sé undir banvænum áhrifum hægriöfga sem eiga allar sínar rætur í dauðaspeki þess í neðra, þá er frumskylda þeirra að andæfa.
Að benda á hið rétta, að verja þjóðina.
Stjórnmálamenn okkar hleyptu veirunni inn í landið.
Þá sögðu almannavarnir ekkert, eins og fólkið þar væri myndastyttur en ekki lifandi verur sem sóru að gæta að hag og öryggi almennings.
Læknarnir mótmæltu, hagfræðingar mótmæltu, en almannavarnir steinhéldu kjafti.
Og kalla sig samt Almannavarnir.
Þegar ljóst var að landamærin láku, þá var það forstjóri út í bæ, vinnumaður hjá amerískum auðhring, sem maldaði í móinn, svo kröftuglega að stjórnmálmennirnir þorðu ekki annað en að loka á landamæralekann.
Reyndar of seint, og við sem þjóð uppskerum dauða, og efnahagsleg áföll vegna þessarar seinkunnar.
Að ekki sé minnst á samfélag í höftum sóttvarna.
En almannavarnir steinhéldu kjafti.
Fréttir dagsins í dag benda til þess að fjórða bylgjan sé í uppsiglingu.
Og viðbrögð almannavarna er að ráðast á þessi 99,99% þjóðarinnar sem hafa staðið sína plikt.
Ekki er orði minnst á lekann á landamærum sem stjórnmálamenn okkar bera beina ábyrgð á.
Og sóttvarnaryfirvöld sem kóa með.
Aðeins er öskrað; "skammist ykkar".
En ekki er litið í eigin barm.
Og skammast sín.
Fyrir að hafa brugðist þjóðinni ítrekað.
Fyrir að rofið trúnað við fólkið sem það var bundið trúnað við.
Aðeins þjónkun við hægri öfga og mannvonskuna sem knýr þá áfram.
Svo segir þetta fólk.
Við ætlum að stela af ykkur jólunum.
Kemst kannski upp með það.
En trúverðugleiki þess er enginn.
Það þagði þegar það átti að segja.
Það bendir á saklausa í stað þess að benda á sök.
Því var falið trúnað.
En það brást.
Hvað stendur þá eftir??
Kveðja að austan.
![]() |
Jákvæðar fréttir hafi verið að blinda okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.11.2020 | 07:57
Ný bylgja í uppsiglingu??
Bakslag.
Hætt við slaka á sóttvörnum.
Jólin í húfi.
Og þá spyr maður sig af hverju??
Hvar eru smitvarnirnar að klikka??
Það er leki á landamærunum sem stjórnmálamenn neita að stoppa uppí.
Sem þýðir að persónuleg hegðun okkar skilar litlu hvað varðar afléttingu sóttvarna, því nýsmit viðhalda þeim.
Annar leki á landamærum er hegðun fólks sem á að vera í heimkomusóttkví.
Ef brot eru látin óátalin eða ekki gripið til harðari ráðstafana, þá lekur nýsmit inn.
Afleiðing, áframhaldandi sóttvarnir þó hegðun almennings sé að öðru leiti óaðfinnanleg.
Síðan er það dæmið í gær um ömmuna sem bauð í kaffi, mannlegt sem má flokka undir hugsunarleysi.
En meðan sóttvarnaryfirvöld þegja yfir slíkum dæmum, það er hvað er það hjá almenningi sem fer úrskeiðis, þá endurtaka þau sig.
Og þar er potturinn brotinn hvað þau varðar.
Það þarf skýra og skilmerkilega upplýsingagjöf um hvernig og á hvaða hátt smit dreifir sér um samfélagið.
Þessi endalausa henging á bakaranum það er almenningi er þreytandi til lengdar, fólk vill gera sitt besta, en ef það þekkir ekki vítin, hvernig á það að gera varist þeim??
Þessu er allavega hægt að kippa í liðinn, og reyndar lekanum á landamærunum líka.
Það er allavega ekki eðlilegt að eftir allan þennan tíma sé tóninn alltaf sá sami, mannlíf bannað, og skammist þið ykkar þarna úti.
Það er ekkert faglegt við þetta á engan hátt.
Og því þarf að breyta.
Við höfum öll tæki til að finna veiruna og útrýma henni.
Við höfum öll tæki til að halda henni fjarri ströndum landsins.
Við höfum öll tæki til að lifa hér eðlilegu lífi.
Við bara nýtum þau ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Gæti orðið sprenging í fjölda smita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2020 | 13:33
Kári segir.
"Það er margt sem við höfum lært sem bendir til þess að þeir sem velji að fara í tveggja vikna sóttkví meini það ekki vegna þess að ekki er þessi skimun sársaukafull, þannig að af hverju ættirðu að vilja vera frekar í tvær vikur í sóttkví heldur en fimm daga? Það vekur grunsemdir þegar fólk velur þá leið og reynslan hefur sýnt okkur að allt of oft þá meinar fólk þetta ekki og það hefur komið af stað hópsmitum í okkar samfélagi.".
Tilefnið var þegar hann var spurður hvort hann væri sammála þeim tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að leggja til að tvöföld skimun á landamærunum verði skylda, þ.e. að ekki verði boðið upp á val um 14 daga sóttkví við komuna til landsins.
Ríkisstjórnin kaus að hundsa þessar tillögur Þórólfs, einhverjir annarlegir hagsmunir vógu þyngra en að loka fyrir þennan leka.
Þá sagði Þórólfur; "Það megi alls ekki gerast að litlar hópsýkingar sem greinist við landamærin verði að stórum hópsýkingum", í stað þess að fordæma ákvörðun stjórnmálamanna sem ennþá eru með blóði drifnar hendur eftir að hafa dregið lappirnar að loka landamærunum í sumar með seinni skimun og sóttkví á milli.
Kári sagði hins vegar;
"Kári segist vera ósamþykkur þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið á landamærunum. Landamærin séu sá staður þar sem hvað mesta varkárni þurfi að sýna. "Það er að verða ljóst að við erum viðkvæm fyrir á landamærunum. Þar fáum við inn ný smit hingað til lands. Frá mínum bæjardyrum séð er óskynsamlegt að veita fólki val um að fara í sóttkví við komuna til landsins eða í skimun. Þeir sem hafa valið að fara í sóttkví hafa gjarnan valið svo vegna þess að þeir ætluðu einmitt að virða hana ekki."
Kári heldur áfram. "Það að halda að það að stinga pinna upp í nefið á einhverjum sé meiri frelsisskerðing en að skikka hann í sóttkví er hlægilegt"."
Af hverju er ég að rifja þetta upp??
Jú þetta sagði Þórólfur í dag; "Undanfarnar vikur er töluvert um að smit greinist á landamærunum þrátt fyrir að afar fá flug séu að koma til landsins. Að sögn Þórólfs eru allt að 10-20% farþega að greinast með virk smit í sumum þeirra flugvéla sem hingað koma til lands".
Og Þórólfur segir líka; "þetta sýna að það er ekki bara fólk í sóttkví sem er að greinast með Covid-19 heldur er þetta fólk sem er úti í samfélaginu sem er ekki með nein augljós tengsl við smitaða einstaklinga.".
Þýtt á mannamál þá eru landamærin tifandi tímasprengja.
Þórólfur er trúnaðarmaður almennings.
Honum var falið það hlutverk að vernda okkur fyrir farsóttum, embætti hans er ævagamalt, til komið af þeim bitra lærdómi áa okkar að farsóttir drápu fengju þær að ganga lausar.
Og leki á landamærunum er dæmi um slíkan lausagang.
Þórólfur er ekki bundinn trúnaði heimskum stjórnmálamönnum sem skilja ekki alvarleik málsins eða er kannski slétt sama um lífi og limi náungans á meðan það telur sig sjálft öruggt í einhverju kastalavíginu.
Leki landamærin þá á hann að leggja til að stoppað sé í lekann.
Hann er skyldugur til þess.
Samþykki ekki heilbrigðisyfirvöld tillögur hans, leyfi lekann áfram, þá ber honum skylda til að leggja aftur til sömu tillögur eða aðrar sem skila sömu niðurstöðu.
Og aftur, og svo aftur.
Jafnframt á hann að upplýsa almenning um alvarleik mála, og að kjaftæði þvælist í vegi sóttvarna.
Þar bregst Þórólfur.
Þess vegna heitir þessi pistill Kári segir.
Nema að Kári er ekki trúnaðarmaður almennings, hann er almenningur eins og við öll hin.
Þórólfur á að segja.
Halda sig við staðreyndir.
Verja þjóðina.
Á alvöru tímum rísa menn upp.
Alvaran leyfir ekkert annað.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekki með augljós tengsl við smitaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
24.11.2020 | 21:11
"Það þurfa að vera góð rök fyrir jafnfrelsisskerðandi ákvæðum"
"Sem hafa svo mikil áhrif á réttindi borgaranna".
Segir þingmaður Pírata.
Og maður spyr sig, hvernig komast svona viðrini á þing??
Sóttvarnir eru spurning um líf eða dauða þegar þær eiga við.
Þær geta aldrei verið háðar gildismati einstakra þingmanna sem skipa löggjafaþing á hverjum tíma.
Löggjöfin þarf að vera skýr svo að sóttvarnaryfirvöld geti gripið inní þegar farsótt ógnar lífi og limum almennings, umræða augnabliksins, hvers eðlis sem hún er og munum að Píratar eru birtingarmynd úrkynjunar alsnægtaþjóðfélagsins, má aldrei vera dragbítur eða seinka nauðsynlegum aðgerðum sem hamla farsótt, eða hreinlega bjarga samfélögum frá drepsóttum sem engu eira.
Skortur á þessum skýrleika er bein ástæða þess að fólk dó að óþörfu í Evrópu sem og Ameríku, en lifði í flestum ríkjum Austur og Suð austur Asíu, sem og í Eyjaálfu.
Vegna þess að hugmyndafræðileg fífl sem tengdu sig við frelsi og frjálst flæði, gerðu ekki strax sem þau áttu að gera.
Að vernda borgarana með öllum þeim ráðum og tólum sem mannsandinn ræður yfir.
Vítin eru til að varast, og vissulega má rekja andvaraleysi heimskunnar til áratuga þar sem hvorki stríð eða sjúkdómar ógnuðu vestrænum samfélögum, en þegar alvaran blasir við, og tók sinn dauðatoll, þá er ekkert sem réttlætir þessi orð þingmanns Pírata.
Raunveruleikinn er dauði þar sem farsótt var ekki tekin alvarlega.
Ekki vegna þess að sóttvarnaryfirvöld brugðust, heldur vegna þess að heimskt fólk taldi sig vita betur.
Og þetta heimska fólk var í áhrifastöðum.
Af öllu sem toppar úrkynjun og heimsku voru orð skriffinna Brussel sem lagðist gegn lokun landamæra innan Evrópu með þeim rökum að frjálst flæði fólks yfir landamæri væri hornsteinn Evrópusamstarfsins, og að einstök aðildarríki hefðu öll ráð til að halda farsóttinni í skefjum.
Sagt í lok febrúar, og þar með var ekki brugðist við í tíma, aðeins neyðin á Ítalíu, síðan á Spáni, þar á eftir Frakklandi braut þessa opinberu stefnu skrifræðisveldisins á bak aftur.
Það er einstök ríki lokuðu óháð kjaftæðinu í regluverkinu.
Svo upplifum við þessa umræðu á löggjafaþingi þjóðarinnar.
Stjórnvöld með blóð á höndum mega þó eiga að þau hafa lært, en viðrini rífast um þann lærdóm.
Í nafni frelsis og réttindi borgaranna.
Píratar eru sannarlega dæmi um úrkynjun velmegunarsamfélags síðustu áratuga.
Það er samt óþarfi hjá þeim að gangast upp í því hlutverki.
Að seinna meir verði þeir teknir sem dæmi um þegar fólk hélt að lífið væri ekki eilíf barátta fyrir tilveru sinni.
Eitthvað sem jafnvel einfaldasti einfrumungur veit, hefur þó ekki skyn eða vit sem við tengjum við flóknari lífverur, hvað þá það sem við tengjum við hinn vitiborna mann, Homo Sapiens.
Vissulega þarf að ræða sóttvarnarlög, en aðeins á þeim forsendum hvernig þau virki best.
Séu skilvirkust og bjargi sem flestum.
Til dæmis var augljóst að það átti að loka landamærunum þegar ljóst var að drepsótt hafði skotið rótum í Kína, og var að dreifast um heiminn.
Þar skorti skýrleika, og vegna þess dóu samlandar okkar, vegna heimsku stjórnvalda sem kenna má við strúta, það er að menn héldu að ef drepsóttin væri hundsuð, þá myndi hún ekki drepa.
Aðeins þegar hún byrjaði að drepa, þá var gripið til nauðsynlegra aðgerða.
Forheimskan og fávitahátturinn endurtók sig svo aftur í sumar, með þekkum afleiðingum dauðsfalla og samfélags í herkví sóttvarna.
Víti sem þarf að varast, og þar á aðhald stjórnarandstöðunnar að liggja.
Þess vegna.
Þess vegna er hin óendanlega heimska sem má lesa í þessu viðtali við þingmanna Pírata, ófyrirgefanleg.
Svona fólk á ekki að ganga laust á löggjafarþingi þjóðarinnar.
Ekki þegar tímarnir eru kenndir við dauðans alvöru.
Engin þjóð hefur efni á slíku.
Því minnihlutinn gegnir hlutverki.
Hann á að veita stjórnvöldum aðhald, að fylla út í ákvörðunartökuna, að hlusta á þær raddir sem telja að betur megi gera, og jafnvel benda á sjálfur slíka hluti.
Hann bætir lýðræðið, gefur því þá vigt að sjónarmið allra fái að heyrast.
Í raun er hann lýðræðið í þeirri merkingu að án hans væri stutt í einræði einsleitra sjónarmiða.
Í það minnsta hafa Píratar brugðist þessu hlutverki.
Þeir kjósa að þjóna dauðanum og sækja hugmyndafræði sína til þess í neðra.
Eins og Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson séu ekki fullfær um þá þjónkun.
Eftir stendur, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Píratar bregðast þjóð sinni, hvað var fólk að hugsa sem kaus þennan flokk undir formerkjum þess að það vildi breytingar, í þá átt að almenningur fengi aftur völdin frá ráðstjórn auðsins?
Liggja þar ekki mistökin og dómgreindarleysið??
Allavega, úrkynjun er kölluð úrkynjun vegna þess að hún er endastöð, allt sem tengist henni deyr út.
Píratar eru því mælikvarði.
Það er annaðhvort þeir eða við.
Því lifi þeir þá erum við sem þjóð búin að vera.
Allavega lýðræði okkar því án aðhalds stjórnarandstöðu er það dæmt til að deyja.
Auðræðið sem stjórnar öllu, á fjórflokkinn, ef það á líka Andstöðuna þá er fátt eftir sem getur veitt því mótstöðu.
En þó það fjármagni viðrini þá er það ekki sama og við látum glepjast.
Allra síst á dauðans alvöru tímum.
Við lifum slíka tíma í dag.
Spurningin er hvort við látum glepjast.
Ef landamærin haldast opin, þá er það svo.
Kveðja að austan.
![]() |
Ákvæði um útgöngubann vekur spurningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 766
- Sl. sólarhring: 829
- Sl. viku: 4527
- Frá upphafi: 1485638
Annað
- Innlit í dag: 624
- Innlit sl. viku: 3851
- Gestir í dag: 531
- IP-tölur í dag: 512
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar