Ný bylgja í uppsiglingu??

 

Bakslag.

Hætt við slaka á sóttvörnum.

Jólin í húfi.

 

Og þá spyr maður sig af  hverju??

Hvar eru smitvarnirnar að klikka??

 

Það er leki á landamærunum sem stjórnmálamenn neita að stoppa uppí.

Sem þýðir að persónuleg hegðun okkar skilar litlu hvað varðar afléttingu sóttvarna, því nýsmit viðhalda þeim.

 

Annar leki á landamærum er hegðun fólks sem á að vera í heimkomusóttkví.

Ef brot eru látin óátalin eða ekki gripið til harðari ráðstafana, þá lekur nýsmit inn.

Afleiðing, áframhaldandi sóttvarnir þó hegðun almennings sé að öðru leiti óaðfinnanleg.

 

Síðan er það dæmið í gær um ömmuna sem bauð í kaffi, mannlegt sem má flokka undir hugsunarleysi.

En meðan sóttvarnaryfirvöld þegja yfir slíkum dæmum, það er hvað er það hjá almenningi sem fer úrskeiðis, þá endurtaka þau sig.

 

 

Og þar er potturinn brotinn hvað þau varðar.

Það þarf skýra og skilmerkilega upplýsingagjöf um hvernig og á hvaða hátt smit dreifir sér um samfélagið.

Þessi endalausa henging á bakaranum það er almenningi er þreytandi til lengdar, fólk vill gera sitt besta, en ef það þekkir ekki vítin, hvernig á það að gera varist þeim??

 

Þessu er allavega hægt að kippa í liðinn, og reyndar lekanum á landamærunum líka.

Það er allavega ekki eðlilegt að eftir allan þennan tíma sé tóninn alltaf sá sami, mannlíf bannað, og skammist þið ykkar þarna úti.

Það er ekkert faglegt við þetta á engan hátt.

Og því þarf að breyta.

 

Við höfum öll tæki til að finna veiruna og útrýma henni.

Við höfum öll tæki til að halda henni fjarri ströndum landsins.

Við höfum öll tæki til að lifa hér eðlilegu lífi.

 

Við bara nýtum þau ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Gæti orðið „sprenging“ í fjölda smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Af hverju er ekki fólki vísað strax út landi sem neitar að fara í skimun við komuna til landsins? Og af hverju ekki líka fólki sem getur ekki gert grein fyrir veru sinni í landinu? Er þöggun ef um hælisleitendur er að ræða?

Sigurður I B Guðmundsson, 27.11.2020 kl. 11:04

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er von að þú spyrjir Ómar enda komnir 9 mánuðir og maður vænti þess að nú væri eitthvað komið i ljós um smitleiðir sem er forsenda þess að gera einhverjar ráðstafanir.

það er enn verið að leita að smitleiðum og það jafnvel hjá Víði svo það hlýtur að vera vonlaust fyrir Jón út í bæ að vita hvar hann smitaðist.

Útkoman úr reiknilíkönunum eru svipuð og lottótölur. Svíum hefur undanfarið verið úthúðað af OECD hversu illa þeir hafi staðið sig en þegar fréttamenn SVT fannst þetta undarleg niðurstaða þá kom fljótt í ljós að OCED niðurstöðurnar voru bara kolrangt reiknaðar en þó voru notaðar raunverulegar tölur!  en ekki einhverjar ágiskanir

OECD ändrar i uppmärksammad rapport – hade räknat fel | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 27.11.2020 kl. 12:33

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Í stað þess að rannsaka, upplýsa og leita leiða til að takmarka smit þá er hafður hræðsluáróður í fjölmiðlum. Pólitíkusarnir fela sig á bakvið opinbera starfsmenn sem vita ekkert hvað þeir eiga að gera nýtt. Enginn ber ábyrgð og þá er ekki von á góðum niðurstöðum.

Rúnar Már Bragason, 27.11.2020 kl. 14:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Kerfið sem virkar er skimun, sóttkví, skimun, og ef það er boðið uppá annað, þá er ekki við þá að sakast sem nýta sér götin, heldur fólki sem hefur hagsmuni af þessum götum, og það sterk ítök að ríkisstjórn Íslands fór gegn tillögum sóttvarnarlæknis að stoppa upp í þau.

Vissulega á þetta ekki að vera val, og ef menn lúta því ekki, þá að vísa þeim beint til baka.

Mín tillaga er reynda sú að senda um leið með þeim þá lögfræðinga sem telja sóttvarnir vera frelsisskerðingu.

En það er önnur saga, ekki til umræðu hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 15:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Get ekki verið meira sammála fyrri hluta athugasemdar þinnar, en sé hins vegar ekkert gott við sænsku fjöldamorðingjana, frekar en aðra fjöldamorðingja líkt og ég útskýrði fyrir Gvendi Stalín á sínum tíma þegar hungurmorðin í Úkraínu komu til tals.

Svíar voru heppnir, veiran var orðinn aumingi þegar hún kom til þeirra, ekki vegna þess  að þeir eru svo leiðinlegir, sem ætti reyndar að vera næg ástæða, heldur vegna þess að sóttvarnir hjá öðrum þjóðum, sem og stöðvun allra ferðalaga yfir landamæri, komu þeim til bjargar.

Það er að þeir drápu ekki fleiri en Stalín, en þeir sleikja hælana á nasistum sem eru í öðru sæti.

Sá sleikur er ekki til eftirbreytni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 15:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar Már.

Að mörgu leiti sammála, en ekki viss um forsendur.

Tel að sóttvarnaryfirvöld viti alveg hvað þau eigi að gera, en  vandinn liggi í valdinu sem misvitrir stjórnmálamenn hafa.

En þegar þeir blóta dauðann líkt og Astekar forðum, þá eiga embættismennirnir að snúast til varnar.

Þar liggur þeirra sök, sem ég hef bloggað um, bæði fyrr, í þessum pistli, sem og í mínum nýjasta.

Það er skylda mín sem vitsmunavera.

Ég ber hins vegar ekki ábyrgð á undirtektunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband