Sóttvarnir út í mýri

 

Segir Kári í opnu bréfi til Þórólfs Guðnasonar.

 

Reyndar fer aðeins fínna í það en merkingin er öllum augljós.

"Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmennsku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar. Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.".

Um mýrarfréttir eru mörg dæmi.

 

Þegar landið var veirulaust og stjórnmálamennirnir létu undan þröngum, en ríkum sérhagsmunum og opnuðu landið fyrir ferðalögum milli landa án undangenginnar 14 daga sóttkvíar, þá vöruðu læknar Landspítalans við því glapræði, en sóttvarnarlæknir hvað þá hugsa þröngt, áhættan væri sáralítil og öll tæki og tól til að takast á við hugsanlega leka gegnum landamærin.

Það gekk ekki eftir, og þá hófst stríðið að loka landinu á ný, stríð sem Kári leiddi og Þórólfur gerði loks að sínu, niðurstaðan tvær skimanir á landamærum með 5 daga sóttkví á milli.

En of seint, og allir vita stöðuna í dag.

 

Svo var allt í góðu og ástæða til að fagna, og þá duttu menn hressilega í það í Reykjavík, ásamt því að lemja mann og annan í einhverjum hnefaleikaklúbb í Kópavogi.

Samt undir stjórn, en allir vita hvernig það fór og hvernig staðan er í dag.

 

Sóttvarnir búnar að stela jólunum, bera veiruna fyrir sig en það er bara svo að veiran tók ekki ákvörðun um að henni yrði hleypt inní landið á ný, að ekki yrði lokað aftur á hana í tíma, eða að landamærunum er ennþá leyft að leka, eða það er slakað á sóttvörnum þegar skottið á henni er innan seilingar.

Þetta eru mýrarfréttirnar sem Kári er að tala um.

 

Nema bæði ég og Kári, tek mig með því ég skammast reglulega í Þórólfi og það eru nokkrir sem lesa þær skammir, vitum að sökin er ekki Þórólfs.

Þórólfur er í því ómannlegu hlutverki að reyna að hemja stórhættulega veiru, því hún er ekki bara banvæn heldur leikur hún marga sem lifa grátt, og þarf til þess stuðnings stjórnvalda.

Og þar er rammur reipur sem þarf að draga.

 

Sem er grímulaus hagsmunatengsl hluta Sjálfstæðisflokksins við öfl sem vilja hafa landi opið og allar sóttvarnir í lágmarki.

Sem og hugmyndafræðileg trúarbrögð hægri öfga þess sama flokks sem á einhvern hátt hafa tekið upp baráttu fyrir frelsi veirunnar til að drepa náungann.

Og Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur ríkisstjórnarinnar.

 

Eiginlega eru vandfundið rammara heljarmenni á Íslandi en Þórólfur Guðnasonur, því þetta ramma reipi hefur hann náð að draga svo þrátt fyrir allt hefur gengið betur hér en víðar annarsstaðar í hinum vestræna heimi, þar sem svipuð öfl heimsku og hagsmuna grafa undan sóttvörnum með fjöldamorðum uppá tugi þúsunda, ef þeir eru taldir sem dóu, en þurftu ekki að deyja eftir að ljóst var hve alvarleg veiran var.

Ég vildi bara taka þetta fram, svona svo þetta fari ekki milli mála, næst þegar ég hjóla í Þórólf og hans fólk.

Því ég tel hann þjón almennings en ekki misviturra stjórnmálamanna, en ég vildi ekki vera í hans skóm og hans sporum.

Ég held að enginn núlifandi Íslendingur vildi slíkt, og enginn gæti gert betur eins og Kári bendir réttilega á.

 

Meinið liggur í öðrum fótsporum, í öðrum húsum og fínni en þau sem hýsa skrifstofu Þórólfs og Ölmu.

Og ekki hvað síst liggur hún í okkar eigin sofandahætti.

Það er eins og við vitum ekki að þær aldir eru liðnar þar sem höfðingjar ráðskuðust með þjóðir, réðu öllu til sjávar og sveita, og þurftu aðeins umboð frá guði sem fól það valdstétt léns og höfðingja þar sem alvaldur konungur trónaði á toppnum.

 

Við látum ennþá ráðskast með okkur.

Jafnt í þessu sem og svo mörgu öðru, sættum okkur við liðleskjur sem unnu skítverk fyrir erlenda hrægamma og unnu hryðjuverk á heimilum landsins af áður óþekktri stærð í vestrænum löndum á friðartímum.

Í því samhengi er þjófnaður Trölla jólunum léttvægur.

 

Það er bara svo.

Þar liggur kjarninn.

Kveðja að austan.


mbl.is Kári sendir Þórólfi opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Um hugsunar vert. Af hverju ? Væri ekki ráð að sinna sjúklingum fyrr ? Reyna að fyrirbyggja að þeir verði mjög veikir og lendi inná sjúkrahúsi. Endalaus "eftiráhugsun"

"29/11/2020 | 5 mín

Þjóðir um allan heim hafa „algjörlega dregið úr áherslum og næstum óskýrðar“ árangursríkar meðferðir við kransæðavírusum í nálgun sinni á lýðheilsu við heimsfaraldurinn, segir prófessor í læknisfræði, Peter McCullough. „Það hefur bókstaflega ekki verið neitt utan lýðheilsuaðferða að vera bara með grímur, vera heima, skjól á sínum stað og bíða eftir bóluefni,“ sagði hann við Sky News. „Það verður að vera hluti af aðalskipulagi. „En ég verð að segja þér það fyrir fólk sem veikist, það gengur ekki.“ McCullough lýsti því yfir að það væri í raun „engin deila um hvort hýdroxýklórókín virki eða ekki“ og segir líkurnar á að lyfið virki ekki reiknað til að vera einn af hverjum 17 milljörðum. „Deilurnar snúast um lýðheilsuaðferðina við COVID-19,“ sagði hann. „Ég held að sagnfræðingar muni verða mjög ógóðir gagnvart Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Vestur-Evrópusambandið, og sum Suður-Ameríkuríki. „Þetta eru það sem ég kalla níhilistalöndin. Ríkin sem bjóða enga meðferð heima fyrir ... og búa til svo hræðilega íbúa núna sem eru ... hungruð í bóluefni til að halda áfram. “

Haukur Árnason, 30.11.2020 kl. 00:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haukur.

Hérna það sem ég hef lesið í tímaritum sem tengja sig við medicine er allt á þá vegu að hýdroklórið virki ekki og ég hygg að vestrænir læknar lesi slíkar greinar en ekki fullyrðingar manna, sem þess vegna geta verið prófessorar eða annað, en renna ekki stoðir undir fullyrðingar sínar í réttasölum læknisfræðinnar, svona svipað og menn Trump gera ekki í réttarsölum þegar þeir ætla sér að sanna milljóna kosningasvindlið.

Og hvorki lögfræðin eða læknisfræðin geta virkað öðruvísi.

Varðandi þau lyf sem virka, og munum að það hafa orðið gífurlegar framfarir í meðhöndlun kóvid sjúklinga frá því í vor, þá eru þau gefin við einkennum sem þurfa að vera komin fram, áður en þau eru gefin.

Það er bara svo og getur ekkert verið öðruvísi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2020 kl. 07:42

3 Smámynd: Haukur Árnason

Jamm, það er þetta með fagtímaritin. Ég kýs frekar að skoða þá sem eru á vettvangi, Í þessu tilfelli starfandi lækna.

„Metagreining sem birt var í The Lancet og gat ekki sýnt nein áhrif HCQ hefur verið dregin til baka. Helstu gagnalindirnar sem notaðar voru reyndust óáreiðanlegar“

Dr. Zelenko kom mjög fljótt með þá meðferð að nota hýdroxýklórókín og azitrómýsín  og zink.

Hann, ásamt hóp lækna sem starfa á vettvangi og sjá sjúklinga á hverjum degi, komu saman í Framlínulæknum Ameríku og héldu blaðamannafund sem þegar hefur verið fylgst með. nokkrum milljónum sinnum.

Birt 17 nóv. 2020.
Fyrir þetta þriðja vefnámskeið erum við ánægð með að bjóða velkominn Roland Derwand, læknir, MBA, frá München Þýskalandi. Vefnámskeiðið beinist aðallega að rannsókninni á COVID-19 göngudeildarsjúklingum í meðhöndlun Dr Zev Zelenko í NY ríki.

Vísað er til rannsóknar Dr Derwand, Prof Scholz og Dr Zelenko, eins og hún var birt í International Journal of Antimicrobial Agents: “COVID-19 göngudeildir: snemma áhættubundin meðferð með sinki ásamt litlum skömmtum af hýdroxýklórókíni og azitrómýsíni: afturskyggn tilfellaröð rannsókn “

Belgískir læknar segja, í bréfi til sinna heilbrigðisyfirvalda: „Í millitíðinni er til hagkvæm, örugg og árangursrík meðferð fyrir þá sem eru með alvarleg sjúkdómseinkenni í formi HCQ (hýdroxýklórókín), sink og azitrómýsín. Það er hratt beitt, það gerir lækningu og forðast oft sjúkrahúsvist.“

Í Ástralíu er læknir, Prófessor Thomas Borody, frá Center for meltingarfærasjúkdómum í Sydney í Ástralíu, um Ivermectin-undirstaða meðferðar við COVID-19.
Hann fullyrðir að lækna megi alla af cowid-19, ef að þessi aðferð sé notuð strax eða fljótlega. Hann talar um 6 til 10 daga. Með Ivermektin skal nota Doxycycline og Zink.

Spurning: „Af hverju erum við ekki að meðhöndla alla aldraða einstaklinga á öllum heilsugæslustöðvum, á öllum öldruðum umönnunarsvæðum með þetta?“

„Það er ekkert lyfjafyrirtæki að baki. Það er ekkert fólk sem er að vinna í lobbyi við stjórnvöld og gefa framlög vegna endurkjörs og svo framvegis. Ég veit ekki svarið. “

Hann, Borody fær ekki samband við heilbrigðisráðherrann þar.

Það er kannski tilviljun að eftir að Dr. Zelenko o.fl. gáfu þetta út, þá bannaði  CDC, með Dr. Anthony Fauci í broddi fylkingar HCQ í USA.

Trump var að mæla með þessu, það hefur kannski verið næg ástæða

Dr. Fauci hefur ekki, svo vitað sé, í krafti síns embættis ráðlagt fólki að taka D- vítamín, en sagði í viðtali í sumar að hann tæki 6000 iu pr. dag.

Haukur Árnason, 30.11.2020 kl. 18:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haukur.

Gallinn við allar svona samsæriskenningar er að lækning finnur sér alltaf leið.

Er alltaf að útskýra þetta fyrir góðum vini mínum sem trúir því heitt og innilega að lækna og lyfjamafían standi í vegi þess að kannabisolía sé notuð til að lækna krabbamein.

Ég ætla ekki að leggja mat á heimildir þína, við vitum báðir að netið er yfirfullt af svona fullyrðingum, margar hverjar skáldaðar, aðrar rifnar úr samhengi.

Sé þetta rétt þá ratar þetta fyrr en síðar inní tímarit sem hafa medicine í heitum sínum, það liggur í eðli þekkingarinnar.

Hún er ekki hamin, því eins og allir vita, "þá snýst hún samt".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2020 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband