Rasismi góða fólksins.

 

Á sér margar birtingarmyndir.

Flestar ógeðfeldar og undirliggjandi er sannfæring Púrítanans að hann sé æðri en Hinir.

Viti betur, hafi alltaf rétt fyrir sér.

 

Fólk af ólíkum menningarheimum hefur ítrekað orðið byrir barðinu á þessum rasisma.

Slangur þess og orðnotkun sem þykir eðlileg í þeirra heimi, er úthrópuð sem rasismi úr frá mælistikum góða fólksins.

Öllum sem sjá þetta skjáskot Cavani er ljóst að þarna er hann að tjá sig að hætti heimamanni, ekkert illt býr undir annað en þá fögnuðurinn að hafa svipt Southampton þremur stigum.

Í menningarhrærigraut múlatta, svartra og indíána sem mynda öreigastéttir Suður Ameríku er orðið negrito notað á allt annan hátt en hvítir kynþáttahatarar nota orðið nigger.

Og gleymum aldrei að þessi menningarhrærigrautur varð til í skugga aldalangra kúgunar hvítrar yfirstéttar, það er hinir kúguðu tóku upp þetta niðrandi orð og gerðu að sínu.

 

Alveg eins og svartir rapparar sem nota orðið nigger álíka oft og sómaorðið fuck, en eru ekki snupraðir fyrir, því hrokinn í góðu fólkinu hefur ekki náð því stigi að bannfæra svartra þegar þeir tjá sig um sjálfa sig og sitt eigið líf.

Ekki ennþá.

Kannski aldrei ef góða fólkið hefur náð æðsta stigi rasismans að líta á svart fólk sem óæðra lífsform sem viti ekki hvað það segir, og því eigi að fyrirgefa því orðanotkun sína.

 

Góða fólkið hefur náð áður óþekktum hæðum í kúgun og ofsóknum í allri gjörvallri kúgunarsögu mannkynsins.

Það bara bannar ekki aðeins ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf, það vill líka stjórna hugsunum fólks, og notkun þess á tungumálinu.

 

Frægt er þegar formaður enska knattspyrnusambandsins sem á alla sóma fyrir baráttu sína gegn rasisma í fótboltanum, var knúinn til að segja af sér því hann notaðir orðið litað fólk sem andstæðu við hvítt fólk, en rasisminn sem barist er við kemur frá hvítum kynþáttahöturum og beinist að fólki með annað litarhaft en litlausu hvítingjarnir.

Og hver var þá glæpurinn??

Jú, góða fólkið er búið að banna orðið "litað" yfir fólk sem er ekki hvítt.

Ofstækið svo mikið að það gat ekki einu sinni leiðrétt orðanotkun viðkomandi heldur var hann strax settur út af sakramentinu.

Þá er stutt í að við lifum síðustu daga Jakobína þegar þeir voru farnir að hálshöggva hvorn annan því enginn var óhultur fyrir rétttrúnaði þeirra.

Böðull í dag, fórnarlamb böðulsins á morgun.

 

Það þarf að fara mæta þessum skríl.

Þó það væri ekki annað en þeirra vegna, því svona ofstæki linnir ekki fyrr en einn stendur eftir með höfuð allra annarra í kjöltu sinni.

 

Fólk má tjá sig á þann hátt sem það vill.

Svo fremi sem það meiðir ekki aðra.

 

Svo er nútíðin til að gera framtíðina betri.

Ekki verri.

 

Höfum það hugfast næst þegar grátkór góða fólksins hefur upp sinn fordæmingarsöng.

Og segjum því bara hreint út.

 

Haldiðið ykkur saman.

Bætið ykkur.

Látið aðra um sig.

 

Og hana nú.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Cavani í bann fyrir rasisma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem sífellt gapa um "góða fólkið" eru hægriöfgakarlar og -kerlingar, sem þykjast vera betri en allir aðrir í heiminum. cool

Þetta lið, Pegida-skríllinn, botnar til að mynda ekkert í því hvers vegna öfgahægrikarlinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neyddist til að segja af sér sem forsætisráðherra.

Og nú er það skammaryrði öfgahægrikarlanna og -kerlinganna að þeir sem hugsa öðruvísi en þetta lið sé "gott fólk". cool

Halldór Jónsson segir að þú sért gamall kommi en báðir eruð þið dæmigerðir öfgahægrikarlar, rétt eins og Donald Trump, Davíð Oddsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Páll Vilhjálmsson.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með Miðflokknum, sem er öfgahægriflokkur.

Útvarp Saga og Mogginn eru nú málpípur öfgahægrikarlanna og -kerlinganna, sem djöflast sífellt gegn Ríkisútvarpinu, sem er vel stutt af meirihluta Alþingis og miklum meirihluta Íslendinga, "góða fólkinu". cool

Þorsteinn Briem, 30.11.2020 kl. 19:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja Steini minn, þú ert allur í framförinni, farinn að tala frá eigin brjósti þó oft hafi ég lesið færri línur með færri orðum, en samt með meiri orðaforða.

En rétt skal vera rétt, Halldór kallar mig kommatitt á góðum stundum, gamlan komma þegar hann vill stríða mér, en Hriflung þegar ég hef sagt eitthvað sem höfðar til hans á einhvern hátt.

Þú sem fróður maður ættir að vita af hverju hann kallar mig gamlan komma.

Svona smá fróðleikur, til að sýna þér að þetta er hægt án þess að nýta sér alltaf fróðleik Gúgla frænda.

Heldur þú annars nokkuð með Liverpool??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2020 kl. 22:34

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú berð eitt sameiginlegt einkenni og aðrir vinstriöfgamenn Þorsteinn Briem, þú meðtekur ekki það sem þú endar við að lesa heldur blammerar viðmælandann undir eins - en að dæma fyrirfram er de facto skilgreininging á fordómum, og þín viðbrögð því nokkuð góð sönnun fyrir því sem greinahöfundur heldur hér fram.

Hvernig væri að hætta að ráðast á menn eins og Donald Trump og Sigmund Davíð og reyna í staðinn að velta því fyrir sér hvort þeir segi ekki stundum eitthvað bitastætt?

Ég hef þá trú að allir ættu að geta vingazt og unnið saman upp að einhverju marki, burt séð frá því hvort maður er vinstriöfgamaður eða hægriöfgamaður eða eitthvað annað. Eitt það bezta við Moggabloggið er að menn reyna að minnsta kosti að lyfta sér upp úr skotgröfunum, þótt misjafnlega vel gangi. 

Viðbrögð annarra flokka við Miðflokknum eru ekki til sóma. Það er hellingur af vitrænum hlutum sem koma frá svonefndu öfgafólki, gleymum því ekki. Við skulum reyna að tína út vitleysurnar og gagnrýna þær en alhliða fordæmingar góða fólksins eru fordómar eins og Ómar skrifar hér réttilega. 

Sá sem alltaf les eitthvað eftir hægriöfgamenn hlýtur að hafa einhvern áhuga á því, Þorsteinn Briem. Annars, góð grein eftir Ómar eins og svo oft áður. 

Mér finnst við nálgast eitthvað "1984 samfélag George Orwells" ef við erum alltaf að banna orð og auka bönn, og höft.

Ingólfur Sigurðsson, 30.11.2020 kl. 22:50

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það ætti að banna stjórnmálaflokka sem lýsa yfir að þeir geti ekki unnið með öðrum stjórnmálaflokkum og gera allt að VIÐ (góða fólkið)  og ÞEIR (ógeðslegu hálfvitarnir sem ekki sjá ljósið)

Verst að þetta sama góða fólk hefur nú fussað og sveiað í 4 ár yfir Trump og hvernig hann sé að ala á sundrung í USA og skipta þjóninni í tvær fylkingar

Grímur Kjartansson, 1.12.2020 kl. 01:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Menn er sammála um sumt eins og gengur Ingólfur, ekki alveg um annað, síðan misjafnt hvernig menn tjá sig, en þegar spurt er hvað eru margir öfgar- í því, þá er ljóst að eitthvað hefur snert lesandann, og það er jú alltaf tilgangurinn hvað mig varðar, að tjá mig á þann hátt að vekja viðbrögð og það sem ég kalla hugrenningartengsl, íhugi hverju þeir eru sammála og hverju ekki og svo framvegis.

Hvað Steina varðar þá skortir hann æfinguna að tjá sig út frá eigin brjósti, en hann er allur að koma til, og hann er launstríðinn, þar hæfir skel kjafti.

Ingólfur, Trump er gikkur og sá alveg sjálfur um að vekja viðbrögð, en við félagarnir áttum sameiginlegan flöt, og þar með naut hann mikils vafa hvað mig varðar.

En eitt er að vera gikkur, annað að vera illfylgi.

Því miður sýnist mér að það fylgi sé að gleypa rétttrúnaðinn með húð og hári.

Hina vegar svona almennt séð þá er ljóst að ég hefði ekki pistlað um góða fólkið ef ég væri ekki heitur United maður, en það er athyglisvert svona út frá IP tölunum að það hreyfir meir við fólki en pistlar mínir um einbeittan vilja ríkisstjórnarinnar að hafa landamærin opin fyrir innflutning á veirunni.

Með þekktum afleiðingum núna í byrjun aðventunnar.

Svona er máttur fótboltans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2020 kl. 08:05

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

 Góð grein og tímabær.....

Jóhann Elíasson, 1.12.2020 kl. 08:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvers eiga mínir menn að gjalda loksins skoruð mörk sem eru alls ekki borðleggandi færi. Ég trúi líka eins og Ómar að gleðin hafi borið hann ofurliði(sumir stökkva heljarstökk)-  Dæmisaga: Minnist jólagjafar ungs frænda míns sem átti aura til að gefa mömmu sinni í jólagjöf. Það var litið lamb á eldspítufótum og mamman fagnaði um leið og hún missti smáhlátur gusur úr hjarta sínu. Drengurinn var snortinn og sagði; "Gleðin í mömmu" Þetta var þannig gleði í Cavanní trúi ég.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2020 kl. 09:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jóhann.

Helga, ég held að þetta hafi verið svipuð gleði.

Að tengja hana við rasisma er gjaldþrot rétttrúnaðarins, því þetta er bein árás á mennskuna.

Heimskt fólk fattar þetta ekki, en munum að háskólar vestrænna landa sérhæfa sig í útskrift á heimsku.

Blessuð börnin fatta þetta ekki, enda eru þau heimsk.

Áunnin en ekki frá náttúrunnar hendi.

Þeirra vegna þurfum að spyrna við fótum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2020 kl. 12:49

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, er það furða að maður tali stundum um fáviskufabrikkur ríkisins?

Með sumarkveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 1.12.2020 kl. 16:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Það er sérstakt að fá sumarkveðjur á þessum árstíma, en þið Hérarnir njótið sólar í byggð á meðan við niðri á fjörðum þurfum að klífa fjöll til að njóta hennar þegar svona langt er komið inní skammdegið.

Núna er víst kominn garrinn, fyrst hjá ykkur í efra, svo færist hann niður á firði, vona bara að hann snjói lítið í þessum látum. 

Ég hygg að þú sért að vísa í orð mín um sérhæfingu vestrænna háskóla, orð sem vissulega tjá pirring yfir þröngsýni og rörahugsun hinnar ráðandi elítu háskólasamfélagsins.

Þess vegna segir maður svona á stundum þó vissulega sé þetta alhæfing.

En á dauða mínum hefði ég frekar átt von sem ungur maður, en að upplifa þá tilfinningu þegar fram væri komið á miðjan aldurinn að akademísk hugsun stefndi hraðbyri aftur á miðaldir með tilheyrandi galdrabrennum og nornaofsóknum.

Ein skýring held ég að megi finna í hugmyndafræði þess í neðra sem náði að gegnsýra stjórnmálin sem aftur léti eitrið dreifast um háskólasamfélagið, en það er hin sífellda krafa um hraða undir merkjum skilvirkni og hagkvæmni, út af þessu hraða hefur ungt fólk ekki lengur tíma til að lesa og hugsa, tíma til þess sem var kallað á árum áður, að þroskast.

Stytta nám, auka álag á börn og unglinga, koma þeim þannig fyrr út á vinnumarkaðinn svo þau fari að skila einhverju, söngur sem er sunginn samhliða róginum um að sjálfstætt tungumál sé aðeins kostnaður og útgjöld, allt þetta hefur afleiðingar.

Sem við upplifum í dag og það er löngu kominn tími til að spyrna við fótum.

Til dæmis með því að verða ekki samdauna.

Ég held að við reynum okkar besta hvað það varðar Magnús.

Kveðjur í efra úr hraðminnkandi logninu í neðra.

Ómar Geirsson, 2.12.2020 kl. 11:47

11 identicon

Góð lýsing á góða fólkinu Ómar,tek undir hvert orð hjá þér.

Björn. (IP-tala skráð) 2.12.2020 kl. 19:23

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Björn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 1017
  • Frá upphafi: 1321569

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 845
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband