"Það þurfa að vera góð rök fyr­ir jafn­frels­is­skerðandi ákvæðum"

 

"Sem hafa svo mikil áhrif á réttindi borgaranna".

Segir þingmaður Pírata.

Og maður spyr sig, hvernig komast svona viðrini á þing??

 

Sóttvarnir eru spurning um líf eða dauða þegar þær eiga við.

Þær geta aldrei verið háðar gildismati einstakra þingmanna sem skipa löggjafaþing á hverjum tíma.

 

Löggjöfin þarf að vera skýr svo að sóttvarnaryfirvöld geti gripið inní þegar farsótt ógnar lífi og limum almennings, umræða augnabliksins, hvers eðlis sem hún er og munum að Píratar eru birtingarmynd úrkynjunar alsnægtaþjóðfélagsins, má aldrei vera dragbítur eða seinka nauðsynlegum aðgerðum sem hamla farsótt, eða hreinlega bjarga samfélögum frá drepsóttum sem engu eira.

Skortur á þessum skýrleika er bein ástæða þess að fólk dó að óþörfu í Evrópu sem og Ameríku, en lifði í flestum ríkjum Austur og Suð austur Asíu, sem og í Eyjaálfu.

Vegna þess að hugmyndafræðileg fífl sem tengdu sig við frelsi og frjálst flæði, gerðu ekki strax sem þau áttu að gera.

Að vernda borgarana með öllum þeim ráðum og tólum sem mannsandinn ræður yfir.

 

Vítin eru til að varast, og vissulega má rekja andvaraleysi heimskunnar til áratuga þar sem hvorki stríð eða sjúkdómar ógnuðu vestrænum samfélögum, en þegar alvaran blasir við, og tók sinn dauðatoll, þá er ekkert sem réttlætir þessi orð þingmanns Pírata.

Raunveruleikinn er dauði þar sem farsótt var ekki tekin alvarlega.

Ekki vegna þess að sóttvarnaryfirvöld brugðust, heldur vegna þess að heimskt fólk taldi sig vita betur.

Og þetta heimska fólk var í áhrifastöðum.

 

Af öllu sem toppar úrkynjun og heimsku voru orð skriffinna Brussel sem lagðist gegn lokun landamæra innan Evrópu með þeim rökum að frjálst flæði fólks yfir landamæri væri hornsteinn Evrópusamstarfsins, og að einstök aðildarríki hefðu öll ráð til að halda farsóttinni í skefjum.

Sagt í lok febrúar, og þar með var ekki brugðist við í tíma, aðeins neyðin á Ítalíu, síðan á Spáni, þar á eftir Frakklandi braut þessa opinberu stefnu skrifræðisveldisins á bak aftur.

Það er einstök ríki lokuðu óháð kjaftæðinu í regluverkinu.

 

Svo upplifum við þessa umræðu á löggjafaþingi þjóðarinnar.

Stjórnvöld með blóð á höndum mega þó eiga að þau hafa lært, en viðrini rífast um þann lærdóm.

Í nafni frelsis og réttindi borgaranna.

 

Píratar eru sannarlega dæmi um úrkynjun velmegunarsamfélags síðustu áratuga.

Það er samt óþarfi hjá þeim að gangast upp í því hlutverki.

Að seinna meir verði þeir teknir sem dæmi um þegar fólk hélt að lífið væri ekki eilíf barátta fyrir tilveru sinni.

Eitthvað sem jafnvel einfaldasti einfrumungur veit, hefur þó ekki skyn eða vit sem við tengjum við flóknari lífverur, hvað þá það sem við tengjum við hinn vitiborna mann, Homo Sapiens.

 

Vissulega þarf að ræða sóttvarnarlög, en aðeins á þeim forsendum hvernig þau virki best.

Séu skilvirkust og bjargi sem flestum.

 

Til dæmis var augljóst að það átti að loka landamærunum þegar ljóst var að drepsótt hafði skotið rótum í Kína, og var að dreifast um heiminn.

Þar skorti skýrleika, og vegna þess dóu samlandar okkar, vegna heimsku stjórnvalda sem kenna má við strúta, það er að menn héldu að ef drepsóttin væri hundsuð, þá myndi hún ekki drepa.

Aðeins þegar hún byrjaði að drepa, þá var gripið til nauðsynlegra aðgerða.

 

Forheimskan og fávitahátturinn endurtók sig svo aftur í sumar, með þekkum afleiðingum dauðsfalla og samfélags í herkví sóttvarna.

Víti sem þarf að varast, og þar á aðhald stjórnarandstöðunnar að liggja.

 

Þess vegna.

Þess vegna er hin óendanlega heimska sem má lesa í þessu viðtali við þingmanna Pírata, ófyrirgefanleg.

Svona fólk á ekki að ganga laust á löggjafarþingi þjóðarinnar.

Ekki þegar tímarnir eru kenndir við dauðans alvöru.

Engin þjóð hefur efni á slíku.

 

Því minnihlutinn gegnir hlutverki.

Hann á að veita stjórnvöldum aðhald, að fylla út í ákvörðunartökuna, að hlusta á þær raddir sem telja að betur megi gera, og jafnvel benda á sjálfur slíka hluti.

Hann bætir lýðræðið, gefur því þá vigt að sjónarmið allra fái að heyrast.

Í raun er hann lýðræðið í þeirri merkingu að án hans væri stutt í einræði einsleitra sjónarmiða.

 

Í það minnsta hafa Píratar brugðist þessu hlutverki.

Þeir kjósa að þjóna dauðanum og sækja hugmyndafræði sína til þess í neðra.

Eins og Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson séu ekki fullfær um þá þjónkun.

 

Eftir stendur, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Píratar bregðast þjóð sinni, hvað var fólk að hugsa sem kaus þennan flokk undir formerkjum þess að það vildi breytingar, í þá átt að almenningur fengi aftur völdin frá ráðstjórn auðsins?

Liggja þar ekki mistökin og dómgreindarleysið??

 

Allavega, úrkynjun er kölluð úrkynjun vegna þess að hún er endastöð, allt sem tengist henni deyr út.

Píratar eru því mælikvarði.

Það er annaðhvort þeir eða við.

Því lifi þeir þá erum við sem þjóð búin að vera.

 

Allavega lýðræði okkar því án aðhalds stjórnarandstöðu er það dæmt til að deyja.

Auðræðið sem stjórnar öllu, á fjórflokkinn, ef það á líka Andstöðuna þá er fátt eftir sem getur veitt því mótstöðu.

 

En þó það fjármagni viðrini þá er það ekki sama og við látum glepjast.

Allra síst á dauðans alvöru tímum.

 

Við lifum slíka tíma í dag.

Spurningin er hvort við látum glepjast.

 

Ef landamærin haldast opin, þá er það svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvæði um útgöngubann vekur spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Frábær pistill, Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.11.2020 kl. 21:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er að springa úr frekju-eða þannig- Við þurfum að ráða yfir aðgangi að sjónvarpi þar sem gagnrýni á stjórnvöld og Alþingi,þ.m.talið svona pistli,eru lesnir og þannig fáum við stjórnvöld til að svara (sem alla jafna gera það ekki).- Raddir vorsin- þurfa að ná eyrum almennings og ráðamanna. Það myndi virka betur en hjá karlinum á kassanum a Lækjrtorgi í den,enda sífellt sama stefið þar.-- Já hver borgar ? Við! Fyrir  hvern pistil sem er samþykktur. Fáum okkur leyst undan skyldu greiðslu með RÚV. Er ekki rétt að fara að gera óvenjulega hluti,í stað þess að verða að taka sífellt yfirvaldsins skrítilegu reglugerðum sem koma afkomendum okkar með tíð og tíma fyrir í hrófatildrum orkuhúss stæl. Skrifa til syfju og iðrast einhvern tima á morgun.Með kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2020 kl. 06:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur, maður lætur vaða þegar Píratar eru í færi.

Það er bara bylting í þér Helga svona í morgunsárið, þetta minnir á neistann í Neistanum þegar Ragnar Skjálfti var og hét.

Ég held að við höfum svona vettvang sem er netheimar, en það er með þá eins og blöð róttæklinganna í gamla daga (Neistann, Stéttabaráttuna og enn eitt blaðið sem ég man ekki nafn á í augnablikinu), að þeir snúast mikið um naflann á boðendum, eru því margir og sérviskufullir.

Menn eru að boða sitt en ekki eitthvað sem er líklegt að gæti náð til breiðari hóps og myndað afl til breytinga.

Það þarf alltaf stærri miðil og þar þjónar Ruv hlutverki sínu vel, er miðill ríkjandi umræðu, sem í dag er rétttrúnaður og Evróputrú, og er í þeirri stöðu að þurfa að taka tillit til eiganda sinna sem er þjóðin.

Þjóðin þarf alltaf að eiga eitthvað svona sem hún getur skammast í, ef auðurinn á miðilinn þá setur hann bara fingurinn, og fólk getur ekkert gert.

Raddir sem höfða til annarra finna sér alltaf farveg, tíst smáfuglanna á alltaf möguleika á að verða að tísti flokksins, en mótar fyrst og síðast stef hans.

Málið er að fólk almennt hefur ekki áhuga á þjóðmálaumræðu, en það lætur til sín taka þegar mál snertir það beint líkt og í ICEsave og í minna mæli orkupakkaumræðunni. 

Það eru skýringar á því að lamið er svona á stjórnarskránni, í þeirri nýju á að loka á að hægt sé að skjóta Brusseltilskipunum til þjóðarinnar því þeir óttast tíst smáfuglanna.

Það segir manni að þrátt fyrir allt skipti það máli að tjá sig.

Eigum við ekki bara að halda því áfram Helga mín??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 08:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk svo mikið var búin að kvíða fyrir að opna hér,en lífið hefur kennt mér að ráðast í verkin strax og taka því sem að höndum ber.Hvað ætlast himnafaðirinn að taki mann langan tíma að læra einfalda hluti eins og það!? þar til enginn tími er eftir og ekkert hægt að leiðrétta. Hafðu það sem best alltaf. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2020 kl. 14:31

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sorglegur vitinisburður um þjóðina ef menn leita eftir einhverju vitrænu hjá Pírötum.

Halldór Jónsson, 27.11.2020 kl. 13:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Halldór, um sumt gengur ekki hnífsblaðið á milli sjónarmiða gamals íhaldsskarfs og kommatitts, það segir eiginlega allt sem segja þarf um Pírata.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 105
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 5596
  • Frá upphafi: 1327420

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 4999
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband